Skjaldborg um hvað?

Ríkisútvarpið vitnaði í gær í þau frægu orð Jóhönnu Sigurðardóttir að hún ætlaði að slá skjaldborg um heimilin.  Rétt áður var hún búin að segja að hún hafi þvingað VinstriGræna á að stefna ríkisstjórnarinnar yrði gjöreyðingarstefna heimilanna.  Jóhanna ætlaði líka núna að grípa tilaðgerða hundrað og eitthvað dögum eftir hrun.  Hún sagði að eitthvað yrði að gera til að milda eyðilegginguna.  T.d að hindra að atvinnuleysið færi í 10%.  A ha hugsaði ég með mér.  Núna er ég loksins búinn að upplifa tímaflakk.  Gamli góði STar Trek draumur minn hefur ræst.  Þetta var ræðan sem Jóhanna hélt í nóvember.  En svo kom strákurinn minn og eyðilagði drauminn.  Pabbi það er 5. mars, veistu það ekki.  Já sagði ég við drenginn en atvinnuleysið er komið í 10%, það er of seint um rassinn gripið að hindra það núna.  Pabbi, hættu að bulla sagði þá 4 ára hnokkinn og lét mig koma að spila lönguvitleysu.

Og kannski á maður að hætta þessu bulli.  Sætta sig við að skjaldborgin verið slegin um kofa þeirra Höllu og Eyvindar í Herðubreiðarlindum.  Það er svigrúmið sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leyfir þjónum sínum í ríkisstjórn Íslands. 

Ætli það sé hægt að spila lönguvitleysu þar?

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sælir Ómar. Það sem ég skil ekki er að stjórnin virðist ekki skilja þau einföldu sannindi að gjaldþrota fólk og gjaldþrota fyrirtæki borga ekki skuldirnar sínar. Er það þjóðhagslega betra að stór hluti almennings og stór hluti fyrirtækja verði gjaldþrota en að bankar minnki eignahlið sína til skamms tíma með niðurfellingu hluta af höfuðstóls lána eða tapa öllum höfuðstólnum að eilífu. Auk þess byggjum við ekki upp samfélgagið á ný með niðurbrotnu fólki. 

Eða Ómar er það IMf sem setur þau skilyrði að skuldir almennings skuli standa til að belgja út eignahlið ársreikinga nýju bankana til að gera þá sölulegri til skamms tíma? Fyrirtækin fara hvort eð er á hausinn og skipta því ekki máli. Verða endurreist á einhvern hátt, líklega með aðstoð IMF sem selur þau þá til tja hverra???

Bara vangaveltur í mér.

kv, að norðan

Arinbjörn Kúld, 6.3.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Það sem þú bendir á er svo augljóst.  Þegar prófkjörsbjánar tala um kostnað við það að fella niður skuldir þá ganga þeir útfrá því að það sé án kostnaðar að gera það ekki.  Það þjónar engum tilgangi að ganga að fólki nema að það sé markaður fyrir eigur þess.  Ríkisstjórnin á að skapa þær aðstæður að fólk sjái tilgang þess að reyna að borga.  Óviðráðanlegar skuldir slæva þann vilja og fólk leitar útgönguleiða.  Á endanum mun slíkt kosta þjóðina hærri upphæðir en sáttaleiðin. 

En til að þjóðin fatti þessi einföldu sannindi þarf forystu. 

Ég trúi öllu slæmu uppá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og sé reyndar alltaf rautt þegar á hann er minnst.  Leynir sér víst ekki á blogginu mínu.  En til að fá svar við þessari spurningu þarf einhver að detta í það með Steingrími Joð.  Efast um að hann geti varið frjálshyggjuna fullur.   Svo ef einhver á ónotaða koníaksflösku og lausan tíma um helgina, þá mætti hann hafa þetta í huga. 

Kveðja Ómar. 

Ómar Geirsson, 7.3.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 4192
  • Frá upphafi: 1338891

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 3754
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband