Hugmyndafræði þjóðfundarins er þekkt,

 

Úr ævintýrinu um Gosa.

Þar var hrekklausu ungmennum  boðið á hópefli út í eyju, þeim skemmt með glaumi og gleði svo þeir gættu ekki að sér.  Og þá kastaði auðræninginn af sér gleðigrímunni og allir enduðu sem námuþrælar í asnalíki.

Í raunveruleika dagsins i dag þá vitum við um ætlan AGS, þeir hafa ekkert leynt henni, en ligeglaðir eru allir þrátt fyrir það.

 

Hópur fólks ræddi við Flanagan fulltrúa sjóðsins á fundi um efnahagsáætlun sjóðsins og hvað hún þýddi í raun.  Sú lýsing sem ég ætla að peista segir allt sem segja þarf um framtíð asna sem ekki gæta að sér.

Það er ekki góður andi í henni.

 

"Fyrirætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um samfélagsbreytingu.

 

Hópurinn gaf þeim Rozwadowski og Flanagan það ekki eftir að svara með klisjum og þess vegna er samantektin nokkurs virði fyrir okkur hin sem viljum vita hverjar eru fyrirætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjálfri finnst mér þessi orð vera merkilegust vegna þess að þau staðfesta að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar en ekki ríkisstjórn Íslands, sama hver hún er:

"Flanagan sagði einnig að ljóst væri að Ísland þyrfti að breytast úr þróuðu þjónustusamfélagi í framleiðsluþjóðfélag með áherslu á útflutning. Þessa myndi sjá stað á næstu misserum í mjög minnkandi hlut verslunar og þjónustu til innanlandsnota í veltu samfélagsins."

Með öðrum orðum, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert áætlun um að höggva markvisst niður þjónustusamfélagið sem Íslendingar völdu sér að byggja upp og koma á samfélagi færibanda þar sem fólk vinnur við framleiðslu á vöru sem verður flutt til útlanda, hugsanlega til frekari vinnslu þar og atvinnusköpunar. Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá að hráefnið í vöruna eru auðlindir Íslands. Gjaldeyristekjunum, sem Íslendingar munu afla með útflutningi, mun Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggja inn á reikninga Breta, Hollendinga og annarra sem telja sig eiga ógreidda reikninga hjá íslensku þjóðinni. Um réttmæti þess að Íslendingar munu ekki njóta tekna af vinnu sinni, verður ekki spurt! Innflutningur mun að mestu eða öllu leyti einskorðast við það sem þarf í vöruframleiðsluna, s.s. hráefni fyrir álbræðslurnar, vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun rækta af alúð þær skyldur sem hann hefur tekist á hendur fyrir fjármálaheiminn, þ.e. að draga hverja krónu sem hægt verður út úr hagkerfinu á Íslandi.

Liður í áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að höggva niður þjónustusamfélagið er að loka deildum á Landspítalanum, en gert er ráð fyrir að skera þar niður um 20% og kæmi ekki á óvart þótt það hlutfall yrði hækkað. Samhliða því að skera niður heilbrigðisþjónustu verður menntakerfið líka skorið niður og dregið verður úr eða felld alveg niður ýmis þjónusta sem er haldið úti fyrir opinbert fé. Einhver hrópa vafalítið upp yfir sig: "Þvílík svartsýni". Þau um það! Þau sem eru í vafa geta aflað sér upplýsinga um ástandið í Lettlandi, að ekki sé talað um lönd í Afríku og Suður-Ameríku sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn "hjálpaði". En þótt þetta séu fyrirætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þá er það ekki náttúrulögmál að hann ráði: Honum þarf ekki að takast ætlunarverk sitt að eyðileggja samfélagið okkar.

En það gerist ef landsmenn rísa ekki upp og berjast gegn þessari innheimtustofnun fjármálaheimsins: Fjármálaheimsins sem er andlitslaus og nafnlaus valdastofnun sem virðir engin siðferðismörk í græðgi sinni og stundar ekki eðlileg viðskipti."

 

Þetta er ekki flókið, ef landsmenn láta leppa AGS spila með sig, og sitja á hópeflis fundum, snakkandi, þá mun þessi sýn rætast.

Og þá verðum við ekki spurð álits hvað framtíð við viljum, skuldaþræll er aldrei spurður álits.

 

Þó það sé gaman að vera asni, þá endar alltaf eins fyrir ösnum.

Kveðja að austan.


mbl.is Góður andi á Þjóðfundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 946
  • Sl. sólarhring: 1063
  • Sl. viku: 6154
  • Frá upphafi: 1328967

Annað

  • Innlit í dag: 813
  • Innlit sl. viku: 5485
  • Gestir í dag: 708
  • IP-tölur í dag: 695

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband