Vil Jóhanna fleiri gjaldþrot og meira atvinnuleysi? En Steingrímur er snillingur.

"Ætlar Íslands ógæfa aldrei að enda".  Þetta flaug í gegnum huga minn þegar ég las þessa tilvitnun í Jóhönnu.

"Jóhanna sagði, að metnaðarfullum markmiðum í áætlun sem unnin var í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafi því miður ekki verið fylgt eftir af nægilegum krafti vegna ákvarðanafælni og seinagangs   í síðustu ríkisstjórn.  Þeirri vinnu hefði nú verið hraðað."

Finnst Jóhönnu ekki nóg að gert í hamfaraverkum sínum.  Verðtryggingin var aldrei hugsuð fyrir þessar aðstæður.  Og hún viðheldur verðgildi "bólukróna" á kostnað alls almennings og fyrirtækja.  Ofaná hana bætast hæstu vextir í heimi hjá þróuðum löndum.  Fyrirtæki, sem eru í erfiðleikum að greiða laun, hvað þá að þau geti greitt af lánum sínum, sökum samdráttar, þau geta ekki greitt þessa vexti.  Og þau sem þó ennþá hafa einhvern rekstrargrundvöll, sjá allt sitt eigið fé gufa útum gluggann í vaxtahít Jóhönnu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Eftir nokkra mánuði verða flest fyrirtæki landsins í sömu sporunum og bankarnir.  

Gjaldþrota og á framfæri ríkisins.

Atvinnuleysið rýkur uppúr öllu valdi.  Það stoppar ekki við 15.000,   ekki 20.000, ekki 30.000 þegar Jóhanna er búinn að reka þriðja hvern ríkisstarfsmann af kröfu sjóðsins um hallalausan ríkisbúskap.  Ríkið mun ekkert fjármagn hafa til að endurfjármagna gjaldþrota fyrirtæki.  Það fjármagn á að fara í að aðstoða ríkisjóð breta samkvæmt kröfu Evrópusambandsins.

Ég stóð alltaf í þeirri trú að Jóhönnu þætti það leiðinlegt að lúta stjórn erlendra afla.  En samkvæmt þessu er hún með einbeittan vilja til að gera vont verra og það skelfir mig.  Eitt er að vera neyddur til vondra verka en annað er að gera það að fúsum og frjálsum vilja.  Óhætt er að segja að hörmungartímar eru framundan hjá Íslensku þjóðinni.

En Steingrímur er snillingur ræðumennskunnar.  Verst að hann skuli hafa gengið til liðs við hin myrku öfl.  En þessi orð eru snilld:

"Það einfaldlega birtist manni þannig að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að míga í alla brunna sem hann sér og kveikja í öllu heyi sem hann finnur"

Flokkur, sem er búinn að vera 18 ár í stjórn er að ástunda vinnubrögð sem eru fyrir neðan hans virðingu.  Forystumenn hans þurfa að horfast í augu á sinni ábyrgð og nýta það uppgjör til góðra verka.  Fyrsta skrefið er að kalla rakkanna heim og hætta þessu gjammi.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Niðursveiflan meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband