Össur gæti verið að segja satt en því miður, er það svo????'.

Eftir að grein þeirra félaga Stefáns og Lárusar, "Í hvaða liði eru stjórnvöld", birtist í Morgunblaðinu, þá  fékk Össur Skarphéðinsson sinn síðasta séns að aflétt leynd af þeim gögnum sem utanríkisráðuneytið lét vinna fyrir sig.  Augljóst var að þar var ýmislegt sem ekki hentaði ESB málstað Samfylkingarinnar, en Össur er þingmaður íslenska lýðveldisins og ráðherra í íslensku ríkisstjórninni, og því bar honum og ber fyrst og fremst að vinna að málstað Íslands í ICEsave deilunni.  Og birta öll gögn og þiggja öll ráð sem að honum var rétt. 

Leyndarhjúpur á gögnum og ítrekaðar fullyrðingar sem taka undir málstað andstæðinga okkar, benda til eins og aðeins eins.

Málstað Íslands var ekki sinnt í utanríkisráðuneytinu á meðan Össur var þar húsbóndi.  

Og þó vitgrannir íslenskir fjölmiðlamenn hafi orðið sér til ævarandi skammar með því að taka ekki undir spurningu Stefáns og Lárusar, og krefjast birtingar lögfræðiálita hinna meintu sérfræðinga, sem töluðu gegn hagsmunum Íslands í þessu örlagamáli þjóðarinnar, þá getur Össur ekki sagt að hann hafi ekki kynnt sér skrif þeirra félaga.

Og hefði hann birt gögnin þá hefðu þeir Stefán og Lárus verið fljótir að finna skjöl eins og þessi sem staðfestu þeirra málstað, og út frá þeim hefði íslenska sendinefndin geta unnið.  Þau hefðu getað orðið Íslands gæfu að vopni.

Og Össur segist ekki hafa séð þessi gögn.  Gott og vel, maðurinn er þekktur fyrir sannsögli.  En hver fékk þá þessi gögn í hendurnar?  Hver var það sem vann fyrir breta og Hollendinga í þessari deilu??  Hvað starfsmaður utanríkisráðuneytisins framdi þau meintu landráð sem Össur sver af sér??  

Eru gögnin fölsuð???  Lýgur lögmannastofan???  Er Morgunblaðið að ljúga?????

Af hverju mátti ekki vinna út frá þeim upplýsingum sem komu fram í skýrslu bresku lögmannsstofunnar??'

Gleymum því aldrei að Stefán og Lárus vitnuðu máli sínu til stuðnings í skýran lagatexta.  Hann er aldrei of oft lesinn svo ég læt hann fljóta með.

Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.

Skýrar er ekki hægt að orða hluti sem Össur kallar vafaatriði.  Bara þetta lítilsvirðandi orðalag á vinnu þeirra Stefáns og Lárusar segir allt sem segja þarf fyrir hvorn flokkinn Össur vinnur, Samfylkinguna eða Breska verkamannaflokkinn, eða hvað?

Af hverju gera menn svona lítið úr málstað Íslands með orðum sínum.  Maðurinn er jú ráðherra Hrunsins, kann hann ekkert að skammast sín??  Ætlar hann áfram að bregðast þjóð sinni með algjöru sinnuleysi gagnvart þeim váboðum sem eru framundan.

Enginn íslenskur ráðherra getur sagt að íslenska þjóðin eigi að greiða hinar meintu ICEsave skuldbindingarnar vegna einhverra skuldbindinga sem þjóðin hefur undirgengist.  Því svo er ekki og lög ESB eru skýr.  

Aðildarríki eru ekki í ábyrgð.

En Össur lætur alltaf skína í að svo sé.  Bara það eitt gerir manninn óhæfan til að gegna starfi sínu.  En sinnuleysi varðar ekki við Landsdóm, en meint landráð gera það.

Össur á að segja af sér og krefjast sjálfur að Landsdómur hreinsi sína æru er hægt er.   Geri hann það ekki þá ritstjóri þess blaðs sem afhjúpaði spillinguna og hið glæpsamlega ráðbrugg gagnvart íslenskri þjóð, að fara fram á afsögn hans. 

Ritstjóri Morgunblaðsins getur ekki annað eftir að Össur fullyrðir að blaðið sé að ljúga upp á sig sakir.  

Þjóðin vill ekki fleiri leyndarhjúpa og sannleikurinn á að skína, hvar sem hann finnst, jafnvel þó hann sé falinn í skúmaskotum íslenskra ráðuneyta.

Það er tími til kominn að fólk fari að segja satt og til þess bærir dómstólar taki þá ráðamenn í gegn sem hafa þann ósið að  ljúga og blekkja þjóð sína.

Allan sannleika á borðið,  takk fyrir.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is „Lögfræðiálitið breytir engu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju hefur Visir.is ekkert fjallað um þetta mál? Ég veit að þeir hafa fengið allnokkra pósta í dag sem bentu á þetta mál.

Gísli (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 16:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir Gísli.

Þeir eru kannski svona vitgrannir,  trúa bara þeim sem alltaf haft rangt fyrir sér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.7.2009 kl. 18:34

3 Smámynd: Elle_

Já, Össur ætti að segja af sér.  Og af því maður gerir ekki svona óviljandi að fela nauðsynleg skjöl.  Og kemst ekki upp með að gera það viljandi nema í stjórnlausu landi.

Elle_, 7.7.2009 kl. 22:27

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Sjáum hvað Morgunblaðið gerir á morgunn.  Hann sagði blaðið fara með fleipur.  Mikið má Ólafur vera kúgaður ef hann lætur Össur komast upp með yfirhylminguna.

En sjáum til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.7.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 77
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 1636
  • Frá upphafi: 1321528

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 1394
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband