Smán Össurar er algjör.

Íslenska þjóðin vill ekki inn í ESB.

Skiptir engu máli hvaða skoðun menn hafa á gagnsemi aðildar að öðru leiti.  

Fólk sættir sig ekki við aðild að bandalagi sem styður þjófnað tveggja af aðildarríkjum sínum á eigum íslensks almennings.

Þessi þjófnaður er framinn í dagsbirtu, með kúgun og ofríki, og með þegjandi samþykki Evrópubandalagsins.

Og utanríkisráðherra Íslands biður þessa þjófsnauta velkomna, tekur í hendurnar á fulltrúa þeirra, og ræðir við hana um veðrið. 

En það virðist ekki hvarfla að Össuri Skarphéðinssyni að spyrja þennan vitorðsmann þjófanna, hví geri hann slíkt.  Hví brjóti hann sín eigin lög og reglur, og um leið öll þau alþjóðalög sem hægt er að brjóta í samskiptum þjóða?

Er endalaust hægt að kyssa á vönd kvalara sinna.

Þó ekki, slíkt gera aðeins ærulausir menn.

Og uppskera fyrirlitningu alls þorra almennings.

Kveðja að austan.

 


mbl.is ESB að opna sendiskrifstofu hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Fáránleg athugasemd.  Fyrir utan stafsetningarvillurnar...

Með sömu rökum ættum við ekki að hafa sendiskrifsofu Kína hér á landi, af því að við erum ekki hrifin af mannréttindabrotum og kúgun þar í landi.

Það skiptir öllu máli að eiga samskipti við umheiminn, hvort sem okkur geðjast að honum eða ekki.

Þórhallur Pálsson, 16.11.2009 kl. 15:05

2 identicon

Þetta verður áróðursskrifstofa!

omj (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 15:15

3 identicon

Þú vilt ekki í ESB. Ekki blanda þjóðinni í þetta.

Egill (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 15:30

4 identicon

Þjóðin vill ekki í ESB. Er það einhver tilviljun, Þórhallur, að búið sé að græja sendiráðsskrifstofu ESB hér í einum grænum? Það á að troða þessu ESB rugli þversum ofan í okkur. Það sér hver fimm ára krakki fáránleikann í þessu ESB umsóknar rugli. Við höfum ekkert saman að sælda við þetta ESB fyrirbæri. ESB eru sama uppskrift og sovétríkin forðum sem hrundu innan frá.

Jóhann (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 15:45

5 identicon

Hvar verður þessi skrifstofa til húsa,mætum með rauða hnausþykka skipamálningu og málum yfir þennan ófögnuð sem ESB mafíuveldið í Brussel er.

Númi (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 16:44

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þórhallur.

Er þér illa við stafsetningarvillur á degi íslenskrar tungu???  Fátt undirstrikar mikilvægi dagsins betur en villufullur stíll.

En já þér finnst pistillinn fáránlegur og leggur það á þig að gagnrýna hann.  Sem er vel, því án gagnrýni þróast orðræðan lítið.

En vegna rangra forsenda, þá lentir þú í vitlausan bardaga.  Pistill minn fjallar ekkert um samskipti við umheiminn eða hvort mér eða öðrum líkar, eða mislíkar við Evrópusambandið.

Inntak pistilsins var að benda á þann undirlægju hátt sem hrjáir utanríkisráðherra okkar svo mjög að hann þekkir ekki muninn á alvöru og dægurmálum.

Engin þjóð, sem sætir kúgun og ofríki, þannig að fullveldi hennar og fjárhagslegt sjálfstæði er í húfi, heldur teboð með óvinum sínum, og ræðir við þá dægurmál.  Vissulega má ESB setja upp hér skrifborð með síma í einhverju tómu útrásarhúsnæði, slíkt hlýtur að efla gjaldeyrissjóð landsmanna, og Ísland er frjálst land.  En fulltrúi íslenskra stjórnvalda mætir ekki til að samfagna á meðan þúsundir landsmanna fá ekki hækkun á bótum sínum frá ríkissjóði vegna þess að ríkissjóður er að safna fyrir vöxtum af láni sem hann tekur til að greiða ólöglegar fjárkröfur breta og Hollendinga.

Hafi Össur ekki kjark í sér til að mótmæla, þá gat hann haldið sig fjarri vettvangi glæpsins.  Svona myndir gera ekkert annað en að styrkja ímynd breta í ICEsave deilunni.

Og það er smán.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 17:20

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Og takk fyrir innlitið félagar.

Ítreka að skoðun mín á ESB kemur þessum pistli við.  Og jú Egill, ég blanda þjóð minni í þessa umræðu, því það er hún sem á að borga hundruð milljarða fyrir smán og getuleysi ríkisstjórnar okkar í  ICEsave deilunni.  Og ég tilheyri þessari þjóð, og ég hef áhuga á að skattpeningar mínir fari í menntun barna minna ásamt öflugri heilsugæslu, en ekki til að fylla hirslur þjófa.

Og ætti ég rauða málningu Númi, þá mættir þú fá hjá mér.  Þjófsnautar, eiga heima á Hrauninu, ekki í kokteilboðum íslenskra stjórnvalda.  

Og munum að í dagurinn í dag, er dagurinn sem íslenska þjóðin gafst upp fyrir þjófum.  Eða er  búið að boða til þjóðfundar á Austurvelli?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 17:27

8 identicon

Egill, stærri hluti þjóðarinnar vill ekkert með Evrópubandalagið hafa og kannski spilar kúgun í Icesave stórt þar inni í eins og Ómar lýsir vel að ofan.  Þannig að Ómar þarf ekkert að halda þjóðinni utan við þetta:

ESB yrði kolfellt, nóv, 09:

http://www.visir.is/article/20091105/FRETTIR01/535643082

http://eunews.blogspot.com/2009/11/new-poll-showing-majority-against-eu.html

http://www.amx.is/fuglahvisl/11220/

Íslendingar treysta ekki Evrópubandalaginu, nóv, 09:

http://eunews.blogspot.com/2009/11/icelanders-dont-trust-eu.html

ElleE (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 108
  • Sl. sólarhring: 531
  • Sl. viku: 4753
  • Frá upphafi: 1326284

Annað

  • Innlit í dag: 105
  • Innlit sl. viku: 4203
  • Gestir í dag: 105
  • IP-tölur í dag: 100

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband