Fyrsti meinti íslenski raðmorðinginn.

 

Og helsjúkt kerfi segist ekki hafa tíma.

Sjúkleikinn er síðan algjör þegar Landsspítalinn réði hinn meinta fyrsta íslenska raðmorðingja í sérverkefni, þvílík var vanvirðingin gagnvart fórnarlömbum þessa manns.

 

Á meðan þessi viðbjóður átti sér stað, þá var Landlæknir upptekinn við gerð heimildarmyndarinnar Storm, þar sem hver klippan á fætur annarri sýndi meinta samúð Landlæknis með hlutskipti aldraða sem fengu kóvid veirunna, eins og Landlækni væri ekki sama.

Samt þurfti Embætti Landlæknis fjölmiðlaumfjöllun til að grípa inní hinn meintu fjöldamorð á Suðurnesjum.

 

Og með vissu veit ég að hjá Embættinu hefur ekkert breyst, gangsterar í hvítum sloppum taka lífsnauðsynleg lyf af öldruðu fólki, fólki sem býr við góð lífskilyrði fái það aðeins sín lyf, og þegar aðstandendur kvarta, þá er þeim sagt að þeir séu númer 346 í biðröðinni, mál þeirra verði tekið fyrir eftir sirka 4 ár.

Skyldu aðstandendurnir á fórnarlambanna á Suðurnesjum hafa fengið svipuð svör þegar grunur  þeirra vaknaði fyrst um morðæðið??

 

Hingað var fenginn erlendur læknir á ráðstefnu um ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna og heilbrigðiskerfisins á mistökum, þar sem hann sagði sína sögu, og hvernig hann var maður til að viðurkenna mistök sín, því öllum getur orðið á mistök. 

Mistök hans voru banvæn, en hann viðurkenndi þau strax, baðst afsökunar, hann lagði ekki þá þrautargöngu á aðstandendur að þurfa að sækja rétt og réttlæti gegn herskörum siðblindunnar sem viðurkenna aldrei neitt, og bakka hvorn annan upp.

 

Hvað skyldu margir læknar hafa horft uppá viðbjóðinn á Suðurnesjum, og gerðu ekki neitt, sögðu ekki neitt, horfðu í hina áttina þegar lífsnauðsynleg lyf voru tekin af fólki sem hafði sama rétt til lífsins og við hin??????

Hver er sekt þeirra, því sæta þeir ekki ábyrgð fyrst þeir hafa ekki manndóm til að játa heigulshátt sinn, og hin banvænu mistök að hafa ekki gripið inní dauðaferlið sem átti sér stað beint fyrir framan nefið á þeim??

 

En hver eru orð skinhelgarinnar, þess embættismanns sem mesta ábyrgðina ber að enginn er lærdómurinn, að siðblindan og siðleysið er algjört í lærdómnum af hinu meintu raðmorðum á Suðurnesjum??

Vitnum í frétt Morgunblaðsins um orð Landlæknis eftir þessa ráðstefnu.

Fyrirsögn fréttarinn er "Mikilvægt að heilbrigðiskerfið læri af mistökum" og vitnað í Landlækni. "Hún seg­ir að frum­varpið sé mik­il­vægt til að tryggja að lært sé af al­var­leg­um atvik­um er þau koma upp og að þau ger­ist ekki aft­ur, "frek­ar en að leita að söku­dólg­um".".

Í viðtali við  Ríkisútvarpið segir Landlæknir, mikilvægt að gangast við mistökum, biðjast afsökunar og læra af þeim.

 

Samt grípur embætti hennar ekki inní þegar aðstandendur kvarta yfir gangsterum í hvítum sloppum sem setja sjúklinga sína á samheitalyf sem vitað er að sjúklingurinn svarar ekki, þá er eina svarið að erindi þínu verður svarað eftir 4 ár, hvort viðkomandi deyi í millitíðinni er ekki okkar mál.

Tölfræðin sannar að konur fái margfalt verri þjónustu og greiningar en karlar, en þegar Embætti landlæknis er bent á raungerningu þessarar tölfræði, þá er það ekki þess mál, hvað eru nokkur ótímabær dauðsföll á milli vina?

 

Harmleikurinn á Suðurnesjum er ekki einsdæmi, heldur aðeins toppurinn á ísjaka sem helsjúkt kerfi reynir að þagga niður, og þegar það mistókst hjá Embætti Landlæknis, þessir helv. fjölmiðlar, þá reynir embætti ríkissaksóknara að svæfa málið.

Hvað er svo flókið við þetta mál annað en kerfisbresturinn að aðrir læknar reyna réttlæta hin ótímabæru dauðsföll??

Réttlæta hin meintu raðmorð eins og það sé eitthvað læknisfræðilegt að taka lífsnauðsynleg lyf af sjúklingum.

 

Hin grímulausu skilaboð eru þau að ef þú ert langveikur, ef þú ert aldraður, og sérstaklega af fyrstu tveimur skilyrðum uppfylltum, að þú sért kona, þá máttu missa þig, jafnvel þó þú fáir óumbeðna hjálp til þess.

Það er sparnaður í því og Vörðurinn um þann sparnað er Embætti Landlæknis og Embætti ríkissaksóknara.

 

Og við hin horfum uppá þetta og steinhöldum kjafti.

Hvað segir það um okkur og okkar siðferði??

Hvar eru fjölmiðlar okkar, hvar er fjölmiðlafólk okkar??

 

Í Kanada voru grafnar upp fjöldagrafir með hundruðum ungra barna af frumbyggjaættum, sem dóu ótímabærum dauðdaga á barnaheimilum ríkisins fyrir frumbyggjabörn, sem voru tekin nauðug af foreldrum sínum.

Það tók áratugi fyrir aðstandendur þessara barna að ná fram réttlæti fyrir börn sín, til að þarlend stjórnvöld öxluðu ábyrgð og bæðust afsökunar.

Ég efa samt að siðblinda þarlends landlæknis hafi verið á það háu stigi, að í afneitunarferlinu miðju, hafi hann mætt kotroskinn í viðtal og sagt; Mikilvægt að við lærum af mistökum okkar, öxlum á þeim ábyrgð og biðjumst afsökunar.

Á allri skömm eru jú takmörk.

 

Hvað skyldi Holokaust íslenskra kvenna fela í sér mörg lík ef læknaskýrslur yrðu skoðaðar og farið yrði yfir sjúkdómsgreininguna; "Lést vegna aldurs", en hið raunverulega banamein var ótímabært andát vegna þess að lífsnauðsynleg lyf voru tekin af viðkomandi.

Og læknarnir sem áttu að sjá það horfðu í hina áttina.

Ypptu öxlum líkt og gert var á Suðurnesjum.

 

Það munum við ekki vita á meðan allir þegja.

Félag eldri borgara, Kvenréttindafélag Íslands, fjölmiðlar þjóðarinnar.

 

Það þögðu reyndar flestir í Kanada, en samt gafst réttlætið ekki upp, réttlætið sem hefur sig upp yfir svikið réttlæti hins helsjúka kerfis sem þaggar, sem reynir að réttlæta mannaníð sem ekki er hægt að réttæta.

Og að lokum var Holokaust þarlendra frumbyggjabarna afhjúpað.

 

Hér er það bara lítil frétt að hinn meinti fyrsti íslenski raðmorðingi starfi áfram innan heilbrigðiskerfisins og að réttarkerfi okkar hafi ekki tíma til að skoða mál hans.

Og að sambærileg mál sem koma inná borð Embættis Landlæknis séu númer 346 í biðröðinni, og verði tekin til skoðunar mörgum árum eftir að hægt var að bjarga lífi þess sem það var beðið um að bjarga.

Ömmur, langömmur, so what??

 

Í þessu samhengi er hinn meinti raðmorðingi skásta eintakið um mannvonsku og siðblindu.

Og skinhelginni er ekki logið uppá núverandi Landlækni.

 

Læra hvað!!.

Þessu fólki er ekki viðbjargandi, en við sem þjóð eigum ekki að líða það.

 

Þá er skömm okkar margfalt meiri en þeirra.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Mál læknisins enn á borði saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldarpistill hjá þér Ómar.

Frá því ég man eftir mér, sem er orðið ansi langt síðan,heyrði maður stöðugt og oft

talað um læknamafíuna á Íslandi. Þegar maður komst meira til vits og ára og kynntist

þessu í gegnum ættingja sem áttu bágt og fengu ekki þá þjónustu sem þeir áttu rétt á,

þá opinberaðist þetta fyrir manni hvurslags viðbjóður er hér á ferðinni. Ég hélt að svona lagað

væri bara í útlöndum. Eins og hvað allir gætu haft það gott í okkar fallega landi ef ekki væri

fyrir helsjúka spillingu allstaðar. Við erum með læknamafíu sem sér um sína, lögfræðimafíu sem sér um sína og sín mál,

dómaramafíu sem sér líka um sig og sín mál, embættismannamafíu sem stjórnar mest af öllu hér á landi, en mesta og

spilltasta mafían er á Alþingi Íslendinga þar sem siðblindan og græðgin fyrir eigin rassi er númer 1-2 og 3.

Þannig komst Sveinn nokk­ur Búa­son að orði í mik­illi eld­grein í Morg­un­blaðinu sum­arið 1923, þar sem hann vandaði dug­lega um við þjóð sína.

„Það rík­ir sýkt­ur andi í þing­söl­un­um, svo þó að inn komi þangað við og við einn og einn maður í senn (sem mann ber að kalla), þá nýt­ur hann þar ekki nema ógeggjaðrar heilsu nema stutta stund. Svo er hann orðinn samdauna þess­um kind­um, sem þar eru fyr­ir, og fæst­ar hugsa um annað en fylla eig­in kvið.“

Er nema von að allt sé hér í klessu.

Sigurður Kristján Hjaltested, 24.9.2023 kl. 15:59

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Þær eru meinsemd blessaðar mafíunnar, sama hvaða nafni þær nefnast.

Ég fékk þessa frétt uppí hendurnar þegar ég var ennþá að melta skinhelgi Landlæknis sem kom fram í viðtali við hana eftir að hún sat ráðstefnuna; Mennska er máttur, líka í heilbrigðiskerfinu og lét vaða þó allt þetta mál sé hið ömurlegasta.  En ég veit það fyrir víst að þetta er aðeins toppurinn, og kerfið hefur ekkert lært af þessum harmleik, það grípur ekki inní fyrr en skaðinn er skeður, og þá aðeins ef harmslegnir aðstandendur ná að vekja athygli fjölmiðla, þá er drattast til að kæra, eins og kærur veki fólk til lífsins eða bæti fyrir alvarlegan skaða, en ekki litið í eigin barm, og reynt að draga lærdóm, til að fækka svona atvikum.  Það er hægt að grípa inní dauðferlið, alveg eins og það er hægt að stöðva ofbeldismenn áður en þeir ganga að fórnarlömbum sínum dauðum.

En þessi orð sátu í mér (fréttatími sjónvarps 19.09); Landlæknir um norska lækninn sem viðurkenndi banvæn mistök og baðst afsökunar: "Svona á að gera, því að rannsóknir sýna að þegar verður alvarleg atvik þá vilja sjúklingar og aðstandendur fá heiðarlega viðurkenningu og útskýringu á því sem hefur gerst, þau vilja fá afsökunarbeiðni, þau vilja fá fullvissu um það að það verði allt gert til að hindra að slík atvik fái endurtekið sig, og þau vilja fá stuðning og eftirfylgd.".

Það er alvarlegur kerfisbrestur í heilbrigðiskerfinu varðandi að grípa inní augljós mistök einstakra lækna, mistök sem geta verið banvæn ef ekki er gripið inní, og ég minnist á þennan kerfisbrest hér að ofan.  En stóri bresturinn er samfélagið, sem líður þetta alræði eða guðræði einnar stéttar yfir heilsu okkar og er í áskrift af skattpeningum þjóðarinnar.  Margt er vel gert sem ber að þakka, en þó fornmenn töldu fyrstu læknanna hafa fengið þekkingu sína frá guðunum, þá eru læknar ekki guðlegar verur, þekking þeirra er takmörkuð og þeir eru skeikulir eins og við hin.

Það virðist fyrr frjósa í helvíti áður en læknar viðurkenna mistök kollega sinna og grípa inní og þeir stjórna eftirlitskerfinu um sjálfa sig, það er hjá Embætti  Landlæknis.  Og fólk tekur því sem sjálfsögðu, það varla rumskar þó það glittir í helsjúkt kerfi sem getur ekki einu sinni tekist á við meint raðmorð.  Það er að segja þegar lífsnauðsynleg lyf eru viljandi tekin af sjúklingum, hvað þó í öllum hinum tilvikunum þar sem kannski er um óviljaverk að ræða, en jafn banvæn fyrir það.

Það er eins og menn hugsi ekki út í að það veit enginn hver verður langveikur og öll eldumst við og verðum gömul. Og væntanlega eigum við öll foreldra, ömmur og afa, langömmur og langafa, sem eru algjörlega varnarlaus ef þau lenda í þessu banvæna mistakaferli, og kerfið sem hefur eftirlit með sjálfu sér er algjörlega ófært um að takast á við það.

Ég spurði hér að ofan um hvar fjölmiðlar okkar væru, hvar fjölmiðlafólk okkar væri, og ég fékk svar núna í morgunsárið.  Einhver blaðamaður hafði spurt Landlækni um kjólana sína og svarið ásamt myndum var birt samviskusamlega.  Algjör kaldhæðni er stundum sagt til áherslu, en algjörri getur hún ekki orðið í ljósi þessarar örfréttar um hvar fyrstu meintu raðmorðin er stödd í kerfinu; "við höfum sko ekki tíma".

Fullorðið fólk, en það er kannski búið að reka það allt, hefði séð samhengið í þessari ömurlegu frétt, um helsjúkt kerfi sem getur ekki einu sinni tekist á við meint raðmorð, og spurt Landlækni í ljósi tilvitnaðra orða hennar hér að ofan; Landlæknir, hvað hefur þitt embætti lært af þessum harmleik á Suðurnesjum sem allavega kostaði 6 manneskjur lífið?? "Fenguð þið hjálparbeiðni frá örvæntingarfullum aðstandendum á einhverjum stigum málsins, hver voru viðbrögð ykkar.  Hyggist þið biðjast afsökunar á að hafa ekki gert neitt til að hindra að hin meintu raðmorð urðu svona mörg???

Eða ekki sé minnst á hina stóru spurningu, því liðið er liðið, en það má læra og hindra svona harmleiki í framtíðinni; "Landlæknir, hvernig bregst embætti þitt við næst þegar þið fáið tilkynningu um að læknir hafi tekið lífsnauðsynleg lyf af sjúklingi/sjúklingum sínum??  Er það satt að það sé 4 ára biðlisti á að þið svarið slíkum neyðarköllum??

Nei Sigurður, það er eitthvað mikið að í þessu samfélagi, það er eins og allt vit hafi yfirgefið það, eftir stendur vankunnáttan, vanhæfnin, skinhelgin og hræsnin.

En það er alltaf flott að halda ráðstefnu og fá svölun fyrir fjölmiðlafíkn sína.

Með kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2023 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 4192
  • Frá upphafi: 1338891

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 3754
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband