Börnin eru leikbúður.

 

Af holdi og blóði og falla í valinn vegna geðveiki kaldrifjaðra manna, sem í pólitískum hráskinnsleik frömdu voðaverk sem höfðu þann eina tilgang að koma öllu í bál og brand í Miðausturlöndum.

Verði þess menn ekki stöðvaðir þá munu miklu fleiri börn deyja, kannski megnið á svæðinu áður en yfir líkur.

 

Það er það sem gerist þegar átök stigmagnast og verða að allsherjarstríði.

Og allsherjarstríð er markmið geðvillinganna í Hamas, þeir treysta á að fjöldinn verði Ísraelríki ofviða, það þurrkist út og þeir ráði yfir rústunum.

 

Börnin er leikbrúður þessa hildarleiks og þessi hildarleikur verður leikinn áfram til enda, nema heimsbyggðin grípi inní og stöðvar hann.

Sem hún mun ekki gera því hvernig er hægt að stöðva botnlaust hatur??

Og hvernig er hægt að leiðrétta það sem gerðist 1948, núna 75 árum seinna??

 

Hvernig geta menn haldið áfram að réttlæta drápin á óbreyttum borgurum á Gasa spurði sendiherra Palestínu á fundi allsherjarþingsins, og endurtók svo spurningu sína.

En með ræðu sinni var hann samt að réttlæta þau dráp, því sá sem hóf morðæðið verður að viðurkenna sinn hlut af ábyrgðinni, og axla ábyrgð á henni.

Ræða sendiherrans hefði verið réttmæt ef hún hefði komið í kjölfar á yfirlýsingu um að gíslum Hamas yrði tafarlaust leystir úr haldi og að Palestínumenn myndu framselja alla þá sem ábyrgðina báru á voðaverkunum í Ísrael.  Jafnframt yrði öllum flugskeytaárásum á Ísrael frá Gasa hætt.

 

Eftir slíka yfirlýsingu yrði Ísraelsmenn tilneyddir til að hætta árásum sínum á byggðir Gasa, því án réttlætingar varnarinnar er um beinan stríðsglæp að ræða.

Eftir stendur spurningin, af hverju axla Palestínumenn ekki ábyrgð á voðaverkum Hamas og málið dautt??

Og svarið er, átökin voru tilgangur voðaverkanna, við vildum þessa eyðingu, við vildum þessi manndráp, við vildum samúðina og stuðninginn, og við vonumst eftir hildarleik þar sem Ísraelsríki þurrkast út.

 

Svona er þetta bara, og börnin eru leikbrúður, lík þeirra þjóna kaldrifjuðum tilgangi miðaldra manna sem byggja völd sín á stríði og stríðsæsingum.

Þessir miðaldra menn eru að um allan heim í dag, þó heimsbyggðin ráði aðeins við einn harmleik í einu.

 

Og þeir stjórna okkur hinum.

Við spilum með.

Það er það sorglegast að öllu.

 

Svo hverra eru börnin leikbrúður?

Kveðja að austan.


mbl.is Lík barna, ekki leikfangabrúður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Guð, ver eigi hljóður, ver eigi þögull og hald eigi kyrru fyrir, ó Guð!

Því sjá, óvinir þínir gjöra hark, og hatursmenn þínir hefja höfuðið, þeir bregða á slæg ráð gegn lýð þínum, bera ráð sín saman gegn þeim er þú geymir.

Þeir segja: Komið, látum oss uppræta þá, svo að þeir séu ekki þjóð framar, og nafns Ísraels verði eigi framar minnst!

Því að þeir hafa einhuga borið saman ráð sín, gegn þér hafa þeir gjört bandalag: Edómtjöld og Ísmaelítar, Móab og Hagrítar, Gebal, Ammon og Amalek, Filistea ásamt Týrusbúum. Assúr hefir einnig gjört bandalag við þá og ljær armlegg sinn Lots-sonum. (Sálmur 83:2-9).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 27.10.2023 kl. 10:52

2 identicon

Og eftir að Palestínumenn einir hafa "axlað ábyrgð" þá á væntanlega allt að falla í fyrra horf. Gasa verði áfram eins og gettóið í Varsjá, en líkindin eru ótrúlega mikil. Um 3 Palestínsk börn drepin í hverjum mánuði af her, lögreglu eða landtökumönnum Ísraela, en þau sem lifa eiga sér enga framtíð, og 1200 Palestínumennirnir sem setið hafa vikur, mánuði, ár og áratugi í fangelsi Ísraelmanna án aðkomu dómstóla sitji þar áfram.

Þessi mannsaldurs langa keppni í því að ganga lengra en hinn aðilinn í morðum, miskunnarleysi, mannréttindabrotum og stríðsglæpum verður ekki leyst með einhverjum fordómafullum patentlausnum.

Vagn (IP-tala skráð) 27.10.2023 kl. 12:46

3 identicon

Frið læt ég eftir hjá yður minn frið gef ég yður,þetta sagði Kristur bæði Ísraelar og Palíestíumenn mættu taka þessi orð sér til íhugunar, einnig okkar þingmenn í stað þess að taka öllu með þögninni af ótta við að Bandaríkin geti móðgast yfir afstöðu sinni.Kjark þarf til að sýna þeim ofsóttu skilning.Friður kemst ekki á í heiminum nema friður sé hið innra með hverjum og einum einstaklingi.Ófriður eins veldur öðrum ófriði.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 28.10.2023 kl. 09:41

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Vagn, af einhverju sem hefur hart afneitað að vera gervigreind, þá ertu býsna skarpur, Gasa héldi þá áfram að vera eins og það var áður, nema núna  hálf í rústum.

Og þessi deila verður ekki leyst, það varð ljóst eftir að hægriöfgamenn komust upp með morðið á Rabin.

Þú þurftir samt ekki að slá varnagla með  því að spila þig dubíusan með því að kommenta á það sem ég var ekki að fjalla um í pistli mínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.10.2023 kl. 12:25

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurgeir.

Kristur er ekki hér, það hefur ekki langa lengi spurst til hans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.10.2023 kl. 12:27

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur Örn.

Það væri heiminum til mikillar blessunar að menn létu þessi fornu átök sér duga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.10.2023 kl. 12:29

7 identicon

Fólk sem ísraelar handsama eru "fangar",  það fólk sem palestínumenn handsama eru "gíslar".  Munur hugtaka felst því hverjir ráða.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.10.2023 kl. 17:36

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Bjarni, óbreyttir borgarar sem teknir eru á eigin landi og færðir til annars lands, eru aldrei fangar í hernaðarmerkingu þess orðs  Síðan er það svo að lögmæt stjórnvöld á hverju landsvæði hafa réttinn til að handtaka fólk.  Þess vegna var til dæmis handtekið andspyrnufólk á Frakklandi fangar þýska hernámsliðsins en ekki gíslar þess.

Þýskir hermenn sem unnu samkvæmt herlögum í Frakklandi, það er handtóku, réttuðu og dæmdu, voru aldrei sekir um stríðsglæpi, það var ekki fyrr en þeir tóku uppá að skjóta menn á færi eins og þorpinu Oradour 1944, að þeir frömdu stríðsglæp.

Það er meðvirkni að gera ekki greinarmun á þessu tvennu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.10.2023 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 60
  • Sl. sólarhring: 191
  • Sl. viku: 5377
  • Frá upphafi: 1338835

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 4735
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband