Sorgleg firring Samfylkingarinnar.

Gerir fólk sér ekki grein fyrir hvað ríkisstjórn Íslands er að gera þjóð sinni með því að þvinga ICEsave samkomulaginu upp á þjóðina, gegn vilja hennar?

Og gerir þjóðin sér ekki grein fyrir því að skottulæknar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins neyða ríkisstjórnina til að taka erlend risalán til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð, sem er það stór, að milljónaþjóðir væru fullsæmdar af honum, til þess eins að féspámenn geta fíflað gjaldmiðil okkar????

Heldur fólk að peningar kosti ekkert??

Að það þurfi ekki að borga lánin til baka???

Og hvað gerist ef öll ríkisábyrgðin vegna ICEsave, sem eru 1.000 milljarðar með vöxtum, fellur á þjóðina að stærstum hluta????  Ólíklegt, er sagt, en það var líka sagt þegar stærð bankakerfisins var gagnrýnd, og allir vita að þá gerðist hið ólíklega.  Víxillinn féllá þjóðina.

Á aftur að leyfa slíkum hörmungum að gerast????

Og á þjóðin að halda heimilum sínum??? Af hverju er verið að bera fólk út af heimilum sínum í dag???  Er það rétt að setja hluta af börnum þessa lands á vergang vegna skuldakerfis sem byggist á þrælahefð hin Fornrómerska ríkis?

Og hvernig ætlar þjóðarbúið að mæta hinni djúpu heimskreppu, sem öruggt er að skellur á heimsbyggðinni???  Með því að nota allar tekjur þjóðarinnar til að borga af erlendum lánum, og láta almenning éta það sem úti frýs???

Þjóðfundur sem veltir ekki upp þessum spurningum, og þjóðfundur sem gerir ekki kröfu um réttlæti handa þjóð sinni og þjóðfundur sem krefst ekki samstöðu gegn erlendri kúgun og yfirdrottnun, er ekki þjóðfundur.

Heldur skrípablekking núverandi valdhafa til að kasta umræðunni á dreif, svona rétt á meðan lokahönd kúgunarinnar er læst um þjóðina.

Hvernig er hægt að láta sig dreyma um velferð, gott menntakerfi og góða heilbrigðisþjónustu, þegar öllum gjaldeyristekjum þjóðarinnar er varið í afborganir erlendra lána????

Þetta er eins og ég settist niður með konu minni og ræddi fjárhag okkar, eða réttar sagt skort á honum, og segði að þetta væri ekki málið.  Það myndi allt blessast einhvern veginn, og núna gerum við bara plan um nýja eyðslu, lystisnekkju í Karíbahafinu og ársmiða á leiki United og draumferð til tunglsins og allt það sem auglýsingarnar segja að maður geti gert, bara ef maður lætur sig dreyma, og dreyma og dreyma.

Og dreyma.  

En ef fógetinn kæmi á morgun, þá væri þetta fáráðlingatal.

Eða sorgleg firring.

En draumórar og orðagjálfur hjálpa aðeins þeim sem vilja þjóð sinni illt.

Þess vegna þurfa aðstandendur þjóðfundarins að svara einfaldri spurningu.

Til hvers voruð þið að halda þennan fund????

Ég vona ykkar vegna að þið séuð aðeins nytsamir sakleysingjar.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Fólk logandi af áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi getur þú sofið rótt. Þessi fundur var snilld. Ég var ekki boðaður sem hagsmunaaðili, ég var boðaðaur sem íslendingur. Við íslendingarnir þarna töluðum þínu máli. Það er klárt.

Friðrik Hösk (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Friðrik.

Gott að heyra.  Er annars fullfær um það sjálfur.  Og, já ég mun örugglega sofa vel í nótt, ætla að fá mér Brandy kaffi á eftir, til að halda upp á að svili minn var að leggja korkflísar á eldhúsið.  Og svo eru drengirnir í sinni fyrstu útilegu, án foreldrana.  Fá að sofa hjá afa og ömmu í kvöld.

En hvað þessa snilld varðar, þá bloggaði ég annan pistil um hann núna áðan.  Og ef þú hefur sterkar skoðanir á honum, og ert jafnvel sammála því að svona átti ekki að gerast, þá vona ég að þú skiljir að það tekur ekki heilt ár að vinna úr niðurstöðum fundar þar sem fólk rís upp og segir, Við Mótmælum Öll.

Ég var þrjár sekúndur að skrifa þessi orð, fljótari að segja þau ef ég hefði verið í beinni í Netheimum.

Teboð, þó sivileseruð séu, eru ekki mál málanna í dag.

Þjóðfundur á Austurvelli þar sem fólk segir við heybrækurnar sem allt sviku; Við Mótmælum Öll, er mál málanna.

Og þegar við höfum manndóm að segja Nei, við flórmokstur þeirra sem vilja koma bankasvívirðunni yfir á þjóð sína, og segjum því Nei við ICEsave, þá máttu mæta niður í höll, og halda alvöru þjóðfund um mál, sem skipta þjóð okkar máli.

Nytsamir sakleysingjar valdaræningja og Leppa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eru ekki þessi þjóð, og geta því ekki haldið fundi í hennar nafni.

Það hvarfla ekki að mér að blogga um Blup, blup.

Frekar bý ég til Molatov kokteil, ef ICEsave verður samþykkt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.11.2009 kl. 21:29

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er Íslendingur eins og þú.  IceSave innlánsreikningarnir voru stofnaðir í íslenskum banka, útibú frá Landsbankanum rétt eins og útibúin úti á landi.  Það var rangt af stjórnvöldum að leyfa þessa reikninga, en þeir gerðu það og á þeim þurfum við í þessu Lýðræðisríki að bera ábyrgð.

Til þess að skilja þetta örlítið betur, þá þarf að setja þetta í samhengi.  Hefðum við sætt okkur við að ríkisstjórnin hefði ákveðið að greið reykvískum innlánseigendum innistæður sínar, en ákveðið að greiða ekki innistæðueigendum á Hvolsvelli og Akureyri.  Þarna gildir jafnræðisreglan.

Ríkisstjórnin sem var við völd þegar hrunið átti sér stað, hefði átt að segja, því miður, þetta er einkabanki, látið hann fara á hausinn. 

Þá stæði ríkissjóður mikið betur og innistæðueigendur (þar á meðal ég) hefðu tapað sínum innistæðum, en þeir sem ekkert eiga eða ófæddir Íslendingar ekki þurft að bera ábyrð á þessum reikninu.

Mig langar að vera orðljót, en læt það vera og tek hinni postulegu kveðju og verð með í að gjalda fyrir þessa fávita sem komu okkur í þessa stöðu.

Taktu eftir því að það er enginn munur á útibúum Landsbankans.  Þeir lúta sömu reglu og lögum og öll útibúin á Íslandi.

Guð blessi Ísland!  Hættum þessu væli og leggjumst öll á árarnar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.11.2009 kl. 22:05

4 identicon

Ég er sammála þér Ingibjörg.

anna (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 22:45

5 identicon

Þetta er nú meira samfylkingar-bullið í ykkur ingibjörg og anna!

Það er alger lagaleg óvissa um hvort við eigum að borga þetta og ees regluverkið reyndar bannar það!

Af hverju vilja bretar og hollendingar ekki fara með málið fyrir dóm?

Er það vegna þess að rétturinn er þeirra megin?

Rosalega hlýtur fólk að vera sauð-heimskt að hlusta á svona áróðurs-bull!!!

Villi (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 22:53

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðar Ingibjörg og Anna og takk fyrir innlitið.

Er í glasi, og skal því vera stuttorður.

Ég skil ykkar sjónarmið, og þau eru því miður ekki rétt.  Íslensk stjórnvöld hafa engar innistæður ábyrgst, hvorki hér eða annars staðar.  En með neyðarlögum sínum þá stofnuðu þau nýja banka, hlutafélög, sem að mér best vitanlega, lenda fljótlega í hendurnar á amerískum vogunarsjóðum, sem yfirtóku innlánin.  Fari þessir bankar á hausinn, þá fara þeir á hausinn.  Og lítið við því að gera.  En vonandi setur þá Alþingi einhver önnur neyðarlög.

ICEsave deilan er hins vegar um Tryggingasjóð innlána, og um hann gilda sérstök lög, sem hér á landi eru samhljóða tilskipun ESB nr 94/19 um innlánstryggingar.  Þar er sérstaklega kveðið á um að aðildarríki séu ekki í ábyrgð, enda er um tryggingasjóð að ræða, fjármagnaðan af bankakerfinu sjálfu.   Deilan snýst um hvort aðildarríki séu í bakábyrgð, og um það er deilt.

Ég vona að ykkur finnist það ekki rétt að embættismenn geti sett reglur, sem til dæmis gætu gert aðildarríki gjaldþrota.  Til dæmis hefði ICEsave ábyrgðirnar getað verið 6.000 milljarðar.  Hugsið dæmið í smá tíma og spáið í hvort einhver hafi rétt til að setja svona lög.  Og bankarnir störfuðu eftir regluverki ESB, íslensk stjórnvöld höfðu engan rétt að banna þeim þessa starfsemi, án þess að skapa sér skaðabótaábyrgð.

Vísa í góða grein eftir Sigurð Líndal, sem má finna með Googli.  Og svo hef ég náttúrlega bloggað um hana líka.  Og greinar Stefáns lagaprófessors, en játa , ég nenni ekki að finna rétta tilvísun.

Og hvað neyðarrétt þjóða til að bjarga innviðum sinna samfélaga, sem þið vísið í og fordæmið út frá jafnræðisreglunni, þá er ljóst að neyðarréttur er sterkari en jafnræðisreglan, og fullveldisréttur þjóða sterkari en ESB lög.

En ég skal fyrstur manna játa að ég hef rangt fyrir mér ef dómur EFTA dómsstólsins fellur gegn mínum skoðunum.  

En megið þið eiga góða kvöldstund.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.11.2009 kl. 23:09

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Villi.

Sammála þér um dóminn, þó ég myndi nota mildara orðalag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.11.2009 kl. 23:10

8 Smámynd: Lárus Baldursson

Lýðskrum og orðagjálfur sem skilar engu og kostað af samspillingu og vinstri öflum þessa lands eingöngu til að draga raunverulegar aðgerðir á langinn. 

Lárus Baldursson, 15.11.2009 kl. 00:08

9 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ef jafnræðisregla gilti þá má svo sem líta svo á að Íslendingar, Hollendigar og Bretar ættu að bera jafna ábyrgð á ICESAVE í hlutfalli við höfðatölu.... Þetta var nefnilega sameiginlegt klúður þessara þjóða - sameiginlegur aulaháttúr með dyggri hjálp ESB....

Annars er engu líkara ein Samfylkingin horfi aðgerðarlitil og fákunnandi upp á gamla afturhaldsseggi í samstarfsflokknum að koma okkur hægt og sígandi í þá stöðu að hér vilji enginn búa lengur.... nú þegar því markmiði veður náð verður eftirleikurinn auðveldur við að koma þeim fáu hræðum sem eftir eru inn í ESB með hjálp útbrunninna f.v. sendiherra.... Heldur dapur örlög sem sumir eru búnir að kalla yfir sig, enda voru þeir nú aldrei miklir bógar.....

Ómar Bjarki Smárason, 15.11.2009 kl. 00:10

10 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Blessaður og sæll Ómar. Ég tek undir með Ingibjörgu og Önnu og þá sérstaklega lokaorðum Ingibjargar "Hættum þessu væli og leggjumst öll á árarnar"................

Eysteinn Þór Kristinsson, 15.11.2009 kl. 08:33

11 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Ómar minn, ég held það sé best að þú talir þínu máli bara sjálfur eins og þú segist vera fullfær um. Ef þú vilt ekki sætta þig við að þarna átti sér stað málefnalegt spjall þá er það sjálfsagt bara þitt mál, við hin erum bjartsýnari. Kannski kemur ekkert úr þessum fundi, en það er ólíklegt því fjöldi góðra hugmynda í bland við fjölda fólks sem vill framkvæma þær var með besta móti í gær.

En það er ekki þar með sagt að landinu verði bjargað með einum fundi, við þurfum að leggjast á árarnar.

Þórgnýr Thoroddsen, 15.11.2009 kl. 13:08

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eyti.

Ertu svona svartsýnn að þú haldir við þurfum að róa fyrir bretana????

Kveðja úr bænum.

Ómar Geirsson, 15.11.2009 kl. 13:26

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið nafni og Lárus.

Baráttan er ekki búin ennþá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.11.2009 kl. 13:30

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þórgnýr og takk fyrir innlitið.

Alltaf gaman að hitta einhvern jákvæðan og hressan, og málefnalegan þar að auki.

Og líka gott að heyra í fleirum sem vilja róa.   Ég var alltaf taktlaus, var settur út úr kappróðraliði vegna þess að aðrir liðsmenn náðu ekki mínum takti.

En svo ég ítreka það þá hef ég akkúrat ekkert á móti jákvæðum, málefnalegum hópeflisfundum, tel þá efla hagvöxt því utankomandi fólk þarf bæði að borða og gista. 

En ég vorkenni alltaf fólki, það er bakinu á því, sem arkar um með sandpoka til að stinga höfðinu í sandinn, í hvert skipti sem það þarf að horfast í augun á erfiðum hlutum, jafnvel óþægilegum.  Og þegar það lætur pólitíska flokka ráðskast með sig í pólitískum hráskinsleik, þá er það aumkunarvert. 

Og þegar hráskinsleikurinn snýst um að selja börn okkar í þrældóm erlendra ógnarafla, þá er þetta blessaða fólk ekki einu sinn lengur aumkunarvert, það er, já hvað er það???

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 15.11.2009 kl. 13:48

15 identicon

Anna, Eysteinn og Ingibjörg eru að fara með kol-rangt mál um Icesave og Ingibjörg heldur sig geta útskýrt með rangfærslum Samfylkingar af hverju Icesave er okkar skuld.  Neyðarlögin koma ekkert Icesave við.  Neyðarlögin voru sett til að bjarga fjármálakerfi heils lands og engin mismunum þar.  Bretar og Hollendingar björguðu líka sínum fjármálakerfum.  Icesave bankinn starfaði undir EES lögum og var undir eftirliti Breta, Hollendinga og Íslendinga.  

Icesave er kúgun Breta og Hollendinga og við skuldum það ekki samkvæmt neinum lögum hvað sem þið þrjú eruð viljug að troða ólöglegu Icesave-nauðunginni ofan í börn og gamalmenni þessa lands og gera börnin okkar að vinnuþrælum fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga.  Fjöldinn allur af lögmönnum hefur skrifað um það og þið hafið engin rök fyrir að íslenskir skattborgarar skuldi Icesave skuld Björgólfs Thors Londonbúa.  

Sigurður Líndal skrifar um Icesave:

Óneitanlega mætti þessi texti vera skýrari, en verður varla túlkaður á annan veg en að íslenzka ríkið, og þá um leið íslenzka þjóðin, eigi með óljósum röksemdum að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar a.m.k. næsta hálfan annan áratug.


Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild:

http://visir.is/article/20091013/SKODANIR03/305364061

ElleE (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 19:03

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle kjarnakona.

Hefði örugglega sagt þetta líka í gærkvöldi ef ég hefði þá ekki verið orðinn svona mikill friðarins maður, í pissupásu.  En takk fyrir, og greinin hans Sigurðar er skotheld.  En þegar ég las greinina hennar Ingibjörgu þá datt mér í hug þráður, sem ég vonandi fæ næði til að spinna á morgunn, svona annar vinkill.

En það er komið á hreint, stríðið byrjar á morgun.

Sjáumst í þeirri orrustu,

kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 15.11.2009 kl. 23:06

17 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Sæll kappi.

Ég hafði hugsað mér að setja fram málefnaleg rök fyrir mínum skoðunum hér núna en rak þá augun í fyrirsögn á blogginu þínu frá í dag, (þú hefur verið ansi duglegur að skrifa í dag) :-). Þar sem ég er Samfylkingarmaður og þar af leiðandi fáfróður sé ég að það færi sennilega fyrir mér eins og rjúpunni sem rembdist við staurinn - tilgangslaust. Kveðjur að austan ( ég bý aðeins austar en þú :-) )

Eysteinn Þór Kristinsson, 16.11.2009 kl. 20:12

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eyti.

Tími hinnar málefnalegu umræðu er því miður liðinn.  

Flest rökin hafa verið rædd, og það eina sem menn eru sammála um er að þeir eru mjög ósammála.  

Og ríkisábyrgð á 1.000 milljörðum með vöxtum mun starta borgarastyrjöld hér, tími Hávamálanna er því miður upp runninn.

Ég veit að þú trúir því að um slíka upphæð sé ekki að ræða, eignir komi á móti.  En það er ekki samið um það fyrirfram, skuldabréfið hljóðar upp á 650 milljarða, og vextir út samningstímann eru ekki undan 250 milljarðar, geta verið hærri.  Og þessar tölur miðast við stöðugt gengi, en það er erfitt að borga þessa skuld án þess að gengið falli enn frekar, með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið.  

En eignir koma á móti, allt að 90 % segja stjórnvöld.  En fyrir rúmu ári síðan, mættu ýmsir ráðamenn daglega í fjölmiðla og sögðu að bankarnir gætu ekki fallið, íslenska ríkið myndi hlaupa undir bagga ef til þess kæmi.  En hið ómögulega gerðist, og það getur alveg gerst aftur.  Þeir hagfræðingar sem spáðu fyrir um heimskreppuna, þeir eru harðir á því að hún eigi eftir að dýpka enn frekar, ójafnvægið sé það mikið.  Og neyðarlögin eru mjög hæpin, lögfræðilega.  Og sú óvissa vofir yfir okkur að þau haldi ekki fyrir dómi, bæði hér á landi, og eins í Bretlandi.

Vissulega þarf þetta ekki að fara illa, en það er ekkert sem segir að það geri það ekki.  Mér er það til efs, að jafnvel sjáendur geti spáð fyrir um það.

Ég skal viðurkenna að sá þráður sem ég minntist á við Elle hér að ofan, var illkvittnislegur, en Andstöðublogg mitt er bæði illkvittnislegt og rætið.  Og fyrir því eru rök, sem ég hef tíundað rækilega, víða á þessu bloggi, en fyrsti pistill minn í vor útskýrði forsendur þess, svo dæmi sé tekið. 

Ef þú manst eftir breska eftirlitsskipinu, sem við Norðfirðingar tóku á móti með mótmælaspjöldum og hrópum, einmitt þegar það var að koma veikum breskum sjómanni í land í seinna þorskastríðinu, þá verður þú að játa, að við Norðfirðingar vorum ekki málefnalegir þann daginn, hvorki við krakkarnir eða fullorðan fólkið.  En ég er samt stoltur af þeirri minningu, við létum ekki erlent stórveldi kúga okkur.

Eyti, þegar bretarnir settu á hryðjuverkalögin, þá eignuðust þeir a.m.k. einn óvin, sem sér rautt þegar minnst er á ICEsave.  Og þessi óvinur þeirra sér líka rautt þegar minnst er á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, og illskuverk hans.  Kannski er það leifar af þeirri róttækni sem var lenska hér þegar við vorum að alast upp. 

Það vill svo til að ég blogga ekki gegn flokkum, ég blogga gegn þessum tveimur fyrirbrigðum.  Harkan í mér gegn íhaldinu var ennþá meiri ef eitthvað var, á meðan það var í stjórn og framfylgdi þeirri stjórnarstefnu sem byggist á samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Ef Borgaraflokkurinn og Framsókn, mynduðu meirihluta, þá væri gagnrýnin sú sama, aðeins önnur nöfn.

Og þó harka sé í blogginu, þá er í því líka ítarlegur gagngrunnur um rökin gegn ICEsave, ég var einna fyrstu til að lesa tilskipun ESB um innlánstryggingar, og las einnig EES samninginn, ásamt ýmsum mannréttindasáttmálum, og hluta af Vínarsáttmálanum, þar sem kveðið er um rétt þjóða á neyðartímum.  Maður þarf að vera vel lesinn, því ég hef aldrei hugmynd um hver kemur inn á bloggið og reynir að rassskella mig, hvað þá afhausa.  Í ykkar röðum eru hámenntaðir viðskiptafræðingar og lögfræðingar, sem hafa reynt að þagga niður í mér.  Og á sínum tíma, þá tókst ég á við vel þekkta orðháka úr röðum Sjálfstæðismanna.

En hví þetta langa mál, Eyti???

Það er ekki þannig að ég geti ekki rætt ICEsave málið á málefnalegum nótum, þó ég kjósi að hafa blogg mitt harkalegt Andstöðublogg.  Þeir sem heilsa upp á mig málefnalegan hátt fá málefnaleg andsvör, þó ég lendi sjaldan í því, þar sem ég er mjög hæfur í að ergja fólk með pistlum mínum.  Og andmælin eftir því hjá þeim sem á annað borð kjósa að tjá sig.  Og ég verð að játa að til þess er leikurinn gerður, því þeir sem vilja afhausa mig í gremju sinni, þeir þurfa að spá í röksemdarfærsluna, og finna rökrétt andsvör.  

En í þessu eru lögin mín megin, bæði tilskipun ESB um innlánstryggingar, og eins áhrif neyðarlaganna á jafnræðisregluna.  Eftir að Sigurður Líndal blandaði sér í umræðuna (linkur á grein hans er hér að ofan hjá Elle) til aðstoðar þeim Stefáni prófessor og Lárusi hæstaréttarlögmanni, þá hefur engin nafnkunnur lögmaður úr röðum Samfylkingarinnar, eða VinstriGrænna blandað sér í rökræðuna, og slík þögn þýðir aðeins eitt, og það er það sem ég sagði hér að ofan.

En um hina bitru neyð til að borga til að halda friðinn við svokallaða alþjóðasamfélag, má hins vegar deila, mín sýn á vandann kemur fram í lokapistli dagsins.  Og þeir verða svo fleiri á morgun, því ég er jú í  stríði, sem vonandi líkur á morgunn.  Og eins er ég að dunda mér að athuga hvort herra Enginn komist inn á topp tíu listann hjá Moggablogginu, var númer 11 síðustu tvo daga.

En kosturinn við að vera herra Enginn er sá að ég get höggvið í allar áttir án þess að hafa miklar áhyggjur af höggum mínum, en mér er ekki það mikil alvara með þessu bloggi, að ég vilji persónulega móðga þá sem ég þekki.

Þess vegna er þetta langa mál, hugsuð sem tilraun til útskýringar á því sem ég er að gera.  Og hafir þú enst til að lesa þetta andsvar mitt, þá vil ég taka það skýrt fram að mér þyki það leitt að ég hef á einhvern hátt móðgað þig eða þínar skoðanir.  Slíkt var ekki tilgangur minn. 

En hvernig þessi orrahríð endar veit ég ekki, ég óttast "Bræður munu berjast, og að bönum verðast", og skálmöld, vargöld og allt það. 

En fram að því er óþarfi að slíta sundur friðinn.

Kveðja ekki alveg eins austarlega.

Ómar.

Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband