Á Bogi Ágústsson sér tvíbura?

Þetta geta ekki verið sömu mennirnir, Bogi Ágústsson á Bláskjá, og Bogi Ágústsson á fréttastofu Ruv. 

Bogi á Bláskjá vann afleitan fréttaskýringarþátt um orsakir fjármálakreppunnar í Fréttaaukanum fyrir nokkru.  Þar tók hann undir alla siðvillu frjálshyggjunnar um undirmálslán bandarískra fátæklinga og klippti inn viðtalsbúta við einu mestu hroða bandarísks þjóðfélags.  Að öðru leyti vísa ég á fyrri bloggfærslu um hina meintu sök fátæklinga á heimskreppunni.

Bogi á fréttastofu Ríkisútvarpsins tók frábært viðtal við Kenneth Rogoff, prófessor við Harvard og fyrrum aðalhagfræðing IFM.  Rogoff er einna þekkastur af þeim sem geta sagt í dag "Sagði ég ekki".  Bogi sýndi þekkingu og skynsemi í spurningum sínum og leyfði viðtalinu að fljóta mjög vel.  Enda var niðurstaðan fróðlegt og dýnamískt viðtal þar sem mörgum spurningum var svarað en fleiri kviknuðu eins og vera ber í góðri dýnamík.  

Evru ummæli Rogoff fóru strax í loftið og talsmenn hagfræðingarhjarðar Íslands höfðu nóg að gera að segja að víst er Evran góð og vextir hennar lágir.  En þeir skautuð létt yfir þá staðreynd að Rogoff var einfaldlega að benda á að ef við hefðum haft Evru þegar bankarnir hrundu, þá hefði strax orðið greiðslufall en krónan náði þó til að mynda nýtt jafnvægi þar sem útflutningur fékk meira vægi yfir innflutningi.  Þegar staðan á fjármálamörkuðum er þannig að enginn vil lána gjaldþrota þjóð fyrir eyðslu og neyslu þá verður þetta jafnvægi að vera til staðar.  Það  hefði ekki náðst með Evrunni. 

Einföld staðreynd sem ekki er hægt að rífast um.  En í þessari staðreynd er ekkert gildismat um hvort framtíðarupptaka Evru gæti verið skynsamlegt eður ei.  Og svona staðreynd hnekkir þú ekki með rökum, heldur ef þú þolir ekki inntak hennar, þá reynir þú að afvegleiða umræðuna með rökfærslum eins og t.d. að benda á verðtrygginguna eða háa vexti eða svona hefði þetta ekki verið 2004 ef við hefðum haft Evru, en ekkert að þessu kemur því máli við sem um er rætt.

En Evrusvar Rogoff er algjört aukaatriði miðað við svar hans við spurningunni um hvað væri hámark þeirra skuldbindinga sem þjóðfélag gæti tekið á sig sem hlutfall af landsframleiðslu án þess að sjálfstæði þess væri stefnt í voða.

Að spyrja þessa spurningar og fá rökstutt svar frá einum helsta sérfræðingi heims á þessu sviði, er framlag Boga Ágústssonar til endurreisnar Íslands og fyrir það á hann allan heiður skilinn kallinn.  T.d ætla ég ekki að segja styggðaryrði um hann framvegis og ef mig hendir það þá er það merki um alvarlegt óráð eða elliglöp.  Stærra hefur ekki verið spurt af blaðamanni frá því að Sjónvarp á Íslandi hóf göngu sína.

Svar Rogoffs var eftirfarandi:  Þjóðfélag þolir ekki meiri skuldsetningu en 50-60% af landsframleiðslu með góðu móti.  Þegar skuldirnar eru komnar í 100-150% af landsframleiðslu, þá er voðinn vís.

Þetta þýðir á mannamáli t.d að ef ríkisstjórn Íslands tekur á sig ólöglegar skuldbindingar vegna ICEsave reikninganna þá er voðinn vís.  Eins ef ríkisstjórn Íslands gengur á lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Það er nauðsynlegt að fá þessa staðreynd inní umræðuna og síðan er það fjölmiðlamanna að vinna úr henni.  Í dag er það augljóst að eftir svik VinstriGrænna þá er enginn stjórnmálmaður í fjórflokknum að horfast í augun á afleiðingum þess að skuldsetja þjóðina fram yfir hennar þolmörk. 

Þjóðin verður seld á næstum mánuðum með því fororði að annað sé ekki hægt að gera í stöðunni.  Mjög algeng rök t.d hjá auðnuleysingjum og drykkjumönnum í gamla daga í Bretalandi þegar þeir seldu námaeigendum börnin sín í "bundinn" vinnuþrældóm.   Eins munu lífskjör dagsins verða fölsuð svo félagshyggjustjórnin verði endurkjörin.  Síðan á að treysta á góðvild Evrópusambandsins um að aflétta hluta skuldabaggans eftir að það innlimar okkur.  Hvort góðvild þess verði meiri en námueigendanna í gamla daga mun svo tíminn einn skera úr um.

Þess vegna tel ég að aðeins fjölmiðlamenn Íslands geti forðað þjóðinni frá ofurskuldsetningu.  Þeir verða keyra meira á ólögmæti ICEsave og hafa þar góðan gagnagrunn sem er grein Stefáns og Lárusar.  Þeir verða keyra á þær upplýsingar að þegar sé farið að ganga á lán IFM til að gengið virki stöðugt.  Mjög skarpt fall útflutningstekna á að lækka gengi krónunnar ef hún starfaði á sínum eigin forsendum.  Það er aðeins tímabundin lausn að falsa gengi hennar því sú fölsun virkar eins lengi og lánin duga en síðan standa skuldirnar eftir. 

Og ekki í guðanna bænum trúa falsrökum sem segja að þetta skipti ekki máli því gjaldeyrinum er skipt í Íslenskar krónur og því sé um tilfærslu að ræða.  Þú borgar ekki erlend lán þín með Íslenskum krónum, hvorki þú sem einstaklingur eða hópur einstaklinga sem kallast Íslenska þjóðin.  Það mun  taka gjaldeyrisöflun þjóðarinnar áratugi að ná til baka þessum skuldum en lánin eru til skamms tíma svo hvað heldur fólk að gerist í millitíðinni.  Framlenging á lánum án frekari skilyrða?  Ef svo er þá er það í fyrsta skipti í áratugi sem það gerist hjá IFM og ekki myndi ég treysta um of á góðvild bretanna.  Hún hefur ekki reynst okkur vel hingað til.

Gætum að því að svona lán eru ekki borguð til baka nema að allt sem heitir lífsgæði eru fjarlægð úr útgjöldum landsmanna.  Því er betra að þrauka í núinu og leyfa krónunni að finna jafnvægi vöruútflutningsins en hafa áfram gengishöft á fjármangstilfærslur.  

Og þá er ég kominn að þriðju bábiljunni sem fjölmiðlamenn þurfa að afhjúpa og það er markmiðið um frjálst gengi.  Á góðæristíma hagkerfis okkar og hagkerfa heimsins þá tókst þessari frjálsu gengisskráningu að rústa efnahag þjóðarinnar þannig að henni blæddi út en örfáar hræður hirtu gróðann.  Frjálst gengi mun aðeins gagnast þeim sem eiga pening til að taka stöðu gegn krónunni og þeir mun hirða upp lánið frá IFM á örfáum dögum.  Þeir sem halda öðrum fram eru þeir sem trúa á fljúgandi furðuhluti og að síðasti kapítalistinn sé dauður.  En það er mikill misskilningur.  Þar sem er hægt að græða fé á auðveldan hátt, þar munu hrægammarnir mæta.  Svo einfalt er það.

Því á Bogi Ágústsson allan heiður skilinn fyrir sína tilraun til að bjarga Íslensku þjóðinni.  Hvort hún dugir er komið undir framvindu mála en fólk getur ekki afsakað sig núna að allar staðreyndir málsins liggi ekki fyrir.

Það er ekki endalaust hægt að afsaka sig með því að segja "Úps, við lentum í þessu.  Það gat bara enginn vitað að þetta myndi gerast".  Ó Jú, það er víst vitað að ef þú tekur botnloku úr skipi þá sekkur það.  Slysin gerast ekki að sjálfu sér.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er góð spurning sem Bogi lagði fyrir Rogoff um skuldirnar. Það hafa ýmsir sagt að staða Íslands sé ekki svo slæm og bent á að skuldir annara ríkja eins og Italíu ef ég man rétt, sem skuldar álíka hlutfall landsframleiðslu og við. Það hlýtur að vera munur á því hvort ríki skuldi vegna fjárfestinga sem skila arði og eru til uppbyggingar á grunnstoðum samfélagsins s.s vegir virkjanir o.fl. Icesave er spilaskuld sem lítið mun fást upp í og það hlýtur að skipta máli í samanburðinum.

Sammála þér varðandi frjálst gengi, við erum örþjóð með örmynt sem ekkert mál er að kaupa upp og selja aftur mörgum sinnum fyrir hádegi og gera eina örþjóð gjaldþrota. Útgáfa krónubréfana svo kölluðu án nokkurar fyrirstöðu er mér einnig ráðgáta, hvað er eiginlega mikið peningamagn í umferð verður mér á að spyrja því ég skil þetta ekki almennilega, eða er engin tenging þarna á milli?

Annað sem ég skil ekki, af hverju er þetta blogg ekki á forsíðu mbl.is? Þú heldur úti mjög þörfu bloggi og ég hvet þig til að halda því áfram.

Toni (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Og í gær kom fram í Silfri Egils að nú þegar er búið að nota um 140 milljarða af láni IMF. Þannig að þetta er búið spil. Finido Ómar. Hvað gerum við sem ábyrgir fjölskyldufeður héðan af? Hvernig verndum við fjölskyldur okkar héðan af?

Arinbjörn Kúld, 9.3.2009 kl. 13:12

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Toni.

Hvað síðasta liðinn varðar þá er mjög einföld skýring á því.  Ég er ekki lesinn.  Allavega þegar ég held mig við vitið en hem stríðnina.  Þannig er það bara.

En þetta skuldaþol er kjarni þess að við getum ekki tekið á okkur ICEsave skuldbindingarnar jafnvel þó við viljum gera allt í þessum heimi til að þóknast hinu meinta  almenningsáliti Evrópubúa.  T.d vildi nafni minn Ragnarsson ólmur greiða því honum fannst svo miður hvernig fólk horfði á hann í útlöndum.  En vilji menn greiða ICEsave þá eiga menn líka að greiða margt annað þarft eins og þjóðarskuldir breta því þeir ráða ekki við þær.  Einnig skylst mér að kaninn sé líka í vandræðum.  Því það er þannig að þegar menn lofast til að greiða eitthvað, sem þeir ráða ekki við, þá eiga þeir ekki að stoppa í einhverjum smáupphæðum, heldur gera það með elegans.  Það er jafn líklegt að við getum greitt þjóðarskuldir breta eins og ICEsave.  Ef það er álitshnekkir að standa á rétti sínum og neita ólögum nema að undangengnum dómi, hver er þá álitshnekkurinn þegar við stöndum ekki í skilum.  Fastur liður á forsíðum bresku dagblaðanna:  "Darling neyðist að hækka skatta vegna vanskila Íslendinga".

Afleiðingar bankahrunsins eru þær að við erum stórskuldug og hvorki einstaklingar og fyrirtæki geta staðið í skilum með sín lán.  Á einhvern hátt mun ríkið að þurfa að hlaupa undir bagga með endurfjármögnun banka o.s.frv.  Við munum þurfa að fjármagna gífurlegan fjárlagahalla næstu 3-4 árin meðan jafnvægi er að nást.  Við erum heppin ef sleppum undir 2.000 milljarða.  En þessi tala má ekki fara mikið yfir 1000 milljarðana.  Og samt ennþá of há.

En eru þetta ekki bara 70 milljarðar segir fólk og vitnar í skilanefnd Landsbankans.  Einu sinni var vitnað í Björgólf eldri og hann sagði að við ættum fyrir þessu öllu.  Og Geir og Ingibjörg trúðu honum.  En ICEsaveskuldin er 600-700 milljarðar í heimi sem er á fallandi fæti.  Það sem ekki er í solid gulli í eignum á móti, það eru ekki eignir í dag fyrr en það hefur breyst í solid gull.  Og svo eru það vextirnir og vaxtavextirnir.  

ICesave er fínt orð yfir þjóðargjaldþrot.  En strútarnir sjá bara sand þegar þeir opna augun.  Því miður. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2009 kl. 13:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Ætli ég játi mig ekki bara sigraðan, í bili að minnsta kosti.  Ég get lamið sleitulaust á íhaldinu dag og nótt mér til ánægju og yndisauka.  En þegar ég byrjaði að blogga þá sá ég ekki fyrir þá þróun að ég væri að lemja á félögum mínum í Andstöðunni.  Nenni því ekki.  Sé heldur ekki pointið í að lemja frjálshyggjuna þegar hún hefur ekki formleg völd í dag. 

Mér nægir að enda eins og Rogoff.  "Ég sagði ykkur þetta".  Og þar með fékk ég hugmynd af næturverkefni mínu.  Bakið þolir hvort sem er ekki að ég sofi of mikið í einu.  En áfram með blessunina, hún fer á Enter fyrir klukkan fjögur í dag.  Þ.e ef konan lofar.

Kveðja Ómar

Ómar Geirsson, 9.3.2009 kl. 14:00

5 identicon

Straumur fjárfestingabanki fallinn með braki og brestum. En samkvæmt viðskiptaráðherra erum við í ábyrgð fyrir innistæðum 20 viðskiptavina bankans sem eiga eitthvað í kringum 60 milljarða isk þar inni. Kannski eru blaðamenn vb.is að misskilja eitthvað.

Og fyrrum umhverfisráðherra bloggar á eyjuni að mögulega getum við fengið flýtimeðferð hjá esb gegnum klíkuskap "frænda" okkar í svíþjóð. Þurfum bara að koma aðildarviðræðunum af stað og hókus pókus, við með evru og 385 síðna stjórnarskrá sem enginn skilur, nema fáir útvaldir í samfó, og hún kemst á grímuballið í Brussel. Síðasti séns, annars neyðumst við til að stofna lýðveldið Ísland og það fynnst samfó ekki nógu fínt.  

Toni (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 18:11

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni.

En það er eins og minnir að það sé þak á innstæðutryggingunni.

Þetta tal um flýtimeðferð og annað er tal fólks sem notar ennþá landpósta og seglskip sem koma að vori með nýjustu fréttir.  Evrópubandalagið er í upplausn.  Og veikleiki þess er ekki bara sá vandi sem við er að glíma í Austur Evrópu.  Ríkisstjórn Spánar t.d á ekki fyrir launum og hún getur ekki prentað seðla.  Erum við að tala um 4 mánuði eða mánuði þar til eitthvað brestur?  Svipað er með Ítalíu og Grikkland.  Svo við tölum ekki um Írland og Danmörku.  Ríkisstjórnir þeirra landa sem lofuðu tryggingu á öll innlán eru í djúpum skít.  

Okey segir þá íslensku trúboðarnir.  ESB lánar bara illa stæðum löndum.  En hvar eru þeir peningar til?  Hjá gjaldþrota bretum?  Eða franska ríkiskassanum eða þeim þýska?  

Skattgreiðendur þessara landa eru ekki sammála skriffinnum Brussel að þeir eigi bara að lána og lána þar til þeir sjálfir liggja örendir.  Þýsku gamalmennin vita að þau eiga ekki fyrir ellilaunum sínum svo þau fara ekki að taka aðra íbúa ESB á sitt framfæri.  Og svo er þýska útflutningsvélin að hrynja.

Og þetta mun allt fréttast með póstskipunum í vor.  En hvar stjórnmálafræðingar okkar fengu próf sitt er mér hulin ráðgáta því þeir höndla alltaf með gamlar upplýsingar.  Og Samfylkingin trúir þeim, sorglegt.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 9.3.2009 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 93
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 5410
  • Frá upphafi: 1338868

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 4757
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband