Verðir þjóðarinnar stíga fram.

Lögmennirnir Stefán Már Stefánsson, prófessor við Háskóla Íslands, og Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður, eru verðir Íslands í ICEsave deilunni.

Á  þeim tíma sem þjóðin var forystulaus, og ráðamenn hennar féllust skilyrðislaust á fjárkröfur breta og Hollendinga, þá stigu þeir fram og rökstuddu í frægri blaðgrein þann 15.okt 2008, undir heitinu "Ábyrgð ríkisins á innlánum" að fjárkröfur breta byggðust ekki á Evrópulöggjöf, og reyndar ekkí á neinni löggjöf yfir höfuð. 

Fyrir þessa grein, og nokkrar aðrar sem fylltu upp í myndina um réttarstöðu Íslands, fengu þeir ekki sæti við hlið ríkisstjórnar Íslands sem ráðgjafar í ICEsave deilunni, heldur uppskáru þeir þöggun.  Blöðin tóku ekki ítarleg viðtöl við þá, ljósvakamiðlarnir buðu þeim ekki í myndver til að útskýra vígstöðu þjóðarinnar. 

En blöðin tóku viðtöl við menn sem gerður lítið úr þeim sem lögfræðingum, og sjónvarpssalir fylltust af fólki sem reyndi af afsanna lagarök þeirra, en með engum árangri. 

En Netheimar tóku rökum þeirra fagnandi og lagaskýringar þeirra spurðust út.  Viðbrögð ICEsave sinna var að rægja fagmennsku þeirra.  Fremstur í flokki rógberanna var Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.  Þó var þeirra eini glæpur að sanna að Jón var ekki tortímandi þjóðar sinnar með innleiðingu EES löggjafarinnar. 

Sem dæmi um róg Jóns er þessi setning tekin úr bloggi hans 11.06.09.  "Þessi lagaskýring er vægast sagt ómarktæk, þ.e.a.s. þeir aðilar fyrirfinnast ekki innan lands né utan, sem taka mark á henni.".  En Jóni varð það á að birta róg sinn opinberlega og undir því gat ekki gamli lagaskörungurinn Sigurður Líndal setið.  Óhætt er að segja að þar hafi andskotinn hitt ömmu sína í rökræðum.  Í stórsnjallri grein í á Pressunni 27. ágúst flengir Sigurður Jón Baldvin það eftirminnilega að annað eins hefur ekki sést á síðari tímum í blaðagrein.  Rökstuðningur Sigurðar er ítarlegur og fyrirlitningin á málatilbúnaði Jóns skín í gegn.

"Hann ræðir um langsóttar lögskýringar þegar skýr texti tilskipunar 94/19EB og þá sérstaklega 24.-25. liður aðfararorða hennar blasir við. Hann lætur hjá líða að taka á því að ekki er mælt fyrir um fjármögnun tryggingarsjóða í tilskipuninni. Ekki skýrir hann heldur hvers vegna Eftirlitsstofnun EFTA gerði ekki athugasemdir fyrr en allt stefndi í óefni. Loks lætur hann að því liggjaað íslenzk stjórnvöld eigi að annast neytendavernd í Hollandi og Bretlandi. Hvað sem líður reglum ESB/EES þá verður að ætla að það leysi ekki einstök ríki undan að verja neytendur sína. Hefði ekki verið eðlilegt að þarlend yfirvöld hefðu brugðizt við þegar lítt kunnur aðvífandi erlendur banki lék lausum hala í skjóli framangreinds regluverks ESB í stað þess að fela slíkt eftirlit fjarlægu smáríki?

Í stað þess að fara í saumana á tilskipun 94/19EB og lögum nr. 98/1999 slær Jón Baldvin fram órökstuddum fullyrðingum um langsóttar lögskýringar og ræðir í einni bendu lagalega ábyrgð siðferðilega, þannig að texti hans verður einn allsherjar hrærigrautur. Að þessu verður nánar komið síðar..
"

Og ekki er þessi flenging síðri.

"Engu af þessu gefur Jón Baldvin minnsta gaum í ákefð sinni að velta allri ábyrgð yfir á íslenzka ríkið og allan almenning í landinu eins og sjá má í textanum sem vitnað var til í upphafi 8. kafla. Og þetta sækir hann af slíku kappi að hann sinnir hvorki augljósum sannindum né réttum rökum eins og hér hefur verið sýnt fram á."

Og þar sem Jón er fyrrverandi utanríkisráðherra þjóðarinnar, þá spyr Sigurður grundvallarspurningarinnar.

"En Jón Baldvin hefur kosið að taka sér stöðumeð harsvíruðustu öflum í Bretlandi, með Brown forsætisráðherra og Darling fjármálaráðherra í fremstu röð, sem láta einskis ófreistað að knésetja íslenzku þjóðina. Og þetta gerir hann af slíkum ákafa að hann skirrist ekki við að styðja mál sitt við uppspuna og ósannindi málstað þeirra til stuðnings. Hér verður að hafa í huga að maðurinn er fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands og sendiherra sem hafði þá æðstu starfsskyldu að gæta hagsmuna Íslands."

Hvers vegna tekur Jón Baldvin Hannibalsson málstað breta til að knésetja íslensku þjóðina.

Þegar framganga ríkisstjórnar Íslands og einstakra stjórnarþingmanna í garð Evu Joly og Alans Lipietz eftir að þau upplýstu þjóðina frá fyrstu hendi að reglusmiðir ESB hefðu aldrei ætlast til að tryggingarkerfi þeirra tæki yfir kerfishrun, þá er full þörf að velta þessum orðum Sigurðar fyrir sér.

Hvað rekur íslensk stjórnvöld áfram í að knésetja þjóð sína????

Kveðja að austan.

 


mbl.is Fyrirvarar við ríkisábyrgð auk innlánstryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sæll austurmaður.

Þeir 2 lagasérfræðingar eru meðal mætustu sona þjóðarinnar fyrir stórkostlegt framlög sín í baráttunni að reyna að bjarga þjóðinni og afkomendum hennar frá illvirkjum stjórnarhroðans og bandamanna hennar Bretum og Hollendingum. 

Skrifaði færslu hjá Ólínu Þorvarðardóttur þar sem ég sagði: 

Það er mikill munur fyrir Breta og Hollendinga að hérlendis stæði fólk og heilu stjórnmálaflokkarnir vaktina að stakri trúmennsku fyrir þeirra málstað og þá.  Ekki síður en fyrir okkur Íslendinga að svipaðar hreyfingar þó mun smærri eru í sniðum, eru að fæðast í löndum andstæðinga okkar og víðar í heiminum, sem taka upp okkar málstað af sambærilegri hörku. 

Hún henti færslunni út, eins og sönnum ritskoðara sæmir.  Ég er svo einfaldur að hafa haldið að hún og aðrir á hennar línu stæðu stolt undir sannfæringu sinni og stjórnvalda, og telja sig þurfa að hafa vit fyrir miklum meiri hluta þjóðarinnar varðandi ágæti afhendingar á landi og þjóð í hendur erlendra kúgunarþjóða.

Kær kveðja frá sólar og blíðu suð/vesturhorninu sem ávallt.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 13:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Já,  Ólína er í ljótum málum.  Vilhjálmur héldi kannski sjó með blekkingar sínar, en Ólínu skortir bara þekkingu til að verja skrif sín.  

Og ef það væri vottur af döngun í andstæðingum hennar, þá er þessi færsla, og athugasemdir hennar, og þeirra sem hún hrósar, nægar til að núa henni um nasir endalaust.

Þvílíkur vilji, byggður á vanþekkingu, til að koma skuldinni á þjóðina.

Ég var að vonast eftir að fá tengingu hjá Mbl.is á þetta síðasta útspil hennar, en það gekk ekki eftir.  En ég á rökin til í tonnatali, og hendi þeim inn við fyrsta tækifæri.  Þar sem þau eru lesin nota bene, því er tilgangslaust að skrifa pistil án fréttatengingar, skilar ekki árangri.

En "Verðirnir", ætli þeir séu ekki líka komnir á dauðlistann, með þeim Joly og Lipietz???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2010 kl. 15:40

3 Smámynd: Elle_

Núverandi Icesave-stjórn hefur tekið stöðu gegn nánast öllum, ef ekki öllum, sem hafa komið með rök til að verja ísl. ríkið og þjóðina gegn Icesave.  Það er stórundarlegt og lætur fólk halda að annarleg sjónarmið séu undirliggjandi, að vísu hlýtur það að teljast næsta víst.  Þannig hefur Icesave-stjórnin gert lítið úr hverjum fræðimanninum á fætur öðrum, innlendum sem erlendum, síðan Jóhanna komst í einveldið: Alain Lipietz, Daniel Gros, Eva Joly, Sigurði Líndal, Stefáni Má + + + + +  Og hlustað á ósvífinn Jón Baldvin og aðra Leppalúða sem svífast einskis við að afhenda Gorda landið á silfurfati. 

Elle_, 12.1.2010 kl. 15:44

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Við erum að verða eins og við séum á feisinu.  Ég er aldrei þessu vant á vaktinni við að hreinsa upp athugasemdakerfið.

Mér fannst þörf á að skrifa þennan pistil til að rifja upp orð Sigurðar um Jón Baldvin.

Taktur Jón út, og settu stjórnaliða á staðinn, þá færðu hvössustu gagnrýni dagsins í dag.

Sjaldan hefur einn maður gert þjóðinni eins mikið gagn og þegar Jón Baldvin reiddi Sigurð Líndal til reiði.  Megi hann hafa þökk fyrir það.

Og það mun enginn lögfræðingur þora í þá félaga.  Samfylkingarnöldrið verður á Eyjunni, og mun komast að í Silfrinu hjá Agli, en það fer ekki í almenna umræðu.  

Sá lögfræðingur sem tæki slaginn, stæði ærulaus bjánabelgur á eftir.  Þeir þekkja nefnilega allir vígfimi Sigurðar, og leggja ekki í kallinn með tapaðan málstað.

Og svo er ég alveg sammála þér hér að ofan, en þessi ljóti leikur er búmmerang sem þeir fá í hausinn aftur.

Líka hjá sínum eigin stuðningsmönnum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2010 kl. 15:54

5 Smámynd: Elle_

Guðmundur mætti fara með commentið, sem öskrandi Icesave-Ólina kastaði út, sem víðast og segja öllum að Icesave-Ólína hafi kastað því út.  Einu sinni, Ómar, gerðist það með mitt comment innanlands og það fór víða og var vel tekið allstaðar, þar sem ég upplýsti hver kastaði því út.  Núna þarf ég líka að gera það sama vegna skröggsins Roy Hattersley í TimesOnline, sem einn fárra níðir Íslendinga í heild, en hann einn hefur haldið mínu commenti. 

Og kveðja úr suðurlandshlýjunni. -_-

Elle_, 12.1.2010 kl. 15:55

6 identicon

 Var að pósta inn á blogg Marðar Árnasonar meðfylgjandi athugasemd.  Aldrei að vita að hann er meiri maður en þokulúðurinn rammfalski Ólína Þorvarðardóttir.  Held að ekki veiti af að sem flestir láti í sér heyra á bloggsíðum þeirra sem eru Icesave uppgjafaliðar.

Það er mikið lán fyrir Breta og Hollendinga að eiga sér svo marga öfluga stuðningsmenn hérlendis í Icesave deilunni.  Núna að undanförnu hafa borist þau gleðitíðindi erlendis frá, að virtir talsmenn á meðal fræðimanna og fjölmiðlastéttar hafa tekið upp málstað Íslendinga af kærkominni og jafnvel mikilli hörku.  Loksins þegar "alþjóðasamfélagið" fékk fréttir af ofbeldisaðgerðum stórveldanna gegn smáþjóðinni þegar forsetinn neitaði að undirrita ólögin.  Fyrir þann tíma hafa stjórnvöldum tekist markvist og þrælskipulega með engri kynningarstarfsemi erlendis, að kynna ekki þá hlið sem mikill meirihluti þjóðarinnar hefur alla tíð haldið uppi að hafna samningshroðanum, og vinnubrögðum þeirra sem fara með stjórn Icesave málsins fyrir þjóðina.  Örugglega skammast þeir sín ekki fyrir að taka upp málstað Íslendinga, frekar en þeir Íslendingar sem hafa tekið upp málstað Breta og Hollendinga.

http://blog.eyjan.is/mordur/2010/01/12/ad-standa-i-lappirnar/#comment-2424

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 18:14

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Flott komment Guðmundur.

Og Elle, ég fer bráðum að senda rigninguna til ykkar.  Sunnlensku genin  þola ekki svona mikla blíðu.

Og Roy er sögumaður (lygalaupur), þeir vilja ekki eitthvað sem skemmir söguna.  

En kallinn er skemmtilegur, meira en hægt er að segja um Jógrímu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2010 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 486
  • Sl. sólarhring: 520
  • Sl. viku: 4329
  • Frá upphafi: 1329860

Annað

  • Innlit í dag: 395
  • Innlit sl. viku: 3764
  • Gestir í dag: 356
  • IP-tölur í dag: 347

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband