14.11.2009 | 17:37
Ætlar Jóhanna þá að segja af sér????
Í viðtali við Rúv í gær sagði forsætisráðherra eitthvað á þá leið að hærri skattar yrðu allavega næstu 2-3 ári, áður en þeir yrðu lækkaðir aftur. Reyndar er orðið allavega teygjanlegt, en heiðarlegt getur það ekki talist að gefa fólki væntingar um að þeir yrðu lækkaðir aftur eftir þann tíma. Vegna þess að Jóhanna Sigurðardóttir hefur persónulega beitt sér fyrir því að íslenskur almenningur borgi bretum og Hollendingum stríðsskaðabætur vegna starfsemi íslenskra banka í löndum þeirra. Starfsemi sem var í einu og öllu eftir lögum og reglum viðkomandi landa og lögum og reglum Evrópska efnahagssvæðisins.
Í frétt í Morgunblaðinu frá 9. júlí kemur fram að "afborganir vegna Icesave verða framan af um 7% af tekjum ríkissjóðs en fara lækkandi í um 5% í lok lánatímans". Og í greinargerð sinni um áhrif ICEsave samkomulagsins á stöðu ríkissjóðs, þá lagði Seðlabankinn eftirfarandi til:
Með því að hækka neðra þrep virðisaukaskatts úr 7% i 7,88% og það efra í 24,5% í 27,57% og leggja skatttekjurnar til hliðar, safnaðist viðlíka upphæð á lánstímanum og sem nemur Icesave-skuldbindingunni.
Þar sem ICEsave greiðslunum lýkur ekki fyrr en árið 2024, þá er það vægast sagt mjög villandi að tala um allavega 2-3 ár, eins og þá sé hægt að lækka skatta.
Þetta telst allavega ekki heiðarlegur málflutningur.
Í umræðu flokksformanna í sjónvarpssal, daginn fyrir kosningar, þá sagði Jóhann Sigurðardóttir, að vegna ICEsave samningsins myndu mesta lagi falla 75-100 milljarðar á íslensku þjóðina, en hugsanlega minna. Bara vextirnir eru miklu hærri tala, jafnvel þó allt endurheimtist af eignum Landsbankans. Síðan þá hefur Jóhanna hækkað töluna en alltaf verið langt fyrir neðan það sem öruggt er að falli á Íslenska þjóð, fyrir utan það að skauta alveg fram hjá því að ríkisábyrgði íslenska ríkisins er upp á 650 milljarða auk vaxta, og ekkert er í hendi með hvort breskir dómsstólar samþykki að ICEsave innlánin njóti forgangs fram yfir aðrar kröfur þrotabúsins. Enda til hvers ættu þeir að gera það, íslensk stjórnvöld eru þegar búin að ábyrgjast að greiða út innstæðutryggingar handa breskum skattborgurum.
En hvað sem gerist þá er ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið margsaga í málflutningi sínum og ætíð gert lítið úr þeim kostnaði sem hún vill leggja á íslenskan almenning.
Og það er ekki heiðarlegt.
Og þjóðfundur sem ályktar um heiðarleika, verður að gera þær kröfur að æðstu leiðtogar þjóðarinnar ástundi slík vinnubrögð, og segi af sér ef þeir eru berir af hreinum skáldskap eða blekkingum í málflutningi sínum.
Annars eru svona ályktanir innantómt orðagjálfur.
Og til hvers er þá leikurinn gerður.
Kveðja að austan.
Þjóðin leggur áherslu á heiðarleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 456
- Sl. sólarhring: 725
- Sl. viku: 6187
- Frá upphafi: 1399355
Annað
- Innlit í dag: 385
- Innlit sl. viku: 5240
- Gestir í dag: 354
- IP-tölur í dag: 349
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jóhanna Ess og Samfylkingin hefa verið margsaga í málflutningi sínum og ávallt gert lítið úr þeim kostnaði sem þau ætla að leggja á þjóðina. Ef Jóhanna Ess vaknar og segir af sér munu sparast tugir milljarðar...
Birgir Viðar Halldórsson, 14.11.2009 kl. 17:48
Sæll, Ómar!
Rétt er það að Jóhanna hefur slegið úr og í. En smáathugasemd við þessi orð þín: "Þar sem ICEsave greiðslunum lýkur ekki fyrr en árið 2024". Verði frumvarpið sem núna liggur fyrir Alþingi samþykkt þá verður fallið frá því að greiðslunum ljúki 2024. Þeim mun aldrei ljúka. Það hefur þótt gott að ná 4% hagvexti árlega á Íslandi og hann einn nægir ekki fyrir vöxtunum. Icesave er ótímabundin langtímaskuldbinding sem mun enda með ósköpum nema hægt verði að koma málinu fyrir dóm. En hverju verður þá búið að kosta til forðast ég að sjá fyrir mér.
Helga (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 17:53
Blessuð Helga.
Þetta er rétt hjá þér, viss óvandvirkni hjá mér. En ég var með hugann við stríðni mína á hugmyndafræði þjóðfundarins, sem mér finnst ekki, og það hefur komið skýrt fram hjá mér í 2 fyrri bloggfærslum um fundinn, koma íslenskum raunveruleika dagsins í dag neitt við.
En það sem þú óttast er drifkraftur minnar skæruliðastarfsemi í Netheimum. Ég væri aumt foreldri að láta þetta ganga yfir börn mín. Og það mættu það fólk á þjóðfundinum, sem á afkomendur hafa bak við eyrað, það er aumt að selja börnin sín í nafni flórmoksturs.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.11.2009 kl. 18:05
Blessaður Birgir.
Ég er reyndar sammála því að hún eigi að víkja, þó það sé ekki vegna þess sem ég er að blogga um.
Stjórnarstefnan er röng, þess vegna á Jóhanna að víkja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.11.2009 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.