Látum þetta ekki verða að áhrínsorðum.

"Félagið varar ráðherra við að  handahófskenndur niðurskurður getur snúist upp í andhverfu sína með stórauknum kostnaði fyrir samfélagið".

Það er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu eins og ástandið er í dag.

Það er mun auðveldar að slíta sundur friðinn en að skeyta hann saman aftur.

Þegar fólk gerir sér grein fyrir því að það fær ekki lágmarksheilsugæslu, meðal annars vegna þess að fagfólkið hefur gefist upp á ástandinu í þjóðfélaginu, bæði stöðugum niðurskurði, og eins hitt að ríkisstjórnin hundsar allar réttlætiskröfur um skuldaleiðréttingu, þá mun það beina reiði sinni að stjórnvöldum.

Og þá mun fólk ekki sætta sig við hinar gríðarlegu upphæðir sem Samfylkingin krefst af þjóðinni í inngöngugjald að Evrópusambandinu.  Þá mun þjóðin skilja það að það eru Landráð að naumasti meirihluti sem til er, þar af hluti hans kúgaður af samstarfsflokki sínum, samþykki 1.000 milljarða ríkisábyrgð handa erlendum innistæðieigendum, þvert gegn lögum og reglum Evrópusambandsins.

Og þá mun einhver virkja þessa sömu reiði. 

Biðjum til guðs, að það verði til góðs.

Ógæfufólk stjórnar landinu í dag.

Kveðja að austan.


mbl.is Sjúkraliðar: Ekki meiri niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 71
  • Sl. sólarhring: 142
  • Sl. viku: 5388
  • Frá upphafi: 1338846

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 4743
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband