Þetta er aðeins byrjunin á upplausn samfélagsins.

Ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kýs fjármagn fram yfir fólk.

Stærsti útgjaldaliður fjárlaganna er vaxtagreiðslur handa innlendum og erlendum fjárfestum.  Þeir eiga jú bágt.

Á meðan safnar almenningur fyrir bókakostnaði fátækra barna.  Og fyrir endurhæfingu mænuskaddaðra á Grensásdeildinni. 

Einhver verður að gera það því félagshyggja Íslands telur það mikilvægara að endurhæfa fjármálakerfið.  Ekki með því að setja því nýjar reglur og ný viðmið, heldur með því að útvega því skattfé almennings til að leika sér að.  Aðeins er tímaspursmál hvenær skuldahít Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem kallast gjaldeyrisvarasjóður, verður að raunveruleika.  Vitgrannir fjölmiðlamenn trúa því að þú takir lán til að byggja upp eigið fé.  Aðferð sem reyndist svo vel í aðdraganda hrunsins.  Enda eiga Baugur og skyld félög svo rosalega mikið í dag.

En fjárúlfarnir vita eins og er að þessi lántaka er hugsuð fyrir þá sem ómæld tækifæri að ná tapi sínu til baka.  Þeir fífluðu krónuna í aðdraganda hrunsins og þeir munu fífla hana aftur á meðan vinir þeirra stjórna.

En almannþjónustu blæðir.  Hún er afgangsstærð hjá vinum fjárúlfanna.

En það fyndna er að þegar að á bjátar þá þiggur elítan þjónustu heilbrigðiskerfisins með þökkum og hún treystir á vansvefta og undirmannaða lögreglu til að bægja "skrílnum" frá Alþingi þegar upp úr sýður.

En hve lengi skyldi hollusta núverandi ríkisstarfsmanna endast??

Koma þá fjármálaúlfarnir til bjargar???  

Og hvernig þá??

Kveðja að austan.


mbl.is „Aldrei eins slæmt og núna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá þér Ómar!

Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 15:22

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jón Ingi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.8.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 964
  • Sl. viku: 5512
  • Frá upphafi: 1338399

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 4860
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband