"Ólíklegt verður að telja að dómur um fulla endurgreiðslu gangi"

 

Segja vitringarnir fjórir í umsögn sinni til fjárlaganefndar, og færa fyrir því ítarleg rök.

Þessi niðurstaða vitringanna segir formaður Sjálfstæðisflokksins er meginforsenda hins ískalda hagsmunamats að betra sé að semja við breta um löglausu kröfur þeirra því ef þær skyldu verða dæmdar löglegar þá gætu bretar látið dómsstóla dæma sér alla þá upphæð sem þeir lögðu úr tryggingasjóði sínum til að greiða þarlendum sparifjáreigendum.  Upphæð sem var 5 sinnum hærri en lögbundið lágmark Evrópusambandsins.

 

Hver eru rök formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir því að hann telur orðið "óliklegt"  fela í sér svo mikil líkindi að hann vill frekar greiða 47-220 milljarða króna af almannafé en að standa á rétti þjóðar sinnar???

Í þessu sambandi verður að hafa í huga að ef um persónulega hagsmuni Bjarna væri að ræða, þá myndi hann örugglega ekki afhenda hús sitt og bíl einhverjum sem kæmi til hans og segði honum að gera það því annars myndi viðkomandi fara í mál við hann og krefja hann um húsið, bílinn og hundinn að auki.  Bjarni myndi örugglega spyrja um rökin og þó hann vissi eins og er að ekki væri útlokað að löglausri kröfu í hús hans, bíl og hund  yrði samþykkt, þá væri það mjög "ólíklegt" og áhættunnar virði þó hann tapaði hundinum að auk ef þessi einhver fengi sína löglaus kröfu samþykkta, til dæmis vegna þess að hann beitti dómarann þvingunum.   Til eru önnur dómsstig sem myndu dæma eftir lögum, ekki þvingunum.

Það liggur því ljóst fyrir að þjóðin verður að gera sömu kröfu til dómgreindar Bjarna eins og  hann myndi sína í sínum eigin málum.  Að hann rökstyðji af hverju hann telji "ólíklegt" svona líklegt að hann sé tilbúinn að hætta á þjóðargjaldþrot ef allt fer á versta veg. Gleymum því ekki að nú þegar hefur einu sinni allt farið á versta veg, og það getur gerst aftur.  Önnur ríki hafa kiknað undan mun minni skuldsetningu en ríkisvaldið hefur þegar sett á almannasjóð að boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Það er ekki mat, það eru staðreyndir.

 

Þess vegna spyr ég aftur, hver eru rök Bjarna????

Er eitthvað í niðurstöðu vitringanna sem hann ber brigður á??  Einhver lagarök sem hann þekkir en þeir ekki og þessi lagarök séu líkleg til að hið "ólíklega" verði líklegt???

Svarið er í stuttu máli Nei, hann hefur ekki lagt í hina rökstudda niðurstöðu enda lagarökin augljós, styðjast við skýran lagatexta og lagaframkvæmd þar sem hornsteinn er sjálfur neyðarréttur þjóða.  Engin lög eru honum æðri, ríki mega meira segja gera árás á önnur ríki ef þau telja tilveru sinni ógnað hvað þá brotið mismunareglu sem ekkert ríki Evrópusambandsins fer eftir.  

Enginn dómsstóll, ekki einu sinni á himnum, er þess umkomin að dæma gegn þessum neyðarrétti, og enginn dómsstóll hefur löggjafarvald til að dæma þjóðir í neyð því tilvera mannsins snýst öll um að forðast neyðina, að skapa sér og sínum lífvænleg skilyrði.  

Og hið augljósa er skýring þess að bretar hafa ekki farið með kröfur sínar fyrir dóm, jafnvel pólitískur dómur dæmir ekki gegn hinu augljósa.

 

Nei, rök Bjarna eru aðeins ein og aðeins ein.  Það að að eitthvað sé "ólíklegt" þá þýðir það að það sé ekki útilokað.  Sem er vissulega alveg rétt.

Og lagavísindi eru hugvísindi, þar er ekkert útilokað.  

Þó 999.999 þekktir heimilisofbeldismenn sem flúðu að morðvettvangi undan lögreglunni, alblóðugir með morðvopnið  í hendinni, hafi verið sakfelldir fyrir morð, þá var sá milljónasti sýknaður því verjandi dró fram vitni sem hafði heyrt stjórnanda rannsóknarinnar nota orðið nigger á kennderí á bar tíu árum áður.  Hugsanlegur vafi um hlutleysi eins af mörgum sem komu að rannsókninni var kviðdómi næg ástæða til að sýkna morðingjann. 

Samkvæmt rökfærslu Bjarna þá á lögreglan ekki að ákæra morðingja, þeir gætu verið sýknaðir.  Eða eins og prófessorinn í Harvard orðaði það í fyrirlestri sínum, "það er mjög ólíklegt að morðingi sleppi þegar allar vísbendingar á vettvangi benda á hann, en ef hann er ríkur og frægur kvikmyndaleikari þá er ekki hægt að útioka það".

Og það er alveg rétt, það er aldrei hægt að útiloka neitt þegar réttarkerfið er annars vegar. 

 

En er það forsenda fyrir því að nota ekki réttarkerfið????

Hvað á þá að nota í staðinn????  Hnefaréttinn????

Eða láta ofbeldismenn og fjárkúgara komast upp með glæpi sína því þeir geta hugsanlega verið sýknaðir????

Að standa ekki á rétti sínum því sá sem beitir órétti, að hann gæti haft dómsstóla í vasanum???  Eða unnið málið með lagaklækjum???

 

Þeir sem leggja svona út frá vafa er í raun að tala um endalok siðmenningarinnar, því lög og regla eru samofin henni.  Það þarf mjög kalt hagsmunamat ef menn ætla að hefja þá vegferð sundrungar og ofbeldis.

Enda er engin alvara að baki þessari rökfærslu, hún er aðeins sett fram samkvæmt aðferðarfræði hræðsluáróðursins, að fullyrða eitthvað nógu skelfilegt í trausti þess að óttinn taki yfir skynsemina, og fólk skoði ekki rökin á bak við fullyrðingunni.

Auðvita vita allir málsaðilar að það er útilokað fyrir breta að fá dóm sem brýtur lög og reglur Evrópusambandsins og gengur skýrt gegn ákvæðum EES samningsins sem heimilar ríkjum að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að vernda tilveru sína og sjálfstæði.  Því það er ekki hægt að einangra dóminn við Ísland, hann er fordæmisgefandi og gerir aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins ókleyft að grípa til neyðarráðstafana því þau ættu alltaf á hættu að fá á sig dóm mörgum árum seinna um að aðgerðir þeirra brytu hina og þessa reglu, og því mættu dæma þau til sektar sem næmi allt að þjóðarframleiðslu viðkomandi ríkja.

Það er því augljóst að annað býr að baki hinu ískalda hagsmunamati.  En það má ekki segja það, ekki ennþá.

 

En það vita það allir. 

Það eru aðeins ein efnisleg rök fyrir að samþykkja ICESave og það er að sá skuldabaggi er skilyrði þess að ESB taki jákvætt í umsókn Íslands að sambandinu.

Og það er ótrúlegt að sérstakir áhugamenn um þá aðild skuli komast upp með að ræða ICEsave ríkisábyrgðina á öðrum forsendum.  Og þá á forsendum lyga og blekkinga.

Það er útilokað að kostnaðurinn verði aðeins 47 milljarðar, forsendur þeirra tölu er óskhyggja, það eru hinsvegar verulega líkur á þjóðargjaldþroti ef hlutirnir æxlast á verri veginn, hagkerfi Vesturlanda standa á brauðfótum og fjármálakerfi þeirra eru gjaldþrota, aðeins ríkisvaldið heldur þeim gangandi. 

Eina orðið sem útskýrir ástandið  er ÓVISSA.

Eins er ICESave ríkisábyrgðin ólögleg, bæði er forsendur hennar ólöglegar, það er krafan styðst hvorki við lög eða dóm, sem og hitt að ríkisábyrgð á óljósri upphæð er algjört brot á stjórnarskránni.  Telji menn skuldbindinguna vera 47 milljarðar, þá skrifa menn upp á 47 milljarða.  Þegar ríkisábyrgð er annars vegar, þá er ekkert "gæti" í dæminu.

 

Þess vegna er það ótrúleg niðurstaða úr hagsmunamati að láta Alþingi samþykkja eitthvað sem öruggt er að dómsstólar munu fella úr gildi.  Því forsenda skattheimtu þurfa jú að vera löglegar.

Eins er það ótrúleg niðurstaða úr hagsmunamati að lögleysa sé forsenda aðildar Íslands að Evrópusambandinu.  

Hvað segir slíkt um Evrópusambandið????

 

Ég held að á seinni tímum sé vandfundið mál sem þolir eins illa skoðun heilbrigðrar skynsemi eins og ICEsave gjörningur Evrópusambandssinna.  Frá því að málið byrjaði hefur engin efnisleg röksemd þeirra staðist skoðun, allt frá því að logið var að þjóðinni að við yrðum að greiða ICESave vegna aðildar okkar að EES til þess að vafi lögvísinda er notaður sem efnisleg röksemd um skynsemi þess að sættast á núverandi fjárkúgun því hún er aðeins lægri en sú fyrsta.

Einu sinni var maður sem gekk ítrekað á vegg því hann hafði heyrt haft eftir eðlisfræðingum að fræðilegur möguleiki væri á að atóm efnisins gætu raðað sér upp á þann hátt að efnið veitti ekki fyrirstöðu.  Síðast þegar fréttist af þessum manni, þá var hann á sjúkrahúsi með brotinn haus.

En hann ætlar ennþá að reyna þegar hann hefur náð bata.

 

Þessi maður á sér marga bræður á Íslandi.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Gott að vita þig berjast enn. Dæmisagan í lok pistilsins er dæmigerð  einhverskonar syndrom,s. Ég var búin að setja þessa grein á facebook hjá mér áður en ég nefndi það við þig. Mín rök hníga að því að annars væri (f) merkið ekki neðst,ef það væri bannað. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2011 kl. 22:19

2 Smámynd: Elle_

Ómar og Helga, nokkrir menn hafa sagt að ríkissjóður nálgist gjaldþrot.  Og að nokkrum manni skuli detta í hug að bæta ofan á okkur ICESAVE og ýta ríkissjóði út í gjaldþrot er ógeðslegt.  Fyrir ólöglega kröfu 2ja yfirgangsvelda sem þau þarna í alþingi heimta að við lútum.  Heldur Bjarni Ben í alvöru að við sjáum ekki í gegnum blekkingarnar hans?  Við vissum að honum væri ekki treystandi, hann hefur verið sí-semjandi um nauðungina með ICESAVE-STJÓRNINNI. 

Í gær skrifaði Andríki: Auðvitað er forysta Sjálfstæðisflokksins ekki að gæta þjóðarhags með ömurlegri ákvörðun sinni í vikunni. Fyrir nú utan það augljósa, að það er alls ekki í þágu þjóðarhags að leggja tugi ef ekki hundruð milljarða króna – í erlendum gjaldeyri – á þjóðarbúið, og það er alls ekki í þágu þjóðarhagsmuna að senda þau skilaboð um heimsbyggðina að hér búi þjóðflokkur sem hægt sé að fara hvernig sem er með; að fyrst megi beita hann hryðjuverkalögum og kippa þannig síðustu voninni undan efnahagslífi hans, svo megi senda honum sjálfum reikninginn fyrir afleiðingunum og loks heimta af honum vexti líka – og þjóðflokkurinn telji sig þá hafa unnið glæsilegan sigur, þökk sé samningshörku sinni, af því að vextirnir séu lægri en fyrsta vaxtakrafa.

Elle_, 10.2.2011 kl. 23:50

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Komið þið sælar dömur.

Það væri skemmtilegra að umræðuefnið væri framtíðin og allir þeir ómældir möguleikar sem blasa við þjóðinni.  Ég til dæmis hef djúpa sannfæringu fyrir að strákarnir okkar eigi eftir að komast á HM, í fótbolta, ekki eftir svo langan tíma.  Frumkvæði stúlkna okkar mun vísa þeim leiðina ásamt ómældri trú okkar sem eru á hliðarlínunni.

Eins er það með blessaða framtíðina í þjóðmálum, ef við erum bara við sjálf, þá er alveg þess virði lifa hana og mun veita þjóðinni ómælda ánægju.  Þetta er jú fyrsta framtíðin þar sem menntun er almenn, heilsufar hún gott, allir alast upp í góðu húsnæði og hafa í sig og á.

En svo koma þessir lúsablesar og eins og lútersku prestarnir forðum, og boða okkur eld og brennistein skuldahelvítisins.  Og eru langt komnir með að breyta lifandi lífi í það helvíti.  Alveg eins og þegar dans og hlátur voru forboðin því gleðin var talin ávísun á vist í neðra, eða eitthvað þaðan af verra.

Það er ekki þannig að maður hafi valið sér þetta hlutskipti, að ICEsavetuða.  En einhver verður að gera það.  En það er mín bjargföst sannfæring að málið sé komið í þann farveg að núna sé þörf fyrir aðra baráttujaxla en afgamla dreifbýlisbúa sem eru alltaf að líta upp í himinn og vonast eftir sólarglætu.

Núna er stríðið háð í höfuðstaðnum, núna þarf beinar aðgerðir.

Að alvörufólk sem kann lög og reglur og talar tungumál ráðandi stétta, að það verði virkjað og leggi í lúsablesa og skuldaþursa.

Það eiga jú allir börn sem dreymir um framtíð, og jafnvel má finna klikkaða afa sem vilja sjá strákana og stelpurnar sína á HM, eða syngjandi og dansandi einhvers staðar af hjartans lyst út í hinum stóra heimi.

Sligandi skuldir almennings og almannasjóða er hreint tilræði við alla þá drauma.

Í pistlum mínum hér að framan hef ég rakið hve hugsun þeirra sem tala um málefnalega niðurstöðu formanns Sjálfstæðisflokksins, nær skammt,  Svona segja þeir sem ekkert hafa kynnt sér málið eða hugsað.  Einu rökin í málinu eru að ICEsave klárinn muni bera okkur inn í hýbýli Evrópusambandsins.

Og það er kominn tími á að maður sem þekkir mann, sem þekkir afa sem þekkir gamlan skólabróðir, sem kann lög og reglur og hefur náð þeim status að vera ekki afgreiddur sem vitleysingur, að þessi afi gamli verði fenginn til að kafa ofan í málið, og draga fram ambögur þess og lögleysur.

Þetta er sú vinna sem þarf að eiga sér stað á næstu vikum, að virkja þá sem vilja deyja sáttir, vitandi innst inni að þeir voru ekki eins og hinir í elítunni, deyjandi með þann efa í sálu að þau sviku á ögurstundu, þjóð sína, sjálfan sig, afkomendur sína.  

Með því að þegja þegar það átti að tala.

Ég hef ekki þessi tengsl, tók aðeins að mér það hlutverk að rífast þegar aðrir þögðu.  Það eru yfir 500 manns búin að lesa þessa langhunda mína.  Lengra nær Jón Jónsson afdalabúi ekki.

Núna er kominn tíma á Séra Jón og alla hina mektarbúa höfuðstaðarins.

Fjölmiðlar auðmanna og mútufé ESB á ríkisútvarpinu, geta ekki hundsað þá.

Í þessum starfi er ég ekki með, allir sem ég þekki frá fornu fari, eru ICEsave sinnar.  

Því miður.

Og Helga, ekki kann ég þessi merkjatákn sem skreyta netheima, en öllum er heimilt að vitna í þessi skrif endurbirta þau eða annað.  En þetta er ekki skemmtilestur, maður þarf að eiga inni mikið gúddvill til að fólk fyrirgefi manni svona langhunda.

Látum sannleikann duga, það er skylda okkar að vernda framtíð afkvæma okkar með öllum okkar styrk, með öllum okkar krafti.  Þó við getum ekkert gert gegn höfðingjannasvikum, þá getum við alltaf hugsað, og kynnt okkur málin, tekið afstöðu, og sagt Nei.

Hitt kemur svo þegar nógu margir skilja það eina sem skiptir máli þegar allt er gert upp, og það er að það sé lifandi í framtíðinni fyrir börnin okkar að þá kemur framtíðin að sjálfu sér.

Við hittumst í stríðinu stöllur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2011 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 970
  • Sl. viku: 5510
  • Frá upphafi: 1338397

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 4858
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband