Rödd skynseminnar óskast.

 

Hefði getað verið yfirskrift pistil gærdagsins þar sem ég benti á að ekkert leystist með sífelldum bendingum á aðra, vandann sjálfan þyrfti að ræða, orsakir hans og hvað er í mannlegu færi að takast á við hann.

Til dæmis veldur stjórnlaus innflutningur á fólki viðvarnandi skorti á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem aftur ásamt erlendum kostnaðarhækkunum, drífur áfram verðbólguna.  Að ræða ekki þann vanda og kenna svo öðru léttvægu um eins og launahækkunum er í besta falli fáviska.

 

Í þá umræðu vantar rödd skynseminnar, en hún er virkilega til staðar í málflutningi Bjarna Benediktssonar varðandi samgöngumál höfuðborgarsvæðisins og sérstaklega þeirri forheimsku sem lagning Borgarlínunnar er.

Þar er Bjarni með kjarna málsins; Umferðarterroristarnir í Reykjavík vilja þessa útópíu en hvorki borga fyrir hana eða reka.  Svona fyrir utan það að Borgarlínan mun engan vanda leysa, blasir við hverjum heilvita manni sem skoðar kort af útþenslu höfuðborgarsvæðisins, ein bein lína er þar eins og krækiber í helvíti.

Borgarlínan er og verður alltaf hagsmunamál verktaka sem sá ómældan gróða í að sprengja upp íbúðaverð í nágrenni línunnar sem og alla fjármunina sem sóað verður í byggingu hennar. Og Dindlar þeirra í borgarstjórn Reykjavíkur dansa í takt við þá hagsmuni, líkt og þeir hafa gert undanfarna 2 áratugi varðandi eyðingu miðbæjarins undir sálarlausa hótelkassa sem og alltof stórar byggingar á alltof litlum lóðum.

 

Síðan má benda á að ef menn eiga þessa fjármuni, og vilja í alvöru létta á umferðaþunga á höfuðborgarsvæðinu, að þá geta menn strax á morgun byggt upp alvöru almenningssamgöngukerfi sem þjónar fólki en er ekki sýndarmennskan ein líkt og núverandi kerfi er.

Restina geta menn svo notað til að jafna við jörðu hálfkláraðar nýbyggingar fyrirhugaðs Landsspítala, og byggt nýjan spítala miðsvæðis þar sem er nóg landrými, og góðar samgöngur að honum.

 

Því þetta er kjarni málsins, almenningssamgöngur virka ekki því menn feisa ekki útþenslu byggðarinnar, þær kosta, en bara miklu minna en umferðarteppur.

Sem og menn virðast ennþá nota aðalskipulagið frá 1930 þegar Reykjavík var lítill bær á útnesi, og eðlilegt að öll miðlæg þjónusta yrði kringum þetta útnes, en ekki uppí holtum og hæðum.  Nema núna eru þessi holt og hæðar byggðar, og gamli bærinn aftur orðinn að útnesi eins og hann var í árdaga.

Samt halda menn áfram að hola öllu niður á þetta nes eins og heimskan sé ótakmörkuð auðlind.  Skilja svo ekkert í að enginn kemst spön frá rassi til og frá útnesinu.

 

Það er þarft verk hjá fjármálaráðherra að ræða þessi mál á vitrænan hátt, og vonandi hefur hann úthald í að svara bullinu og ruglinu sem Dindlar verktakanna munu ausa á hann.

Það er margt sem þarf að ræða og ennþá eru mistök sem hægt er að leiðrétta eins og forheimskan um staðarval hins nýja þjóðarspítala.

Stöðu sinnar vegna mun fjármálaráðherra kannski láta ógetið að minnast á að ef umferðarterroristarnir eru einlægir í afstöðu sinni til bættra samgagna á höfuðborgarsvæðinu, þá ættu þeir allir sem einn að segja af sér.

Það væri þeirra framlag til að minnka mengun í heiminum og til að bæta mannlíf í Reykjavík.  Því óneitanlega eru það skert lífsgæði að eyða hálfum og heilum deginum fastur í óþef umferðarteppunnar.

Umferðarteppur sem er nítíu og eitthvað prósent af mannavöldum, þar sem umferðarterroristarnir bera megin ábyrgðina.

 

Það kallast að láta efndir fylgja orðum.

Kveðja að austan.


mbl.is Vill bíða með framkvæmdir upp á 100 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar

Ég hélt að þú vissir og hefðir fullvissu eins og ég að heimskan í borgarstjórnarmeirihlutanum væri ótakmōrkuð.

Eggert Guðmundsson, 21.9.2023 kl. 10:38

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Frábær pistill Ómar og skorinortur. Ég fór með vini mínum í gær einmitt á fund með Bjarna í Valhöll (ekki hinni einu sönnu guðanna þó á öðrum hnetti), en það var tilfinning fundargesta undir lok fundarins að Bjarni réði litlu í borginni, og að Dagur B. Eggertsson stjórnaði Bjarna og ríkisstjórninni í raun með kröfum um Borgarlínu.

Ég held að allir í salnum hafi viljað einkabílinn og enginn Borgarlínu, og Bjarni með. Nema hvað hann er hópleikmaður, og talar með sama málflutningi og Dagur og þeir sem vilja Borgarlínu. Nema hvað það að hann var mjög vandræðalegur á köflum á þessum fundi, því hann greinilega hafði litla sem enga sannfæringu fyrir Borgarlínunni, en sagði þó aftur og aftur að vegna fjölgunar einkabílsins yrði fyrr eða síðar að styrkja almenningssamgöngur. Var eins og hann væri að reyna að sannfæra sjálfan sig og aðra að Borgarlína væri eina leiðin til þess.

Aftur og aftur var honum bent á það að Danir og fleiri hefðu bætt strætisvagnakerfið á annan hátt og að þar væri aðeins mjög lítill kerfisins "City-Line" (borgarlína). 

Það var mjög erfitt að fá svör útúr honum hvað hann vildi eða hvað yrði gert, en ekki vildi hann bakka með allt sem hafði verið unnið að með Borgarlínuna. 

Það var helzt á honum að skilja að hann vildi fresta öllu dæminu og endurskipuleggja, en ekki hætta við.

Menn komu inná það sama og þú hér í pistlinum, að fólk á Seltjarnarnesi og í fleiri hverfum upplifir sig þannig að það sé gjörsamlega að lokast inni í sínum hverfum vegna umferðarteppu og þétting byggðarinnar er orðin slík, og túristamergðin.

En aðalspurningin er eftir sem sumir á fundinum komu inná: Það er taprekstur á Strætó. Af hverju ætti Borgarlínunni að ganga þá betur?

Bjarni talaði um að bæta það kerfi sem er fyrir. Þó hef ég orðið var við að búið er að rífa sum strætóskýli og ekkert kom í staðinn. Á fólk þá að norpa þarna í frostinu?

Hvernig væri að setja peninga í upphituð strætóskýli og stærri, og fleiri? Búið er að taka Hlemm undir mathöll sem er jafnan full af túristum, en þar var notalegt að vera með fullt af búðum og skyndibitum. Ekki til að bæta upplifun Strætónotenda. Annaðhvort eru vagnarnir hálftómir eða troðfullir af túristum. Þar heyrist töluð spænska, enska, pólska, víetnamska og hvaðeina, jafnvel vagnstjórarnir tala varla íslenzku, margir.

Dagur B. Eggertsson er einræðisherra í Reykjavík og hann hefur gert Reykjavík að túristaparadís en innfædda að flóttamönnum frá staðnum, sérstaklega sumum verzlunareigendur.

Já, allt eru þetta mannanna verk og hægt að leysa. Bjarni vill sitja sem lengst við völd og ekki rugga bátnum. Það var kraumandi gremja þarna í gær. Þó mátti heyra á honum að hann er líklegur til að stoppa þetta kannski, því hann er sjálfur meðal þeirra sem efast um að þetta gangi.

Kveðja að sunnan.

Ingólfur Sigurðsson, 21.9.2023 kl. 10:44

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Ég er sammála þér að þetta er góður pistill, ég náði eiginlega að segja allt það sem þurfti að segja, að Borgarlínan er skýjaglópaframkvæmd, hún eykur vandann ef eitthvað er og megnið af núverandi samgöngutruflunum er heimatilbúinn, þar sem Umferðarterroristarnir bera megin ábyrgðina.

Hvaða fávitagangur er það að einhver gutti geti gengið að gangbrautarljósi á Miklubrautinni, og stöðvað umferð þegar grænt ljós er á umferð uppí úthverfin.  Svo gat mamma hans eða hundurinn í fjölskyldunni tekið næsta gangbrautarljós, og allt var stopp frá Vatnsmýrinni uppí rassgat.

Þessi fávitagangur útskýrir að mestu leiti teppuna sem hrjáir fráflæðið frá gamla útnáranum til íbúabyggða höfuðborgarsvæðisins. Sem og einbeittur vilji til að leggjast gegn samgöngubótum.

Hugsanlega réttlætanlegt, ef þetta aumkunarverðafólk hefði lagt fjármuni í að þróa almenningssamgöngur, en þú lýsir réttilega Ingólfur efndirnar að baki orðavaðlinum.

Hið sorglega er Ingólfur, að forheimskan, fávitagangurinn nær langt inni sveitarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins í nágrannasveitarfélögunum, það mátti alltaf treysta því að íhaldið væri ekki heimskt, en það er greinilega liðin tíð.

Þess vegna er skynsemisrödd Bjarna svo mikilvæg, miðað við ládeyðu hans undanfarin misseri, þá mætti halda að þarna væri uppvakningur á ferð.

Eða einstaklingur sem rauf af sér álög sinnuleysis og doða tómhyggjunnar sem kostunaraðilar Hagfræði andskotans, kennd við Nýfrjálshyggju, lögðu á íhaldsmenn í upphafi þessara aldar, sem breytti þeim úr íhaldsmönnum í viljalaus verkfæri hins heimska markaðar.

Kannski er Bjarni að vakna til lífsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.9.2023 kl. 16:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Ef málið væri svo einfalt, þá væri það sjálfdautt, en ef ég man það rétt þá er forheimskan ekki aðeins hjá Umferðarterroristunum í Reykjavík, mig minnir að það sé einróma samþykkt sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um lagningu Borgarlínunnar.

En fram að þessu hef ég ekki séð vitglóru í málflutningi sjálfstæðismanna í Reykjavík eða á höfuðborgarsvæðinu almennt.

Þess vegna fagna ég skynsemisrödd Bjarna.

Maður á að fagna því sem vel er sagt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.9.2023 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 93
  • Sl. viku: 4176
  • Frá upphafi: 1338875

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3743
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband