Var ekki verið að ræða ICEsave???

Jú alveg rétt, Steingrímur nennir ekki lengur að svara spurningum fréttamanna um það smámál.

Hvað eru 1.000 milljarðar á milli vina?

Kveðja að austan.


mbl.is Steingrímur: Ágæt samstaða um skattamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Sæll Ómar. Það er furðulegt þetta nennuleysi kratavinanna, fyrst svavar (ég nennti þessu ekki lengur) samningasnillingur og núna steingrímur hinn stefnufasti formaður kratavinafélagsins.

Kveðja úr góðviðrinu á Suðurlandi.

Umrenningur, 15.11.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Umrenningur

Es. Takk fyrir hlý orð í minn garð í gær frá þér og ElleE.

Umrenningur, 15.11.2009 kl. 21:56

3 identicon

Getur virkilega verið að ALLUR þingflokkur Samfylkingarinnar sé gjörsamlega heilaþveginn varðandi Icesave ?

 Hefur enginn þingmaður þeirra lesið niðurlagsorð í grein prófessors Stefáns Má og Lárusar Blöndal, í Mbl.,. þann31.okt., s.l. ? Þar segir orðrétt.: " Þeir fyrirvarar sem mestu skipta til að takmarka ríkisábyrgðina vegna Icesave-samninganna eru að engu orðnir".

 Vextirnir einir eru um eitt hundrað milljónir Á DAG !

 Aldrei hafa jafn fáir valtað yfir jafn marga um ókomin ár, sem þingmenn Samfylkingarinnar og hluti vinstri grænna eru að gera þessa dagana á ögurstundu Íslendinga.

 Aldrei fyrr hefur Íslands óhamingju orðið allt að vopni.

 Hvar er nú Hörður Torfa. ?

 Hvar er nú Gunnar Sig. ?

 Hvar er nú búsáhalda-herdeildin ?

 Þögnin er orðin ærandi hávær !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 23:15

4 identicon

21 Nóvember, mótmæli á Austurvelli. Allir að mæta!

Valur (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 23:48

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur.

Er blíða hjá ykkur á Suðurlandinu?  Þó "ég sé góður maður og gegn", þá vekur slíkt alltaf upp púkann í mér, dansa alltaf regndans fyrir ykkar hönd.

En ekkert að þakka.  Ég hefði kannski getað gert betur, en miðað við að ég gaf mér engan tíma til að hugsa, heldur skráði jafn hratt og orðin komu í huga mér, þá er ég mjög ánægður með hvernig andsvar mitt tókst.  Þá á ég við að mér var ekki sama um þær fréttir sem þú sagðir mér, og ég varð að reyna að fá aðra til að skilja, að svona á ekki að gerast.  Og má ekki gerast.

Hafi ég fengið einhverja aðra til að staldra við og hugsa um hvað er eiginlega verið að gera okkur sem þjóð, og sem einstaklingum þessarar þjóðar, þá hefur þó allavega eitthvað jákvætt komið á móti þessum neikvæðu fréttum, vissulega léttvægt mót því slæma sem er að gerast, en þó einhver týra.

Mér er ekki sama, og ég er að reyna að fá aðra til að skilja að okkur á ekki að vera sama um örlög náungans, og við eigum að "afvalda" þá sem segja að þetta sé nauðsynlegur fórnarkostnaður Hrunsins.

Í mínum huga er ein fórn, einni fórn of mikil, og ég hef meiri að segja bloggað um það í vor.  Ég er ekki einn af þeim sem dreymdi um eldgos á Heimaey, fimm dögum eftir gos.   Hvað þetta varðar hef ég alltaf verið staðfastur á mínum grunngildum, og fært gild rök fyrir því að þau eru það hreyfiafl sem bjarga þessari þjóð úr þeirri siðferðislegri og fjárhagslegri Kreppu sem hún er í. 

Og mér er það óskiljanlegt að yfirskrift "þjóðfundarins" skuli ekki hafa verið "ein fórn, er einni fórn of mikið", og þar með hefði íslenska þjóðin stigið risaskref fram á við í þróun siðmenningarinnar. 

Hagfræði á nefnilega ekki að byggjast á hugmyndafræði Azteca.

En baráttukveðjur til þín Umrenningur.  Mér finnst þetta innilega leiðinlegt.

Kveðja, Ómar

Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 00:14

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kalli.

Langt síðan við höfum heyrst.

Og þögnin er ekki algjör.  Það heyrist allavega í okkur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 00:16

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Valur.

Baráttukveðjur að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 00:17

8 Smámynd: Umrenningur

Sæll Ómar. Það er alltaf blíða og glaðasólskin á Suðurlandi rétt eins og annarsstaðar á landinu, að vísu sér ekki alla daga til sólar en hún er nú þarna samt handan við skýin og rigninguna eða snjókomuna. Það er rétt eins og með réttlætið, stundum fær fólk á tilfinninguna að það sé verulegur skortur á réttlæti í þessu þjóðfélagi en það er nú þarna samt. Eins og hefur komið fram þá er ég einn af fjölmörgum fórnarlömbum bankahrunsins og ElleE talaði um að hún vonaði að ég fengi greiddar skaðabætur þó síðar verði, fyrir mér voru þetta bara peningar og það má alltaf afla nýrra peninga ef á þarf að halda, tekur að vísu mun lengri tíma nú en fyrir t.d. fimm árum. Ég er ekkert viss um að ég tæki við skaðabótum þó ég ætti rétt á því en fyrir skömmu kom upp slæm iðrakveisa með tilheyrandi afleiðingum hjá starfsfólki höfuðstöðva banka í veikuvík, fréttir af þessari kveisu vöktu til að mynda ríka réttlætiskennd hjá mér hafandi í huga að akkúrat í þessu húsi eru enn starfandi aðalhöfundar þess ástands sem ég og því miður margir fleiri eru að upplifa í dag. Nú hugsa trúlega einhverjir á þann veg að ég geti sjálfum mér um kennt, það hafi engin þvingað upp á mig lán. Hárrétt, en þegar lánin voru tekin þá var það gert samkvæmt forskrift lánveitanda, þar að auki þá voru forsendur lánasamnings þannig að greiðslubyrði átti ekki að vera vandamál nánast eins og kökusneið eins og þeir segja í útlöndum.Til dæmis áttu samkvæmt forsendum lántökunnar vaxtagreiðslur inneignar í sjóðum bankans að dekka ríflega helming greiðslubyrðar en við hrun bankanna síðasta haust þá þurrkuðust upp vaxtagreiðslur og þar að auki tæp 34% af höfuðstól sem var hugsaður sem ellilífeyrir okkar, við höfum verið að gantast með það frúin og ég að nær hefði verið að nota aurana í koddafyllingar við hefðum þá ekki tapað neinu nema hugsanlegum vöxtum en ættum höfuðstólinn óskertan.Það væri kannski ráð að senda hagfræðinga og fjármálasnillinga bankanna á bútasaumsnámskeið, þeir gætu þá lært hvernig er hægt að vernda höfuðstól fyrir rýrnun.

Takk í bili.

Íslandi allt

Umrenningur, 16.11.2009 kl. 09:21

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk sömu leiðis Umrenningur.

Ég setti á mig boxhanskana í morgun, og mun beita þeim þar til yfir líkur í ICEsave orrustunni.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 52
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 5369
  • Frá upphafi: 1338827

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 4727
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband