Ein byrtingrmynd frjálshyggjunnar

er útboð á þrifum.  Þeir sem hafa smitast af frjálshyggjuveirunni telja það sína heilögu skyldu að skera niður þann hluta kostnaðarins sem ræstingarfólk fær í sinn hlut.  Í mínu byggðarlagi var röggsömu og góðu fólki hjá fiskvinnslu staðarins skipt út fyrir þjónustu alþjóðlegs fyrirtækis sem kunni að fylla út skýrslur á ensku.  Og þjónustan var innt af hendi af erlendu farandverkafólki sem sætti sig við það sem að var rétt.   Og skíturinn jókst svo að á tímabili var ekki líft fyrir lykt.  En vinnustaðurinn var hreinn á ensku, þ.e samkvæmt þeim skýrslum sem heilbrigðiseftirlitið las.  En vissulega var tekist á við þetta slæma ástand þegar í óefni var komið.

Þetta er lítið dæmi um hvernig bjánar á stjórastól eyðileggja hluti undir því markmiði að þeir séu að hagræða og bæta þjónustuna.  Og það munar um hvert starf í litlum byggðarlögum.

Þetta sama fyrirtæki er með þekktan feril subbuskapar um allan heim en fronturinn er góður og skýrslurnar vel út fylltar.  En lyktin er vond.

Snillingurinn sem var ráðinn lækningaforstjóri Landsspítalans er með sama draum um óþrif og dönsku sveitarstjórnirnar.  Telur að núverandi ræstingarfólk sé annaðhvort að slugsa eða oflaunað.  Þar sem ég hef nokkrum sinnum lent í uppskurði á spítalanum þá veit ég að slugsið er ekki rétt.  A.m.k. þar sem ég dvaldi, þar voru síbrosandi kvikar konur að verki.  Það sem mátti finna að þrifum má rekja til þrifaskipulags sem  eitthvað gáfumenni, sænskt fann upp og íslenskir einfeldningar tóku upp samkvæmt kjörorðinu að allt er gáfulegt sem að utan kemur.  Líka sú speki að þrífa aðeins hluta af borði í einu o.s.frv.

En þó heimskir frjálshyggjumenn öskri á torgum og hrópi að það hægt sé að fá meira fyrir minna þá er það fairytale.  Raunveruleikinn lýgur ekki.  Allstaðar sem svona þjónusta hefur verið einkavædd, þá fá menn miklu minna fyrir minna.  En það tekur tíma fyrir afleiðingarnar að koma í ljós.  En einn daginn springur skíturinn út og þá er ekki lífvænlegt hjá þeim stofnunum sem hafa þurft að lúta forsjá frjálshyggjuliðs. 

Skaðsemi hennar er mjög víða, líkt og krabbamein sem breiðir sig út eftir eitlakerfinu.  Bráðdrepandi ef ekkert er að gert.

Kannski var kreppan góð eftir allt saman ef ein af afleiðingum hennar er sú að við losnum við þetta lið og þessa veiru um aldir og æfi.

Það væri óskandi.

Kveðja að austan.


mbl.is Skítur í dönskum skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svosem sammála þér í flestu. En gleymdu ekki að hér er að verki Dönsk þjóðfélagskrítik að afli sem við eigum ekki að venjast. Svona mál eru tekin fyrir í hverri viku og virka sem aðhald í öllu þjóðfélaginu. Í Danmörku eru nefnilega virkir fjölmiðlar sem taka þjóðfélags og upplýsingaskyldu sína mjög alvarlega. Þegar við íslendingar heyrum svona fréttir höldum við að allt sé í tómu tjóni hjá dönum. það er ekki tilfellið.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Thor.

Danir mega vel vera virkari í gagnrýni sinni á  það sem miður fer í samfélaginu.  En þeir eins og Svíar eru samdauna sínum hagræðingarskít. 

Skítugasta íþróttahús sem ég hef inní komið var í Malmö, aðeins hlandlyktin á brautarstöðinni í Gautaborg var verri.  Næstskítugasta íþróttahús sem ég hef komið inní var í Kaupmannahöfn.  Ekkert af þessu hefði verið boðlegt hér heima.  En þeim fannst þetta alltí lagi. 

Þannig að ef þeim ofbíður þá er skýringin MJÖG mikill skítur.  Og til þess þurfti einkavæðingu.  Sama sorglega þróun er byrjuð hérna.  Um það fjallaði pistillinn án þess að ég telji mig nokkurn sérfræðing en frjálshyggjumeinið er krabbi sem þarf að uppræta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.5.2009 kl. 14:15

3 identicon

Þú hefur rétt fyrir þér í að standardinn er svolítið annar hvað þetta varðar. Það sem okkur finnst kofar og hreysi og skítur finnst öðrum evrópubúum hallir. Hér er á ferðinni menningamunur sem er virkilega áþreifanlegur. Hvað með skólastjórann sem púaði sína pípu meðan hann hélt ræðuna yfir nýjum 7. bekkjarnemendum á meðan yfirkennarinn opnaði bjór fyrir foreldranna. Eða húsið sem forstjóri fyrirtækisins sem ég vinn hjá. Ég er ekki hærri en 176 cm en þarf að ganga um með beygt höfuð. Sófasettið er slitið appelsínugult tausett frá hippatímanum og það vantar hurð á klósetið. Ekki að hann ekki hafi efni á einhverju betra. Veisla er rúgbrauð með rúllupylsu og kæfu og snafs. Svona má lengi telja. En ég er, með þér alla leið varðandi frjálshyggjuveirunna sem geisar á klakannum. Það er ekki hægt að orða þetta betur en þú gerir hér.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 14:53

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 23.5.2009 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 906
  • Sl. viku: 5494
  • Frá upphafi: 1336194

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 4747
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband