Af hverju hljóðnaði Búsáhaldabyltingin?

Af hverju var hætt að mótmæla daginn sem ný ríkisstjórn tók við völdum.  Snérust mótmæli forsprakka Radda fólksins um það eitt að koma Sjálfstæðisflokknum frá og koma VinstriGrænum til valda?  Skipti sem sagt fólkið máli, ekki stefnan?  Var allt í lagi að hjálpa ekki heimilum og fyrirtækjum bara ef réttir menn sáu um böðulsverkin?

Var Búáhaldabyltingin ekki bylting, var hún valdarán?

Í þræði um atvinnuleysi í Silfrinu 20. febrúar fékk ég nóg af sjálfsbyrgingshætti VinstriGrænna og ákvað að leggja til atlögu gegn þeirri goðsögn að allt sé gott nema þegar íhaldið stjórnar.

Fyrsta innslagið var eftirfarandi.

Blessaður Egill.
Og gjaldþrotin eru ekki ennþá byrjuð svo heitið geti.. Þetta eru atvinnuleysistölur vegna samdráttar en þegar gjaldþrotahrinan byrjar þá verður þetta komið í 15-20% í vor. Það sagði alla vega Gylfi Zoega í viðtali sínum í Speglinum og ekki lýgur Gylfi.

Erum við að horfa á þá keðjuverkun sem þeir Jón Daníelsson og Gylfi Zoega bentu á í Morgunblaðsgreinum sínum í nóvember síðastliðnum og þeir útskýrðu svo vel í Kastljósi sama mánuði.

Það sem þeir vildu að yrði gert hefur ekki verið gert. En það sem þeir vildu að yrði ekki gert, hefur verið gert. Voru þeir spámenn eða er þetta bara heilbrigð skynsemi.

En annað orð kom oft uppí umræðunni í haust og það var orðið greiðslufall heimilanna. Rætast þeir spádómar líka?

Og afleiðing greiðslufalls er kerfishrun. Hljómar þetta ekki kunnuglega?. Hvað var hann Björn Orri aftur að tala um Líknardeildina?

Var draumur Radda fólksins að dauðvona fengju góða aðhlynningu á líknardeild? Skiptir það engu máli að fólk eigi von um að standa í lappirnar? Snérist vinstrimennskan um það eitt að gera gjaldþrot fólks bærilegri?

Ef svo er þá vil ég fá Davíð aftur. Hvað sem sagt verður um kallinn þá er hann ekki landeyðir.
Kveðja að austan.

Fastagestir Silfursins þekktu galgopaháttinn og kusu að leyða áreitnina hjá sér.  Ég fékk ekki einu sinni athugasemd á nýyrði mitt, landeyðir.  Gott og vel.  Þá var bara að gefa í og þá kom það.  En ígjöfin var þessi.

Halló þið VG verndarar.
Hver gerði hvað, hvenær og einhvern tímann skiptir ekki máli.

Það sem skiptir máli hver er vandinn í dag og hver viðbrögðin eru til að takast á við hann. Í dag, á morgunn.

Og hvað er verið að gera. EKKERT.

Jú annars, ég gleymdi því. Það er verið að gera gjaldþrot fjölskyldna bærilegri. En það hvarflar ekki að ykkur einu einustu mínútu að það á ekki að gera fólk gjaldþrota.

Var almenningur að hrekja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks frá völdum til að fá þessi ósköp yfir sig í staðinn????
Og hættið að kenna Sjöllunum um í sí og æ. Það er útslitin plata. Hafið þið ekki frétt af því. Það er búið að senda flokkinn í sturtu. Hann er ekki lengur þáttakandi í leiknum. Það eru þið sem berið ábyrgðina núna. Það er lágmarkið að sýna þann manndóm að kannast við hana fyrst að þið stáluð byltingu fólksins.

Og eitt enn. Af hverju er Steingrímur að ræða niðurskurð upp á 150 milljarða króna á fjárlögum næsta árs við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Var einhversstaðar talaðu um það í stefnu VinstriGrænna að það ætti leggja niður velferðarkerfið á Íslandi?
Kveðja að austan

Jæja, þetta dugði og ég fékk umræðuna.  Og þar notaði ég tækifærið að útskýra af hverju ég tel að núverandi stjórn er skaðvaldur.

Blessaðir félagar.
Jú Jón, eitthvað sást í tennurnar á mér þegar ég skrifaði þessar færslur en það var aðallega vegna þess að strákarnir mínir voru að koma heim af leikskólanum. Og ég vissi ekki að það væru kommar í VG. Eru ekki Birna búin að segja sig úr flokknum?

Jú það er rétt að það var stjórnarkreppan vegna þess að þjóðin þoldi ekki lengur við og vildi losna við óværuna. En óværan er engu betri þó Steingrímur Joð færi í buxurnar hans Árna og læsi upp af minnisblöðum hans.

Þjóðin vildi breytingar. Þjóðin vill fá tækifæri til að lifa í landinu. Allstaðar þar sem óbermin hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa komist að með sínar skítugu krumlur, þar hefur allt verið í hershöndum. Það sem eykur vanda Íslands er hin gífurlega skuldsetning okkar sem þjóðar, fyrirtækja og einstaklinga og það er heimskreppa. Kreppan sem verður aðeins einu sinni á öld. Þess vegna er stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ekki aðeins háskaleg alþýðumanna eins og þeir sérhæfa sig í, hún er hættuleg sjálfum grunnstoðum þjóðfélagsins.

Í þjóðfélagi þar sem 60% fyrirtækja er gjaldþrota og heil kynslóð barnafólks er yfirveðsett, þá eru það ekki efnahagsráðstafanir að leggja á 18 % stýrivexti. Og bæta við skuldir þjóðarbúsins og skera niður ríkissjóð um þriðjung. ÞAÐ ER GJÖREYÐINGARSTEFNA.

Allir flokkar sem koma nálægt þessum óbermum í öðrum tilgangi en þeim að stinga þeim ofaní svarta ruslapoka, eru samsekir í glæp.

Glæpur Steingríms Joð er sérstaklega mikill því hann seldi von Andstöðunnar fyrir 30 silfurpeninga. Það skiptir ekki máli hver fremur glæpinn, hvort það er græna góðmennið í næsta húsi eða Sjalli glæpó, með sína 18 ára sakaskrá á bakinu. ÞAÐ ER RANGT AÐ FREMJA GLÆPI.

En það er rétt að einhver varð að stjórna. Steingrímur vissi svarið allan tímann áður en silfursjóðnum var veifað framan í hann. Þjóðstjórn sem hafði það eitt markmið að fara eftir tillögum aðila vinnumarkaðsins. Í sjálfu sér hefði ógeðið orðið það sama því öll völd eru hjá óbermunum. En munurinn er sá að þá hefði verið von í næstu kosningum. Núna eru allir flokkar orðnir samsekir siðblindum frjálshyggjufíflum, sem eru og voru varðhundar þeirrar heimsmyndar sem nú er gjaldþrota. Útí hinum stóra heimi eru allir búnir að sjá fíflsku þessa óberma og þær ríkisstjórnir,sem sendu þá á okkur, verða allar afsettar í árslok.

Frjálshyggjan er dauð, allstaðar nema á Íslandi.
Kveðja að austan.

Svo mörg voru þau orð en fyrsta málgrein mín er svar til Jóns Ágústar sem bar það upp á mig að ég hafi verið glottandi þegar ég sló inn fyrri færslunar.  Þó það sé seint að játa þá var það rétt hjá honum. 

En öllu gamni fylgir nokkur alvara.  Og í þessu tilviki reyndar dauðans alvara.

Kveðja að austan. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 4189
  • Frá upphafi: 1338888

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 3752
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband