Er ekki einhver mótsögn í þessu falin????

Króna er helsta hjálpartæki íslensku þjóðarinnar. 

Evran er helsti dragbítur Íra.

Samt segja Þjóðverjarnri að  "möguleg aðild að Evrópusambandinu og þar með myntsamstarfi Evrópu geti gert Íslendingum kleift að komast út úr kreppunni nokkur hratt á næstu 1-2 árum".

Um Írana segja þeir hins vegar  að þeim "gangi hins vegar illa að bæta sína samkeppnisstöðu. Þar sé enginn hagvöxtur í sjónmáli og hætta sé á verðhjöðnun og því gæti reynst landinu erfitt að greiða niður skuldir sínar".

Gott og vel, eiga þá Írarnir að segja sig úr Evrópusambandinu til að þeim vegni betur???

Eða er það Írskan sem gerir gæfumuninn á annars vegar gæfuleysi Íranna innan sambandsins og hinnar miklu gæfu sem Íslendingum muni hlotnast við aðild að sambandinu.

Eitthvað gengur ekki upp í þessari jöfnu.

Kveðja að austan.


mbl.is Ísland betur statt en Írland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú þetta getur vel gengið upp. Ísland var með fljótandi gengi því er tjónið hér miklu meira en á Irlandi. Hinsvegar hjálpar fljótandi gengi fyrirtækjum upp úr erfiðleikunum en kemur aldrei til með að bæta fyrir allan skaðann sem það olli. Heildartjón Íra verður að líkindum mun minna og sveiflur hér mun meiri.

Gunnar Tryggvason (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 20:37

2 identicon

Við erum eins og korktappi í brotsjó....jújú við lendum á þurru fljótlega....en hvað svo þegar næsta alda kemur?

Runar (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 20:39

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Næ þessu ekki alveg hjá þér. 

Þjóðverjarnir segja að krónan sé það hjálpartæki sem hafi bjargað því sem bjargað varð hér á landi.   Eins og þú setur þetta fram þá er krónan skýring á vanda landsmanna.  Síðast þegar ég vissi þá var skýringin rakin til fall bankanna og erlendra skulda landsmanna. 

Ef ég skulda 100 evrur, þá skulda ég þær óháð verðgildi krónunnar.

Og af hverju er þeir svona svartir á hag Íranna ef heildartjón þeirra væri að líkindum minna?  Er það ekki betra að hafa minna heildartjón????  Og ef kreppa þeirra er svona djúp  eins og Þjóðverjarnir lýsa, þá hefði ég talið að enginn mannleg vera vissi hve mikið heildartjón þeirra yrði að lokum, kreppunni yrði jú að ljúka fyrst.

Því ítreka ég það, að ég fatta ekki mótsögnina.   Niðurstaða  úr hagfræðidæmi á ekki að ráðast á hvort menn vilji vera inni ESB eður ei.  Annað hvort er stöðugleiki gengis góður, eða ekki.  Það á ekki að fara eftir því hvað tungu menn vilja tala.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 21:25

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar.

Veit ekki.  En tel það miklu máli skipta hvernig tekið er á skuldavanda heimilanna og rekstrarskilyrðum atvinnulífsins.  Og svo skiptir það engu máli ef meirihluti þingmanna er svo vitlaus að samþykkja ICEsave. 

En það er önnur Ella.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 21:27

5 identicon

"Þjóðverjum" (Deutsche Bank) er skítsama um hag almennings. Það eina sem þeir pæla í er hvernig og hvort þeir fái peninga til baka sem þeir lána fyrirtækjum. Hafa nú þegar þurft að afskrifa MILLJARÐA Evra á Íslandi, ekki til einstaklinga heldur fyrirtækja.

Hvernig er það með það sem helst er vælt um í augnablikinu og er búið að vera að væla um síðan skömmu eftir hrun?
Er það ekki "heimilin í landinu"?

Eina orsökin fyrir vandamálum "heimilanna í landinu" er KRÓNAN!

Svo vil ég ekki heyra neitt rugl með að krónan sé að redda heimilunum í landinu.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 07:53

6 identicon

Bíddu við, þarna sá ég "Milchmädchenrechnung".

 "Ef ég skulda 100 evrur, þá skulda ég þær óháð verðgildi krónunnar."

Ef ég fékk mér lán upp á 100þús. Evrur árið 2007, voru það ca. 9 milljónir ISK þá. Ég var með t.d. 500 þús. krónur á mánuði.
Í desember 2008 voru þessar 100þús. Evrur allt í einu orðnar 18 milljónir ISK. Ég ennþá með 500 þús. krónur á mánuði.

Málið er að laun eru hvorki gengistryggð né verðtryggð. Það er þetta sem er að fara með íslensku þjóðina.

Henni er að blæða út vegna krónunnar.

Jájá, bara að herða sultarólarnar.

Ef Ísland hefði verið búið að taka upp Evrur fyrir hrun, hefðu bankarnir farið á hausinn (því fyrr þeim mun betra hjá þessum glæpamönnum), EN ÞAÐ HEFÐI EKKI SNERT VENJULEGT FÓLK BEINT AF ÞVÍ AÐ ENGIN KRÓNA HEFÐI HRUNIÐ MEÐ.

Skilurðu núna?

Einar Hansson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 08:00

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Mikið álit sem þú hefur á Þjóðverjunum.  Ef málið væri svona einfalt þá væru þeir ekki að tala um vanda Íranna.  

Skuldir þjóðarbúsins aukast ekkert við Hrun krónunnar, en vissulega aukast skuldir þeirra sem tóku lán í erlendri mynt.  En eftir því sem ég best veit þá eru fá slík dæmi nema viðkomandi aðilar hafi tekjur í erlendri mynt á móti.  Því snertir krónuhrunið þá lítið eins og til dæmis hann Tómar Álstjóri sagði í viðtali við Austurgluggann um daginn.

En ég reikna með að þú sért að vísa í gengistryggðu lánin, og vissulega eru þau hörmuleg, en þau eru líka ólögleg.  Ef stjórnin tekst ekki á við þau á skynsaman máta, þá hrökklast hún frá.  Eina skýring að hér hefur ekki verið gerð blóðug bylting er sú að fólk trúði því að eitthvað ætti að gera, það er af viti, en ekki óviti.

Ef ekki þá lætur fólk ekki bjóða sér skuldaþrældóm, sama hvað núverandi og fyrrverandi Heimdellingar í hagfræðingastétt röfla um skynsemi þess að þræla út fyrir gröf og dauða, bara ef afborganirnar verði innan þolmarka.  Ekki einu sinni Heimdallur styður þá í dag.  Einna helst að innvinklaðir kommúnistar séu að vitna í Jón Steinsson og Þórólf Matt, já og jú þeir sem óttast að missa spón úr aski, en þeir hafa einfaldlega ekki ennþá fattað að spónninn endurnýjar sig ekki ef fólk gefst upp.  

Og þetta kemur krónunni ekki við sem slíkri, heldur heimsku mannanna.

Og þetta með Evruna, að það eina sem hugsanlega má segja gott um hana er sú staðreynd að hún hefði ekki látið þessa vitleysu þrífast svona lengi.  En á hvaða tímapunkti Hrunið hefði verið veit enginn.  En við Hrunið þá hefði Evran orðið bölvaldur því hún er ekki sveigaleg fyrir hagkerfi í vanda.  Það er að segja örhagkerfi þó hún hristist til ef Þjóðverjum þóknast svo.  Og það er rugl og bábilja að halda því fram að Evran hafi verið stöðug gagnvart öðrum heimsmyntum.

En svo ég svari spurningu þinni, þá skil ég ekki ennþá Einar.  Sé ekki að þú borgir að lánum þinum og kaupir mat, þegar öll fyrirtæki eru hrunin sökum hágengis Evrunnar.  Við erum jú að tala um Hrunið og afleiðingar þess.  Ekki hvort Hrun hefði gerst ef við hefðum haft krónuna.

Það er önnur Ella.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.9.2009 kl. 09:16

8 identicon

Jú jú, ég hef mikið álit á Þjóðverjum almennt, en lítið álit á bankamönnum. Þar jaðra ég við kommúnisma. Er samt "hægri maður" þar sem ég tel að umsvif ríkisins eigi að halda í lágmarki. Það sama finnst mér að eigi að gilda um yfirbyggingu banka. Halda henni í lágmarki til þess að minnka græðgisþrýsting.

Ætli aðalvandamál heimsins í dag séu ekki bara vextir, vaxtavextir og ávöxtunarþrýstingur stórkapítalista?
Mér sýnist það hafa keyrt hagkerfin um koll.

Auðvitað er ágætt að hlutir skili arði, jafnvel góðum arði. En í heildina séð, að þá er í rauninni mikið flæði fjármagns frá þeim sem þurfa mest á því að halda (lántakendur) til þeirra sem eiga of mikið.
Annað hvort á að takmarka vexti við 2-3% á ári eða innleiða fast gjald, prósentu af heildarupphæðinni sem er reiknuð út einu sinni, til þess að koma í veg fyrir þetta vaxtavaxtakjaftæði.

En aftur að Evrunni og ISK. Vandamál heimilanna á Íslandi eru gengistryggð lán (sennilega ólögleg) og verðtryggð (sem eru eiginlega það sama og gengistryggð, aðeins öðruvísi útreikningar og þess vegna ekki siðferðislega réttlætanleg, þar sem áhættan er algjörlega hjá lántakanum).
Þegar gengið fellur/hrynur hækka líka afborganir af verðtryggðum lánum, sennilega hægar en af gengistryggðum lánum. En vandamálið er "lánskjaravísitalan".

Þekkist hvergi annars staðar allt þetta vísitölukjaftæði. Mætti alveg skera niður hjá Hagstofunni og spara nokkra vísitölusérfræðinga.

Ég bý í Þýskalandi. Auðvitað finnur maður fyrir kreppu hérna, þ.e.a.s. heyrir utan af sér sögur af fólki hjá fyrirtækjum þar sem minna er að gera. Og það er líka minna að gera í mínum bransa, en það var búið að vera útséð með það í nokkur ár. Virðist samt vera aðeins á uppleið núna ("örgjörvabransi", microelectronics).

Hérna kosta hlutirnir svipað og áður, sumt aðeins ódýrara, sumt aðeins dýrara. En það er alltaf þannig og mun alltaf vera þannig. Áhrif gengissveiflna Evrunnar á lífið í ESB er hverfandi. Það eina sem mætti líta á sem vandamál er hvað dollarinn er að veikjast, sem þýðir náttúrulega fyrir Þýskaland minni útflutningstekjur. En þeir halda út nokkuð lengi í viðbót án þess að fara á hausinn eins og Ísland.

Eini kostur krónunnar í augnablikinu er að hún gerir Ísland að láglaunasvæði, sem aftur á móti ætti að gera landið aðlaðandi fyrir fjárfesta. En svo kemur á móti að ekki má selja neitt eða ekki má neitt komast í erlendar hendur.

Ósköp flókin klemma sem landið er í, því miður.

Kveðja að sunnan.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:04

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Aldrei þessu vant erum við næstum því alveg sammála. Mikið, mikið, mikið sammála þér í flestu sem þú segir.

En það sem út á stendur er blessuð krónan.  Krónan kom okkur ekki í þetta ástand sem við erum i dag.  Við gerðum það sjálf.  Og við erum láglaunaland vegna þess að við byggðum hagkerfið á sandi erlendra lántaka.  Og allir gjaldmiðlar geta lent í erfiðleikum með mennina.  Líka Evran.  Vandséð er hvernig hún lifir af núverandi Kreppu.  Það er augljóst að núverandi innspýting er gegn þeim stöðugleikamarkmiðum sem henni er sett.  Vissulega brýtur nauðsyn lög, en það hefur sínar afleiðingar, til dæmis gengisflökt og verðbólga.  Og ef núverandi innspýting dugar ekki hvað þá???  Og hvað verður um þau lönd sem þurfa að lækka launin með handafli, eins og til dæmis Írland????

Við skulum taka þessa umræðu eftir eitt ár eða svo.  Og ég er ekki að segja þetta vegna þess að ég óski þess að ESB lendi í erfiðleikum, það er í erfiðleikum, en vonandi finnst lending sem ekki er of harkaleg fyrir almenning.

En annars takk fyrir að líta við og jákvæð skoðanaskipti.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 29.9.2009 kl. 10:26

10 identicon

Takk sömuleiðis. Spjöllum aftur að ári ;-)

Einar Hansson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 488
  • Sl. sólarhring: 592
  • Sl. viku: 653
  • Frá upphafi: 1320496

Annað

  • Innlit í dag: 427
  • Innlit sl. viku: 569
  • Gestir í dag: 399
  • IP-tölur í dag: 396

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband