Bjarni, tími rökræðunnar er liðinn.

 

Núna átt þú sama valið og Ögmundur, annað hvort velur þú þjóðina eða AGS.

Veljir þú þjóðina, þá lýsir þú því yfir að ef ríkisstjórnin stöðvi ekki Útburðinn, þá sé hún vanhelg, án griða.

Síðan gangið þið út og takið þátt í mótmælum þjóðarinnar.

Að karpa við ríkisstjórn AGS um hvað eigi að gera, þegar allir vita hvað þarf að gera, það er óbeinn stuðningur við Útburð.

Vegna þess að Útburðurinn þrífst á aðgerðarleysi.

Á  karpi, á gjammi, á orðagjálfri.

Þegar það er verið að murka lífið úr náunga þínum, þá byrjar þú ekki að ræða málin við gerandann, þú stöðvar hann með öllum ráðum.  Og dregur hann síðan fyrir dóm.

Annars ert þú meðsekur með aðgerðarleysi þínu.

 

Bjarni, stattu með þjóð þinni.

Kveðja að austan. 


mbl.is Lög og reglur með hliðsjón af fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Undir ræðu Jóhönnu sagði ég við nærstadda, að ábyrgir stjórnmálmenn ættu að ganga úr Alþingishúsinu og til liðs við almenning. Ég sé að þú ert sömu skoðunar Ómar.

 

Hefði 16 manna þingflokkur Sjálfstæðisflokks gengið til liðs við fólkið á Austurvelli, hefðu þeir gengið í takti við flestra Íslendinga. Bjarni hefði getað geymt ræðuna sína til síðari nota - tími orðræðu er liðinn – nú er þörf athafna.  

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.10.2010 kl. 22:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur.

Svei mér þá, þá held ég að tími samstöðunnar sé runninn upp.  Aðeins stjórnmálamennirnir virðast ekki fatta það, sem og auðvita allir prófessorarnir í stjórnmálafræði.  Svo og greyin á Ruv, þau skilja ekkert í þessu, þau sem reyndu sitt besta til að blekkja þjóðina.  

Þetta er nefnilega ekki flokkspólitík, þetta er barátta upp á líf og dauða um sjálfa tilveru þjóðarinnar.

Tími rökræðunnar kemur seinna.

Og vonandi munu leiðtogar stjórnarandstöðunnar skilja sinn vitjunartíma.  Annars þurfa flokksmenn þeirra að skipta um þá.  

Það styður enginn Útburð hjá svona lítilli þjóð.  Furðulegt að nokkrum skuli hafa dottið það í hug.  

Og ég pikka, en þið fyrir sunnan, þið sjáið um athafnanirnar.

Gangi ykkur óbreyttum vel að koma vitinu fyrir flokksformann ykkar.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 332
  • Sl. sólarhring: 439
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 1330289

Annað

  • Innlit í dag: 259
  • Innlit sl. viku: 3536
  • Gestir í dag: 225
  • IP-tölur í dag: 220

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband