Hún barðist.

 

Og fékk verðlaun, fyrir baráttu sína gegn kúgun Islamista í Íran gegn konum.

Í þeirri baráttu var líf hennar sem og milljóna kvenna í Íran í hættu, dæmin sanna að uppreisn gegn því kynníði Islamista að konur þurfi að hylja líkama sinn, hefur kostað margar heilbrigðar nútímakonur lífið.

Hvort sem það er að mótmæla kynníði í Íran, eða algjöru ofbeldi kynníðinga í Saudi Arabíu, þar sem konur voru fangelsaðar og síðan drepnar ef þær játuðu ekki kynníðingum Íslamista hollustu sína.

 

Þess vegna er Nóbel Mohammadi vatnaskil fyrir réttindabaráttu kvenna sem hafa það sér til einna saka unnið, að fæðast í löndum þar sem Íslamistar hafa yfirtekið Íslam, og miðaldaviðhorf þeirra gegnsýra þau samfélög þar sem þeir ráða öllu.

Þar sem lífsréttindi og mennska kvenna er undir.

 

Við Íslendingar í okkar ranghverfu meintrar réttindabaráttu hins kostaða flóttamannaiðnaðar, þar sem kostunaraðilinn er sú mafía sem græðir mest þessa stundina, ómennin sem flytja fátækt fólk til velmegunarinnar á Vesturlöndum, höfum upplifað þetta kynníð, við sjáum ungar stúlkur sveipa sig með slæðum á meðan bræður þeirra eru eins og aðrir drengir.

Rúv jafnvel kaus unga stúlku  í helsi kynníðsins sem fulltrúa ungs fólks fyrir vestan, þar hvarflaði að engum að spyrja um óeðlið þar að baki.

Og ekki má gleyma útibúi flóttamannaiðnaðarins, sem hefur lagt undir sig hið aumkunarverða rebel sem kennt er við Pírata, þar er varaþingmaður sem hreykti sér að því, svona fyrir utan feita launatékkann frá ríkinu, að hann hefði tryggt kynníðingi, íslömskum öfgamanni frá Egyptalandi, landvist, og aumingjarnir hjá Rúv birtu athugasemdarlaust viðtal við kynníðinginn, þar sem sást ofurkúguð eiginkona og ungar stelpur í helsi kynníðingsins, í slæðum, nákvæmlega þeim slæðum sem Narges Mohammadi fékk friðarverðlaun Nóbels til að berjast gegn.

 

Aumara getur fátt verið, fréttafólk ríkisútvarpsins hefur ekki feitan tékka varaþingmanna, sem og þingmanna Pírata sér til afsökunar, varla skyldi maður halda að hinn svívirðilegi glæpaiðnaður, kenndur við flóttamenn hafi grafið um sig með mútum og fyrirgreiðslum á Rúv.

 

Rúv þykir samt vænt um Íranskar baráttukonur, fréttastofa þess endurvarpaði meintum ásökunum um að kynníð hefði skýrt að íslenskir lögreglumenn hefðu tekið vatn af íranskri baráttukonu sem hlekkjaði sig við báta Kristjáns í Hval, hún var sem sagt fórnarlamb kúgunar og meints rasisma á Íslandi.

Samt fékk þessi kona ekki friðarverðlaun Nóbels.

Það er eins og Norðmenn geri skýran greinarmun á kynníði og veiðum á hvölum.

Og meti jafnvel meira fólk sem berst gegn kynníði og réttindum kvenna þeim löndum og landsvæðum þar sem kynníðingar Íslamista neyða konur til að vera þriðja flokks þegnar, og slæðan er tákn um kúgun þeirra.

 

Aumingja Rúv, það er eins og það geti aldrei sett puttann á fingurinn.

Að ófrétt sé alltaf frétt, en alvaran sem mannkynið glímir við, sé oftast í aukaatriði.

Nema að það sé ekki tilviljun að mannsalsiðnaðurinn eigi beina rás í fréttastofu stofnunarinnar.

Að Píratarnir séu ekki einu þjónar mannsalsiðnaðarins.

Sem er svo sem líklegt, þar sem gróði er undir og hagsmunir, þá kaupir sá gróði sér vinnufólk, sem ekki spyr, aðeins þjónar.

Eða hver mótmælir óeðli vaxtahækkana Seðlabankans í dag??

 

Samt hyllum við norska Nóbelinn.

Það er jú til fólk sem hafnar kynníði.

Kveðja að austan


mbl.is Mohammadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við setjum okkur lög og reglur og gleymum fljótt þeim lögum og reglum sem áður giltu og furðum okkur á því að aðrar þjóðir fari ekki að okkar nýsettu siðum.

Vagn (IP-tala skráð) 6.10.2023 kl. 13:42

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vagn minn.

Á mörgu átti ég von frá þér, en ekki að þú hefði kyn-níð í flimtingum.

En blessunarlega gerir norski nóbelinn það ekki.

Hvað var svo lagið aftur??, sleeping in elektrónu veröld. 

Það var ágætis lag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.10.2023 kl. 14:18

3 identicon

Bara að benda á hræsnina og tvískinnunginn. En fyrir þá sem ekki ná því enn má benda á það að það er styttra en margur heldur sem það níð sem þú fordæmir svo var stundað hér. Og konur voru eins og hver annar búfénaður. Máttu jafnvel eiga von á dauðadómi ef þeim var nauðgað og barn hlaust af. Og í dag þekkjast dæmi þess að konur sem kæra eru meðhöndlaðar sem glæpamenn af samborgurum og lögreglu. Ungar stúlkur, börn, sem láta vita af ofbeldinu og þurfa í framhaldi að flytja úr bæjarfélaginu og jafnvel úr landi. Íslamskir karlmenn eru ekkert einir um að kúga konur, margir trúbræður þínir eru ekkert skárri og forfeðurnir jafnvel verri. Íslenskir karlmenn áttu ekki frumkvæði að því að veita konum einhver mannréttindi.....Og, á persónulegum nótum fyrst þú vilt endilega fara þangað, þó þú búir í afdölum innræktar fyrir austan þá mátt þú hætta að berja konu (systir?, frænka?) þína og börn.

Vagn (IP-tala skráð) 6.10.2023 kl. 16:17

4 identicon

Beittur og þarfur pistill, Ómar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.10.2023 kl. 19:53

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Kæri Vagn minn, það er ekkert persónulegt við það að þér fari betur að sofa þínum svefni í heimi rafeinanna, það er bara svo.

Það er vissulega viss lógík í því að reyna bæta böl með því að benda á eitthvað annað, en það er ekki beint gáfulegt að leita fanga í sögu fyrri alda til að reyna réttlæt níð í nútímanum.  Það mætti halda að hagsmunir tengdir þér ættu viðskiptatengsl við Íran.

En ef menn kjósa að vera ekki beint gáfulegir, þá er samt lágmarkið að vera ekki heimskur í rökfærslu sinni.

Hálfgert svona níð gagnvart gervigreindinni.

Þá mæli ég frekar með elektrónu poppinu, mörg ágæt lög þar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2023 kl. 13:21

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Pétur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2023 kl. 13:21

7 identicon

Fréttir eru lengi að berast í afdalina fyrir austan ef þú heldur að níð á Íslandi sé eitthvað úr fjarlægri fortíð. Ástandið er ekki þannig að menn geti mikið verið að setja sig á háan hest og fordæma aðra. Mundu glerhús og bjálka.

Söng ekki Ómar *Ég er afi minn*?

Bestu kveðjur í innræktað austrið.

Vagn (IP-tala skráð) 8.10.2023 kl. 03:11

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Vagn minn.

Ein af grunnreglum forritunar á gervigreind er að heimskan er ekki gerði heimskari með endurtekningu. 

Það mætti halda að þú værir að sverja af þér öll tengsl við þá skepnu?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2023 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 709
  • Sl. sólarhring: 1140
  • Sl. viku: 4793
  • Frá upphafi: 1334167

Annað

  • Innlit í dag: 587
  • Innlit sl. viku: 4043
  • Gestir í dag: 549
  • IP-tölur í dag: 535

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband