22.9.2023 | 15:10
Það má segja Nei.
"Ég er orðinn hundleiður á að fólk segi mér hvaða skoðanir ég má hafa, og hvaða ekki. Ég er fullfær um að móta mína eigin skoðanir sjálfur".
Þetta er nokkurn veginn rétt tilvitnun í athugasemd skeleggs frænda mína á feisbókarsíðu hans, þar sem greinilegt var að hann var búinn að fá uppí kok á umræðustýringu rétthugsunarinnar sem gegnsýrir allt samfélagið.
Ef þú gerir athugasemdir við eitthvað, eða tjáir skoðanir þínar um eitthvað sem er í umræðunni, þá verður þú að passa þig mjög á að hafa ekki móðgað einhvern, eða eitthvað, og jafnvel í kjölfarið sakaður um meintan rasisma, kvenfyrirlitningu, hatursorðræðu gagnvart viðkvæmu fólki, hægri popúlisma eða eitthvað þaðan af verra.
Og maður heyrir það svo vel í daglegri umræðu að fólk er búið að fá uppfyrir kok af þessari umræðustjórnun og skoðanakúgun.
Fólk má nefnilega segja Nei við því sem það mislíkar.
Þú skilur alveg gildi mannúðarstefnu og það sé reynt að hjálpa fólki í neyð, en það er ekki það sama að þú megir ekki orða réttmætar efasemdir um vinnubrögð sjálftökuliðsins í flóttamannabransanum, sem auk þess að láta eins og okkar fámenna þjóð geti endalaust tekið við flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum heimsins, að það beiti öllum hugsanlega lagaklækjum til að vinna gegn gildandi lögum.
Og þú ert ekki rasisti þó þú spyrjir þeirrar réttmætu spurningar hvort ekki sé hægt að verja fjármunum betur en nú er gert, að þeir komi raunverulega að gagni hjá þeim tugmilljónum sem gista flóttamannabúðir heimsins, og eru algjörlega háð aðstoð alþjóðasamfélagsins. Eða snýst þetta bara um að hjálpa því fólki sem hefur efni á að fljúga til Íslands, það er ekki í flóttamannabúðum. Hvað væri hægt að tryggja mörgum börnum og mæðrum lífsnauðsynlega næringu eða nauðsynlega grunnmenntun fyrir þann kostnað sem fellur á íslenska ríkið vegna sjálftöku lagaklækjameistarana, sem spila sig góðmenni með feitan tékka í rassvasanum frá íslenskum skattgreiðendum. Skyldi einn svoleiðis feitur tékki duga 10 mæðrum og börnum þeirra, til dæmis í Súdan, eða Líbanon, til næringar og menntun barna þeirra??
Þú mátt líka spyrja þeirrar réttmætu spurningar, svona í ljósi þess hvernig flóttamannaiðnaðurinn keyrir inn fólk hingað, eigum við ekki að byrja á að líta okkur nær. Hvað skyldu mörg íslensk börn þjást vegna þess að BUGL er vanfjármögnuð og biðlistarnir komnir langt út fyrir þolmörk neyðarinnar?? Hvað margar dragtir, hvað margar utanlandsferðir, hve margar Teslur hafa verið keyptar, hafa verið keyptar fyrir sjálftökuna, það veit enginn, en það er vita að það væri hægt að útrýma biðlistum BUGLAR fyrir brot af þeim fjármunum.
Við megum segja Nei við þessu, við megum spyrja réttmætra spurninga, og við eigum kröfu um að fá svör, en ekki skipulagðar svívirðingar hinna meintu umræðustjórnanda og smáfólksins sem gengur erinda þeirra.
Við megum líka segja Nei við því að það sé markvisst verið að skipta um þjóð í þessu landi. Það er ekkert eðlilegt við það að innflytjendur sem og erlent farandvinnufólk nálgist að vera um helmingur íbúa landsins. Og síðan til að tryggja að við týnumst í mannhafinu, að hver afkimi landsins sé yfirfylltur af erlendum ferðamönnum.
Og við séum ekki gjaldgeng í samfélaginu ef við erum ekki mælt á erlenda tungu.
Ágætur maður orðaði þetta sjónarmið í grein fyrir nokkru og spurði stjórnvöld þeirrar réttmætu spurningar hvort það væri yfirlýst stefna þeirra að skipta út íslenskri þjóð og íslenskri tungu, hann vildi bara fá að vita það, því ef svo væri sá hann ekki ástæðu til að búa hér lengur, því það var þjóðin og tungan sem batt hann við skerið.
Svo réttmæt var spurningin að umræðustjórnendurnir fengu einhvern prófessor í íslensku til að tala niður til mannsins, ýja að rasisma, benda síðan á að fólk af erlendum uppruna hefðu áður flutt til landsins, til dæmis Baskar á 15. og 16. öld, og síðan væri það bara níska innlendra atvinnurekanda að tíma ekki að kenna farandvinnufólki sínu íslensku. Og smáfólkið klappaði upp málafylgju hins lærða meistara.
En hver vogar sér að kalla það viðhorf rasisma að eiga þá frómu ósk að íslenska þjóðin sem lifði af harðindi liðinna alda, að hún lifi ekki af velmegun þeirrar 21. aldar án þess að eyða sjálfi sér innan frá. Fólk þarf ekki að vera sammála þessu viðhorfi, en það hefur engan rétt að þagga það niður með upphrópun um rasisma. Sem og hve rök hins lærða prófessors voru heimsk, auðvitað hefur þjóðin blandast á liðnum öldum, og henni örugglega til góðs, en sú blöndun hefur ekki verið talin í innflutningi á tugum þúsunda og þar með reglulega orðið þjóðarskipti. Og til hvers ættu þeir sem nýta sér þjónustu erlendra farandverkamanna að kenna þeim íslensku, íslenskan er á hröðu undanhaldi og vart lengur notuð í hótel og veitingabransanum, sem og að sá sem nýtur sér ódýrt vinnuafl, hann vill að það vinni, honum nákvæmlega sama á hvaða tungumáli viðkomandi tjáir sig á.
En forheimskan hins vegar afhjúpar innihaldsleysi varnarinnar, við erum að skipta út þjóðinni, við erum að skipta út íslenskunni fyrir ensku, það er faktur, eina spurningin er hvort við séum sátt við það, eða viljum spyrna á móti.
Og við megum segja það, við megum segja Nei.
Tilefni þessa pistils er samt mál málanna í dag, meint hatursorðræða gagnar trans og hinsegin fólki.
Og það er rétt, margt miður fallegt hefur verið sagt, og miðað við frásagnir kennara þá virðist einhver örminnihluti verið genginn úr límingunni og mætir öskrandi og æpandi í kennslustofur og talar um núverandi kynfræðslu sem barnaníð.
Þetta þarf að tækla, en menn tækla þetta ekki með stóra stimplinum; Hatursorðræða. Því það er greinilega eitthvað í gangi sem hefur ofboðið fólki.
Og fólki má ofbjóða og tjá það án þess að fá þennan stimpil, að móðursýki vitleysingarhjarðarinnar sé notuð sem réttlæting fyrir þeirri vörn að um hatursorðræðu sé að ræða, og rökum sé svarað með viðtölum við fólk sem telur sig eiga erfitt í núverandi umhverfi, að það upplifi bakslag, og óttist jafnvel um líf sitt.
Vitleysisganginum á að svara, og um að gera að upplýsa almenning um að öll þessi umræða sé mörgum erfið, en það réttlætir það ekki að fjöldinn fái stimpil vegna umræðu örminnihlutans sem er eins og hann er, en hann er ekki við.
Það má vel vera að nýjasta útfærslan á kynfræðslu sé réttmæt, en þá þarf að útskýra að fyrir fólki, en ekki svara því með skæting eða þöggunartilburðum.
Og handhafar þess sannleika þurfa að gera sér grein fyrir því að ef fólki bregður, þá bregður því, og það er réttur þess.
Það væri þá ekki í fyrsta skiptið þar sem framþróun tímans hafi farið gegn núvitund samfélagsins um hvað það meðtekur, og hvað ekki, og þá er það bara vinna að kynna nýjungarnar eða hina nýju hugsun, en ekki sýna þann hroka; "Ég veit betur", og knýja svo fram breytingar gegn siðvitund fjöldans.
Fjöldinn þarf ekki að hafa rétt fyrir sér, en það ber að virða hann, og það ber að virða ólík sjónarmið.
Hvernig transfólk var dregið inní þessa umræðu er mér hulin ráðgáta, líklegast er undirliggjandi pirringur hjá hinum almenna út af umræðu ótengdri hinni meintu kynfræðslu, grunar að það hafi eitthvað með árásir umræðustjórnenda á tungumálið og skynjun fólks hvað er rétt og rangt. Það er til dæmis rangt að kalla konur legbera, og bein árás fáviskunnar á heilbrigða skynsemi fólks.
Eða að fólki mislíkar að upplifa að það sé ekki lengur talað um jafnræði heldur sérræði, að krafa örminnihlutans um að fá að vera hann sjálfur, felist í því að við, öll hin, 99,99% hættum að vera við sjálf, eða þessa sífeldu umræðu um hve þau eiga bágt eða eitthvað, af hverju falla þau ekki inní hópinn með full réttindi á við okkur hin?
Það er enginn að flagga fyrir okkur, eða mála göturnar fyrir okkur, common og þá er vísað í ofurathyglina á réttindabaráttu hinsegin fólks eins og það séu ekki fleiri sem þurfa að berjast fyrir réttindum sínum.
Veit ekki en þarna held ég að trans og hinsegin fólk sé fórnarlömb þess pirrings sem grafið hefur um sig lengi, og kristallast í því að þú mátt ekki segja Nei, þú mátt ekki hafa skoðun ef hún fer gegn boðaðri skoðun rétthugsunar og þeirra sem vilja stjórna umræðunni.
Að fólk sé búið að fá nóg af svívirðingunum, útskúfuninni, slaufuninni eða hvað sem þetta heitir allt saman.
Og þessi pirringur fái útrás á þeim hópi eða hópum sem rétthugsun Góða fólksins og umræðustjórnanda þess hampar mest í augnablikinu.
Að trans og hinsegin fólk sé að verða gyðingar okkar tíma.
Því auðvita kemur þessi skoðanakúgun og umræðustjórnun þeim ekkert við.
Þetta er aðeins hópar sem grímulaust vald auðránsins notar til að ná fram markmiðum sínum.
Hentar vel því það er svo auðvelt að láta þessa hópa upplifa sig sem fórnarlömb.
Á meðan hugsar fólk ekki um af hverju að svo er fyrir okkur komið að þó efnahagslíf okkar hafi aldrei verið öflugra og þjóðin aldrei skaffað meira, að þá gengur æ verr að fjármagna innviði þjóðarinnar, eða fólki gengur æ verr að uppfylla grunnskyldu lífsins, að tryggja lífinu sem það ól, öruggt skjól
En þetta er reyndar bara mín skoðun, þarf ekki að vera réttari en hver önnur.
En ég má hafa hana.
Og ef menn eru ósammála, og vilja tjá þá skoðun sína, þá gera þeir það með rökum, ekki þöggun.
Ég má segja Nei við það sem mér mislíkar.
Fólk má segja Nei við það því sem mislíkar.
Alveg eins og það má segja Já.
Það er réttur þess.
Það er réttur okkar.
Alveg eins og þöggun og skoðanakúgun Góða fólksins og rétttrúnaðar þess er Óréttur.
Leitni til alræðis, helsis og fjötra.
Ég má segja Nei.
Það má segja Nei.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.9.2023 kl. 09:23 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar og takk fyrir hreinskiptan pistil.
Þú er með puttann á meininu sem er að tröllríða samfélaginu. Ég er ákaflega glaður að þú hafir skrifað þennan pistil og óskað eftir að þeir sem þér eru ósammála og vilja tjá sig með rökum en ekki þöggun. Því rökfasari mann en þig hef ég ekki kynnst í bloggheimum.
Hafðu aftur góðar þakkir fyrir skrif þín. - þau vekja afthygli.
Eggert Guðmundsson, 22.9.2023 kl. 17:09
Takk fyrir hlýleg orð Eggert.
Engar áhyggjur þurfum við að hafa um að taka rökræðuna við þá sem eru ósammála þessum sjónarmiðum mínum, Moggabloggið er það einsleitt. Svona skrifar maður til að skerpa á hugsun sinni, og í þessu tilviki til að halda mér í þjálfun. Svo fær maður oft athugasemdir sem bæði fræða mann og hlýja, þar skiptir engu hvort menn eru sammála eða hafa aðrar skoðanir eða önnur sjónarmið.
Það má segja Nei á síðu minni, en auðvitað er ég með munninn fyrir neðan nefið, og mér leiðist ekki skoðanaskipti. Já er líka velkomið og oft geymi ég pistla vegna umræðunnar, þar sem til dæmis athugasemdir hafa gert mér kleyft að þróa áfram hugsanir mínar.
Vissulega minna virkur en ég oft vildi, en það er hvorki rifist við aldur eða heilsu. Ég kíki hins vegar reglulega við hér á Moggablogginu og mér þykir vænt um þetta litla samfélag okkar.
Takk fyrir innlitið Eggert.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.9.2023 kl. 22:03
Sæll Ómar, -gott að hafa fengið aftur pistla frá þér til að lesa.
Ég verð nú reyndar að segja alveg eins eins og er að mér hefur ekki fundist þú vanur að fiska í gruggugu vatni. Moggabloggið er nú um stundir að mestu bergmálshellir þannig að þér hefði verið í lófa lagið að fá umræðu við hatursumræðu ríkisstjórnarinnar á hvorn veginn sem var, en tæplega báða í einu. Svona til að segja eitthvað þá má segja að innflutta já Ísland syndrómið hafi komið óorði á nei-ið.
Þessi jákvæðni ristir djúpt í þjóðarsálina, Færeyingar tala meir að segja stundum um Íslendinga sem já-arana, en ég hygg að Færeyingar segi álíka oft já og nei, svona frekar neivæðir miðað við Íslendinga. Enda sá heilög Jóhanna ástæðu til þess á sínum tíma að fara til eyjanna og reyna að hafa vit fyrir þeim.
Ég þurfti reyndar að lesa þennan pistil oftar en einu sinni og get því alveg viðurkennt að þessi athugasemd mín getur allt eins verið út úr kú. En hvort stjórnarráðið og háskólasamfélagið kæmi til með að flokka hana sem hatursorðræðu næ ég engan veginn að átta mig á.
Með góðum kveðjum í neðra úr þokunni í efra.
Magnús Sigurðsson, 23.9.2023 kl. 08:15
Það er gott að að verða dulúður á gamals aldri Magnús, og það fer þér líka vel.
Don´t worry vegna stjórnarráðsins og háskólasamfélagsins, það er ekki að fiska á okkar slóðum. Verum bara ánægðir með kaffibollann í hendi eða á borði, núna í síðmorgunsárinu, og ekki skemmir blíðan fyrir hérna í firðinum mína fagra.
Svo er fótbolti á eftir í Klakahöllinni, hvað er hægt að biðja um betra??
Kveðja að neðan til ykkar í efra.
Ómar Geirsson, 23.9.2023 kl. 10:04
Pistill Magnúsar hjálpar mér til að skilja pistil Ómars. En hér eru margar góðar setningar. Eitt af því sem skiptir mjög miklu máli er setningin:"Á meðan hugsar fólk ekki um af hverju að svo er fyrir okkur komið að þó efnahagslíf okkar hafi aldrei verið öflugra og þjóðin aldrei skaffað meira, að þá gengur æ verr að fjármagna innviði þjóðarinnar, eða fólki gengur æ verr að uppfylla grunnskyldu lífsins, að tryggja lífinu sem það ól, öruggt skjól".
Magnús skrifaði um það hvernig Katrín ætlar að hafa vit fyrir fólki þótt næstum enginn þori lengur að tjá neitt rasískt opinberlega lengur. Maður skyldi ætla að í nýju lögunum hennar verði:"Bannað er að gagnrýna stjórnmálamenn sem vilja vera lausir við gagnrýni." Katrín minnir æ meira á Stalín.
Mér finnst ekki þörf á meiri löggjöf til að þagga niður í fólki. Nær væri að fjarlægja mannréttindakafla Stjórnarskrárinnar frá 1995 og 2005 um bann við mismunun, og losna við þessar girðingar sem eru til þess að lýðræðið fær ekki að dafna, að hér á Íslandi er ríki óttans en ekki ríki frelsisins. Eftir ætti aðeins að standa þetta með meiðingar á mannorði. Enda hefur það víst alltaf verið þannig að þeir ríkustu hafa efni á að verja stöðu sína og yfirvald.
Tilvitnunin góða í Ómar úr þessum pistli lýsir því að spilling stjórnmálafólksins á þessu landi er orðin svo gífurleg að það er að leggja landið í rúst og þjóðina en nennir ekki að sinna skyldum sínum, og fólk gerir ekkert í því.
Ekki er gott að finna ráð við því hvernig má leysa það, ef fólk gerir ekki uppreisn gegn svona valdhöfum.
En þessi pistill er þarfur og kemur inná margt merkilegt.
Lausnir er erfitt að finna. Það er ekki góður leikur hjá VG og Sjálfstæðisflokknum að ganga í eina sæng. Þannig þagga þau niður í allskonar gagnrýni og jásystkinum fjölgar sem þykjast ekki sjá spillinguna.
Ingólfur Sigurðsson, 23.9.2023 kl. 12:09
Það er gott að heyra Ingólfur, sjálfur skyldi ég ekki bofs í orðum Magnúsar.
Ég er einfaldlega að falla um þöggun Góða fólksins og hins pólitíska rétttrúnaðar, og þann rétt okkar að við megum segja Nei við þeirri þöggun.
Hélt að ég væri auðskiljanlegur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.9.2023 kl. 17:14
Það kemur alveg fyrir að þú hefur vondar skoðanir sem þarf að leiðrétta :)),en í þessu tilfelli get ég tekið heilshugar undir nánast allt sem þú skrifaðir.
Ég hef nú skift um skoðun.
Ég las pistilinn aftur og ég held að ég sé sammála ÖLLU sem þú skrifar.
Ég held reyndar ekki að þeir sem fljúga hingað hafi efni á því. Þetta fólk er flutt inn af ríkisstyrktum mannsalshringjum á Íslandi og erlendum samtökum sem hafa tortímingu þjóðernis að markmiði. Þau sjá um framkvæmdina fyrir hönd sjálftökuliðsins.
Það sem þú kallar réttilega sjálftökulið er í raun yfirstétt sem hefur glatað þjóðerni sínu.
Þau tilheyra ekki Íslensku þjóðinni heldur alþjóðlegri yfirstétt. Það er ástæðan fyrir að þau finna ekki til neinna óþæginda þegar þau svíkja Íslensku þjóðina eða kæra sig kollótt um þó að aðgerðir þeirra kollvarpa tungumálinu og þjóðerninu.
Það er nefnilega ekki þannig að fyrirbærið þjóð sé stór hópur af fólki sem býr á afmörkuðu landsvæði. Þjóð er stór hópur af fólki sem býr á afmörkuðu landsvæði og hefur sameiginlegann bakgrunn og menningu.
Það er ekki auðvelt fyrir stjórnmálamenn að misbjóða slíkum hópi til lengdar,enda hefur hann meira sameiginlegt en það sem sundrar.
Ef þynnir hinsvegar samstöðu hópsins með að flytja inn í hann stóra hópa af fólki sem hafa allt annan bakgrunn,þá verður allt mikið auðveldara. Þá er líka hægt að etja þessum hópum gegn hver öðrum. Þetta er þegar byrjað hér á landi. Í síðustu borgarstjórnarkosningum sá ég að einn af erlendu frambjóðendum var að geta út á óvild innflytjenda gegn Íslendingum.
En mæltu manna heilastur ómar Geirsson
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 23.9.2023 kl. 19:01
Sæll Ómar; sem og aðrir, þinna gesta !
Margir afbragðs punktar; frá þeim : Eggert - Magnúsi og Ingólfi en, . . . . skýrlega og
afdráttarlaust skrifar Borgþór Jónsson ekki síður, í sinni myndrænu útleggingu á því,
sem er raunverulega að eiga sjer stað: hjerlendis.
Glæpa hyski Engeyingannna (Bjarna Benediktssonar ættin) ásamt Samherja ruzlara lýðnum að
norðan (Akureyri - Dalvík og nærsveitum) eru samvalin í því, að SPLUNDRA þeirri hógværð
sem við áttum að venjast hjer, fyrir 40 - 50 árum og þaðan af lengra síðan - upptjúnnað röfl
um vöntun á svo og svo miklu vinnuafli, víðs vegar af hnettinum.
Fyrirsláttur þessa liðs; er sívaxandi þörf á húsnæði - fyrir innfædda ? / nei ekki aldeilis
heldur því fólki, sem Sjálfstæðisflokkurinn - Framsóknar uppsópið - Vinstri grænu viðrinin -
Pírata gerpin og ViðreisnarSamfylkingin hafa komið sjer saman um, að flytja hingað í stórum
stíl, og til þess eins að RÚSTA okkar þjóðerni og tungumáli.
Umlið í Miðflokknum; í hans málamynda andstöðu við þessa þróun (til þessa a.m.k.) er fremur
snautlegt: ekki hvað sízt í ljósi þess að sá flokkur gæti sópað að sjer fylgi, tæki hann
upp almennilega þjóðernisstefnu.
Við Borgþór Jónsson; erum á öndverðum meiði, hvað varðar yfirgang Rússneska Sambandsríkisins
á hendur Úkraínu: hvar mjer blöskrar yfirgangur Rússa og frekja gangvart ýmsum nágranna ríkja
en Borgþór hliðhollur Moskvu stjórninni, en . . . . enn og aftur skal Borgþóri þökkuð hans
raunsæja frásaga í athugasemdinni nr. 7 hjer efra, engu að síður.
Með; beztu kveðjum austur í fjörðu - sem og víðar um grundir, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.9.2023 kl. 20:19
Takk fyrir það Borgþór, ég reyni alltaf að mæla heilastur, öllum svo guðvelkomið að segja Nei, Já eða allt þar á milli.
Við gerum það þegar Sigurður Ingi tilkynnir byltingu í samgöngumálum Mið-Austfjarða með því að afleggja glapræðið að bora undir vatnasvið Fjarðaheiðar og þess í stað verði allir Mið-Austfirðirnir tengdir saman með göngum, og síðan verði borað frá Mjóafirði uppí Hérað, og sameinað Austurland verði lífvænlegt á 21. öldinni.
Svo má ræða það seinna hvort ekki sé kominn tími á að segja Fjarðabyggð til sveitar uppá Hérað, en það er önnur saga.
Kveðja úr haustblíðunni í neðra.
Ómar Geirsson, 24.9.2023 kl. 11:45
Blessaður Óskar Helgi.
Lengi lifi skoðanaágreiningurinn og látum aldrei þagga niður í okkur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.9.2023 kl. 11:47
. . . . sælir á ný; Ómar, sem og aðrir fjelagar, á þinni síðu !
Nei; fyrr skyldum við dauðir liggja, áður en niður
yrði í okkur þaggað, á nokkra vegu.
Með; þeim sömu kveðjum, sem hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.9.2023 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.