25.8.2009 | 15:38
Fjallkonan syrgir þennan dag.
Þessir menn hafa ekkert vald til að selja þjóð sína.
Fyrst þurfa þeir að spyrja þjóð sína hvort hún vilji breyta stjórnarskrá Íslands.
Vill fólk fórna öryrkjum og öldruðum á altari hálauna lögfræðinga og viðskiptafræðinga.
Í aðdraganda hrunsins, þá voru launakjör þessara stétta í samræmi við kjör kollega út í hinum stóra heimi.
Slíkt hafði aldrei gerst í 1100 ára sögu þjóðar vorar.
Núna hafa svikarirnir gert bandalag við stórþjóðir Evrópu um að yfirtaka þessa litlu þjóð á hjara veraldar.
Hagfræðingar og lögfræðingar, fyrrum á mála hjá útrásarvíkingum, fara í broddi fylkingar gegn íslensku þjóðinni.
Þeim er alveg sama þó fólk líði hörmungar og börn falli fyrir djöfli eiturlyfja. Sá sem græðir á hörmungunum er sá sem biður um hollustu landráðastéttanna.
Alþingi þáði mútur og taldi sig vera undirdeild í breska þinginu.
En þeir sem munu þjást, eru þeir sem trúðu á mátt félagshyggjunnar. En hún brást þeim. Þrælahlekkir auðmanna var hennar svar.
Og núna hlæja útrásarvíkingarnir. Já, og líka er glatt í hjalla hjá okkar ágætu vitgrönnu fjölmiðlamönnum.
Vonandi finna þeir húsbændur sem kjósa fífl sem starfskraft.
Svikin í ICEsave voru ekki möguleg án stuðnings þessa vitgranna fólks.
Vonandi mun guð blessa þau, því ekki munu aðrir gera það.
Smán þeirra er mikil.
Kveðja að austan.
Icesave afgreitt úr nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.