Enn ein fullyrðingin án nokkurra útreikninga.

Gylfi segir að við getum borgað.

Gott og vel.  Hver eru rökin???

Jú hann segir að útflutningur hafi vaxið um 8% af meðaltali síðustu 15 árin.  Hvað segir það um vöxt næstu ára????  Synir mínir hafa vaxið um 10 sentímetra á ári síðustu 5 árin.  Verða þeir þá tveir og hálfur metri á hæð þegar þeir verða 25 ára????

Fortíð segir ekkert til um framtíð.  Hún getur gefið vísbendingar miðað við svipað ástand en þegar allar aðstæður gjörbreytast, hvað þá????  Það er heimskreppa núna en ekki síðastliðin 15 ár.  Hver getur sagt til um þróun alþjóðlegra viðskipta næstu árin????  

Hvaðan á aukningin að koma?? Frá sjávarútvegi???  Frá áliðnaði???? Frá ferðamönnum????   Frá nýjum atvinnugreinum???

Hugsanlega en hvaðan nákvæmlega???  Ef það er áliðnaður þá fara allar tekjurnar af raforkusölu í að borga af nýjum virkjunum.  Á að sleppa að borga af þeim lánum en borga ICEsave í staðinn???

En nýsköpun??'  Mjög trúlegt að hér verði einhver nýsköpun þegar Óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins krefjast hæstu stýrisvaxta heims og fjárlagahallanum mætt með kæfandi skattheimtu.  Það er eins og þetta fólk haldi að það geti hagað sér eins og fáráðar án þess að afleiðing elti orsök.  Nýsköpun krefst samstillts átaks og hagstæðra rekstraskilyrða, ekki okurvaxta og heimskulegrar skattheimtu.

Sjávarútvegur á ekki fyrir skuldum.  Meðal annars þýðir það að í þessu vaxtaumhverfi, þá getur hann ekki fjárfest í þeirri tækni sem skilar hæsta afurðaverði.  Það verður að fá strax verð fyrir fiskinn til þess að fyrirtækin fari ekki í þrot.  Og á sjávarútvegurinn að borga ICEsave með tekjum sínum en sleppa að borga sínar eigin skuldir??

Því þetta er kjarni málsins.  Tekjur þjóðarbúsins þurfa að aukast á næstu árum svo þjóðarbúið geti staðið í skilum með núverandi skuldir sínar.  Það er enginn afgangur fyrir nýjar skuldbindingar.  Ekki í dag og ekki fyrirsjáanlega næstu árin.  

Vegna þess að þjóðarbúið er svo gífurlega skuldsett.

Það er blekking að bulla svona eins og Gylfi gerir.  Það er auðvelt að tala um heildarútflutning, en sá útflutningur þarf að standa undir öllum aðföngum útflutningsgreinanna og öllum aðföngum innlendrar framleiðslu.  Síðan þarf þessi útflutningur að borga vexti og afborganir af lánum útflutningsfyrirtækjanna  og vexti og afborganir annarra atvinnugreina en útflutningsgreinanna og af lánum einstaklinga og lánum hins opinbera.  Og hinn napri raunveruleiki í dag er sá að ennþá er kaupmáttur þjóðarbúsins of mikill.  Við flytjum of mikið inn og afgangur af vöruskiptajöfnuði er of lítill til að þjóðarbúið geti staðið í skilum með núverandi skuldbindingar sínar.  

Þess vegna fellur krónan og hún mun falla miklu hraðar þegar markaðslögmálin fá að ráða og varasjóðir eða lán verða ekki notaðir til að halda gengi hennar uppi.

En Gylfi lætur eins og fyrri vandi sé ekki til staðar.  Hann vogar sér að slá fram svona fullyrðingu án þess að greina Nettóstöðuna.   Brúttóútflutningur segir ekki neitt.  Vöruskiptajöfnuður gefur vísbendingar um hvað mikið er til ráðstöfunar en á móti þarf að koma yfirlit um hvernig þeim vöruskiptajöfnuði er ráðstafað í dag.  Og hverjar eru framtíðarhorfur í útflutningi þjóðarinnar.  Og skuldastaða útflutningsatvinnuveganna.  Hver er hún??? 

Hvað þarf að gera til að styrkja þá atvinnuvegi.  Þú styrkir til dæmis ekki ferðamannaþjónustuna með því að leggja starfsemi allra veitingastaða og allra öldurhúsa landsins  í rúst með fáránlegri skattheimtu. 

Þú vitnar ekki í eldri afurðaskýrslur Búkollu gömlu þegar þú veist að hún fer í sláturhús í haust.

Það þarf að vera eitthvað vit í málflutningi ráðamanna. 

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þegar krónunni verður fleytt, gjaldeyrishöft afnumin þá munu gjaldeyrissvarasjóðirnir sem saman standa af öllum þessum lánum þá mun hún, krónan, falla og falla og við förum endanlega á hausinn.

Arinbjörn Kúld, 30.6.2009 kl. 03:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála Arinbjörn, og þetta á hagfræðiprófessor að vita.

Og það er ljótt að nota gott fólk VinstriGrænna sem böðla þessarar helstefnu.

Græðgikapitalsiminn er fallinn og það er ekki hægt að endurreisa hann.  Jafnvel Sjálfstæðismenn eru farnir að átta sig á að þetta voru vondir tímar, og sjálfstæðisstefnan snýst ekki bara um græðgi.

Þess vegna er núverandi félagshyggjustjórn óskiljanleg.  

Og á meðan skamma ég hana blóðugum skömmum.

En ég viðurkenni það fúslega að ég skil þetta ekki.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 30.6.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband