8.11.2009 | 22:01
Þarft framtak og gott.
En þjónar engum tilgangi ef þjóðin áttar sig ekki á því hvað stefna núverandi ríkisstjórnar er að gera henni. Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, ásamt þrælahlekkjum ICEsave, hafa aðeins eina afleiðingu.
Það verður engin sjálfstæð þjóð á Íslandi eftir nokkur ár. Og ósjálfstæðir þrælar erlends auðvalds hafa ekkert með örlög sín að segja.
Ef þjóðfundurinn krefst ekki uppreisnar gegn Helstefnu Félagshyggjustjórnar Íslands, þá er allt sem frá honum kemur innantómur orðavaðall.
Þegar Bretar stóðu einir eftir gegn ægivaldi Nasismans, þá var þjóðin kölluð til vopna, ekki samráðsfundar. En að stríði loknu, þá voru málin rædd og velferðarkerfi nútímans var komið á í kjölfarið, með breiðri sátt allra stjórnmálaflokka landsins.
Þjóð sem ætlar að greiða tæpa 150 milljarða á ári í vexti af erlendum skuldum sínum, mun ekki þrífast. Fyrst verður velferðarkerfið lagt niður, samhliða því að eigur hennar komast í hendur á erlendu auðvaldi. Síðan missir hún sjálfstæði sitt.
Það þarf ekki þjóðfund til að skipuleggja þessar hamfarir, en það gæti þurft þjóðfund til að hindra þær.
Núna reynir á af hvaða kyni íslenska þjóðin er, þræla eða frjálsra manna.
Kveðja að austan.
Þjóðfundurinn vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.