Hættið þessum skollaleik.

Stjórnarskráin bannar ykkur að samþykkja ríkisábyrgð vegna ICEsave.  Jafnvel þó þið hafið inni alla fyrirvara heims.

Íslenska ríkið hefur aldrei undirgengist neina ríkisábyrgð vegna einkabanka.

Lög EES svæðisins banna ykkur að samþykkja þessi ósköp.  Þau eru skýr.  Komi til ágreinings þá á ESA og EFTA dómstóllinn takast á við þann ágreining og úrskurða í honum.

Falli dómur gegn íslenskum hagsmunum þá þurfa þessar stofnanir að útsýra af hverju þær hafi ekkert aðhafst fyrr gegn túlkun Alþingis Íslendinga  á tilskipun ESB um innlánstryggingar.

Þær líka að útskýra af hverju regluverk ESB geti brotið svona gróflega á  mannréttindum heillar þjóðar með því að leggja á hana ótakmarkaða skattheimtu án þess að hún geti nokkuð gert sér til varnar án þess að brjóta önnur ákvæði samningsins (grunnregluna um jafnræði fjármálafyrirtækja).

Í framhaldi af því á að stefna ESA, EFTA dómstólnum og ESB.  Ef um ótakmarkaða ríkisábyrgð er að ræða, þá er tilskipun um slíka ríkisábyrgð sett á ólöglegum forsendum því ESB hefur ekki slíkt vald yfir aðildarríkjum að það geti sett lög og reglur sem stefna fullveldi þeirra í hættu.  Og sjálf reglusetningin er ólögleg því ekki er hægt að taka fram að ekki sé um ríkisábyrgð að ræða en meina hið gagnstæða, eftir á.

Og síðan á að semja þar sem tekið er fullt tillit til fullveldis Íslands og greiðslugetu þjóðarinnar.

Og skammist svo ykkur fyrir að vilja eyða takmörkuðu fé þjóðarinnar í ólöglegar greiðslur til erlendra ríkja, á meðan almenningur er í tugþúsunda tali að gefast upp á greiðslubyrði sinni og tekjuskerðingu.

Smán ykkar er mikil.

Kveðja að austan.


mbl.is Ríkisábyrgðin falli niður 2024
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Sérdeilis góðar ábendingar.

Frosti Sigurjónsson, 25.8.2009 kl. 09:10

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Frosti.

Ég hamra meira á því stefi að allir samningar séu ólöglegir nema að undangengnum EFTA dómi.  Aðeins þá, hugsanlega í ljósi EES samningsins má samþykkja þá, þó þeir sem slíkir brjóti stjórnarskrána.

En vissulega er ekki sama hvernig Nauðungin lýtur út og allir raunhæfir fyrirvarar eru til góðs.

En eftir stendur stóra spurningin; getum við nokkurn tímann borgað hana????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.8.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 176
  • Sl. sólarhring: 286
  • Sl. viku: 341
  • Frá upphafi: 1320184

Annað

  • Innlit í dag: 163
  • Innlit sl. viku: 305
  • Gestir í dag: 161
  • IP-tölur í dag: 160

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband