7.7.2009 | 14:07
Er búið að leggja áróðursdeildina niður. Hvar er Pravda??''
Er Morgunblaðið aftur orðinn fréttamiðill, sem segir landsmönnum frá því sem gerst hefur? Og kemur með fréttaskýringar um staðreyndir mála???? Bæði þessi frétt og fréttaskýring Halldóru Þórsdóttir "Innstæðutryggingar ná ekki yfir hrunið" varpa ljósi á staðreyndir ICEsavemálsins. Einnig afhjúpaði Bjarni Ólafsson skuldafals stjórnvalda í ágætri fréttaskýringu í síðustu viku.
Fram að þessu hafði áróðursdeild Morgunblaðsins, í anda Prövdu gömlu, dundaði sér við að birta allskonar mola og hugleiðingar Borgunarfólks sem um fréttir var að ræða, en lét allt kjurt liggja sem tók málstað þjóðarinnar í þessu örlagamáli.
Vissulega er ekkert út á það að setja þegar ritstjóri blaðsins neyðist, vegna samkomulags núverandi eiganda blaðsins við stjórnvöld, til að bulla og fara rangt með staðreyndir ICEsave deilunnar, slíkt er alvanalegt af hálfu ritstjórnar blaðsins í mikilvægum málum að það hafi tekið afstöðu út frá kjörorðinu, "hafa skal það sem málstaðnum hentar", og þannig mun það sjálfsagt verða um ókomna tíð. Fólk myndi hreinlega bregða og jafnvel segja upp áskrift sinni ef það gæti allt í einu treyst því að ritstjórinn segði satt og rétt frá. Slíkt hefur einfaldlega ekki tíðkast á ritstjórn Morgunblaðinu nema þegar sannleikurinn hentar málstað blaðsins.
En Pravda gamla var lögð niður í lok Kalda stríðsins og fréttir blaðsins hafa verið traustar, eins langt og þær náðu. Spurningin var alltaf um hvað blaðið þegði yfir, en ekki að það segði rangt frá.
Þar til í ICEsave málinu.
Ekkert alvöru blað, enginn alvöru ritstjóri hefði þagað eftir að ákall þeirra félaga Stefáns Más Stefánssonar, lagaprófessor við Háskóla Íslands, og Lárusar Blöndals,hæstaréttarlögmanns, til stjórnvalda þegar þeir félagar spurðu í grein sinni í Morgunblaðinu "Í hvaða liði eru íslensk stjórnvöld". Þar bentu þeir félagar á að utanríkisráðuneytið hefði sett trúnað á meint lögfræðiálit, sem það sagði styðja málstað breta og Hollendinga í ICEsavedeilunni, og neitaði að afhenda þeim félögum þessi gögn. Þar sem Stefán og Lárus höfðu fært sannfærandi rök, með beinum tilvísun í lög og reglur Íslands, og tilskipanir ESB um innlánstryggingar, að íslensk stjórnvöld hefðu ekki bakábyrgð gagnvart Tryggingasjóði innlána og augljóslega væri gloppa í lögunum sem reglusmiðir hefðu ekki hugsað út i þegar þeir sömdu sína reglur, en þó höfðu þeir tekið af allan vafa um að aðildarríki væru ekki í ábyrgð.
Þegar eitthvað stendur skýrt í lögum og reglum, en öðru er haldið fram af hálfu stjórnvalda, þá er það lágmarks krafa að stjórnvöld geri öll gögn málsins opinber svo færustu menn þjóðarinnar geti farið yfir rökstuðning stjórnvalda og kynnt sér hvort stjórnvöldum hafi yfirsést eitthvað sem gæti orðið þjóðinni að gagni í svona örlagamáli sem ICEsave skuldbindingarnar eru.
Við skulum gera okkur grein fyrir að þetta voru ekki neinir DV menn sem gegnu hrópandi um götur, þetta voru alvöru lögfræðingar og þeir sögðu og færðu rök fyrir því að Ísland ætti ekki að borga hinar meintu ICEsave skuldbindingar og þegar gagnaðilinn, sem er íslenska ríkið í þessu tilviki, heldur því fram að þjóðin verði að borga, en færir engin rök fyrir máli sínu.
Jafnvel þó Morgunblaðið hafi ekki verið sammála túlkun Stefáns og Lárusar, þá bar blaðinu skylda til, sem blaði allra landsmanna, að gangast í málið og fá hin umbeðnu gögn upp á yfirborðið. Og síðan átti blaðið að ýta undir vandaða umfjöllun um þau lagaágreiningsefni sem um ræðir.
Við megum aldrei gleyma því að aðeins í bananalýðveldum eða einræðisríkjum komast stjórnvöld upp með fullyrðingar í örlagamálum án þess að rökstyðja þau í einu orði. "Við eigum að standa við skuldbindingar okkar samkvæmt EES samningnum" er fullyrðing en ekki rök, og röng fullyrðing því EES samningurinn er frá árinu 1991, en tilskipun ESB um innlánstryggingar er frá árinu 1998/1999.
Morgunblaðið tók aldrei þessa umræðu þar til núna.
Og það sem meira er, blaðinu tókst að fjalla um ICEsave og leyfa allskonar fullyrðingaraðilum úr röðum stuðningsmannaliðs ESB sinna á Íslandi að bulla út og suður um hinar meintu ákvæði tilskipunar ESB án þess að nokkur þurfti að gera grein fyrir máli sínu (enda augljóst að enginn hafði lesið þessa umræddu tilskipun sem þeir höfðu svo mikið vit á) og rökstyðja af hverju beinn lagatexti um að aðildarríki bæru ekki ábyrgð gagnvart innistæðueigendum ef þau hefðu komið á löggiltu kerfi, af hverju sá texti meinti ekki það sem hann segði. Og hið skýra ákvæði tilskipunarinnar sem er ekki hægt að horfa framhjá og aðeins vitgrönnustu fréttamenn skilja ekki lítur svona út:
Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.
Skýrar er ekki hægt að orða einn lagatexta og þess vegna er ljóst að Ísland þurfi ekki að borga skuldir Björgólfs og Björgólfs, nema þá því aðeins að einhverstaðar seinna meir hafi tilskipun sambandsins verið breytt og þetta ákvæði verið þurrkað út. En til þess að komast að því þarf að opinbera öll gögn og taka þessa umræðu.
En í dag sló blaðið nýjan tón. Alvörufólk var sett í ICEsave málið og núna fjúka vígi Borgunarsinna hvert á fætur öðru. Það er sorglegt að það skyldi þurfa viðtal við umdeildasta mann nútímasögu landsins til að vekja blaðið að Þyrnirósarsvefni sínum, en það er aldrei of seint að bjarga þessari þjóð. Flýtur á meðan ekki sekkur.
Og frétt dagsins er: Össur er landráðapési.
Fréttin segir sig sjálf en hvergi í lýðræðisríki fengi einn ráðherra annað tækifæri til að svæfa umræðu og fela gögn í jafnmikilvægu máli og hinar meintu ICEsave skuldbindingar eru fyrir íslensku þjóðina. Hvað þá að viðkomandi ráðherra hefði komist upp með að ljúga að þjóð sinni um hinar meintu skuldbindingar hennar. Hvað þá að viðkomandi ráðherra hefði afþakkað vinnu þar sem málstaður þjóðar hans er varinn.
Jafnvel þó Samfylkingunni og Össur langi inn í ESB, þá má ekki kosta öllu til. Þetta hljóta jafnvel hinir hörðustu ESB sinnar að skilja. Það er ekki málstað þeirra til framdráttar að styðja meint föðurlandssvik.
Ef ritstjóri Morgunblaðsins krefst ekki afsagnar Össurar í leiðara Morgunblaðsins á morgun þá er hann að bregðast þjóð sinni, lesendum blaðsins, ætt sinni og sjálfum sér. Það sem Pétur Blöndal afhjúpar í frétt sinni er það alvarlegt að Landsdómur á að fjalla um málið og taka afstöðu til meintra embættisafglapa Össurar Skarphéðinssonar.
Það má vel vera að íslenska þjóðin neyðist til að taka á sig ægiskuldbindingar ICEsave nauðungarinnar, en slík áþján á ekki að leggjast á þjóðina vegna brigsla ráðamanna hennar.
Nú er mál að linni. Við fengum nóg af vanhæfum ráðamönnum í aðdraganda Hrunsins.
Þessa vitleysu þarf að stöðva.
Kveðja að austan.
Óvíst um ábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 540
- Sl. sólarhring: 649
- Sl. viku: 6271
- Frá upphafi: 1399439
Annað
- Innlit í dag: 459
- Innlit sl. viku: 5314
- Gestir í dag: 421
- IP-tölur í dag: 414
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að þetta sé útaf því að Þóra Kristín er í fríi. Þegar hún kemur aftur byrjar áróðursvélin.
Gulli (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 14:13
Blessuð Jakobína.
Ætli þetta hafi eitthvað með samkenndina að gera, var svona það fyrsta sem mér datt í hug. En fréttaflutningurinn í sjálfu blaðinu hefur líka verið til skammar.
Sama hvað var sagt um Styrmi, þá hefði hann aldrei liðið svona lágkúru í jafn mikilvægu máli.
En núna er Steingrímur flottur á því. Plaggið var víst tengt eignum Landsbankans í Bretlandi, þess vegna var þetta ekki skipta máli fyrir ICesavedeiluna. Jafnvel þó þar stæði svart á hvítu að lögfræðirök breta væru áróður, svo maður þýði stofnanamálið yfir á mannamál.
Er þessu fólki viðbjargandi???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.7.2009 kl. 18:41
Blessaður Gulli vildi ég sagt hafa. Þó ég hafi ætlað að skoða hana Jakobínu næst, þá var ég víst ennþá á mínu bloggi.
Kveðja aftur.
Ómar Geirsson, 7.7.2009 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.