Rangfærslur Steingríms lýsa slæmri samvisku.

Steingrímur Joð nær varla að tala tvær setningar um ICEsave án þess að fara með rangt mál.

Hann segir að það sé öryggisákvæði i samningnum.

Hver vill setja fjölskyldu sína að veði gegn óréttlátum drápsklyfjum ef hans eina huggun er að sá sem þvingar fram veðið segist ætla að skoða málið, kannski, ef klyfjarnar fella hann?  Sá sem hefur innræti handrukkarans er ekki líklegur að sýna sanngirni þegar hann getur sölsað undir sig það sem eftir er af eigum fórnarlambsins.  Slíkur Happy ending er ekki einu sinni í Disney myndum frá sjöunda áratugnum.

Hann sagði í Kastljósinu í kvöld að nauðungarsamningurinn við hollensk stjórnvöld styrktu neyðarlögin.  Þau myndu letja einkaaðila til málssókna.  En í hvaða heimi lifir Steingrímur?  Hvað kemur vilji stjórnvalda í lýðræðisríki því við hvað einkaaðilar gera?  Telji þeir sig eiga rétt að sækja, þá sækja þeir hann, óháð því hvað stjórnmálamenn gera, svo einfalt er það.

Steingrímur segir að viljayfirlýsingar fyrri ríkisstjórnar byndi hendur sínar.  Samt veit hann það vel að þær yfirlýsingar voru gefnar út eftir þá þvingun að beita Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir sig.  Vissulega hafa íslensk stjórnvöld sagst standa við allar sínar skuldbindingar, en eftir getu.  Það getur enginn meira en hann ræður við.  En það stendur hvergi í EES samningnum að íslensk stjórnvöld eigi að borga þessar ábyrgðir.  Þeir sem héldu því fram höfðu einfaldlega ekki kynnt sér samninginn.  

Steingrímur segir að eignir Landsbankans komi á móti.  Samt getur hann ekki stofnað sína eigin banka því hann veit ekki virði eigna þeirra.  Þó lýsti formaður skilanefndar Landsbankans því yfir við fréttamann sjónvarpsins að "slæmu" eignirnar hefðu verið skildar eftir í gömlu bankanum.  Ef menn vita ekki virði góðu eignanna, hvernig geta menn þá sagt til um verðmæti þeirra slæmu með þeirri nákvæmni að ekki skeikar milljarði.

Og Steingrímur segist ekki vera að veðsetja eigur íslensku þjóðarinnar.  Þetta sé bara svona hefðbundið, svona eitthvað upp á grín, eða þannig.  En hvaða þjóð gerir af fúsum og frjálsum vilja lánasamning sem slagar með vöxtum upp í 3/4 af þjóðarframleiðslu sinni?  Hvernig geta menn talað að léttúð um svona grafalvarlegt mál, hvernig geta 33 einstaklingar veðsett þjóð sína, af því bara að það er alvanalegt.  

Hvaða dæmi eiga menn um slíkt úr mannkynsögunni þar sem ráðamenn einnar þjóðar berjast fyrir veðsetningu hennar.  Á bak við önnur dæmi eru alltaf fallbyssur herskipa eða skriðdreka, en hér kallast það lýðræði að 33 einstaklingar geta leikið sér svona af fjöreggi þjóðar sinnar. 

Hver er döngun Íslendinga að láta þetta yfir sig ganga?

Og þetta veit Steingrímur.  Samviska hans er slæm.  Hann segir eins og er að aðrar ógnir geti knésett Ísland fyrr.  Og þær ógnir eru efnahagsstefna ríkisstjórnar hans sem er unnin í nánu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  

Og hin slæma samviska Steingríms Joð stafar af því að hann lofaði þjóð sinn að berjast gegn böðlum hennar.  Ekki að taka að sér að lyfta böðulsexinni fyrir 30 silfur peninga.

Það þekkja allir örlög Júdasar.  Hann réði ekki við sína slæmu samvisku. 

Hvernig mun Steingrími ganga að glíma við sinn Glám?

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Icesave-skuldbindingarnar ekki hættulegastar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar, svo virðist sem við séum algerlega varnarlaus, einhver skelfileg ógn eða sannleikur vofir yfir hausamótum ríkisstjórnarinnar, það er ekkert annað sem getur útskýrt viðsnúning Steingríms. Allt þetta mál er orðið óraunverulegra en léleg skáldsaga.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 30.6.2009 kl. 03:15

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta mál er það furðulegasta sem ég hef upplifað um mína daga. Það var varla heil brú í því sem að Steingrímur sagði á fundinum í kvöld. Hann hafði allan salinn á móti sér. Hann snéri út úr fyrir fólki og hann ætlar ALDREI, ALDREI að láta segjast með þetta Icesave mál. Menn hafa nokkrar hugmyndir til skýringar eins og t.d.

Að hann sé haldinn illum öndum

Að hann hafi selt sig skrattanum

Að hann haf byssu við hnakkann

Að hann sé illilega haldinn valdagræðgi

Hvað sem annars er á ferðinni þá er þetta algjör steypa

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.6.2009 kl. 04:00

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð bæði tvö.

Ef það er svona mikil ógn þá á að segja frá henni og láta þjóðina taka afstöðu til hennar.  Ég skal til dæmis viðurkenna að ég myndi hugsa mig um ef ég hefði vissu um að ég væri staddur í Ultravox laginu, "Dansing with tear in my eye".  Viðurkenni það.  

En Jakobína.  Það er líka möguleiki að við séum að upplifa þjóðsögur um umskiptinga eða Grimms ævintýrin um gjörninga.  En súralískt er það.

Steingrímur Joð, sá mæti maður talar núna allavega tungumál Nýfrjálshyggjunnar og hans einu áhyggjur er hvort hann nái til að hjálpa Villa Egils og hans vinum í nýtt braskævintýri.

En hvað um stuðningsmennina.  Ekki misstu þeir vitið líka eða hvað???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.6.2009 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 62
  • Sl. sólarhring: 677
  • Sl. viku: 5346
  • Frá upphafi: 1326892

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 4746
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband