Af hverju lækkar maðurinn þá ekki vextina

Fyrst hann segir að háir vextir séu að sliga sjávarútveginn. 

Steingrímur joð Sigfússon var að uppgötva vanda sjávarárútvegsins í morgunn.  Hann fékk svarta skýrslu frá einhverju endurskoðunarfyrirtæki þar sem fram kom að skuldir sjávarútvegsins eru tvöföld velta greinarinnar.  Atvinnurekstur með svoleiðis skuldastöðu greiðir ekki 18% stýrivexti. Besta lausnin fyrir greinina væri hröð lækkun stýrisvaxta. Annað yki bara vandann.  Sjávarútvegurinn hefur ekki lengur bolmagn að halda uppi atvinnu.  Vegna birgðasöfnunar er fiskurinn sendur út óunnin eða í pakkningar sem ennþá seljast svo fyrirtækin þurfi ekki að sitja uppi með vaxtakostnað vegna birgða. Og þess ..........

Bíddu við hægur.  Er ekki maðurinn kominn í ríkisstjórn?  Svona talar bara stjórnarandstaðan.  Þegar menn eru komnir í ríkisstjórn þá framkvæma menn eða halda kjafti ella.  Þurfi að lækka vextina þá gerir maðurinn það, hann er nú einu sinni fjármálaráðherra í ríkisstjórn Íslands.  Nýbúinn að segja í sjónvarpinu að vaxtaákvörðunarvaldið sé hjá Íslendingum en ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Ekki vill hann að sjávarútvegurinn stöðvist?

Eða er þetta enn eitt dæmið um vonsku Davíðs?  Tók hann lykilinn úr maskínunni sem sér um að lækka vexti?  Ef svo er þá má alltaf sækja lykilinn til Davíðs og lækka síðan vextina.  Þessi stjórn var ekki mynduð um stöðvun í sjávarútvegi.  Eða er það kannski misskilningur hjá mér?

En svo kom þessi frétt.

Komið í veg fyrir komu hættulegs hóps.

Loksins greip Steingrímur til aðgerða gegn ógnaröflunum hugsaði ég þegar ég las fyrirsögnina.  Hann hafði sent sérsveitina suður á Keflavíkurvöll til að meina Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að koma til landsins.  Kannski bar hann fyrir sig ákvæði Sengen samningsins um að stórhættulegt fólk ætti að vera heima hjá sér.

Var þrátt fyrir allt vilji hjá stjórn félagshyggju og jafnaðar að hún yrði stjórn félagshyggju og jafnaðar en ekki frjálshyggju og kúgunar.

En þá voru þetta bara Vítisenglar.  

Skyldu þeir líka vera komnir til landsins til að gefa fyrirmæli um gjöreyðingu sjávarbyggða? 

Hver veit.  Þetta virðast vera mjög hættulegir menn ef marka má myndina sem fylgdi fréttinni.

Kveðja að austan.


mbl.is Komið í veg fyrir komu hættulegs hóps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 1412824

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 171
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband