Þetta er ekki nóg Björgvin.

Fjármálaráðherra, og í raun viðskiptaráðherra, tóku undir þessi orð hollenska embættismannsins.

Og fjármálaráðherra gekk lengra en það, hann fullyrti að embættisafglöp Fjármálaeftirlitsins, afglöp sem þú berð fulla ábyrgð á, að þau væru megin skýring þess að hendur hans hefðu verið bundnar í ICEsave deilunni, og hann sem fjármálaráðherra hefði neyðst til að samþykkja það sem bretar og Hollendingar buðu upp á.

Og umfang þessa afglapa væri þvílík, að íslensk stjórnvöld mættu þakka fyrir að vera ekki rukkuð um miklu hærri upphæðir, kannski þessa 1.400 milljarða sem Jóhanna nefndi í Kastljósi í gær.  Og til að bíta höfuð af skömminni, þegar fjármálaráðherra sakfelldi þig með svona grófum hætti, þá vísaði hann í orð Hollendinga, og óbirta skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Með örðum orðum, þá ákærði hann þig um einn stærsta glæp sem borinn hefur á nokkurn mann i sögu vestrænna ríkja, að þú hafir hylmið yfir embættisafglöp sem gætu kostað þjóðina hátt í eina þjóðarframleiðslu (kann ekki önnur svona dæmi um sambærilegt tjón sem menn hafa verið ákærðir fyrir) og hann vísaði í einhverja í útlöndum, og einhverja menn út í bæ sem eru að semja skýrslu.

 

Björgvin G. Sigurðsson, núna er Ögurstund í þínu lífi.

Metur þú meira líf þessarar ríkisstjórnar en þitt eigið líf og æru?  Ætlar þú að vera maðurinn sem bar ábyrgð á ICEsave klúðrinu?  Á þessi smán að vera tengd nafni þínu um aldur og ævi?????

Á þetta að vera arfur þinn til afkomenda þinna???

Eða gerir  þú þér ekki grein fyrir alvöru málsins?????

Gerir þú þér ekki grein hvað dylgjur Steingríms, sjálfsagt sagðar í tækifæri augnabliksins, eru alvarlegar fyrir þig og þína æru??

Ef þetta eru rökin sem á að nota til að láta þjóðina samþykkja ICEsave ábyrgðina í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá munt þú aldrei ná til að hreinsa mannorð þitt og æru.  Og þú verður "Maðurinn sem bar á ábyrgð á ICEsave þjáningu landsmanna" um aldur og ævi, nafn þitt mun lifa á meðan einhver skráir íslenska sögu.

Ég trúi orðum þínum, en það er vegna þess að ég hef sett mjög mikið inn í þessa deilu frá öllum hliðum.  Og ég trúi því að þið hjá Fjármálaeftirlitinu hafi unnið eftir þeim reglum sem Evrópska regluverkið setti ykkur.  

En það er ekki nóg að ég trúi, það þurfa aðrir að trúa því líka.

Þess vegna reynir á manndóm þinn og mennsku, að þú látir ekki bjóða þér hvað sem er til að halda lífinu í þessari ríkisstjórn.  Ef ekki eru til betri rök fyrir þjóðina til að samþykkja ICEsave, en að krossfesta þig, þá fórnar þú þér ekki fyrir rangan málstað.

Núna er þinn tími kominn til að taka til máls á Alþingi og krefjast þess tafarlaust að Steingrímur Joð Sigfússon dragi dylgjur sínar til baka, ellegar sanni mál sitt.  Og sú sönnun fari fram fyrir opnum tjöldum.  Þau gögn sem hann vísar í verði gerð opinber.

Vegna þess að með þessum dylgjum Steingríms, þá færði hann ICEsave deiluna á nýtt plan lágkúrunnar.  Hann hafði ekki manndóm til að standa með sínu fólki, en kaus að klína glæpnum á næsta mann í skóli þess að hann gæti vísað í þagnarskyldu.

Og þá þagnarskyldu átt þú að rjúfa, krefjast að hún verði rofin, svo sannleikurinn komi í ljós.

Lygar Hollendinga eiga ekki að fá að lifa og ná til að rústa mannorði íslenskra ríkisborgara sem reyndu eftir bestu getu, með takmarkaðan mannskap og takmarkaðan stuðning laganna, að sinna því verki sem ríkið fól þeim.

Og það er þitt hlutverk að verja þína menn.

Kveðja að austan. 

 

 

 


mbl.is Stjórnvöld lugu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgvin minn !  Nú ert þú ekki lengur verstur.  Nú verður Bjarni Benidiktsson að segja af sér formennsku í flokknum, ef á að vera hægt að bjarga Sjálfstæðiflokknum.  Ég vona svo sannarlega að flokknum beri gæfa til að losn við hann og katrínu Þorgerði þá gæti rofað til og við farið að treysta á Sjálfstæðisflokkinn.

j.a (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 16:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Góð hugmynd J.a, ekki er stjórnarandstaðan að standa sig vel gegn þessari svívirðu breta og Hollendinga, kjarkleysi og fum einkennir hennar störf.

En það er Björgvin sem er að lenda í mesta rógburði síðara tíma í hinum vestræna heimi.  Aldrei áður, mér vitanlega hafa afglöp upp á tæplega þjóðarframleiðslu viðkomandi ríkis, verið klínd á ráðherra, með jafn ósmekklegum dylgjum og gert var í gær.

En þeir sem sjá ekki glæpinn fyrr en þeir reyna hann á sínu eigin skinni, þeir skilja kannski ekki um hvað málið snýst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2010 kl. 16:36

3 identicon

Sæll foringi.

Ekki hef ég minnstu trú á að hollenski eftirlitsmaðurinn hafi afgreitt öryggismál Icesave í gegnum óupptekið símtal.  Það hlýtur að vera tími til að hann þurfi að gerast ábyrgur orða sinna og leggja fram sönnunargögn.  Ef ekki, þá skýrir það vel hvers vegna hann sætir yfirheyrslum rannsóknarnefndar, og Þá væntanlega fyrir starfsafglöp.  En auðvitað þóttist Steingrímur vita um málið í einhvern tíma.  Hann er alfræðingur.  Upplýsingarnar voru leyndarmál.  Hverju veldur að hann hafi þá ekki sett strax einhverja leynirannsókn á málinu, til að getað afgreitt það ef og þegar það kæmi uppá yfirborðið?  Hentar það honum kannski betur að athyglin beinist af sér og sínum Icesave afglöpum og yfir á aðra?  Dabba fant eins og alltaf.  "The ususal suspect!"  En sennilega hafði hann ekkert með þetta mál að gera.  Satt að segja er ég farinn að finna til með Björgvin.  Hann vissi aldrei neitt hvort sem er.  Hvað með stjórnarformann FME, kerfisblóðsuguna Samfylkingarprinsinn Jón Sigurðsson?  Þas. ef sá hollenski er ekki að ljúga?  Þeir kunna það ágætlega eins og hér.  Jón er heldur betur búinn að tattúera Icesave á botninn á sér eftir að hafa verið auglýstur öryggisventill í Hollandinu sjálfu fyrir reikningssvínaríinu. 

Erum við etv. með yfirlýsingu Jóhönnu um Svavar, (sem að vísu samflokksfólk er að þýða ofaní okkur) að horfa uppá í beinni að innanmein stjórnarsamstarfsins er að naga sig út?  En hverju veldur að loksins þegar konan opnar á sér munninn, að þá þarf hirð Samfylkingarmanna að túlka fyrir áheyrendur hvað hún var að segja og meina.  Þarf hún líka túlk þegar hún talar íslensku?

Mbk.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 21:32

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Sástu fréttirnar í kvöld, hvernig Svavar Halldórs, kom sem uppvakningur og kunni blaðamennsku.  Saumaði að Steingrím og lét hann vera tvísaga.  Í Moggaviðtalinu þá sagði hann að þetta væri ástæða þess að hann hefði þurft að semja.  Nú samdi Svavar "ég nenni þessu ekki" við Hollendinga í maí í fyrra.  

Í viðtalinu við Svavar, sem er kannski fréttamaður eftir allt saman,  sagði Steingrímur að hann hefði fyrst verið að frétta af þessu núna, og þá hjá Hollendingum.  En samt segir hann í Moggaviðtalinu að hann viti um eitthvað gruggugt sem Leyninefndin er að rannsaka, og klykkti út með að fólk yrði að bíða eftir niðurstöðu hennar. 

Eftir stendur að hann gat ekki borið á móti því við Svavar, sem kann kannski að hugsa sjálfstætt, að orð Hollendingsins gæti verið rógur og ósannindi, ekki útilokað, þekkti ekki málavexti, en sagði að Hollendingar hefðu gefið í skyn að þeir hefðu mál í höndum, án þess þó að útskýra á hvaða lagagrunni þeir byggðu mál sitt, því eins og Jónas FR benti á þá féllu líka bankar í Hollandi, án þess að þarlendir gripu inní í tíma.  En forsenda ábyrgðar vegna vanrækslu er vítavert gáleysi sem ekki var sýnt á hjá örðum fjármálaeftirlitum, samt var hvergi gripið inn í málin í tíma, alltaf sagt að allt væri í lagi, nema frost á millibankamarkaði.

En þessi hugsanlegi ótti við eitthvað sem hann veit samt ekki gjörla um, og kannski er hugsanlega verið að rannsaka hjá leyninefnd Alþingis, er ástæða þess að hann vill ekki með málið fyrir dómstóla.

En hjá Mogganum þá fullyrti hann að einhverjar svakalegar blekkingar hefðu átt sér stað hjá Fjármálaeftirlitinu og það hefði bundið hendur hans.

Með öðrum orðum þá talaði aumingja maðurinn í hring þegar gengið var á hann.  

En eftir stendur stóra bomban, sem ég byrjaði að benda á strax í gær.  Og fólk hefur ekki ennþá kveikt á perunni með.  Steingrímur greip fyrsta aumingjatækifærið til að svíkja sitt fólk, en gætti ekki að því að það er ekki sjálfstæðismaðurinn Jónas Fr sem ber ábyrgð á glæpnum, heldur eðalkratinn Jón Sigurðsson og þingflokksformaður Samfylkingarinnar Björgvin G. Sigurðsson.

Og hann hélt að hann kæmist upp með dylgjurnar!!!!!

Já, Guðmundur, núna er mér skemmt.  Ég hélt að fjölmiðlar myndu enn einu sinni bregðast, en þá hoppar Svavar, kannski ekki ekkifréttamaður, til og festir Steingrím upp sem rógbera.  En það var ekki eitt orð um þetta á Vísi, Amx eða Ruv, hvað þá að Moggagreyin hefðu fattað stórpólitíkina í þessu. 

Þeir héldu að það væri nóg að hreinsa Davíð.  En Davíð var aldrei gerandi málsins.  VG ætlaði að klína ICEsave glæpnum á Samfylkinguna á þann klaufalegasta hátt sem hægt var að hugsa sér, með dylgjum án þess að geta fylgt því eftir með öðru en orðum hollensks lygara og meðsekan mann í stærstu fjárkúgun seinni tíma.

Við megum aldrei gleyma því að þegar Íslendingar ná aftur völdum í stjórnarráðinu, þá munu hinir seku og meðseku í fjárkúgun aldarinnar verða lögsóttir.  Alþjóðlög eru ekki aðeins fyrir svarta og Serba.  Fjárhagsglæpur af þeirri stærðargráðu sem örfáir lýðskrumarar í Hollandi og Bretlandi ætluðu að fremja til að afla sér stundarfylgis heima fyrir, á sér ekki nein fordæmi og það  mun verða mikið skemmtiefni fyrir harðsvíraða bandaríska lögfræðinga að fá hina meintu glæpamenn dæmda.

Það eru ekki bara íslenskir bretavinir sem eru að fremja glæp gegn þjóð sinni, stóri glæpurinn er sjálf fjárkúgunin sem er ekki síðri glæpur gegn mannkyninu en þeir sem ákært er fyrir í dag. 

Það er eins og í allri þessari deilu vilji það gleymast að það gilda lög í heiminum.  Ef bretarnir höfðu lögin sín megin, þá áttu þeir að fullnusta kröfum sínum með aðstoð dómstóla.  Hin leiðin, að kúga og hóta er aðför að siðmenningunni.  Og það eru til fullt af hæfum bandarískum lögfræðingum sem myndu elska að orða þessa hugsun mína á lagamáli.

En eins og Cohen, sem var heiðraður í fyrradag hjá Grammy, sagði þá tökum við fyrst Reykjavík, svo restina af glæpalýðnum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2010 kl. 22:19

5 identicon

Sæll aftur.

Nei missti af sólóinu hans Steingríms.  Ef mér skjátlast ekki þá er Svavar Halldórs eiginmaður Þóru Jóhönnu slátrara.  Svo þau hafa afrekað á einum sólahring meira en flestir fjölmiðlarnir til samans og þá á mánuðum.  Núna væla Samfylkingarliðar ógurlega yfir því hversu mjúkum höndum var farið um Bjarna Ben í Kastljósinu, miðað við "dónaskapinn" sem Jóhanna átti að hafa lent í í gær.  Og samsæriskenningarnar láta ekki á sér standa.

http://blog.eyjan.is/gunnaraxel/2010/02/03/bjarna-i-kastljosid-takk/

 Þessi viðbrögð stjórnmálamanna, fjölmiðla og þá almennings, að ganga frá því sem gefnu að Íslendingarnir ljúga en ekki þá Hollendingurinn, er dæmigert fyrir það hvað við eigum langt í land með að standa saman hvað Icesave eða önnur mál varðar.  Ganga stjórnvöld fram með góðu fordæmi?  Eru þau ekki fyrst að ásaka og benda é einstaklinga eða flokka, eins og Steingrímur gerði í dag?  Aðeins útvaldir eru þess verðugir að mega gagnrýna fjósakarlana í haugmokstrinum.  Steingrímur er búinn að fella dóm yfir hátt í helming kjósenda að þeir beri ábyrgðina á hruninu, með að hafa kosið flokkana 2 sem eiga að bera alla ábyrgð.  Hvað er þetta lið að hugsa eins og þú bendir á, með að ganga út frá því að sá sem ásakar hljóti að segja satt og rétt frá?  Dr. Spock söng "Skítapakk".  En eru þetta ekki hinn háværi minnihluti 30% þjóðarinnar sem fylgir stjórnvöldum í blindni vopnuð lygum og rógi til að reyna að fremja hryðjuverk á sterkri samstöðu 70% þjóðarinnar sem hafnar lögleysu Breta og Hollendinga og þess hluta þjóðarinnar sem gengur erinda þeirra.  Er það ekki okkar "White Trass" vopnað sorpsneplum skólpveitu Baugsmafíunnar og Samfylkingarinnar?

Hef verið að spá í eins og þú um lögfræðilega eftirmála, hvernig sem óþjóðhollum stjórnvöldum tekst að klúðra málum.  Er ekki grundvöllur fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki getað hafið málssóknir gegn núverandi stjórnvöldum fyrir þann skaða sem þau hafa valdið á þessu rúma ári sem þau hafa verið að vinna gegn þjóðarhagi?  Hvað með myrkraverk Breta og Hollendinga?  Fjárkúganir og annað efnahagslegt ofbeldið.  Hryðjuverkalögin.  Þótt að ríkið hafi samið af sér þann liðinn, því ættu einstaklingar og fyrirtæki ekki að getað sótt bætur ef hægt er að sýna fram á skaðann?  Getur verið að stjórnvöldum hafi tekist að dæma alla möguleika til skaðabóta úr leik með einhverjum leynisamningum?  Mótaðilarnir eru örugglega nógu séðir að hafa komið því í gegn ef það er gerlegt?  En er ekki löngu tímabært að þetta er skoðaða að alvöru, því að með því myndast ákveðin pressa og skýr skilaboð að við gefumst ekki upp.  Er einn þeirra sem sagði strax, að málið átti að fara dómstólaleiðina, því það er ekki pólitískt heldur lögfræðilegs eðlis.  Síðan hafa menn getað reynt að semja út frá dómsniðurstöðunni, ef ástæða hefur þótt.  Fyrr erum við sem smáþjóð ekki í neinni samningsstöðu.  Eins og hefur komið heldur betur í ljós.  Var ekki sammála þessum aljþóðasamfélagslegu félagsfræðilegu tilraunum Bjarna Ben, Geir Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu o.fl. með að byrja á samningatilraunum, og vera tekin svo í bakaríið, eins og þeir sem hafa verið fangelsaðir saklausir og hafa játað á sig raðmorð eftir að hafa verið grilluð í yfirheyrslum.  Svo fór sem fór.

Kveðjur frá suð/vestur horninu, í ljómandi austfirsku veðri, og þakkir fyrir norðurljósasýninguna í fyrra kvöld.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 23:24

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Svona í það fyrsta þá skil ég ekki hvernig Samfylkingin geti kyngt dylgjum Steingrím.  Þó ég sé að hrekkja með þessu bloggi mínu, þá fara svipaðar hugsanir í gegnum huga Björgvins.  Á hann að fórna sér???   Og síðan gæti hæft fólk í stjórnarandstöðunni endalaust velt Samfylkingunni upp úr þessum meintum afglöpum.  Þetta eru alveg hrikaleg mistök hjá Steingrím að grípa þessa hollensku gæs á þennan hátt.  Þó hann hafi kyngt öllum móðgunum Jóhönnu, þá er kokið ekki eins stórt á Samfylkingunni.

En það er þetta með lög og reglur.  Vissulega er ég  kannski að fantasera með tilvísun í alþjóðleg lög, en það er aðeins stigsmunur, ekki eðlismunur þar á.  Og hver hefði trúað því í upphafi fjöldamorðanna í gömlu Júgóslavíu, að hinu seku myndu vera lögsóttir fyrir alþjóðlegum dóm.  Og þessi alþjóðlegu lög eru i þróun, og það væri unun að taka þátt í að útvíkka þau með því að kæra bretana án þess að stökkva bros.  Því samkvæmt öllum lagabókum, í margar aldir, eru gjörðir þeirra ólöglegar.  Og það eru hætt að vera rök í máli, að þetta hafi alltaf verið svona, einhvern tímann breytist það.  En á meðan þurfa þeir að verja sig.  Og það yrði gaman.

En vissulega er ég ekki í þeirri aðstöðu að geta hrekkt þá, en það eru til fleiri hrekkjusvín í þessum heimi, þannig að allt getur gerst, líka að alþjóðlegir glæpamenn þurfi að svara til saka fyrir fjárkúgun og ógnanir.

En svo ég víki svo endalega að pælingum þínum, þá var ég alltaf með grein á takteinum í sumar um þessa varnarleið þjóðarinnar.  En þeir gátu aldrei klárað ICEsave málið á þann svikahátt sem að var stefnt.  Og varnir þjóðarinnar urðu alltaf sterkari og sterkari.  

En forsendur lögsóknar eru tvennar, hópur sem vill sækja, og fræðileg þekking um hvernig á að standa að henni.  Og síðan þarf visst fjármagn í dæmið.  Ég hef til dæmis verið rosalega hissa að það skuli ekki vera fyrir langa löngu verið búið að stofna ICEsave hreyfinguna, þar sem kraftar ólíkra  hópa væru samstilltir.  

Gagnsöfnun skipulögð, lögmenn og lögspekingar dregnir út  úr hýði sínu, og látnir vinna fyrir þjóð sína.  Bæði með því að skrifa greinar í innlend og erlend blöð, sem og hitt að fá erlenda kollega sína að verja réttarríki Evrópu.  

Vegna þess að sú Sýn, sem ég orðaði í grein minni, "ICEsave er ekki val",  að hún er rétt, við erum aðeins brot af þeim sem málið varðar.  Bæði lagalega hangir svo margt á spýtunni, sem og hitt að aðrar þjóðir eiga svo mikið undir að almenningur sé ekki krossfestur fyrir fjármálakerfið.  Þetta las ég út úr norðaustanbrælunni en Hudson las þetta út úr samtölum sínum við fólk i Austur og Mið Evrópu.  Og hvor aðferðin sem notuð er, þá blasir þessi heildarsýn við öllum sem á annað borð nenna að hugsa lítillega um málið.  

ICEsave er grundvallarmál.

Og lögsóknir þær vekja athygli á rökum okkar.  Og það er hægt að lögsækja fyrir allan fjandann, ef alvöru lögfræðingar eins og til dæmis Magnús Thoroddsen standa þar að baki, þá fá þær fjölmiðlaumræðu.  Og ef það er vísað í brot á Evrópulöggjöf, þá geta dómstólarnir leitað til ESA eða EFTA dómsins um álit. Það er til dæmis ein leiðin til að virkja dómstólaleiðin sem hann Bjarni er líka svo hræddur við, vill dreifa byrðunum eins og skuldunum sínum.  

Önnur leið er að kæra beint til ESA, eins og bankarnir voru alltaf að gera.  Bein leið til að fá álit þeirra á framferði breta.  Til dæmis gæti Öryrkjabandalagið kært kúgun þeirra því hún hafi leitt til þess að ríkisvaldið stæði ekki við lögbundnar hækkanir á bótum þeirra.   Síðan hafa einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir þennan rétt.  

En vandinn er sá að þjóðin kann ekki að verja sig.

Vissulega er ég aðeins að orða fyrstu hugsun, en ég treysti mér fullkomlega til að þróa þær áfram með lögfróðum mönnum þannig að þær séu raunhæfar.  Og það getur hver sem er fjölritað myndina af Sam frænda þar sem hann bendir á trega sjálfboðaliða og segir, "við þörfnumst þín".  

Ekkert af þessu er mál er vilji er til staðar.  Vilji til að verja sig og fjölskyldu sína.

En því miður Guðmundur minn hafa fáir þann vilja.  Þess vegna erum við andlega hersetið land, og framtíð okkar til sölu á þrælatorgi fjármagnseiganda.  Og fátt við því að gera, ég er svo gamall að hafa skilið þá visku að þú bjargar ekki óviljugum.  

En það má alltaf rífa kjaft.  Og við kjaftaskarnir höfum haft okkar áhrif. 

En manndómur væri fyrir löngu búinn að leysa ICEsave deiluna og komið uppbyggingu þjóðarinnar á rekspöl.  En velmegun lagði þann dóm í dróma, og þar er hann vel innpakkaður í áhugaleysi og framtaksskort.  Og ennþá hefur enginn forystumaður mætt með skæri til að klippa á þær umbúðir.

En leiðirnar eru til og öskra á okkur.  

ESA/EFTA bloggin mín voru til dæmis hugsuð til að koma einni í umræðuna.  Og vonandi fatta menn hana að lokum.  Hætta að tala um dómstólaleiðina eins og hún sé geimskip til Mars, í smíðum en ekki tilbúin.  

Vandinn liggur í EES samningnum, vandinn er því leystur á grundvelli hans.

En núna þarf ég aðeins að siða hann Bjögga til.

Heyrumst, og njóttu blíðunnar.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 4.2.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 544
  • Sl. sólarhring: 564
  • Sl. viku: 4387
  • Frá upphafi: 1329918

Annað

  • Innlit í dag: 443
  • Innlit sl. viku: 3812
  • Gestir í dag: 397
  • IP-tölur í dag: 386

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband