Meira af kvaki úr Fréttablaðinu.

Ein algengasta skrumskæling þjóðníðinga er sú fullyrðing að Íslensku Neyðarlögin hafi mismunað íbúum Evrópska Efnahagssvæðisins eftir þjóðerni. 

Óli Kristján bendir á í grein sinni að "Bretar reistu kröfur sínar um fulla og takmarkalausa ábyrgð á innstæðum breskra innlánseigenda í íslenskum bönkum á því að ríkisstjórn Íslands hefði gefið íslenskum innlánseigendum slíkt loforð og á grundvelli EES-samningsins væri mismunun á grundvelli þjóðernis bönnuð.  Þessi skilningur þeirra hefði verið forsendan fyrir beitingu svokallaðra "hryðjuverkalaga" gegn íslenskum hagsmunum og kom það skýrt fram í umræðum um málið í lávarðadeild breska þingsins".

En stenst þessi fullyrðing nánari skoðun.  T.d ef Þjóðverji búsettur í Hafnarfirði færi í Byr(eftir að Byr fer á hausinn) til að taka út innlán sín og honum er meinað um það á grundvelli þjóðernis síns, þá er um mismunun að ræða.  Ef Deutsche bank væri með útibú við hliðina á Byr og innlánseigendur þar fengju ekki greidda út innistæðutryggingu eftir íslenskum lögum á þeim forsendum að um útibú erlends banka væri að ræða, þá er um mismunun að ræða enda hafði útibúið starfsleyfi samkvæmt Íslenskum lögum.

Ef Íslendingur búsettur í Hollandi fengi innistæður sínar í Icesave greiddar út úr íslenska tryggingasjóðnum en Hollenski nágranni hans ekki, þá er um mismunun að ræða.  

En ekkert af þessu er í íslenskum neyðarlögunum.  Þau fjalla einfaldlega um það að Íslenska ríkið tekur til sín eignir og skuldir íslenska hluta bankakerfisins.  Og Íslenska ríkið beitir fyrir sig Neyðarrétti þjóða sem er heilagur og enginn efast um nema Íslenskir þjóðníðingar.  Í þessari gjörð getur verið fólgin mismunun og þá mismunun gagnvart kröfuhöfum ef allar eignir eru teknar en sannanlegar skuldir skildar eftir.  Hugsanlega var tilhneiging í þá átt í byrjun og slíkt er klárlega brot á alþjóða lögum og þarf ekki samninginn um EES til að staðfesta það.  En skilanefndirnar gerðu ákveðnar breytingar í þá veru að lagfæra þennan mismun og vonandi er það fullnægjandi.  En kröfuhafar hafa alltaf réttinn til málssóknar á þeim grunni að skuldir þeirra hafi verið skildar eftir í gömlu þrotabúunum að ósekju.  

En sú málssókn mun byggjast á mismunun eftir eðli skulda en ekki á þjóðerni skuldareigandans.

Í neyðarlögunum er tekið skýrt fram að allar innistæður í bönkum á Íslenska fjármálamarkaðnum eru tryggðar, óháð þjóðerni eiganda fjármálafyrirtækjanna (enda hvaða máli skiptir það ef þeir eru með starfsleyfi Íslenska fjármálaeftirlitsins) og óháð þjóðerni innistæðueiganda.  Það er argasta kjaftæði og hin ómerkilegasta lygi að Ísland mismuni eftir þjóðerni enda eru það bara þjóðníðingar og erlendir handrukkarar sem halda því fram.  Allir íbúar Íslands, hvort sem uppruni þeirra er  Pólskur, Tælenskur, Danskur, breskur eða Íslenskur fá þessa vernd.  Og fólk búsett erlendis en með innlánsreikninga í bönkum starfræktum á Íslandi, það fær líka sína innlánsvernd, óháð þjóðerni. 

Einhvers staðar sá ég því haldið fram af þjóðníðingi að ICEsave væri eins og hvert annað útibú SPRON á Skólavörðustígnum.  Þetta er kjaftæði.  Landsbankinn þurfti leyfi fjármálaeftirlits viðkomandi lands til að starfrækja innlánsreikninga sína.  Staðsetning tölvunnar sem keyrði forrit netþjóna ICEsave skiptir þar engu máli.  Hún hefði þess vegna getað verið staðsett á Indlandi en það gerði ekki Indversk stjórnvöld sjálfkrafa ábyrg.

Svona blekkingar og lygaþæla vellur úr munni þjóðníðinga til að sverta málstað Íslenskra stjórnvalda og  Íslensku þjóðarinnar.  Þessu fólki virðist ekkert vera heilagt í rangfærslum sínum.   Þó er visst mynstur í rangfærslunum.  Ef þær eru staðhæfðar í útlöndum og sérstaklega af bretum , þá hljóta þær sjálfkrafa vera réttar.  Ósköp held ég að Hitler gamli hefði átt auðvelt með að leggja undir sig Evrópu ef þessi íslenska genaúrkynjun hefði verið útbreidd um Evrópu á sínum tíma.  En svo var ekki.  Þessi gen eru ákaflega sjaldgæf nema á Íslandi.  Hugsanleg skýring er að hin Íslenska minnimáttarkennd sé það djúp í hugum margra að í raun sé um  genetískan galla að ræða.  Ég styð t.d heilshugar ríkisstyrk til Kára Stefánssonar ef hann léti fyrirtæki sitt rannsaka þennan genagalla og kæmi með lækningu.  Þjóðníðingar eru nefnilega eitt helsta efnahagsvandamál Íslands í dag og mesta hindrunin í því að þjóðinni takist að rísa aftur upp til fyrri reisnar og sjálfstæðis.

En ég líka taka það fram að Óli "margskammaði" tók ekki undir þessar fullyrðingar breta og á hann heiður  skilið fyrir það.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 4185
  • Frá upphafi: 1338884

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 3749
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband