Þetta er aðeins byrjunin Björn minn.

 

Það  eru örlög föðurlandsvikara, að enginn vill þekkja þá, nema auðvita vinnuveitendur þeirra. 

Þú ættir kannski að mæta á ársfund breska Verkamannaflokksins.  Þeir eru dálitið svag fyrir föðurlandsvikurum, allavega þeim sem selja land sitt fyrir skammtíma fylgi flokksins í skoðanakönnunum Murdocks.  

Stuðningur blaða hans í næstu kosningum tengist góðri útkomu skoðanakannanna..

En á Íslandi átt þú þér enga von meir.  Hvað sem þú hefur gert gott í þinni fortíð.

Þetta er eðli föðurlandssvika.  Þeim sem slíkt gjöra, er ekki vært hjá sinni þjóð.  Þess vegna til dæmis, þá fóru bresku njósnarar KGB beint til Sovétríkjanna, eftir að bretum varð ljós þeirra svik.

Núna Björn minn, vita þínir félagar að þú ert bretavinur, og vinnur beint að því að gera íslenskt launafólk að þrælum breta.

Varla hefur þú búist við því að vera klappaður upp fyrir þau svik??????

Svona er þetta.  Ef menn vilja verða spámenn í sínu föðurlandi, þá byrja þeir ekki á því að selja sitt föðurland.

Það þarf ekki nú mikið vit til að átta sig á þeirri staðreynd??????

Kveðja að austan.


mbl.is Segir sig frá trúnaðarstörfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Nú fer að styttast í að mikil átök brjótist út. Það er eins og logninu fyrir storminn sé að ljúka og fyrstu gusurnar úr storminum ganga yfir. Og nú ríður á að hafa eyru og augu opinn og taka sér stöðu þegar sá fyrsti blæs í flautuna, flautuna sem aðeins málleysingjarnir og Andstaðan heyra í.

Og ég held að við eigum eftir að sjá undarlegustu bandalög mynduð, og bresta, jafnvel undarlegri en ASÍ-SA-IMF-LÍÚ-FFSÍ bandalagið sem núna hangir saman á icesave-skandalnum.

Hvort neistinn verði icesave eða einhver fjölskylda sem bankarnir hafa gert eignalausa og gjaldþrota eða eitthvert annað óréttlæti skiptir það ekki öllu máli því þetta ber allt að sama brunni, við lifum öll í sama samfélagi.

Annars er ekkert mál að leysa þetta með sjómannaafsláttinn. Það er gert með því að veita öllum öðrum launþegum í landinu sama afslátt og með tíð og tíma er hægt að fella þetta inn í persónuafsláttinn ef þess þá þarf. Misræmið leiðrétt á sanngjarnan og eðlilegan hátt og málið dautt.

En hvenær kemur velferðarsamfélagið "við öll" hans Steingríms?

Ætli það standi ennþá á tímamótum?, eða kannski hefur það bara verið fryst þar til búið er að gera greiða upp kröfur gjaldeyris spákaupmannanna og jöklabréfinn. Hvað ætli það séu margir milljarðar sterlingaspunda dollara og evra sem Steingrímur J telur að við þurfum að borga vegna "CDS" áður en það kemur að velferðarsamfélaginu?

Þeir safna glóðum að höfði sér þessi vesalings grey, með þessu hugsana og hugsjónaskorti. Og það er ekki eins og það sé engin sem reynir að vara þá við, heldur þvert á móti, eins og Steingrímur myndi sjálfur orða það.

Það er eldur í pistlunum þínum Ómar, og þú hefur rökhugsun þess sem hefur rétt fyrir sér.

Kær kveðja að sunnan, Toni.

Toni (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 21:55

2 identicon

Auðvitað á að henda þessum sjómannaafslætti út í hafsauga og hann hefur alltaf verið til skammar. Það er bara akkúrrat engin ástæða fyrir að sjómenn borgi hlutfallslega minni skatta en aðrir. Og þetta með að þeir séu meira frá fjölskyldum sínum en aðrir er tómt píp. Hvað um þá sem eru á dagróðrarbátum? Eða þá sem fá sjómannaafslátt í landi af því að þeir eru skráðir á lóðsins eða eitthvað annað álíka gáfulegt? Og hvað með aðrar starfstéttir sem eru löngum stundum frá fjölskyldum sínum? Hvað um þá sem vinna á Kárahnjúkum? Hvað með flugmenn? Hvað með þá sem vinna tvær eða fleiri vinnur til að sjá sínu fólki farborða? Staðreyndin er auðvitað sú að fæstir þeir (ef nokkrir) sem eru í löngum túrum eru meira frá fjölskyldum sínum en aðrir landsmenn því þeir fara ekkert í alla túra. Mjög algengt er að menn sleppi að lágmarki þriðja hverjum túr og þegar allt er talið þá eru þeir fleiri síst færri stundir með fjölskyldum sínum heldur en sá sem vinnur einfaldlega vengjulegan vinnudag í landi, hvað þá langan vinnudag eða tvöfaldan. Og þó þeir væru löngum stundum frá þá gefur það bara enga ástæðu til að þeir borgi minni skatta. Það er þá bara atvinnurekandans, í þessu tilfelli fokríkra útgerðarmanna, að borga fyrir þá vinnu sem unninn er fyrir hann. Það er ekki annarra skattgreiðanda að greiða einhverjar launauppbætur til sjómanna fyrir útgerðarmenn. Eina skömmin við þetta er hversu lengi þessi sjómannaafsláttur hefur verið við lýði. Hann er ekkert annað en mismunun og óréttlæti og hann ber að afnema þegar í stað!

Haraldur (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 01:28

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Toni, ég vona að mat þitt sé rétt, að fólk sé að bíða eftir kallinu, og geri síðan eitthvað sjálft í sínum málum, sem í dag eru þau sömu og mál þjóðarinnar.

Og já, við verðum á staðnum.  Og reynum að hafa áhrif til góðs.

Og takk fyrir innlitið Haraldur,  það eru mörg rök með og á móti þessum afslætti, en margt bendir til þess að hann sé barn síns tíma.

En ég greip bara ICEsave gæsins og skammaði Björn Val með henni.  Er ekki að taka neina aðstöðu í þessari deilu.  En þú hefur komið þínum rökum skilmerkilega á framfæri.  Vona að þú íhugir í kjölfarið rök mín í ICEsave deilunni, til dæmis kynnir þér pistla mína hér að framan um kreppuna í Argentínu, og hvað má læra af henni.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2009 kl. 04:40

4 Smámynd: Brattur

Fólk talar stöðugt um það að Icesave sé eitthvað sem VG bjó til.

Þið vitið væntanlega að það er regin munur á brennivarg og slökkviliði.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru brennivargarnir. Með óvarkárni sinni og vinagreiðastefnu sinni (einkavæðing bankanna) hafa þeir sett þjóðina í þá stöðu sem hún er nú í. Það er sama hvað menn segja og sama hvað menn tuða... það er nauðsynlegt að hreinsa upp skítinn eftir þessa tvo flokka og semja um skuldir þær sem þeir komu okkur í. Annars værum við fyrst í slæmri stöðu.

Skil ekki hvernig hægt er að agnúast út í þá sem eru virkilega að reyna að bjarga landinu frá gjaldþroti.

Munið síðan að fara varlega í að kalla menn föðurlandssvikara. Menn sem þið þekki greinilega ekki neitt.

Brattur, 28.11.2009 kl. 10:56

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Brattur.

Svona í það fyrsta, hvernig veist þú hverja ég þekki??  Heldur þú að þetta sé eitthvað grín að þurfa að afgreiða svona flokka sem hafa hlotið atkvæði mitt í áratugi??????

En annars vil ég þakka þér fyrir innlegg þitt.  Þú ert búinn að gefa mér hugmynd af nýjum pistli, sem ég ætla að forma í fyrramálið, vona að þér sé sama að ég vitni í þig.

Og ekki ætla ég að rífast við þig um ábyrgð fyrri stjórnarflokka, þó var Samfylkingin nógu lengi í stjórn eftir 2007 til að hún beri meiri ábyrgð á aðgerðarleysi Hrunsins, en aðrir flokkar, að Sjálfstæðisflokknum undanskildum.

En hvað kemur það núverandi stjórnarstefnu við, hverjir voru í stjórn áður fyrr á árum????

Er það þeim flokkum að kenna að það eigi að afhenda amerískum vogunarsjóðum banka okkar???  Síðan hvenær var það á stefnuskrá VG að slíkt skuli gera????

Síðan hvenær varð það stefna VG, að ekkert mætti gera fyrir fólk í nauð, því hagsmunir fjárspákaupmanna gengu fyrir????

Síðan hvenær var það stefna VG að starfa með alþjóðlegum handrukkurum (vísa í orð fyrrverandi forseta Argentínu sem bjargaði þjóð sinni með því að vísa þessum handrukkurum úr landi) sem vilja leggja um 2.000 milljarða skuldabagga á almenning 300 þúsund manna smáþjóðar, bara svo að fésýslumenn og fjárbraskarar fái allt sitt gambl með vöxtum og vaxtavöxtum en almenningur þessarar 300 þúsund manna  smáþjóðar sitji uppi með skuldir sem hann hefur aldrei tekið, og mun aldrei geta greitt, jafnvel þó hann selji börn sín  í pútnahús mafíunnar.

Og hvenær varst þú svo vitlaus að trúa  svona Nýfrjálshyggjubulli að skuldir fjárbraskara séu skuldir almennings?????

Og að lokum, hugtakið föðurlandssvikari er alþjóðlega skilgreint hugtak, og í þeirri skilgreiningu er hvergi tekið fram að fólk þurfi að þekkja viðkomandi svikara, heldur eru það gjörðir hans sem gera hann að því sem hann er.

Og það að vinna með erlendum þjófum við að ræna eigur almennings hefur hingað til flokkast undir föðurlandssvik, hvað þá að setja land sitt vísvitandi á hausinn, afhenda þjóðarauð þess erlendum fjárbröskurum, og hafa það sem sína einu afsökun að þeir séu að taka til eftir fyrri stjórnendur landsins, sem hefðu örugglega gert það sama.

Ef þessi afsökun dugar til þess að þeir fái ekki fimmfaldan lífstíðardóm, þegar þjóðin nær aftur völdum af þessu Leppum erlendra ógnarafla, þá væru dómsstólar að lýsa því yfir, að þú megir stela, bara ef þú hafir haft um það grun að aðrir hefðu ætlað að gera slíkt, þú hafir þess vegna ákveðið að spara þeim ómakið.

Og trúðu mér, það er enginn dómari svo vitlaus að trúa þessum rökum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2009 kl. 20:29

6 identicon

"Fólk talar stöðugt um það að Icesave sé eitthvað sem VG bjó til."

Samfylkingin og VG vilja kúga ísl. börn, foreldra og gamalmenni inn i Icesave-nauðung sem við SKULDUM EKKI.  Kynntu þér málið.  Við skuldum það EKKI.  Það er einkaskuld gjaldþrota einkabanka Björgólfs Thors Londonbúa.   Og engin lög gera ísl. ríkið ábyrgt.  Og þ.a.l. að má með sanni segja að VG hafi búið Icesave til.  Og Samfylking Jóhönnu.

ElleE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 00:37

7 Smámynd: Brattur

Ég er bara ekki alveg að skilja þig Ómar. Ertu þú að kalla Björn Val landráðamann eða útrásarvíkingana ?

Auðvitað er ég hundfúll eins og allir aðrir að þurfa að borga skuldir annarra... en stjórnvöld bjuggu svo illa um hnútana að við sitjum í súpunni hvort sem okkur líkar betur eða verr...

Og ég fer aldrei ofan af því að upphafið á endanum varð þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn "gáfu" bankanna til vina sinna sem ekki kunnu að reka banka, enda tók það ekki nema örfá ár að setja gamla banka á hausinn. Allt var þetta gert í nafni frelsisins og til að virka "dautt fjármagn" eins og Hannes Hólmsteinn orðaði það svo pent hér um árið. Þess vegna á að gefa þessum flokkum langt frí frá stjórn þessa lands.

Brattur, 29.11.2009 kl. 10:38

8 identicon

"Auðvitað er ég hundfúll eins og allir aðrir að þurfa að borga skuldir annarra... en stjórnvöld bjuggu svo illa um hnútana að við sitjum í súpunni hvort sem okkur líkar betur eða verr..."

Nei, við gerum það ekki.  Engin lög í heiminum skuldbinda okkur fyrir Icesave skuld einkabankans Landbankans.  Og það er alveg sama hvað þú og Samfylkingarfólk og Steingrímur Joð kennið oft Framsókn og Sjálfstæðisflokknum um Icesave, Icesave verður ekki okkar skuld við það.  Það þarf lagaheimild til að skylda fólk til að borga skuldir.  Kúgun, nauðung og rangfærslur er ekki nóg.  

ElleE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 13:19

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Elle, þú hefur útskýrt samhengi hlutanna ágætlega fyrri Bratta okkar.

En Brattur, svo ég svari spurningu þinni, þá er ég ekki að kalla Björn fyrir landráðamann.  Samkvæmt landráðakafla almennra hegningarlaga, þá er hann það.  Og mun hljóta sinn dóm, þegar þið Leppar Nýfrjálshyggjunnar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafið verið hraktir frá völdum.  Um útrásarvíkinga er ég ekki að ræða, þeir sitja ekki á Alþingi og ekki í ríkisstjórn.  Það eru ekki útrásarvíkingar sem eru að neyða ICEsave upp á þjóð sína, það eru þingmenn VG og Samfylkingarinnar.  Og að aðstoða erlend öfl við að ræna almannaeigur, það eru landráð.

En hinsvegar skal ég játa, að orðið föðurlandssvikari er meira huglægara, allavega er ekki til lagaskilgreining á því svo ég viti.

En það má til dæmis benda á að í Noregi voru stuðningsmenn þýska hernámsins kallaðir föðurlandssvikarar og dæmdir sem slíkir.

Og eitthvað hafa Norðmenn þá þekkt til skilgreiningar á því orði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.11.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 125
  • Sl. sólarhring: 335
  • Sl. viku: 830
  • Frá upphafi: 1320677

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 716
  • Gestir í dag: 95
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband