Rógberum þarf að sýna fyllstu hörku.

 

Við Íslendingar eru umburðalynd þjóð.

 

Þegar örvæntingarfull bresk stjórnvöld, með stærstu banka sína gjaldþrota, gerðu hryðjuverkaárás á íslensku þjóðina,  til að draga athyglina frá sínu eigin bankavanda, þá vorkenndu íslensk stjórnvöld þeim.  Í stað þess að snúast til varnar af fullri hörku, með því að kæra bresk stjórnvöld fyrir Öryggisráði Sameinuð þjóðanna og krefjast neyðarfundar hjá Nató sem er jú varnarbandalag, þá gerðu þau ekki neitt sem gat aukið á hinn breska vanda.

Þau gengu meira að segja svo langt að út var gerður gamall menntskælingur til að athuga hvort ekki væri hægt að aðstoða bresk stjórnvöld með fjárframlögum úr íslenska ríkiskassanum, þó svalt fólk á Íslandi, og ekki til fé fyrir brýnustu almannaþjónustu.

Bretar þáðu boðið fegins hendi og lofuðu jafnvel að hætta öllum efnahagsstríðsaðgerðum, en íslenska þjóðin sagði Nei.

 

En ekki hvarflaði að þjóðinni að skipta um stjórnvöld.

Því alveg eins og ríkisstjórnin var aumingjagóð við breta, þá er þjóðin aumingjagóð við ríkisstjórnina.  Hún er örugglega að reyna sitt besta.

 

En íslenskir stjórnmálamenn þjást af sama skilningsleysi og fólk halt undir einhliða samfarir, þeir skilja ekki að Nei, þýðir Nei.

 

Og aftur voru gerðir út menn til Bretlands, og athugað hvort þar væru menn ekki ennþá tilbúnir að taka við íslensku skattfé, þó ekki þyrðu sendiboðarnir að bjóða sömu risaupphæðirnar og í fyrra skiptið. 

Og aftur sagði þjóðin Nei.

Og aftur umber hún sömu stjórnmálamennina, þó ennþá svelti fólk, og öll almannaþjónusta á undir högg að sækja sökum niðurskurðar.

Og hún umber ríkisfjölmiðil sinn sem einhliða hefur stutt hryðjuverkaárás breta frá fyrsta degi, og gerir enn því augljóst er að áróðursdeild bresku leyniþjónustunnar stjórnar umfjöllun Spegilsins um ICESave deiluna.

 

Við erum umburðarlynd þjóð, sérstaklega gagnvart okkar eigin aumingjum.

 

En danskan róg eigum við ekki að þola, þar liggja mörkin.

14-2, ókei, að þurfa læra óskiljanlegt hrognamál í skóla er líka kyngjandi miðað við úldið mjöl og sauðskinnsskó í öskum forfeðra okkar, en Danir eiga ekki að komast upp með að ljúga upp á okkur þjófnað.

Þar liggja mörkin, og við eigum ekki að kyngja þjófastimplinum.

 

Uffe Elleman er sagður greindur, því getur hann ekki borið fyrir sig vanvitahætti eins og þeir íslensku stjórnmálamenn sem fullyrtu að innlán á Íslandi hefðu verið ríkistryggð eftir bankahrun.

Hann er ekki það fífl að þekkja ekki muninn á endurreisn bankakerfis og ríkistryggingu innláns.

Og hann er ekki það heimskur að hann haldi að íslensk stjórnvöld hefðu sama löggjafarvald í Bretlandi til að endurreisa útibú Landsbankans þar líkt og þau gátu endurreist íslenska bankakerfið á Íslandi.

 

Hann veit betur.

 

Uffe Elleman kom líka að gerð EES samningsins.  

Hann veit því vel að hvergi í þeim samningi er minnst á að EFTA þjóðir ábyrgjist innlán í öðrum löndum Evrópska efnhagssvæðisins.  

Hann veit hins vegar vel að í EES samningnum er skýrt ákvæði sem heimilar EFTA þjóðum að grípa til allra þeirra ráðstafana sem þau telja þurfa til að hindra neyðarástand í efnahagsmálum, og í nútíma þjóðfélögum er fátt alvarlegra en allsherjarhrun bankakerfis.

Hann veit því betur þegar hann segir að íslenska þjóðin standi ekki við skuldbindingar samkvæmt EES. 

 

Hann lýgur.

 

En hvaða máli skiptir að ljúgandi afdankaður dani röfli í dönsku sjónvarpi?????

Jú, það er tvennt.

Hið fyrra, að hann endurómar  lygi núverandi ráðamanna Skandinavíu, og á þá er hlustað.  Þessi lygi er því skaðleg íslenskum hagsmuni og beinn rógur um íslenska þjóð.

Og það seinna er því miður, mun alvarlegra, lygi hans er hluti af kúgun yfirstéttar Evrópu gagnvart almenningi álfunnar.  

Yfirstéttin hirti gróða bólunnar en vill láta almenning sitja uppi með skuldirnar.  

Íslenska Nei-ið er mesta ógn  þessarar ómennsku, það er hint fyrir þrautpíndan almenning Evrópu um að rísa upp og segja Nei, borgið ykkar skuldir sjálfir, hirðið ykkar tap.  Skattfé okkar fer í það sem samfélagssáttmálinn kveður á um, í almannaþjónustu, heilsgæslu og menntun og annað sem réttlætanlegt er að skattfé almennings fari í.

Skuldir og sukk yfirstéttarinnar er ekki eitt af því sem skráð er í þann samfélgssáttmála.

 

Óttinn við uppreisn almennings er skýring á gjamminu úr danaveldi, rakkarnir halda að húsbændurnir muni klóra þeim á bak við eyrun.

 

En hver sem skýringin er, þá eigum við sem þjóð, sem þjóð byggð frjálsu fólki, ekki að sætta okkur við róginn.

 

Við eigum að stefna þeim fyrir dóm, og láta þá sanna skuldina, sanna að framkvæmdarstjórn ESB ljúgi þegar hún segir að innlán séu ekki ríkistryggð, heldur tryggð af tryggingasjóðum sem fjármagnaður er af fjármálafyrirtækjum viðkomandi landa.

Geti þeir það ekki eigum við að krefjast þyngstu refsingar yfir slefberunum, skiptir engu þó þeir hafi haft eða hafi það fyrir atvinnu að vera síljúgandi stjórnmálamenn.  

Aðeins þannig fáum við frið og getum haldið áfram uppbyggingu landsins án þess að vera sífellt að bera af okkur rangar sakir.

Því þessi orð eru ekki bara meiðandi, þau geta líka skaðað fjárhagslega hagsmuni landsins.

 

Og það er aumingjaskapur að snúast ekki til varnar. 

 

Þó við séum umburðarlynd, þó við þolum samlöndum okkar róginn og níðinn, þá vitum við allflest þeirra vita ekki betur, eða eru skjálfandi lyddur gagnvart útlendu valdi og útlendum valdsmönnum.

En við megum ekki lenda í því að tapa friðnum, eftir að við lögðum svo mikið á okkur til að vinna stríðið.

Við þurfum að verja hendur okkar.

 

Fólk sem lét ekki kúga sig, bast samtökum gegn aumingjaskap og hafði sigur gegn íslensku valdastéttinni.

Núna þarf að gera slíkt hið sama.  

Það þarf að safna fé, og lögsækja lygaranna, hvar sem þeir láta á sér kræla.

Þannig endurheimtum við æru okkar sem sjálfstæð þjóð eftir ítrekaðan undirlægjuhátt íslenskra stjórnmálamanna gagnvart hryðjuverkaárásum breta og þannig sláum við tóninn fyrir frelsisbaráttu almennings um allar Evrópu.

 

Tón sem segir að við erum fólk, ekki þrælar.

 

Og það er augljóst að þeir sem munu leiða þessa lokabaráttu þjóðarinnar gegn fjárkúgurunum og stuðningsliði þeirra, að þeir munu enda sem leiðtogar þessarar þjóðar.

Að þeir sem safna liði og stefna lyginni fyrir dóm, að þeir munu fyrst koma upp í huga þjóðarinnar þegar hún loksins hættir að vorkenna núverandi ráðamönnum og gefur þeim langþráð frí.

 

Sagan kennir að leiðtogar Ögurstundarinnar erfa völd hinna vanhæfu.

 

Við lifum slíkar stundir í dag, en leiðtogarnir láta á sér standa.

Ég spái því að sá sem stefnir Uffe Elleman fyrir dóm og láti hann standa við orð sín, að hann hafi stigið stærra skref en Armstrong gerði á sínum tíma.

En tíminn mun leiða það í ljós.

 

Það er ef einhver hefur kjark til að vega róginn.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Undrandi á forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

mæltu manna heilastur Ómar/ kveðja að sunnan/

Haraldur Haraldsson, 19.4.2011 kl. 22:23

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ómar" Þessi maður ætti ekki að koma hingað oftar, Hann sagði í sjónvarpsviðtali að hann elskaði Ísland, það má vel vera að hann geri það, það þarf ekki að koma oft hingað til þess. En hann hatar Íslendinga greinilega. Þessvegna ætti hann ekki að láta sjá sig hérna oftar. Ég lít á hann sem mengun á Íslenskri grundu!!! Svo þakka ég þér fyrir þína grein.kv. Bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 20.4.2011 kl. 11:10

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Já, mér finnst Uffe ekki vera félegur þegar hann skítyrðir forsetann og þjóðina.  En það sem mig hryllir mest, er að þessar geðshræringar eru vegna óttans um evruna, en evrópska elítan telur skuldaþrældóm almennings vera forsendur hennar.  Íslenska Nei-ið er fleinn í holdi hennar.

Það er ekki gott fólk sem hagar sér svona.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2011 kl. 12:12

4 identicon

Heill og sæll Ómar; æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !

Um leið; og ég vil taka undir þykkju drengjanna, hér að ofan, vil ég þakka þér, fyrir þessa þörfu ádrepu - þessum lítilsigldu Eydönum; til handa.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 12:24

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég efast stórlega um að DR hefði birt svona frétt um DANADROTTNINGU??? Verður RÚV ekki að fara að athuga sinn gang???

Jóhann Elíasson, 20.4.2011 kl. 13:29

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann, engin alvöru þjóð hagar sér svona.

Eina sambærilega dæmið sem við eigum síðustu 70 árin eða svo, er þegar Tékkneskir kommúnistar fengu innanríkisráðuneytið í þjóðstórn Tékka eftir seinna stríð.  Þá stjórnuðu þeir lögreglunni, og þeir stjórnuðu ríkisfjölmiðlunum.  Og þá voru hagsmunir erlends valds teknir fram yfir tékkneska hagsmuni.

Og sú saga endaði með sjálfsmorði, meintu reyndar því KGB framkvæmdi það, tékkneska utanríkisráðherrans , Jans  Masaryk.  Sen enginn sovéskur fjölmiðill Tékka efaðist um.

Það sama er að gerast hér, MIG stjórnar fréttaflutningi Ruv í ICEsave deilunni, það er staðreynd, sorgleg staðreynd en staðreynd engu að síður.

Og þjóðir brosir enda breskur húmor mjög vinsæll hér.

Ruv veit sinn gang, en sá gangur er ekki íslenskur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2011 kl. 16:40

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Mín var ánægjan að semja ádrepuna, en hún sem slík dugar skammt.

Það þurfa fleiri en ég að fatta stöðu mála, en í dag stjórna bretar fréttaflutningi á Íslandi, níð og rógur er daglegt brauð.

Og við hugsum um golf og gróður.

Og verjum hvorki forseta vorn og fósturjörð.

Líklegast er sjálfstæði ofviða Leisýsófa kynslóðinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2011 kl. 16:44

8 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Bravó!

Magnús Óskar Ingvarsson, 20.4.2011 kl. 18:51

9 Smámynd: Elle_

Ómar, gott að þú er kominn aftur og velkominn.  Núverandi ríkisstjórn er stjórnað af erlendum öflum og RUV geltir með ríkisstjórninni.  Óþoland og líka sorglegt. 

Við vitum líka að þessi volaða stjórn sem sjálf hefur kastað skít í forsetann okkar og fundið honum allt til foráttu fyrir að vinna ekki fyrir evrópsku veldin í kúgunarmálinu og fyrir að taka stöðu með lýðræðinu, mun ekki gera neitt til að verja hann.  Við gerum það bara sjálf, Ómar.  

Elle_, 21.4.2011 kl. 00:48

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Bara kíkja við Elle, bara að kíkja við, allt mottunni á Lykketoft að kenna.  Hún pirraði mig eitthvað, miklu meira en aulaglottið á Boga þegar hann sýndi þessa "bráðfyndnu" frétt.

En hver kærir Elle, hver rís upp og segir, "hingað og ekki lengra"????

Núna reynir á mannauðinn líkt og í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, annars er öruggt að við töpum friðnum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2011 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband