Mútuþegar skammast sín.

Bretar hafa mútað 33 einstaklingum til að afhenda þeim tugi milljarða árlega til að styrkja breska ríkissjóðinn.

Þó má segja þessum mútuþegum til hrós, að þeir eru ekki alveg ærulausir:

Þeir skammast sín svo mikið fyrir illvirki sín gagnvart þjóð sinni, að þeir hafa vit á að forðast að láta sjá sig  á Alþing.  

Svívirðingin er næg, þó þeir vanhelgi ekki elsta þjóðþing heims með múturáðum sínum.

Vissulega tókst þeim að blekkja þjóð sína til að kjósa sig með fögrum orðum og fyrirheitum um að sinna þjóðarhag út frá forsendum hins venjulega manns, slá skjaldborg um heimili hans og afkomu.  

En allan tímann voru þessir sömu menn að spá í hve mikið þeir fengu í sinn hlut fyrir að selja þjóð sína í skuldaþrældóm óvinveittra ríkja.  Líkt og þrælakonungar Vestur Afríku, sem seldu sína eigin þegna í þrælaskipin, þegar ekki aðrir voru til taks.

Vissulega er þetta svívirða, en það er ennþá meiri svívirða að vanvirða undangengnar kynslóðir íslenskra þingmanna með því að ljúga blákalt í sölum Alþingis að múturnar hafi eitthvað með þjóðarhag að gera.

Þá er skömmin skárri að þegja, eða það sem betra er, að mæta ekki.

Því ásýnd svikara er það ljótasta sem ærlegt fólk sér.

Megi þeir þó hafa þökk fyrir þá tillitsemi.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Forsætisráðherra er til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var skrýtin og framandi tilfinning að hlusta á viðtalið við Styrmi í kastljósinu í kvöld. Á heiðarlegan og yfirvegaðan máta skýrði hann í fáum orðum hvernig skortur á lýðræði væri ein helsta meinsemdin í íslensku samfélagi. Það eina sem maður gat sagt í lokin var, amen.

Og það sem hann sagði í lokin um hégómann og leikaraskapinn var gull.

Hann er núna komin á topp tíu listann yfir greindustu og velviljuðustu einstaklinga landsins í dag ásamt síðuhaldara.

Kær kveðja að sunnan.

Toni (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 21:37

2 identicon

Snjalli Ómar !

 Þrjátíu og þrír munu þiggja múturnar !

 30 silfurpeningar nægja því ekki !

 Ef auknar skatttekjur - sem er meir en hæpið - þá hverfa þær að fullu í Icesave !

 Laukrétt hjá Tona þá hann skrifar ,að Styrmir & Ómar í hópi greindustu sona þjóðarinnar.

 Heiður þeim sem heiður ber.

 Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 21:57

3 identicon

Eitt sem angrar mig alltaf. Þegar stuðningsmenn icesave segja að tryggingakerfið sem komið var á fót fyrir bankanna, hafi í raun ekki fullnægt skilyrðum ess um slíkt tryggingakerfi. Þessa ályktun draga þeir af því að þegar bankakerfið hrundi hafi sjóðurinn ekki haft nægt fé til að standa undir skuldbindingum sínum, ergó, því hafi íslensk stjórnvöld ekki fullnægt skilyrðum ess og skyldum sínum gagnvart ess samningnum.

En hvernig hefði þá tryggingakerfið átt að vera?

Það er allavega alveg ljóst að ríkisábyrgð kom ekki til greina vegna skilyrða ess samningsin. Ekki mátti heldur iðgjaldið í sjóðinn vera íþyngjandi fyrir þá sem sjóðurinn náði yfir.

Þetta er einhver ný og sérkennileg hugsun sem liggur að baki kröfunni um að íslenska þjóðin bæti skaðan af starfsemi bankanna sem fengu fullt og nánast ótakmarkað frelsi til að starfa á evrópska efnahgssvæðinu. Íslensk stjórnvöld höfðu lítil sem engin valdatæki til að draga úr umsvifum þessara fyrirtækja.

Og hvaða evrópska eftirlitsstofnun var það aftur sem reglulega sendi áminningu til íslenskra stjórnvalda um að íbúðalánasjóður raskaði samkeppnisstöðu á lánamarkaði? Það væri athyglisvert að skoða þær greiningar og ályktanir sem stofnunin sendi frá sér um reglur, eftirlit og höft á fjármálafyrirtæki.

Bloggið þitt er hafsjór upplýsinga um nánast allt sem varðar þetta mál. Öll vinnan sem þú hefur lagt í þetta er ómetanleg. Þú átt gott inni einhverstaðar í tilverunni, svo mikið er víst

Þetta er allt saman hjá mér á svig við pistilinn þinn Ómar, en ég tek undir hvert orð í honum.

Toni (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:36

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Já, það greinilega mikið runnið til sjávar frá því að við spjölluðum fyrst saman Kalli, en ég er stoltur af því að hafa haldið mínu striki, þó fæstir skildu þá rauðu dulu sem dregin var heila minn í hvert skipti sem var minnst á ICEsave.  Og ég hef verið sjálfum mér samkvæmur, vissulega lá það betur fyrir mér að skamma íhaldið, meðan fyrri stjórn sat, en ég hafði manndóm til að halda uppi sömu gagnrýni, þó þeir sem núna fá hana yfir sig, eru mjög nærri mér í pólitískum skoðunum, svona á heildina litið.

Og allan tímann hafði ég þá bjargföstu trú að hægri og vinstri menn myndu sameinast í andstöðuna við það sem ég upplifði sem grófa hryðjuverkaárás breta á Ísland.  Með þessu áframhaldi fara menn að krefjast þess í fullri alvöru að bretar verði reknir úr Nató, þar eru lögin, það er stofnsamþykkt Nató, okkar megin, alveg eins og í ICEsave deilunni.

Og Toni, vissulega gott að vekja athygli á þessu, því þetta er ein hættulegasta blekkingarrökvilla Samfylkingarinnar, og þessar röksemdir sækja þeir í lagaálit breta, eins og svo margt annað sem Samfylkingin notar gegn þjóð sinni í þessu máli.  Á meðan þetta vopn beit hjá Samfylkingunni, þá beitti ég mér mjög í Netheimum gegn þessum rökum, og tók slaginn við ýmsa rökspekinga Borgunarsinna.  Ég tók saman helstu innslög mín saman í einn pistil, sem ég linka á mjög framarlega  í pistlasamantekt minni í fyrradag, að mig minnir.  Eins í pistlinum þar sem ég skamma Belgann sem var með belging í Mogganum i vetur.  Gakktu í það ef þú þarft að nota í einhverjum átökum, ég held að ég sé með þetta frá flestum hliðum.

En takk fyrir hrósið strákar, alltaf gott að fá slíkt, mér þætti það mjög leitt, ef öll mín vinna væri til einskis.  Er alveg fullfær um að spjalla við sjálfan mig um það sem ég veit, þarf ekki að nota Moggabloggið sem millilið.  En ég líki mér ekki við Styrmi, röktækni hans og þekkingu hef ég alltaf borið mikla virðingu fyrir.  Dugar ekki ævin til að passa í skugga hans, hvað þá annað. 

En þegar fallbyssur eins og Sigurður Líndal og Styrmir Gunnarsson, eru byrjaðar að skjóta, þá vill ég ekki vera fyrir þeim.  Vorkenni greyjunum sem eru að selja landið.  

En takk fyrir mig og góða nótt.

Ómar.

Ómar Geirsson, 19.11.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 331
  • Sl. sólarhring: 714
  • Sl. viku: 5915
  • Frá upphafi: 1399854

Annað

  • Innlit í dag: 296
  • Innlit sl. viku: 5060
  • Gestir í dag: 289
  • IP-tölur í dag: 287

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband