Látum ekki bjóða okkur þetta lengur.

 

Mætum á Austurvöll og berum þá út sem vilja stunda útburð á samlöndum sínum.

Þetta eru ekki guðir, þetta eru menn með vonda samvisku, að vinna fyrir siðlaust fjármagn.

Fjármagn sem kom öllu hér á heljarþröm, og stundar núna útburð á fólki.

 

Munum að eina réttlætið sem Alþingi og ríkisstjórn geta sýnt, til að bæta fyrir afglöp sín í aðdraganda Hrunsins, er að leiðrétta Hrunskuldirnar, að taka út þau áhrif sem aðför auðræningja að íslensku efnahagslífi kostaði þjóðina.

Og gera öllum kleyft að halda heimilum sínum.

Öllum, án nokkurrar undantekningar.

Vilji bankar og handrukkarar selja íbúðir, þá er nóg til að ónotuðu húsnæði sem má koma í verð.

Það er engin ástæða til þess að láta þessa skelma komast upp með að rýma húsnæði sem þegar er búið í.

Engin, engin, engin.

 

Og með samtakamætti okkar allra, þá munum við hindra það gerræði.

Kveðja að austan. 


mbl.is Tjaldbúar yfirgefa miðborgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Undur og stórmerki.  Við erum sammála.

Óskar, 1.10.2010 kl. 13:05

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Þetta gerist, ef ég blogga nógu mikið.

Það liggur í eðli Hriflunga, að lenda í því einhvern tímanna að vera sammála öllum öðrum.

Megi ósk okkar rætast að öllum útburði verði hætt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 911
  • Sl. sólarhring: 1096
  • Sl. viku: 6119
  • Frá upphafi: 1328932

Annað

  • Innlit í dag: 783
  • Innlit sl. viku: 5455
  • Gestir í dag: 683
  • IP-tölur í dag: 671

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband