Hver setti á hann þumalskrúfurnar?????

Hjörleifur B. Kvaran ræddi við blaðamann Morgunblaðsins af óvenjulegri hreinskilni, sagði rétt frá staðreyndum og benti á augljósar afleiðingar þessara staðreynda.  Hann hefur kannski haldið að það væri skylda sín að segja satt og rétt frá núna á þeim tímum þar sem þjóðin þarf svo virkilega á nýjum vinnubrögðum að halda.

Vinnubrögðum sem segja að hvítt sé hvítt, og svart sé svart, óháð hagsmunum þess sem tjáir sig.

Ég vona að Hjörleifur verði ekki rekinn.  

Vona að pyntingarnar verði látnar duga.

Og ég vona að það hafi ekki verið sami maður sem samdi þessa tilkynningu og samdi tilkynningu Jóns Ásgeirs til fjölmiðla þar sem traustur fjárhagur Baugs var tíundaður.  Hvernig var það aftur, var ekki laust fé Baugs til fjárfestinga um 120 milljarðar króna???  Og langtímahorfur traustar, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika á fjármálamarkaði.  Og EBITA hlutfallið með því besta sem þekktist.  

En Baugur fór samt á hausinn.  Í tilkynningu félagsins til fjölmiðla var alltaf sneytt fram hjá kjarna málsins, fyrirtæki sem stækka mjög ört fyrir lánsfé, verða alltaf háð lánardrottnum sínum, og þau þola illa óvænt áföll.  Tekjuflæðið nær ekki að halda í við vaxtagreiðslur og afborganir af öllum lánunum sem tekin voru að til að fjármagna hinn hraða vöxt. 

Sami maður samdi líka sambærilegar tilkynningar bankanna nokkrum mánuðum áður, en þeir fóru eins og þeir fóru.  Þoldu ekki ytri áföll sökum mikillar skuldsetningar sinnar.

Og þetta vita allir stjórnendur fyrirtækja, nema kannski ef þeir eru lögfræðingar.  Hætturnar við of hraðann vöxt, byggðan á lántökum, er kennd á blaðsíðu 3 í öllum kennslubókum fyrir byrjendur í fjármálafræðum.

Þetta eru ekki geimvísindi eins og einhver góður maður sagði.

Þetta er heilbrigð skynsemi.

Og svo er ljótt að vera vondur við þá sem segja satt.  Það mættu þeir lýðskrumarar úr röðum stjórnmálastéttar Íslands hafa í huga, áður en þeir pína næsta sendiboða sannleikans.

Þjóðin vill ný og heiðarleg vinnubrögð.

Og fólk vill sannleikann.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Segir Orkuveitu geta staðið við skuldbindingar sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll Ómar.

Það er ekki heilbrigð skynsemi að bera saman Baug og OR.  Seinna fyrirtækið fær lán fyrir verkefnum og eignum sem skapa tekjur, ólíkt fyrra fyrirtækinu.  Mig grunar að orð Hjörleifs hafi einmitt verið slitin úr samhengi, frekar en að hann hafi sagt eitthvað sem ekki mátti fréttast.  OR mun koma sér út úr vandræðunum með hagræðingu (og líklegum hækkunum gjalda), meðan Baugur mun veslast upp og deyja drottni sínum.

Kveðja, Sigurjón V.

Sigurjón, 14.11.2009 kl. 15:15

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurjón.

Það er þetta með skynsemina, kannski var ég bara að hita upp fyrir Spaugstofuþátt kvöldsins.

En fyrst þú ert að spá í þetta þá skal ég aðeins útskýra mitt mál betur.  

Í það fyrsta þá er tölfræðilega miklu meiri líkur að fyrirtæki sem vaxa mjög hratt, fari á hliðina við áföll, en tölfræðin sem slík segir ekkert um afdrif einstakra fyrirtækja. 

Og í öðru lagi þá var ég ekki að bera saman rekstur OR og Baugs, fjarri því, ég var að benda á líkindin í málflutningi forráðamanna þessa fyrirtækja þar sem þeir leggja áherslur á hluti sem skipta ekki máli í því ástandi sem nú er.  Það sem skiptir máli í dag er ekki langtímahorfur fyrirtækjanna, heldur getan til að borga skuldir sínar, núna í dag og á morgun, ekki eftir 25 ár þegar virkjanirnar eru búnar að borga sig upp.

Öllu hugsandi fólki er ljóst að Hjörleifur B. Kvaran sér hlutina sömu augun, hann hefur áhyggjur af skuldastöðu fyrirtækisins, og bendir á hve það er viðkvæmt fyrir frekari falli krónunnar.  Og Hjörleifur bendir réttilega á að fyrirtæki í svona stöðu, labbar ekki út í búð og kaupir sér nýja virkjun.  Á sama benti Friðrik Sófusson á í viðtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni.  

En hvernig úr rætist hef ég ekki hugmynd um, fyrri pistill minn um málefni Orkuveitunnar var til að benda á þá einföldu staðreynd að ICEsave samkomulagið gæti gert út um rekstur orkufyrirtækjanna sökum þeirra neikvæðu áhrifa sem frekari skuldsetning þjóðarbúsins hefur á gengi krónunnar.  En eitt er ljóst, frekari fjárfestingar, fjármagnaðar með lántöku, eru óðs manns æði.  Þessi staðreynd er kennd á blaðsíðu 4 í byrjendakennslubók í fjármálafræði, en hvað svo veit ég ekki, því mig minnir að ég hafi bara lesið fyrstu 5 blaðsíðurnar.  

En þeir sem hundsa skuldastöðuna, og ana áfram eins og ekkert hafi í skorið, þeir enda eins og Baugur.  Þannig er það bara.

En að lokum langar mig að benda þér á að blaðamenn Morgunblaðsins eru ekki þekktir fyrir að slíta hluti úr samhengi þegar þeir taka viðtöl við forystumenn úr atvinnulífinu.  Og þessi tilkynning Orkuveitunnar, sem Morgunblaðið vitnar í, er gjörsamlega út í hött miðað við tilefnið.  Hjörleifur benti bara á augljósa hluti, sem allt skynsamt fólk sér hvort sem er, og ef það þarf að fá almannatengil til að skrumskæla orð hans með orðagjálfri, þá er staðan greinilega alvarlegri en upp er gefið.  

Þú skýtur ekki á flugu með fallbyssu.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 14.11.2009 kl. 16:25

3 Smámynd: Sigurjón

Sæll aftur Ómar.

Ég skil betur nú hvað þú ert að fara og þú hefur margt til þíns máls.  Þetta er að mínu viti spurning um undirstöðurnar.  Undirstöður Baugs voru skýjaborgir, meðan undirstöður OR eru traustari, með langtíma sölu á orku sem er ekki að fara neitt.  Það er kannske ástæðan fyrir því að fyrirtækið fær lán, einfaldlega vegna þess að því er treyst af fyrrgreindum ástæðum.  Ég er ekki viss um að það sé vitlaust að taka lán fyrir hlutum eins og virkjunum, vegna þess að þær skapa tekjur til langframa.  Ef ekki á að taka lán fyrir slíku, þá er spurning: Fyrir hverju á að taka lán yfir höfuð?

Kveðja úr 32°C hita í Thailandi.

Sigurjón

Sigurjón, 15.11.2009 kl. 03:53

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurjón.

Lögmálið um of hraðan vöxt segir að slíkt vilji enda illa.

Líklegasta skýringin á því er sú að á ákveðnum tímapunkti vilja gjöldin koma hraðar inn en tekjurnar, og ef það er ekki til eigið fé til að mæta því, þá lenda slík fyrirtæki oft í greiðsluvandræðum, jafnvel þroti.  Og þá skipta langtímahorfur litlu máli.

Þú spyrð ef ekki á að taka lán fyrir virkjunum, hverju þá?

Almenna svarið er að þú tekur lán fyrir arðbærum framkvæmdum.  Eru virkjanir okkar arðbærar miðað við skuldsetningu????   Veit ekki svarið því orkuverðið er leyndó.  Hins vegar er ljóst að þær eru illa fjármagnaðar því lán falla hraðar en tekjurnar.  Friðrik Sófusson bendir á ef Landsvirkjun fer í nýja virkjun, þá þurfi langtímafjármögnun að falla að tekjustreyminu.

Og mikil skuldsetning gerir fyrirtæki viðkvæm fyrir áföllum, til dæmis áföllum á framkvæmdartíma, sem dæmi gæti gosórói sett strik í reikninginn, eins og gerðist við Kröflu.  Bankahrunið er annað dæmi um ytri áföll.  Skyndilegt gjaldþrot kaupanda er annað.

Aðalatriðið er það með lykilfyrirtæki eins og orkufyrirtæki, að þau ráði við áföllin, eða eigandinn hafi burði til að hlaupa undir bagga. 

Allur vöxtur hefur sín takmörk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.11.2009 kl. 16:36

5 Smámynd: Sigurjón

Sæll Ómar.

Ég er alveg sammála þér með að vöxtur verður að hafa sín takmörk.  Það er ekki sniðugt að taka of há lán fyrir of miklum framkvæmdum þegar ekki er ljóst með sölu á afurðum framkvæmdanna næstu árin eða áratugina.  Ég er sjálfur mjög íhaldssamur í þessum efnum og finnst hreinlega að ekki ætti að taka lán yfir höfuð, en eiga ávallt fyrir öllum kaupum, hvaða nafni sem þau nefnast.  Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það gengur varla upp.

Ég vona hins vegar innilega að OR muni koma sér út úr þessum vandræðum, því ef OR lendir í súpunni, þá munu miklu fleiri lenda í drullusvaðinu...

Hafðu svo þökk fyrir umræðuna.  Kveðjur langt úr austri.

Sigurjón

Sigurjón, 15.11.2009 kl. 18:22

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk sömu leiðis Sigurjón.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.11.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 36
  • Sl. sólarhring: 905
  • Sl. viku: 5510
  • Frá upphafi: 1336210

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 4763
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband