Vonin lifir enn.

Í Silfri Egils í gær var einn nagli í viðbót rekinn í líkkistu Samfylkingarinnar.  Æ fleiri sjá að sú stefna Jóhönnu Sigurðardóttir, að knýja VinstriGræna að samþykkja í einu og öllu afarkosti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,  er stefna ógæfufólks, sem gengst undir afarkosti skuldaáþjánar og vaxtaokurs, til að láta langþráðan draum sinn um aðild að Evrópusambandinu rætast.  Þau vita sem er, aðeins knésett þjóð mun samþykkja þá þrælaskilmála.

En lygin, sú lygi að það sé verið að bjarga heimilum og fyrirtækjum og þar með þjóðinni allri, sú lygi er að afhjúpast þjóðinni eins og hin meintu föt keisarans forðum daga.  

Haraldur Líndal hagfræðingur útskýrði á skýran hátt hvað skuldaáþján ESB  þýðir á mannamáli.  Hrun velferðarkerfisins.  Sú hlálega umræða í fjölmiðlum í dag um hugsanlega skerðingu á þjónustu sjúkrahúsa, verður ekki til staðar á ári.  Þegar búið verður að greiða vextina þá verða engir peningar afgangs til að halda uppi þjónustu.  Spítalarnir verða aðeins fyrir neyðaraðstoð eins og þeir voru fyrir hundrað árum síðan.  Ef þá allt fagfólk verður ekki farið þangað sem greitt verður fyrir störf þess og það ekki ofsótt af fégráðugum innheimtulögfræðingum.  Haraldur var samt bjartsýnn því hann reiknaði útfrá svipuðum tekjum ríkissjóðs.  Þegar hin kalda hönd IFM hefur farið yfir héruð þá verða tekjur ríkisins í besta falli hálfdrættingur á við þær sem voru.  Atvinnulaust fólk greiðir ekki skatta.  Gjaldþrota fyrirtæki greiða hvorki laun eða skatta.  Þau sem lifa munu fara með allar sínar tekjur í vexti.  

Ef ekkert verður að gert þá verður þjóðargjaldþrot í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ríkistjórnarinnar á haustmánuðum.

En vonin lifir. Hún fellst í því að nógu margir sjái í gegnum lýðskrum helfarinnar.  Allar helfarir eru framkvæmdar í skjóli blekkinga og yfirhylmingar.  Í Silfrinu í gær var stórt skref tekið til afhjúpa blekkingarinnar.  Bar þar af málflutningur Björns Orra og Haraldar Líndals.  Samlíking Björns Orra um pestina sem gengur yfir landið og viðbrögð heilbrigðiskerfisins felst í að setja upp líknardeild til að linna dauðastríð sjúkra, í stað þess að ráðast að pestina og hindra að hún nái að breiðast út og valda tjóni. Þarf ekki að takast að fullu en líknardeildin bjargar engum.  

Jóhanna Sigurðardóttir er Florence Nightingale Drakúla greifa og hennar starf er að líkna þeim sem heyja sitt dauðastríð eftir blóðtökur greifans.  Sjúklingarnir halda að þeir séu í góðum höndum því allir þekkja líknarverk Florence í hörmungum Krímstríðsins.  Þess vegna heyja þeir sitt dauðastríð með bros á vör, óaðvitandi að greifinn er ekki læknir heldur blóðsuga sem þrífst á blóði fórnarlamba sinna.  Hvenær Florence hristir af sér álög greifans veit enginn en vonin felst í því að æ fleiri sjúklingar eru farnir að sjá að frá spítala Drakúla greifa sleppur enginn lifandi.  

Mér hefur það alltaf verið hulin ráðgáta hvernig ríkistjórn ÍSLANDS hefur komist upp með að blekkja þjóð sína að okurvextir, verðtrygging og skuldaáþján líkni henni í neyð og það þurfi að rústa fyrst, áður en upp er byggt.  Silfrið í gær hjálpaði mörgum til að sjá í gegnum ruglið.  Ef þessi ríkisstjórn, sem kennir sig við félagshyggju og jafnrétti, heldur lengi enn áfram að þjóna erlendum illskuöflum, þá mun hún verða hrakin frá völdum með skömm.  Ef það verður ekki grundvallarstefnu breyting á næstu tveimur vikum, þá munu fáir mæla henni bót því vandinn heldur áfram að bólgna út með keðjuverkun gjaldþrota og atvinnuleysis.  Bakland þessarar stjórnar mun fá nóg og krefjast breytinga.  Stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður aðeins knúin áfram með hervaldi þegar líða tekur fram á vorið.  Þjóðin er það lítil að neyð hinna atvinnulausu og gjaldþrota fjölskyldna snertir okkur öll. 

Það er ekki vinstrimennska að styðja andskotann þó hann klæðist jakkafötum og bjóði uppí tangó.  Það er vinstrimennska að kveða hann í kútinn með hjálp allra góðra manna og gefum öllum tækifæri til mannsæmandi lífs og tilveru.  Og slíkt er raun  ekki vinstrimennska.  Það er mennska.

Vonin lifir því að á Íslandi býr gott fólk sem mun ekki láta bjóða sér kúgun og hel Frjálshyggju og Auðmagns.  Vonin lifir því fólk sér í gegnum blekkingarvefinn.  Vonin lifir því fólk finnur til með náunga sínum í neyð.  Vonin lifir því á hörmungartímum fátæktar og örbrigðar, á tímum harðindaára og náttúruhamfara, þá var það vonin sem hélt lífi í þjóðinni.  Slíkt mun einnig gerast nú.

Vonin lifir enn á Íslandi í dag.

Kveðja að austan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 610
  • Sl. sólarhring: 952
  • Sl. viku: 6142
  • Frá upphafi: 1338008

Annað

  • Innlit í dag: 533
  • Innlit sl. viku: 5382
  • Gestir í dag: 511
  • IP-tölur í dag: 500

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband