28.9.2009 | 21:51
Jæja Steingrímur? Er vitið að koma???
Er gjörningaveðrið í huga þínum að slota?
Og sést glitta í gamla baráttumanninn Steingrím Joð?
Sú einfalda staðreynd að gildandi lög eru lög, eða það þarf að breyta lögunum, hefur hingað til vafist fyrir fjármálaráðherranum Steingrími J. Sigfússyni.
Batnandi manni er best að lifa.
Núna vildi ég ráðleggja þér að lesa EES samninginn. Þar er skýrt kveðið á um að Eftirlitsstofnun EFTA eigi að gera athugasemdir við innleiðingu tilskipana ESB. Og ef ríki innleiða ekki tilskipanir á réttan hátt, og/eða þau fara ekki eftir þeim, þá ber ESA að rannsaka slíkt og fara fram á nauðsynlegar leiðréttingar. Og sé það ekki gert, þá ber ESA að vísa ágreiningnum og eða þá skýrum lagabrotum til EFTA dómsstólsins. Og fá úrskurð um brot viðkomandi ríkja.
Fari viðkomandi ríki ekki eftir þeim úrskurði, þá hafa þau brotið sína alþjóðlegu skuldbindingar sem felast í EES samningnum. Ekki fyrr. Steingrímur, ég stækkaði stafina svo þú ættir auðveldara með að lesa niðurstöðuna. Og ég vil góðfúslega benda þér á að ESA hefur ekki gert athugasemdir við íslensku lögin, þó tæp tíu ár séu síðan þau voru sett. Því hefur EFTA dómsstóllinn ekki heldur úrskurðað neitt gegn Íslandi í málefnum tryggingasjóðs innlána.
Því eru gildandi lög, gild. Manstu ekki, þú varst á þingi þegar þau voru samþykkt. Þar er skýrt kveðið á um að ríkissjóður, og þar með íslenskur almenningur væri ekki í ábyrgð fyrir tryggingasjóð sinn, heldur væri hann fjármagnaður af fjármálafyrirtækjunum sjálfum. Kannski ekki mjög skynsamlegt, svona í ljósi sögunnar, en svona var nú samt tilskipun ESB um innlánstryggingar.
Veistu af hverju??'
Það er vegna þess að ESB getur ekki ákveðið ríkisábyrgðir einstakra aðildarríkja.
Það verður jú að fara eftir gildandi lögum. Eða breyta þeim.
Og til þess að ESB hafi getað ákveðið einhliða ríkisábyrgð á innlánum bankastofnana, þá þarf fyrst að breyta bæði stofnskrá ESB, og líka stjórnarskrám allra ESB ríkjanna, og þá um leið þyrftu EFTA ríkin að breyta sínum stjórnarskrám, eða þá segja upp EES samningnum.
Slíkt hefur ekki verið gert hingað til.
Því gilda gildandi lög. Alveg eins og þú sagðir við Reuterfréttastofuna.
Þau gilda í Evrópu og þau gilda á Íslandi.
Samkvæmt þeim þá hvorki átt þú að greiða bretunum og kúganabræðrum þeirra í Hollandi þessa 1.000 milljarða sem þeir krefja þig um. Og samkvæmt gildandi ESB lögum þá mátt þú það ekki. Fyrst þarf ESA að kveða upp sinn úrskurð, og fá dóm á íslenska þjóð hjá EFTA dómsstólnum.
Þannig eru lögin og reglurnar. Og meðan ég man þá þarft þú líka að breyta íslensku stjórnarskránni, því hún bannar svona ábyrgðir.
Kannski er það best eftir allt saman Steingrímur að þú sofnir aftur þínum óminnissvefni og gleymir öllu gildi gildandi laga, og líka því hver þú ert, og hvað þú ert, og hverjar þínar lífsskoðanir eru, eða kannski voru fyrir þitt óminni.
Þá ættir þú mun auðveldara að taka undir lygina og þau lögbrot sem hún hefur í för með sér.
Kveðja að austan.
Vonast eftir Icesave niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þið sjálfstæðismenn ættuð nú að gera almenningi þann greiða að halda bara kjafti meðan verið er að taka til eftir 18 ára nauðgun ykkar á þjóðinni.
Óskar (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 22:21
Mannaulinn mun aldrei stíga í vitið,hann er hreinræktað fíl sem á eftir að skaða Ísland verulega með heimsku sinni.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 22:24
Góð og þörf ádrepa. Hefði ekki getað orðað þetta betur sjálf!
SÓ (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 22:32
Óskar minn, lærðu fyrst að lesa áður en þú tjáir þig um þjóðmál.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 23:04
Og takk SÓ.
Og Árni, láttu ekki svona við Steingrím vin minn (smá ýkjur reyndar).
Ef hann væri einn um þessa skoðun og gjörðir, þá ætti hann hvert orð skilið, en svo er því miður ekki. Vissulega eru fleiri og fleiri "málsmetandi" menn (í merkingunni, að á þá er hlustað af einhverjum öðrum) farnir að styðja þjóðina í þessu máli, en samt er þetta sorglegur minnihluti.
Tek heilshugar undir spurningu Ólafs og Ragnars í Morgunblaðinu í gær, en þar spurðu þeir hvort þjóðin sé huglaus?
Og taktu eftir hvernig undirtektir örstutt skynsemi Davíðs fékk í netheiminum.
Er fólki viðbjargandi?????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 23:13
Blessaður kæri Ómar.
Loksins hugsaði ég með mér við lestur þessa pistils þíns, loksins nær einhver að útskýra á einfaldan hátt af hverju ekki á að semja um fátækt næstu áratugina á Íslandi. En því miður þó að skrifað sé og útskýrt á þann veg að jafnvel 7 ára barn gæti skilið, þá dugar það ekki til samanber Óskar sem kennir þig af öllum mönnum við sjálfstæðisflokkinn, ja hérna. Hvað er eiginlega að hrjá fólk? Er þetta foringjahollusta?
Íslandi allt.
Es. Ég er ekki mjög vel að mér í Vöðlavísku þó að ég hafi heyrt hennar getið. Hins vegar hef ég alltaf verið mikill aðdáandi Vöðlavisku.
Umrenningur, 28.9.2009 kl. 23:22
Blessaður Umrenningur og takk fyrir,
Ég viðurkenni það að ég er yfirleitt alltof langorður í ICEsave pistlum mínum, en þannig er það bara ef margt þarf að rökstyðja. Og upprunaleg var hugsun mín að gera þetta á þann hátt að andstæðingar ICEsave gætu sótt rökin í pistla mína. Ég tók eftir því að röksnjallir andstæðingar okkar komu inná almennar síður, þá endaði oft umræðan á þann hátt að okkar fólk sagði að ég veit að þetta er rangt, en ráðarnir áttu svo síðasta orðið.
Þess vegna einsetti ég mér að elta uppi öll rök Borgunarsinna, og mæta þeim í greinum mínum, las mér mikið til um grunnforsendurnar og bar síðan saman lagatextana, versus þær fullyrðingar sem bornar eru á borð þjóðar okkar. Og trúðu mér, ekki ein einasta stenst skoðun, og ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart.
Og þess vegna ríf ég kjaft út og suður, því ég veit að ég á rökræðuna. Lögin og réttlætið er okkar meginn. En viljinn til að fara í ESB er í hinu liðinu og heldur þráhyggju þeirra til landráða gangandi. Eins og við getum ekki sótt um aðild að ESB þó við krefjumst þess að staðið sé við EES samninginn. Það er eins og innst inni telji þetta fólk að ESB sé samfélag lögbrjóta og illmenna.
En hvað um það, ég er ánægður að VG píla mín hafi verið gagnleg, þó markmið mitt hafi aðeins verið eitt og það er að vera leiðinlegur við VG liða í sálarháska sinnar samvisku.
Og það er þetta með Vaðlvískuna, fáir eru vel að sér í henni. Ég til dæmis skil stundum ekki alveg syni mína, sérstaklega þann sem getur verið tvíburi minn. Merking orðanna er oft þveröfug við meiningu þeirra, og svo hundskammar hann mig þegar ég kveiki ekki. Ég er góðlátlega farinn að útskýra fyrir honum að hann er sauður eins og pabbi sinn, og hann tekur því ekki of vel.
En hvað um það Umrenningur, gaman að heyra í þér.
Kveðja, Ómar
Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 23:54
Vel að orði komist Ómar. Merkilegur þessi undirlægjuháttur núverandi stjórnar.
Þyrnir, 29.9.2009 kl. 00:39
Góður og sannur pistill, að vanda.
Vona að það sé í lagi að benda á slóð að gagnlegum pistili um Icesave málið, þar sem Sigurður Líndal lagaprófessor rasskellir fretkarlinn Jón Baldvin Hannibalsson fyrir lygaþvættinginn úr honum sem er sá sami sem hefur komið frá ráðherrum, þingmönnum og talsmönnum stjórnarflokkanna, undir þeirri fornkveðnu almannatengslabrellu eignaðri Göbbels, en er í raun frá Hitler kominn.
" Make the lie big, make it simple, keep saying it, and eventually they will believe it. "
Brot úr skrifum Sigurðar Líndals:
"En Jón Baldvin hefur kosið að taka sér stöðu með harsvíruðustu öflum í Bretlandi, með Brown forsætisráðherra og Darling fjármálaráðherra í fremstu röð, sem láta einskis ófreistað að knésetja íslenzku þjóðina. Og þetta gerir hann af slíkum ákafa að hann skirrist ekki við að styðja mál sitt við uppspuna og ósannindi málstað þeirra til stuðnings. Hér verður að hafa í huga að maðurinn er fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands og sendiherra sem hafði þá æðstu starfsskyldu að gæta hagsmuna Íslands."
http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns
Kveðja að sunnan.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 00:53
Þakka þér fyrir góðan pistil Ómar.
Ég held satt að segja að framgöngu ríkisstjórnarinnar megi fyrst og fremst rekja til heigulsháttar.
Þau sem þar sitja og vinna nú hörðum höndum að því að leiða þennan ófögnuð yfir þjóðina mylja undir sjálfa sig en ætla öðrum örbyrgð. Það er eitthvað sem er næstum ekki þessa heims að horfa upp á ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju haga sér svona.
Ég lái varla almenningi deyfð hans á meðan verið er að rífa stoðirnar undan framtíð þjóðarinnar. Þetta er einfaldlega svo fjarstæðukennt að almenningur nær ekki að hafa skoðun á því, sjá það sér fyrir hugskotssjónum eða bregðast við því.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.9.2009 kl. 03:38
Takk fyrir mig Þyrnir.
Og Guðmundur, allt gott er vel þegið. Ég vissi ekki að þessum skrifum Sigurðar. Mér fannst Pressan vera of höll undir ráðandi öfl, þannig að ég nennti ekki að lesa hana. Reyni frekar að lesa þá sem berjast við þursa lyginnar og blekkingarinnar í þeirri örlagaorrustu sem núna er háð um framtíð þjóðarinnar.
En núna verður það mitt fyrsta verk að lesa Sigurð. Hann flengdi Jón í örstuttri grein í Fréttablaðinu í vor. Hann spurði hann kurteislega hvort hann hefði rök fyrir sínu máli. Jón þorði ekki í kallinn en reif kjaft á bloggi sínu undir hallelúja hrópum innvígðra. Mikið mál um rökleysu þess að fara með rangt mál, en reyna að telja hjörðinni í trú um að víst séu rök í málinu, önnur en þau að gera upp síðbúið þá smán að vera hent út úr ríkisstjórn forðum daga.
Takk kærlega fyrir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.9.2009 kl. 08:43
Blessuð Jakobína.
Eins og þú hefur stundum sagt, þá er þetta súrerlaískt í meira lagi.
Lykillinn af sigri þjóðarinnar er að þagga niður Riddurum heimskunnar, kjaftatíkum sem eru út í eitt sammála annað hvort ríkjandi öflum, og/eða sínum flokki. Þetta fólk kemur í fjölmiðla og talar um alþjóðlegar skuldbindingar, dásamar aðgerðir i málefnum heimilanna, það er í hvert skipti sem örskrefin voru stigin, trúir því að vextir lækka ekki því við fáum ekki risalánin o.s.frv.
Fjölmiðlamenn eru svo hallir undir "almannaróminn". Tökum Morgunútvarpið á Rás 2 sem dæmi. Það ágæta fólk er einstaklega fundvíst á viðmælendur sem ennþá, ári eftir Hrunið getur týnt eitthvað til um að hlutirnir séu á réttri leið. Það sem jú er að, það þarf að semja um ICEsave og þá lagast allt eða þannig. Á þetta bull hlustar fólk, spáir ekkert í það hvað viðmælendurnir hafi haft oft rangt fyrir sér fram að þessu, og eru alltaf með eftirá skýringar, eins og sá mæti maður Þórólfur prófessor. Eða sá mæti maður Þorvaldur prófessor, hann er með allt á hreinu, hamfarir IFM eru part af programmet og meðan þeir taka ekki upp á að skjóta okkur, þá eigum við að vera þakklát. Og svo að ganga í ESB, því hér er svo mikil spilling og vankunnátta. En Brussel er mesta spillingarbæli jarðar í dag og það virðist ekki hvarfla að Þórólfi að við höfum getu til að takast á við okkar eigin mál, þar á meðal spillinguna.
Og á þetta hlusta almenningur, hann er ekki á blogginu og hann hlustar ekki á Silfrið nema í litlu mæli. Og okkur var kennt að bera virðingu fyrir valdinu. Það hlýtur að vita hvað það er að gera.
En sem betur fer er það stærst kosturinn við heimskuna, að hún er það ljót þegar fólk sér hana nakta á götum, að það rankar við sér og fer að hugsa. En ég skil ekki af hverju enginn stjórnmálamaður hafi ekki tekið slaginn með þjóð sinni. Gefið skít í samtrygginguna og hræðsluna við að fá þann stimpil, sem er öflugasta vopn ríkjandi ástands, að vera "óábyrgur".
Þessi maður yrði næsti forsætisráðherra Íslands.
Kveðja að austan.
PS. Svona til öryggis þá vil ég taka það fram að ég veit að konur eru líka menn. Hugsanlega gæti bylting mæðranna leyst vanda þjóðarinnar.
Ómar Geirsson, 29.9.2009 kl. 08:59
Frábær pistill hjá þér
kv d
Dóra litla (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:18
Takk Dóra
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.9.2009 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.