Meira af kvak kvaki Fréttablaðsins.

Lokaathugasemdir mínar um grein Óla Kristjáns snúa að þeim máflutningi að orð Íslenskra ráðamanna skapi greiðsluskyldu, óháð því sem lög og stjórnarskrá segja til um.

Svona almennt séð geta þau gert það í einræðisríkjum þar sem orð ráðamanna eru æðri lögum en í lýðræðisríkjum þurfa athafnir stjórnvalda að byggjast á lögum.  Það er sama þó Ingibjörg og Geir hafa fullyrt það oft að Ísland ætli og muni greiða allar skuldir bankanna.  Slíkt gat og getur ekki skuldbundið Íslensku þjóðina.  Til þess þarf lög og lögin mega ekki stangast á við stjórnarskrána.  T.d var það brot á stjórnarskrá Íslands að ganga til samninga við breta og Hollendinga um Icesave því stjórnarskráin bannar skuldbindingar þar sem upphæð skuldarinnar er óþekkt.  Og í raun er þetta líka landráð en þingmönnunum til betrunar má segja að þeir stóðu frami fyrir ægivaldi kúgunar og þvingunar svokallaðra vinaþjóða okkar.  Ísland þarf ekki á neinum óvinum að halda, vinirnir duga ágætlega í því hlutverki.

Óli bendir á að vilji til að greiða eftir skilning breskra stjórnvalda hafi komið fram í bréfi viðskiptaráðuneytis Íslands til breska fjármálaráðuneytisins 5. okt  2008 og Árni Matt fjármálaráðherra hafi ítrekað þetta í frægu símtali tveimur dögum síðar.  Þetta er ekki rétt.  Þetta er rangfærsla en Óla til betrunar vil ég taka fram að meiri bógar en hann hafa haldið þessu fram.  Bæði bréfið frá viðskiptaráðuneytinu og orð Árna voru samhljóða í því að Ísland stæði við skuldbindingar sínar eftir ákvæðum  EES samningsins.  Þó það væri annað.  Orð Árna þegar hann benti Darling á að bretar yrðu að taka tillit til getu Íslands hafa verið rangtúlkuð af þjóðníðingum en einnig reyndar misskilin af heiðarlegu fólki líka.  Að lýsa því yfir að skuldbindingar geti verið þér ofviða í ljósi aðstæðna og þú þurfir að semja, er ekki yfirlýsing um það að þú afneitir þínum skuldbindingum.  

Þeir félagar Stefán og Lárus orða þetta mjög vel þegar þeir rassskelltu Yngva Örn.  

"Af framansögðu er því ljóst að við ákvörðun um það hvaða greiðslur okkur ber sem þjóð að greiða vegna bankahrunsins verður að byggja á lögfræðilegur mati.  Á það við hvort heldur fjallað er um greiðslur til almennra kröfuhafa bankanna, til innistæðueigenda eða annarra sem kröfur gera.  Úr grein Yngva má lesa það viðhorf að því sé haldið fram af einhverjum að ríkið eigi ekki að greiða þær skuldbindingar sem réttilega er að því beint.  Við þekkjum hins vegar ekki til þess að þessu hafi verið haldið fram.  Að sjálfsögðu á íslenska ríkið að greiða það sem því ber, um það á ekki að þurfa að deila.  Það getur hins vegar verið ágreiningur um það hvað fellur þar undir."

Þetta virðast þjóðníðingar og talsmenn þeirra eiga erfitt með að skilja.  Ritstjórar beggja dagblaðanna eru í þeim hópi.  Ég hef oft verið hugsi yfir starfsfóli þessa blaða að vera í vinnu hjá mönnum sem vilja leggja land þeirra í rúst.  Peningarnir, sem við erum neydd til að leggja í Icesvae, munu ekki fara í velferðarkerfið.  Aðrar skuldbindingar vegna hrunsins og hrun útflutningstekna vegna heimskreppunnar (allt að 50 % ef ekki meira) munu sjá til þess að aðrir peningar verða ekki til ráðstöfunar.  Ríkið mun ekki hafa fjármagn til að halda uppi grunnþjónustu.  Það á ekki að þurfa að bíða að skipið sökkvi þegar botnlokinn er tekinn úr því, til að fólk skilji að skipið er að sökkva.  Ég skil bitrar piparmeyjar en aðra starfsmenn ekki.  Óhróðurinn um Ísland og velferðarkerfi okkar, sem núna er birtur á síðum dagblaðanna, er þannig að starfsfólk þessa sömu blaða geta  ekki átt börn og bú og telji sig, í anda frjálshyggjubjána, aldrei þurfa á hjálp velferðarkerfisins að halda.  

Hvernig getur svona mikið af ógæfufólki verið komið saman á einum vinnustað.  Ég bara spyr.

Kveðja að austan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 486
  • Sl. sólarhring: 711
  • Sl. viku: 6217
  • Frá upphafi: 1399385

Annað

  • Innlit í dag: 412
  • Innlit sl. viku: 5267
  • Gestir í dag: 379
  • IP-tölur í dag: 374

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband