Guð blessi Ísland, aftur.

 

Núna rúmu ári eftir að þessi orð voru mælt af þáverandi forsætisráðherra, þá er full þörf að þau séu sögð aftur.

Lánin okkar voru færð erlendum skammtímagróðapungum að gjöf.  

Eða var það Finnur Ingólfsson, ég veit það ekki, skiptir ekki máli.

En þetta er ekki eina gjöf hinna siðblindu valdafíkla sem rændu völdum af vonum almennings um betra þjóðfélag, þeir segjast þurfa fyrir morgundaginn afhenda eigur almennings að gjöf til breskra ofbeldismanna.

Þeir vildu tryggja að á 91. afmæli lýðveldisins þá væri ekkert eftir sem gerir þessa þjóð að sjálfstæðri þjóð.

Sumir eru þannig gerðir, að ef þeir geta ekki orðið frægir af einhverju góðu og merkilegu, eins og standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og líf og limi íslenskrar alþýðu, þá vilja þeir verða frægir af endemum

Illskuverk þeirra munu halda nafni þeirra á lofti um ókomna tíð.

Aldrei hefur ein þjóð verið svona hart leikinn af löndum sínum.  Stærsti hluti af skatttekjum hennar mun renna í vasa erlendra handrukkara, restin mun renna í vasa siðblindra vogunarsjóða sem einskis svífast til að hámarka gróða sinn.

Og sá hluti þjóðarinnar sem ekki mun geta forðað sér, hann mun skrimta við hungurmörkin, og lifa lífi hins réttindalausa skuldaþræls.

Og til hvers, til hvers voru menn gera löndum sínum slíkt???? 

Og ég spyr, hvað er að þjóð sem lætur slíkt yfir sig ganga án þess að æmta eða skræmta????

Eru engin takmörk sem fólk lætur bjóða sér og sínum???  Hvað með börnin okkar, foreldra okkar????  Er okkur alveg sama um örlög þeirra og hlutskipti????  

Hvað er að okkur???  Af hverju látum við bjóða okkur þetta?????

Er enginn manndómur eftir í þessari þjóð???

Er einhver sem veit svarið við þessu????

Allavega veit ég það ekki.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Kröfuhafar eignast Arion
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snjalli Ómar !

 Hvert þitt orð sem meitlað úr mínum huga.

 Það er sárara en tárum taki, að skrif þín eru sem rödd hrópandans í eyðimörkinni.

 Davíð frá Fagraskógi orti: " Stundum getur þyngsta þraut, þjóðum markað sigurbraut".

 Ógnar sárt, en okkar " þyngsta þraut" er að marka þjóð okkar óbætanlegri niðurlægingu og fátækt.

 Vinstri-grænir fórna þjóðarhag vegna fjögurra fallvaltra ráðherrastóla !

 Íslands óhamingju verður sannarlega  ALLT að vopni.

 Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 23:23

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Birgittu Jónsdóttur ofbauð spuninn og hræðsluáróðurinn og braut þagnareið í athugasemd á Eyjunni áðan. Svona er sú athugasemd:

“Ég hef útskýrt mjög rækilega fyrir forustumönnum stjórnarandstöðunnar hvaða ástæður liggja þar að baki, sem eru sumar þess eðlis að það er hæpið að fara með þær hér í ræðustól á Alþingi. Þetta vita forustumenn stjórnarandstöðunnar vel. Hvað í húfi er,” sagði Steingrímur.

Ég sat á þessum fundi og fullyrði að það var ekki neitt sem kom fram á þessum fundi sem réttlætir það að ala á ótta og tortryggni eins og SJS gerði í dag. Það mun fara fyrir honum eins og drengnum sem hrópaði “úlfur, úlfur”.

Ef Moodies og AGS eru háskalegur úlfur þá held ég að þjóðin þurfi ekkert að óttast.. Það er það eina sem hann gerði okkur rækilega grein fyrir. Breski sjóherinn er EKKI á leiðinni til landsins né sá hollenski. AGS neitar staðfastlega að Icesave hafi eitthvað að gera með sitt mat á stöðunni hér og áframhaldandi lánaveitingar.

Finnst þetta svo ljótur leikur hjá SJS að ég sé mig knúin til að tjá mig - fæ efalaust skömm í hattinn frá honum en það verður bara að hafa það.

Það var þá ekki annað.  Matskrifstofa í eigu bankanna á Wallstreet, Moodies, hefur tekið völdin í landinu? Er bara enn verið að reyna að selja okkur þennan fáránleika?? Er maðurinn hálfviti?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2009 kl. 23:34

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Nú á að færa útlendingum heimilin á silfurfati milliliðalaust. Þetta mun skásti kostur VG í stöðunni. En verður dýrt að reka báknið og EU hart mun vera gengið fram að skila gróða til útlendinga. Þeir taka bara óhagstæð lán frá Þjóðarbönkum sínum. 

Júlíus Björnsson, 1.12.2009 kl. 02:43

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar

Fólk einfaldlega trúir því ekki að svona muni fara. Hefur enga trú á því. Trúir að á næsta ári taki þjóðarhagur kipp uppá við og allt verði eins og blómstrið eina. Þau hafa sagt það Jóhanna og Steingrímur og því trúir fólk. Ég er löngu hættur að botna í þessari vitleysu.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 1.12.2009 kl. 03:23

5 identicon

Gættu hvers þú óskar þér, því gráglettnir guðirnir gætu látið það rætast. Lengi vel óskaði maður þess að einhver erlendur banki hæfi starfsemi hérna á íslandi og veitti íslensku bönkunum ærlega samkeppni. Og það voru margir sem vonuðu það sama.

Og óskin rætist svo á endanum, en ekki allveg á þann veg sem við vonuðum. Það kom engin erlendur banki til að keppa við þá íslensku. Aftur á móti gerist það að VINSTRI GRÆNIR af öllum færa útlendingum, sem engin veit almennilega hverjir eru, íslensku bankanna og viðskiptavini þeirra á silfurfati.

Þegar það svo "loksins" kom að því að beygja til vinstri vill Steingrímur bara beygja til hægri. Og þetta er einhver sá krappasti hægri snúningur sem íslenska þjóðin hefur verið tekin í, og hún mun vera lengi að jafna sig eftir þennann snúning.

Skáldið hafði rétt fyrir sér, guðirnir láta ekki að sér hæða.

Bestu kveðjur að sunnan.

Toni (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 05:05

6 identicon

En ég skil ekki af hverju er ekki hægt að stoppa þetta fólk.  Við búum ekki í einveldi.

ElleE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 07:39

7 identicon

Meinti að vísu Icesave þar sem það er gegn öllum lögum.  Hví getur enginn stoppað það?  Höfum við ekki dómsvald og ríkissaksóknara í þessu landi???

ElleE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 07:50

8 Smámynd: Umrenningur

Góðan dag góða fólk.

Til hamingju með daginn, við skulum njóta hanns vel því ef allt fer á versta veg þá gæti farið svo að þetta verði síðasta skipti sem við getum fagnað fullveldinu 1. des.

Ég tel að þjóðin rísi upp til varna þegar hún áttar sig á því að þessi svokallaða "vinstri félagshyggjustjórn að norrænni velferðarfyrirmynd" er í raun rakin nýfrjálshyggjustjórn eins og verkin sanna. Þegar fólk áttar sig á þessu sem við flest eða öll hér að ofan höfum margvarað við þá þurfum við að vera tilbúin að leiða fólk svo ekki fari hér allt í tóma vitleysu eins og óeirðir og þaðan af verra.

Íslandi allt

Umrenningur, 1.12.2009 kl. 07:58

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er EU úgáfa Nýfrjálshyggjunnar og mjög sniðugt áróðursbragð áð afneita henni. 

Júlíus Björnsson, 1.12.2009 kl. 08:14

10 Smámynd: Umrenningur

Sæll Júlíus.

Sniðugt en siðlaust.

Umrenningur, 1.12.2009 kl. 08:19

11 Smámynd: Umrenningur

Ef það er rétt sem sögur segja að Finnur Ingólfsson og félagar hafi keypt upp stóran hluta "erlendra" krafna á Kaupþing þegar verð voru í botni vegna þess að útlendingar trúðu því að Ísland væri búið að vera þá vil ég ekki vera starfsmaður hjá þeim banka.

Umrenningur, 1.12.2009 kl. 08:29

12 Smámynd: Umrenningur

þegar og ef það verður staðfest. átti að koma í restina.

Umrenningur, 1.12.2009 kl. 08:31

13 Smámynd: Umrenningur

Kæra ElleE.

Varðandi #7. Þá held ég að hvorki ríkissaksóknari né önnur embætti geri nokkurn skapaðan hlut fyrr en búið er að samþykkja samninginn á Alþingi og staðfesta með undirskrift Forseta. Fyrr er glæpurinn ekki orðinn lögbrot, hinns vegar er marg búið að færa rök fyrir brotum á landráðakafla hegningarlaga en þar er ekkert heldur hægt að gera nema dómsmálaráðherra fyrirskipi rannsókn. Hvaða líkur eru á því?

Umrenningur, 1.12.2009 kl. 08:39

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bretar lögðu miklu áherslu að skuldfesti yrði gert löglegt af þinginu til þess að þingmenn gætu tryggt sig, því í framhaldi myndi málið standast fyrir Dómstólum það er vera orðið löglegt.

Í ljósi kúgunninnar hlýtur hæfur meirihluti EU [hráefniskaupendurnir] að hafa hótað viðskipta útskúfun.

Hvers virði er eiga skuldir og ekkert annað? Nema von um sanngjarna skömmtun á því sem þjóðin átti skuldlaus. 

Júlíus Björnsson, 1.12.2009 kl. 08:56

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Komst ekki fyrr inn því ég var að spjalla við Elle einhvers staðar á öðrum þræði.  

En það er fátt við þetta að bæta.  Ég vil aðeins árétta að ég hef ekkert á móti erlendu eignaraðild á bönkum ef það er gert á réttum viðskiptaforsendum.  En ég hef mikið á móti einokun, hvort sem það er auðmanna, eða að erlendir viðskiptajöfrar eigi allt bankakerfið.  Þú byggir ekki upp auð með því að flytja hann úr landi.

Ég þakka fyrir upplýsingarnar Jón Steinar, mér fannst eins og það væri farið að slá alvarleg út fyrir Steingrími.  Síðan hvenær urðu guðir Nýfrjálshyggjunnar að ríkistrú á Íslandi.  Ef þessir guðir, Moodys og IFM, krefjast  mannfórna,  þá eigum við að steypa altari þeirra eins gert var við slík skurðgoð forðum.  

Þetta er ekki flókið.  Sumt bara má ekki, til dæmis að fórna þjóð sinni fyrir Moodies.  Þegar menn draga það frá sem siðlegt fólk gerir ekki, til dæmis að borða náungann, eða setja náungann í lífstíðarskuldaánauð, þá blasa lausnir vandans við.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2009 kl. 10:21

16 Smámynd: Umrenningur

Já Júlíus líklega er þetta rétt hjá þér með meirihluta EU. En þó svo að samningurinn verði samþykktur af Alþingi þá er mjög líklega um brot á stjórnarskrá að ræða og ef svo dæmist þá fellur samþykkt Alþingis úr gyldi.

Umrenningur, 1.12.2009 kl. 10:21

17 identicon

Kæri Umrenningur.  Núna um daginn, man ekki hvaða dag, talaði stjórnarandstaðan í Alþingi um að gera rannsókn á allri óskiljanlegri framgöngu framkvæmdavaldsins Icesave málinu og hvort þau hefðu ekki brotið stjórnarskrána.  Gunnar Bragi Sveinsson hóf umræðuna.  Veit ekki hvort það endaði í fundi milli þeirra en þó augljóst að þeir eru vakandi.  

Líka, framkvæmdavaldið og þar með talinn dómsmálaráðherra, fara með vald forseta samkvæmt lögum ALþingis.  Það segir stjórnarskráin.  Ráðherrar hafa ekkert geðþóttavald eða sjálfstætt vald sem brýtur gegn lögum.  Þau hafa hagað sér þannig þó og líka í Icesave-málinu og það er vandamálið og ruglar fólk oft.  Ég veit um fólk sem hefur haldið fram að ráðherrar séu yfirmenn Alþingismanna og það er fjarstæða.  En þau haga sér sem yfirmenn og koma með fyrirskipanir og komust oft upp með það einu sinni.  Alþingismenn hafa verið að berjast gegn þessum yfirgangi ráðherra.  Þau eru bara að stela valdi sem þau ekki hafa og Johanna Sig. er nú alveg kapítuli út af fyrir sig í sinu stolna einveldi.  En ég veit ekki hvað þarf stóran hluta Alþingis til að fá fram rannsókn á óverkum ráðherra. 

ElleE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 10:48

18 identicon

Og vissi ekkert að Ómar hefði verið að spjalla við mig í öðrum þræði, þarf að fara að gá. -_-  Merkilegt, maður veit ekki lengur hvar maður er staddur?!?

ElleE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 10:50

19 identicon

Ég tel að Steingrímur sé búinn að snappa, Steingrímur J og Mr. Hyde

DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 11:07

20 Smámynd: Þórdís Bachmann

Takk fyrir þessa færslu, Ómar.

Við eigum réttindi og við megnum að stöðva ’ráðamenn’, sem ætla að viðhalda status quo. Því status quo hefur það verið undanfarið ár og kvart – allavega hvað varðar stærsta og mikilvægasta hóp þeirra sem þetta land byggja – millistéttina. Það er verið að murka lífið úr millistéttinni með aðgerðum ykkar. Allir – með hagfræðigráðu eða án - mega vita að það er ekki hægt að reka hagkerfi án millistéttar og sú tilraun verður aldrei reynd neins staðar annars staðar en hér.

Hún er bara heimskuleg.

Hin heimskulega lausnin er sú að veifa hvítri dulu að Bretum. Það er fínt að vera kristinn og snúa hinni kinninni að, en að lúta í gras og skríða af stað eins og snákur, það er strax annað mál.

Það allra heimskulegasta en um leið ljótasta, er þó að svíkja fólkið sem heldur þessu batteríi öllu gangandi - semsé okkur.

En ég tek undir með Elle - hvers vegna í veröldinni tökum við ekki okkar réttindi til baka?

Þórdís Bachmann, 1.12.2009 kl. 16:03

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Þórdís.

Vil aðeins bæta við, að það er ekki bara verið að svíkja millistéttina, það er verið að svíkja alla nema gömlu auðmennina, þeir fá sitt með rentum.

Og svo er þjóðin seld upp í skuldir þeirra.

Já, þetta eru sviki svikanna, og skömm þessa fólks er mikil.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband