Og Orkuveitan á að borga ICEsave reikninginn.

 

Segir Jóhanna Sigurðardóttir.

Hún vill skuldsetja íslensku þjóðina um tæpa eitt þúsund milljarða svo orkuveitan geti virkjað fyrir fleiri álver.  

Að vísu getur orkuveitan varla staðið við sinar eigin skuldbindingar, en eins og Steingrímur Joð sagði, þá verður hún að geta það.  

Það er ekki á hverjum degi sem þúsund milljarðar eru teknir að láni til að ein orkuveita geti virkjað 2 hverasvæði.  Eins gott að gull streymi upp um holurnar, ekki gufa.  Því framtíðartekjur þessa tveggja virkjana eiga að greiða um þúsund milljarða í arð, fyrir utan að standa undir kostnaðinum af sjálfum sér.  Ekki einu sinni demantsnámur Suður Afríku hafa slíka arðsemi, en þar heldur ekki gufa virkjuð.

En barón Munchausen var fyrstur til að fljúga, hann tók í sitt eigið hár.  Og orkuveita, sem tapar 50 miljörðum á um 20 mánuðum, hún mun fara létt með að borga ICEsave reikninginn.

Þeir sem efast, eiga skilyrðislaust að skrá sig í Samfylkinguna, ekki nema þeir séu Gungur, þá er það VG, og þá fá þeir ókeypis hagfræðikennslu frá hagfræðidvergum Íslands, ekki ljúga þeir, þjóðin búin að borga þeim kaup í tugi ára við að kenna þeirra visku.

Fimmtíu milljarða tap er nauðsynleg forsenda þess að orkuveitur landsins borgi ICEsave reikninginn.  Þeir sem trúa ekki, eiga að hlusta á Riddara heimskunnar sem nýta skattfé okkar til að boða sína skynsemi sína á rásum Ruv.  Eins og til dæmis klámkóngur DV gerir svo samviskulega hjá honum Frey, blessuðum.

Fyrir þá eru hundrað milljónir á dag í vexti kærkomið tækifæri til að losna við leiðinlega ríkiþjónustu, eins og skóla og spítala.

Til dæmis á Filippseyjum þá þurfa þeir sem vilja að njóta, að borga fyrir þá þjónustu sem þeir æskja.

En þar sem ég er ekki Riddari heimskunnar, þá vona ég að enginn sé svo heimskur að trúa því að hálfgjaldþrota fyrirtæki, sem selja orku sína í iðnað sem líður mjög fyrir heimskreppuna, sem enginn sér fyrir endann á,  séu  það arðsöm að þau borgi niður  þúsund milljarða á 14 árum.

Látum Riddurum heimskunnar á Ruv um þá speki.

Og það á ekki að duga að hinu vitgrönnu fjölmiðlamenn landsins klappi þeirra heimsku upp.

Við eigum að hafna ICEsave, því bæði er það ólöglegt, og svo hitt, að þjóðin á ekki hundrað milljónir á dag til að borga vexti af þeim þjófnaði.

Við skulum frekar stefna þjófunum fyrir rétt, eins og alsiða er í réttarríkjum heims.  

Því lögin er leið siðmenningarinnar til að hemja ofbeldismenn.

Og það skulum við gera.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is 11,2 milljarða halli hjá OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

"Við eigum að hafna ICEsave, því bæði er það ólöglegt, og svo hitt, að þjóðin á ekki hundrað milljónir á dag til að borga vexti af þeim þjófnaði.

Við skulum frekar stefna þjófunum fyrir rétt, eins og alsiða er í réttarríkjum heims."

Vildi að stjórnarflokkarnir gætu hugsað standandi og sæu þetta.  Það þarf að gera rannsókn á grunsamlegum og óeðlilegum vilja þeirra að koma hryllingnum yfir á þjóðina, Ómar.  Og VG í eftirdragi Samfylkingar.  Þú ert ekki hættur þó. -_- 

Elle_, 28.11.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Nei ég er ekki hættur, ætla aðeins í klaustur í næstu viku, eða réttara sagt nýta heimsókn móðursystur minnar til að stunda göngur með henni.  Og svo mun ég pistla eftir tíma og getu, en ekki eftir nennu.

Og ég skal útskýra fyrir þér af hverju nennan er hægt að skipta máli.  Ég hef lengi talað um Ögurstund og nú reyni á manndóm fólks.  Og vissulega hef ég reynt mitt besta, þó ég hafi á stundum efast um hvort erfiðið sé þess virði.  Og ég hef orðað þessar efasemdir, og fengið það feedbak sem hefur sannfært mig um að það sem ég hef til málanna að leggja, sé lesið og íhugað, ekki bara glott yfir kjafthættinum. 

En megintilgangur allra þessara láta síðustu daga var að hafa bloggið lesið, þegar ég skrifaði minn loka ICEsavepistil.  Og hann átti einmitt að fjalla um Ögurstundi og manndóm og nú væri að því komið í lífi fólks, að það yrði sjálft að gera það sem þyrfti að gera, það gæti ekki lengur treyst á aðra.

Ég lenti svo í því í gærkvöldi að annar strákurinn fékk allt í einu hitakast, og það þýddi að þeir báðir sváfu upp í, og mér var skipað liggja með og sofa meðan hann væri að sofna.  Og ég sofnaði, og hrökk ekki upp fyrr en þrjú í nótt, en þá fór heilinn af stað og ég fann loks þann útgangspunkt sem ég er ánægður með í herhvöt minni.  Og síðan hugsaði ég málið aðeins betur, og þá varð mér ljóst, að ég meiri segja sjálfur tryði því sem ég sagði.

Núna er stundin, og það þarf að gera eitthvað, skiptir ekki máli hvernig stendur á, eða hvað maður er annars að pæla.  Og það sem ég er ágætur í er að horfa djúpt  í augu fólks, og segja  "nú er stundin", "núna er komið að þér gera það sem þú getur".  Og það er til lítils að segja öðrum að gera þetta, ef maður hummar það sjálfur fram að sér.  Að vísu eru engar forsendur fyrir byltingu á mínum heimaslóðum, en tölvan er ágætis vettvangur til samskipta, og ég mun reyna mitt til að láta umræðu, og síðan aðgerðir fljóta.  

Og ég hef ekki nokkra hugmynd hvað kemur út úr því, en ef nógu margir taka afstöðu, þá mun sama gerast hér og í flauelsbyltingunni í Tékkóslóvakíu, fólkið mun biðja valdsmenn kurteislega að víkja, því þeir eru Leppar erlends valds.

En hvað ef ekki, nú þá heldur ástandið áfram að versna, sem aftur eykur þrýsting á breytingar.  En ekkert gerist ef allir hafa gleymt Litlu gulu hænunni, og ég vil ekki vera einn af þeim.

Þannig að Elle, ég er ekki hættur, og héðan af er það ekki valkostur, þökk sé svæfingum sonar míns.

Við erum að halda út í stríð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2009 kl. 15:01

3 Smámynd: Elle_

". . og mér var skipað liggja með og sofa meðan hann væri að sofna.  Og ég sofnaði, . . ."  

Elle_, 28.11.2009 kl. 17:08

4 Smámynd: Elle_

Vona nú að hann nái sér fjlótt.

Elle_, 28.11.2009 kl. 17:08

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, eldhress eftir að hafa kúrt hjá mér sagði hann í morgun.  Og búinn að baka piparkökur og syngja með  jólasveininum.

Kveðja.

Ómar Geirsson, 28.11.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 1237
  • Frá upphafi: 1412791

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1087
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband