Augljóst mál.

Ólafur Ragnar Íslands er Íslendingur.

Og hann er bundinn að stjórnarskrá Íslands.

Bretar þurfa eins og aðrar ofríkisþjóðir að nota herskip og flugvélar til að brjóta stjórnskipan Íslands á bak aftur.

Það dugar ekki fyrir þá að múta örfáum stjórnmálamönnum, þó þessir stjórnmálamenn fari með meirihlutavald á Alþingi í skjóli kúgunar og ofríkis.

Af hverju hætti til dæmis Guðfríður Lilja að standa með þjóð sinni????

Hverju var hótað?????

Svona lítið dæmi um hvernig vinnubrögð handrukkara voru notuð í þágu breskra hagsmuna til að breyta þegar samþykktum lögum Alþingis, í þessu tilviki ríkisábyrgð á ICEsave skuldum Landsbankans, samþykkt í lok sumarþings, er eitthvað sem brýtur algjörlega gegn stjórnskipan Íslands.  Og fullveldi landsins.

Núverandi frumvarp gengur þvert geng þeirri samþykkt, og ef það er samþykkt, þá þýðir það endalok 1.000 ára sögu Alþingis.

Erlend stjórnvöld, með aðstoð asna klyfjaðan gulli, hafa tekið yfir stjórn íslenska lýðveldisins.

En mútuðu bretar líka forseta lýðveldisins????

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins trúa því að svo sé ekki.

Þeir trúa því að Ólafur Ragnar Grímsson sé trúr íslenska lýðveldinu.  Með þeirri afstöðu þá hafna þeir þeim getgátum að Bónusmútur hafi skýrt höfnun Ólafs á hinum umdeildu fjölmiðlalögum á sínum tíma.

Og þar er ég mikið sammála þeim.

Þrátt fyrir ýmsa galla okkar ágæta forseta, þá er hann heiðarlegur maður, og með nægilegan persónustyrk til að stöðva misvitra stjórnmálamenn þegar þeir ganga of langt í valdabrölti sínu.

Hvað þá ef þeir ganga erinda erlends valds í berhögg við Stjórnarskrá Íslands.

Það er augljóst mál að forseti Íslands hafnar þjófnaði breta og Hollendinga á skattpeningi íslensks almennings.

Forseti Íslands þiggur ekki mútur.

Forseti Íslands er Íslendingur.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Sjálfstæðismenn: Forsetinn myndi hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Sæll félagi. Ég get því miður ekki tekið undir með þér í þessu bjartsýniskasti. Ég hef  ekki nokkura trú á að núverandi forseti Íslands hafni þessari ríkisábyrgð hafandi í huga að ríkisstjórnin er skilgetið afkvæmi órg. Svartsýni mín er slík að ég er farinn að viða að mér því sem til þarf til kokteilblöndunar, á nú þegar hundruðir glerflaskna og einhverja tugi lítra steinolíu. Ef hins vegar svo ólíklega vill til að þú hafir rétt fyrir þér (ég vona það ) þá er alltaf hægt að nota flöskurnar undir saft og heimalagað öl, steinolíuna er hægt að nota á dieselvélar í kuldaköstum til að verjast vaxmyndun.

Íslandi allt

Umrenningur, 19.11.2009 kl. 20:24

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur, bíðum með flöskurnar, þó kannski sé allt í lagi að sleppa því að senda þær í endurvinnsluna.

Ólafur er skynsamur maður, og hann er sjálfs síns herra, ekki strengjabrúða Samfylkingarinnar.

Hvernig á Ólafur að hleypa í gegn svona grundvallarmáli, með svona litlum þingmeirihluta, án þess að þjóðin sé spurð álits?

Og þegar vafi leikur á lögmæti ábyrgðarinnar, og hún gæti jafnvel gengið gegn stjórnarskránni, eins og Sigurður Líndal vakti athygli á í Fréttablaðinu í dag, þá ber forsetanum skylda, sem verndari stjórnarskrárinnar,   að  láta kanna lögmæti þess. 

Ef hann samþykkti ICEsave, en Hæstiréttur myndi dæma gegn lögunum um ríkisábyrgð, því þau gengu gegn stjórnarskránni, þá er Ólafur fallin um leið.  

Og ég held að honum þyki of vænt um sinn stól, til að láta mesta glapræðismál lýðveldisins fella sig.  Frekar fellir hann stjórnina, hún er dauð hvort sem er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 36
  • Sl. sólarhring: 300
  • Sl. viku: 5353
  • Frá upphafi: 1338811

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 4711
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband