Viðgengst svo lengi sem braskið nýtur velvildar stjórnvalda.

Brask á gráa svæðinu er og verður alltaf þar sem höft eru.  En bein brot viðgangast aðeins ef eftirlitsaðilar hafa samúð með glæpamanninum. 

Slík samúð er rík í stjórnkerfinu í dag.  Evrópudraumur svo margra byggist á því að allt fari í kalda kol á landinu.  Þess vegna er krónunni nauðgað og vissir ráðamenn nota hvert tækifæri til að tala hana niður með rangfærslum og blekkingum.  

Krónan féll vegna þess brjálæðis sem ríkti í þjóðfélaginu.  Taumlausar erlendar lántökur og stjórnlaus innflutningur felldu hana.  En í stað þess að viðurkenna vandann og benda á orsakaþætti fallsins þá er sökinni skellt á krónuna.  Fólki talið í trú um að ef Evra hefði verið gjaldmiðillinn þá væri hér ekki gjaldmiðilskreppa.  En það er rangt því ef svo hefði verið þá væri hér alvarlegur skortur á gjaldmiðli því það er alltaf þannig að ef meira er eytt en aflað þá myndast skortur.

Einfaldasta efnahagslögmál í heimi.

Þeir sem áttuðu sig ekki á þessu í gamla daga, féllu úr hungri á vorin, jafnvel þó þeir hefðu haft Evru sem gjaldmiðil.

Eins er það með höftin.  Þau eru sögð nauðsynleg vegna krónunnar.  En það er rangt.  Þau eru nauðsynleg vegna þess að stjórnvöld ákváðu að skrá gengi hennar of hátt.  En það er svo auðvelt að kenna braskinu um það sem miður fer, í stað þess að gera eitthvað í málinu.

Það heitir að stjórna.

Kveðja að austan.


mbl.is Gjaldeyrisbraskarar græða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 77
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 1636
  • Frá upphafi: 1321528

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 1394
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband