Er hægt að vera prófessor og vita svona lítið.

Ég veit að það er mjög auðvelt að vera ráðherra Samfylkingarinnar og vita mjög  lítið.  En háskólaprófessor.  Látum það vera að Gylfi fylgist ekki með fréttum en það hafa svo margir Íslendingar komið til Kúbu.  Gylfi hlýtur að hafa hitt einhvern sem hefur verið þar nýlega.

Ferðamannaiðnaðurinn á Kúbu hefur gengið í gegnum ótrúlegar breytingar síðustu árin.  Drifkraftur þess eru erlendar fjárfestingar.  Fyrirtækin sem fjárfesta eru mörg hver með heimilisfesti í Kanada en talið er að uppruni fjármagnsins komi frá Kúbverskum útlögum í Flórída.  Ástæða krókaleiðanna er mjög einföld en það er viðskiptabann Bandaríkjamanna á Kúbu.  Sem stafar ekki af því að Kúbverjar eru í fjárhagslegri ónáð heldur vegna hugmyndafræðilegra ástæðna.  Ein af seinustu arfleiða Kalda stríðsins.

En af hverju kom alþjóðalegt fjármagn ekki fyrr til Kúbu??  Skýringin er mjög einföld og hana má rekja til hugmyndafræðilegra kreddna Fiedels gamla.  Þegar skynsemin varð ofaná, þá fjárfesti alþjóðasamfélagið á Kúbu.

Af hverju???  Þó sú einfalda staðreynd sé hulin ríkisstjórn Samfylkingarinnar þá er hún ákaflega einföld.  Fjármagn leitar þangað sem arðsemi er.  Pólitískar kreddur hafa ekkert með það að gera.

Og einangrun Kúbu stafar af stjórnmállegum leifum Kalda stríðsins.

Þegar Kínverska ríkisstjórnin opnaði fyrir erlenda fjárfestingu þá mættu stóru alþjóðlegu fyrirtækin um leið, jafnvel þó afar stjórnenda þeirra höfðu tapað fjárfestingum sínum í Kína eftir byltinguna þar 1949.  Framtíðarhagnaður spyr ekki um pólitíska fortíð eða hlustar á hótanir kreddufullra stjórnmálamanna.

Viðskipti eru viðskipti og þetta á prófessor í hagfræði að vita.  Jafnvel þó hann hafi tekið að sér tímabundið að blekkja fyrir Samfylkinguna.

Það er óþarfi að reyta af sér ærunna í leiðinni.

Kveðja að austan.


mbl.is Getum staðið við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Ómar, þetta virðist vera hægt.

Í hugarheimi barna er flest hægt

En á sama tíma mælir þessi prófessor-ráðherra með að Ísland taki upp evru sem gjaldmiðil og sem myndi stoppa og drepa útflutning frá Íslandi á núll komma fimm og færa framtíðar tekjulindir og auðæfi þjóðarinnar í vörslu og geymslu Evrópusambandsins í Brussel. Þetta er verra en lógík fimm ára barns. Þvílíkur viðskiptaráðherra í þvílíkri ríkisstjórn Evrópusambandsins á Íslandi.

Kveðjur til þín

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2009 kl. 17:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Sú meinloka að evran leysi okkar vandamál er lífsseig í fjölmiðlum landsins.  Það er eins og fólk haldi að skuldirnar greiðist af sjálfu sér þó gjaldmiðillinn heitir Evra.  Vissulega verða okkar sveiflur samtengdar Evrusvæðinu en sömu lögmálin sem fella krónuna munu valda gjaldmiðilsskorti ef við tökum upp Evruna.  Því ef það sem fer út er meira en það sem kemur inn, og þjóðin getur ekki fellt sinn gjaldmiðill til að ná jafnvægi, þá myndast skortur.

Og vöruskipti mun blómstra, kannski með vaðmál og skreið.

En þetta veist þú mæta vel, en gömul og góð vísa er aldrei of oft kveðinn.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.6.2009 kl. 17:57

3 identicon

Ég held að Gísli sé ekki lögmætur prófessor hann hlýtur að hafa svindlað á öllum prófum eða einhvernmegin gleymt því hvað hagfræði er eins og hann hafi aldrei lært fyrir hana :P

hfinity (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 21:45

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gjarnan.

Í það minnsta talar hann gegn betri vitund.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.6.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 1538
  • Frá upphafi: 1321546

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1311
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband