Hafið vit á að þegja.

Það hlustar enginn á ykkur lengur.

Þið fenguð ykkar tækifæri þegar Sjálfstæðisflokkurinn var hrakinn frá völdum.  Og þið nýttuð það til að aðstoða helsta vígi Nýfrjálshyggjunnar, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, til að leggja skuldahlekki á íslenska alþýðu, til þess eins að láta draum Nýfrjálshyggjunnar um Velferðakerfi auðmanna og spáfjárkaupmanna rætast.

Þið svikuð íslensk heimili með blindum stuðningi ykkar við krepputillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Þið svikuð umhverfisverndarfólk með því að gera stóriðjustefnu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að ykkar eina úrræði í atvinnuuppbyggingu þjóðarinnar. 

Þið svikuð framtíðina með því að fallast skilyrðislaust á allar kröfur breta og Hollendinga í ICEsave deilunni.  Og þið eruð svo græn að fatta ekki að eina úrræði þjóðarinnar úr þeim skuldabagga er að ganga í ESB.

Og þar með svikuð þið andstæðinga ESB aðildar.

Og þið svikuð ykkar besta fólk, Lilju, Guðfríði Lilju, Ögmund og Atla, með því að veita þeim ekki skilyrðislausan stuðning gegn svikum ríkisstjórnarinnar á samþykkt Alþingis frá því í sumar um ríkisábyrgð á ICEsave, þar sem reynt var að setja fyrirvara, af þeirra frumkvæði, gegn helstu agnúum þúsund milljarða skuldbindingar vegna skulda útrásarbaróna.

Og þið kunnið ekki einu sinni að skammast ykkar.  

Hvar á ríkissjóður að fá þessa peninga???  Vitið þið ekki að vegna kreppuúrræða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru aðeins vaxtagreiðslur ríkissjóðs áætlaðar 162 milljarðar á næsta ári, og þá eru afborganir lána eftir.

Eruð þið svo græn að fatta ekki að það þarf peninga til að reka velferðarkerfi auðmanna.  Haldið þið að þessir 162 milljarðar séu Mattador peningar sem eru útbúnir í leikfangaverksmiðju????

Ykkur til upplýsingar skal ég benda ykkur á, að stærsti hluti þessa upphæðar er beinharður gjaldeyrir, og tekinn af skattpeningum landsmanna.

Og á meðan er ekki til peningur í velferðarkerfi landsmanna.  Sama hvað þið ályktið.  

Veruleikaskyn ykkar er slíkt að það hvarflar að manni að fólk þurfi að taka hálfvitapróf til að vera gjaldgengur í ykkar félagsskap.

Frjálshyggjustrákarnir voru þó snöggtum gáfaðri þegar þeir réttlættu þetta kerfi misskiptingar og mannfyrirlitningar.  Þeir bentu á að allir gætu orðið ríkir, og þá þyrfti fólk ekki á velferðarkerfi að halda, enda allt slíkt fjármagnað með skattpeningum almennings.  

Að vísu heimska, en ekki algjör.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Ung vinstri græn mótmæla skerðingu fæðingarorlofs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Til lukku! Heimskulegasta færsla sem ég hef séð í átta mánuði.!

Björn Birgisson, 1.12.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir hrósið Björn minn.  Núna get ég farið að sofa ánægður eftir gott dagsverk.

Það eru engir aukvisar sem ná þessum standard.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 1.12.2009 kl. 22:51

3 Smámynd: Björn Birgisson

Góða nótt, Ómar. Gott að þú ert lukkulegur með þennan "standard". Því miður ert þú ekki einn um að ná honum. Íhaldið er að gera stórt í buxurnar um þessar mundir, hafandi lekið í brækurnar í tvo áratugi.  Sofðu rótt!

Björn Birgisson, 1.12.2009 kl. 22:57

4 identicon

Engin stjórn getur verið aumari og verri en núverandi leppstjórn Icesave óvina.  Og það er ekki heimskulegur pistill sem lýsir heimsku.  Maður getur þurft að fara niður á sama plan.

ElleE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 23:03

5 Smámynd: Björn Birgisson

"Engin stjórn getur verið aumari og verri en núverandi leppstjórn Icesave óvina."

Ja hérna.   ElleE!

Björn Birgisson, 1.12.2009 kl. 23:30

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þegar allt er talið þá held ég að við getum öll verið sammála um að allir flokkar á þingi hafi gert stórt í brækurnar. Fyrrum stjórnarflokkar með því að keyra landið í þrot, iðrunarleysi þeirra og núverandi stjórnarflokkar með skjaldborg sinni um fjármálafyrirtækin og lánardrottna þeirra. Óþarft að telja upp öll sviknu loforðin. Um þetta erum við öll sammála trúi ég.

Það er orðið afar áríðandi við við slíðrum sverðin og hættum að höggva hvert annað og einhendum okkur í að koma á réttlæti, vernda heimilin, fyrirtækin, landið okkar, framtíð barna okkar og barnabarna. Opinbera skýrslu rannsóknarnefndarinnar og draga ekkert undan. Við verðum að leggja til hliðar hin hefðbundnu stjórnmál næstu árin, á tímum sem þessum geta þau einfaldlega ekki átt við. Sú þrætubókarlist tefur uppbygginguna og skemmir meira en hún byggir upp. Við erum öll sammála um hvers kyns samfélag við viljum sjá, okkur greinir aðeins á um leiðir að sama marki. Slíkan ágreining á að vera auðvelt að sætta þegar framtíð þjóðarinnar liggur við.

Mér þykir vænt um ykkur öll.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.12.2009 kl. 00:52

7 identicon

Ekki er hægt að hrósa Birni fyrir heimskulegustu athugasemdina sem birst hefur í bloggheimum síðustu 8 mánuði, en hann er samt ekki langt frá því. En hann og Jón nokkur Frímann keppast um hrósið.

Toni (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 03:59

8 Smámynd: Umrenningur

Ég tek undir með Ómar og Arinbirni hér. Báðir hafa rétt fyrir sér, Ómar með að unglingarnir í kratavinafélaginu ættu að að líta sér nær og gagnrýna á réttum stöðum. Að senda svona áliktun frá sér er í besta falli barnalegt. Arinbjörn með að það er kominn tími á að taka höndum saman og slíðra sverðin, það er nefnilega þannig eins og ég sagði við ágætann krata ekki fyrir löngu. Það er mun meira sem sameinar okkur sem þjóð en sundrar okkur sem pólitískum andstæðingum. En það breytir ekki því að það sem Ómar telur upp í gagnrýni sinni á unglingana er allt sannleikanum samkvæmt og er eins langt frá heimskunni og hugsast getur.

Íslandi allt

Umrenningur, 2.12.2009 kl. 07:10

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Blessaður aftur Björn minn.  Þetta er svona bara, ég hefði tekið það nærri mér ef þú hefðir farið að hrósa mér, væri ég þá farinn að styðja landráð og föðurlandssvik?????  En þar sem Finnar voru að halda upp  á 70 ára ártíð Vetrarstríðsins þá rifjaðist upp fyrir mér saga frá þeim hetjutímum Finna.  Á fundi hjá flutningaverkamönnum, þá lagði einn gamall baráttujaxl til að þeir stöðvuðu alla herflutninga til vígstöðvanna, til að styðja baráttu sósíalismans gegn heimskapítalistunum.  Og kallinn var bara sár þegar gerð voru hróp að honum.  Sagði eitthvað á þá leið: "Félagar, ég hef barist alla mína ævi fyrir alþýðuna og þið kallið mig föðurlandssvikara.  Skynjið þið ekki ykkar vitjunartíma, sigur alþýðunnar er í nánd". En þessi ágæti maður mátti eiga það að hann var trúr sinni hugmyndafræði, þó ekki væri hann trúr sinni þjóð.

Blessaður Arinbjörn.  Öll þín hvatningarorð um samstöðu er góð og gild, en þau ná ekki yfir fólkið sem er að svíkja þjóð sína og náunga.  Þar skipta fyrri gjörðir ekki máli.  Dýrin á Dýragarðinum hefðu betur séð í gegnum fagurgala svínanna áður en gamli sorrý Gráni lenti í dollur sem lím, ekki eftir.  Þá hefði Gráni ekki hlotið sín sviplegu örlög, heldur svínin endað sem beikon í bréfi.  Og það var búið að hrekja Geir bónda í útlegð, hann var ekki lengur gerandi i málinu, þó svínin hefðu réttlætt sína ógnarstjórn með tilvísun í þann gamla harðstjóra.

Eða eigum við að bíða eftir jarðarförunum áður en við skömmu gerendur þess sem vilja rústa þjóðinni með 162 milljörðum í árlegar vaxtagreiðslur??????

Og blessuð Elle, núna tókst þér að móðga mig.  Sé ekki heimskuna við pistil minn.  Þú hlýtur að taka eftir því að Björn reyndi ekki að vefengja einu einustu röksemd, sem reyndar er hans siður í rökræðum.  Ég er að benda þessum aumkunarverðum ungmennum á þeirra ábyrgð á þeim niðurskurði sem þegar hefur orðið og mun verða blóðugur strax á næsta ári.  Og ég er að tala um blóðugur í bókstaflegum skilningi.  Aðeins illmenni gera þjóð sinni slíkt.  Skiptir engu máli þó þau gangi um með helgislepju jafnréttis og bræðralags á tungu.  

Þegar þetta fólk fór inn í fjós til að moka flórinn, þá voru þar ekki fyrir 162 milljarðar handa fjárbröskurum til að moka.  Vissulega var vandi til staðar, og þau báru ekki sök á honum, en ekkert, nema ómennska getur réttlæt björgunaraðgerðir þeirra.  Það mál vel vera að vandinn sé það nálægur okkur að við skiljum ekki eðli hans og umfang.  Þá er gott að leita í samsvaranir út sögunni.

Bæði gyðingum og þjóðernissósíalistum bar saman um að Evrópa hefði verið þjökuð af gyðingaofsóknum, að hún hefði glímt við "gyðingavandamál".  Og vissulega leystu þjóðernissósíalistar þetta gyðingavandamál, reyndu það meira að segja eitt skipti fyrir allt.  En var sú lausn boðleg?????  Er boðlegt að láta erlend ógnaröfl útríma tilverugrundvöll þjóðar okkar????  Ég veit Elle, að svar þitt er Nei.  En í þeirri baráttu réttum við  andskotanum ekki litla fingur í sáttartón.

Og blessaður Toni, ekki finnst mér það fallegt af þér að draga minn bróður í þjáningum inn í samlíkingu þína.  Pirrandi er hann að vísu, en hann hefur það sér þó til afsökunar að hann trúir.  Og trúaðir taka ekki rökum.   En annars takk fyrir, er búinn að skjóta inn pistli um þá hugsun sem fólk á að hafa í huga þegar kemur að því að meta hið meinta stjórnarskráarbrot ICEsave vina.  Gott að íhuga þau þegar rökbullurum bretavina er mætt í Netheimum.

Og blessaður Umrenningur, bróðir í baráttunni.  Takk fyrir og hvað er að frétta af lúðraþeytaranum.  Ég er að fara að semja mína Ögurstund, og það er til lítils ef enginn er á lúðrinum.

En annars bið ég að heilsa ykkur öllum og megi dagurinn vera ykkur góður.

Kær kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.12.2009 kl. 10:42

10 identicon

Ómar, ég var að kíkja inn núna og er ekki alveg búin að lesa svarið þitt.  Vil svara strax að ég meinti ekki að neitt heimskulegt væri við pistilinn þinn.  Heldur vísaði í að þú varst að tala um heimsku.  Kom kannski vitlaust út. -_-  Ætla að ljúka við að lesa núna.

ElleE (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 19:55

11 identicon

Jæja, nú er ég búin að lesa.  Nei, Ómar ég vissi vel hvað þú meintir.  Þau hafa ekki gert nóg til að stoppa núverandi óverk síns flokks gegn fólki og gera nú of lítið of seint.  

" . . hvatningarorð um samstöðu er góð og gild, en þau ná ekki yfir fólkið sem er að svíkja þjóð sína og náunga."

Akkúrat, Ómar.  Það hefur enga þýðingu að tala um að allir þurfi að standa saman og allir vilji það sama, eins og sumir í stjórnarandstöðu gera endrum og sinnum inn á milli og veikir þeirra sterku rök.  Það var gott sem þú skrifaðir í svari til mín í gærmorgun: Að þau ættu að ganga út og ræða málið annars staðar í friði.  Hafa líka verið hvött til þess af vissri manneskju með pósti. -_-  Lika ættu þau að gera rannsókn á hinum skringilega vilja stjórnarflokkanna til að troða Icesave í gegn óséðu.  Það er gruggugt og undarlegt og þarf að rannsaka og standa fast gegn og það er þeirra verk.  Vondandi ertu hættur að vera fúll. -_-

ElleE (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 20:11

12 Smámynd: Umrenningur

Veistu ElleE hann Ómar er aldrei lengi fúll, nema ef honum er boðið uppá Whiskey og flaskan klárast án þess að önnur sé til. Og það veit ég af eigin reynslu að svoleiðis gerir maður ekki nema einu sinni.

Umrenningur, 2.12.2009 kl. 20:21

13 Smámynd: Umrenningur

Þar sem tími er afstæður þá er lengi í þessu sambandi til næsta dags.

Umrenningur, 2.12.2009 kl. 20:25

14 identicon

  Umrenningur, við þurfum þig okkur til varnar.  Þú kemur óvænt eins og kallaður engill af himnum ofan sem fyrr.  

Og Ómar, stoppum gerendur óverkanna.  Einn pistill frá þér er eins og byssuskot (eða Whiskey skot - frétti þetta úti í bæ Smilie).  Og gott orð sem þú notar: Gerendur. 

ElleE (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 20:35

15 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Ómar, ég skal fúslega viðurkenna að þegar ég setti inn fyrstu athugasemdina lá verulega illa á mér. Ég er, líklega eins og flestir landar vorir, að verða verulega áhyggjufullur vegna ástandsins á stjórnmálasviðinu. Ég á það til að vera orðhvatur. Auðvitað var þessi færsla ekkert heimskulegri en svo margt annað bull sem á blogginu birtist. Mitt bull er gott dæmi um það. Samt fannst mér þú snúa öllu á hvolf og horfa á málin með kíkinn fyrir blinda auganu. Ég bið forláts, hafi ég með særandi orðum farið yfir mörkin. Ég þarf oft að biðja mína frábæru og fallegu eiginkonu forláts og hún fyrirgefur mér alltaf. Af því hún veit hvað ég er góður strákur! Lifðu heill!

Björn Birgisson, 2.12.2009 kl. 22:57

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn.

Afsökunarbeiðni þín er tekin til greina.  

Og komið þið margblessuð Umrenningur og Elle.

Þar sem minn tími er kominn, og bráðum liðinn líka, Ögurstund mín er óðum að formast, allir pistlar komnir nema einn, þá skal ég alveg gera smá játningu.  Vottar ekki fyrir fúllyndi hjá mér.  Bæði Arinbjörn og þú Elle mín, voru aðeins fórnarlömb þess að ég þurfti að koma frá mér þessum dæmisögum, í því samhengi sem pistillinn fjallaði um.

Og Toni var aðeins liður í andsvari mínu til Björns, og hann var svo aftur kærkomið tilefni til að hnykkja á efni pistilsins.  Eins og þú hefur margoft bent mér á Umrenningur, þá tjái ég mig í löngu máli, og fáir hafa þolinmæði til að lesa.  Því þjónaði það engum tilgangi að segja allt sem ég vild sagt hafa, í kjarnapistli mínum.  Hann var aðeins tilraun til debats, sem aftur þjónar þeim tilgangi að fá fólk til að hugsa.  Og þar sem flettingar eru miklu fleiri en innlit, þá reikna ég með að fólk kíki á innslögin.  

Og núna hef ég sagt allt sem ég vildi segja um rökvillu þessa unga fólks, sem ég vona, þeirra vegna að eyðileggi  ekki æru sína á blóðvelli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Með öðrum orðum þá voru þið verkfæri byltingar minnar, sem nota bene á að klárast í kvöld.

En Umrenningur minn, það er óþarfi að ljóstra upp leyndarmálum mínum.  Ég er að þessu svo einhver taki mark á mér.  Og hvað er að frétta af lúðraþeytaranum?

Kveðja til ykkar allra.

Ómar.

Ómar Geirsson, 2.12.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 4196
  • Frá upphafi: 1338895

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 3758
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband