Átti niðurstaðan að vera órökstudd???

 

Öll umræðan um dóm Hæstaréttar vekur upp alvarlegar efasemdir um raunveruleikaskyn fólks.

Þessi frétt er lítið dæmi um það.

Forseti lagadeildar HÍ er kallaður á svæðið til að gefa dómi Hæstaréttar einkunn, hann segir hana vel rökstudda. 

Hvað felst i þessum orðum hans????  Er vaninn að dómur Hæstaréttar sé illa rökstuddur, eða ekkert rökstuddur??

Þetta er svo kjánalegt, lögfræðingar geta vissulega, og eiga að ræða um lagaleg ágreiningsefni, og almenningur getur líka haft á málum skoðun.  En að ber brigður á að Hæstiréttur dæmi eftir lögum, eða telja sig knúinn til að taka fram að hann rökstyðji dóma sína, það er farvegur sem umræða á ekki að fljóta í.

 

En Róbert bendir samt á kjarna málsins, að Alþingi ber skylda til að hlíta sínum eigin lögum, taldi það forsendu fyrir annarri framkvæmd á stjórnlagaþinginu, þá átti það að setja lög þar um.

Og síðan að fara eftir þeim lögum.

 

Málið allt ber þess keim að enginn vissi hvað hann var að gera.  Og það er um margt skiljanlegt, annað meira aðkallandi kallaði á. 

Það voru engin  óp útí þjóðfélaginu um nauðsyn þess að kalla saman slíkt þing, ópin snérust um réttlæti og sanngirni, og um hjálp, það eru svo margir sem eiga í erfiðleikum.

Og þó ég sé ekki beint stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar, eða núverandi Alþingismanna yfir höfuð, þá tel ég samt að fólk hafi reynt að sinna þessum köllum, eftir bestu getu.

 

Þess vegna sat stjórnlagaþing á hakanum, og útkoman var klúður.

Augljóst klúður á allan hátt.  Og þá ekki bara í framkvæmd heldur líka í aðferðarfræði framkvæmdarinnar.   Það gleymdist að ná sátt um málið.

Og án sáttar eru engar breytingar gerðar á stjórnarskránni.

Og það er kjarni málsins.

 

Hugmyndin var alltaf andvana fædd.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Niðurstaðan vel rökstudd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 4176
  • Frá upphafi: 1338875

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3743
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband