Stundum þarf að nota mannamál.

 

Og einhver verður að spyrja Bjarna Benediktsson að því hvaða erkifífl hann skipaði sem dómsmálaráðherra í stað Guðrúnu Hafsteinsdóttir, kjördæmi sem sendir svona mann á þing, á engan rétt á ráðherrastól.

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar reis opinberlega upp gegn yfirboðara sínum, Jóni Gunnarssyni, og með rökum útskýrði hann svarið við þeirri spurningu sem ég spurði hér að ofan á mannamáli.

Maðurinn er fífl er það eina sem Georg Lársson átti eftir að segja.

 

Spurning  hvort hann segi það hreint út í dag þegar hann les þessa aumu vörn Jóns, að um sameiginlega ákvörðun Gæslu og ráðuneytisins væri að ræða, að Georg væri einhver svona útgáfa af Hyde og Jekyll, auðmjúkur jámaður í návist ráðherra, en óforbetranlegur rebel, svona Sólveig Anna týpa af embættismanni, þegar hann veitti viðtöl í fjölmiðlum.

Í þessu dæmi getur nefnilega bara annar haft rétt fyrir sér, annað hvort er Jón að ljúga uppá Georg, eða Georg er tvíklofi, og þar með ekki hæfur til að gegna starfi sínu.

Stundum þarf nefnilega að segja satt, og þá allan sannleikann.

 

Á meðan er gaman að lesa álit Magnúsar Tuma, prófessors á þessum afglöpum.

"Það má eiginlega líkja þessu við það að lögreglan er í tímabundnum rekstrarerfiðleikum og selur bílana sína til þess að rétta sig af og getur þess vegna ekki farið í útköll nema fótgangandi." (Rúv í gær).

"...það að minnka ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir með því selja flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF, í sparnaðarskyni sé eins og að hafa slökkt á götu­ljós­um borg­ar­inn­ar á nótt­unni til að spara.  Magnús Tumi seg­ir rök­in um að flug­vél­in sé lítið notuð ekki halda vatni. Hann lík­ir því við það að fólk vilji al­mennt hafa slökkvi­tæki heima hjá sér þó svo að það kvikni ekki í.".(Mbl.is).

 

En ég ætla að gefa Birni Bjarnasyni lokaorðið, þegar hann gagnrýnir afglöp ráðherra Sjálfstæðisflokksins, þá er líklegast fokið í öll skjól Bjarna Benediktssonar, því ábyrgðin á dvergunum er jú alltaf hans.

""Ja, ég verð nú að segja að ég hef sjaldan orðið jafnhissa og þegar ég sá þessa frétt [að selja ætti TF-SIF] núna áðan. Ég verð að játa að ég skil þetta ekki, að þetta skuli vera að gerast," segir Magnús Tumi á ruv.is í dag (2. febrúar). Hann mælir þar fyrir munn þess sem hér skrifar og líklega alls þorra þjóðarinnar.".

 

En að gefnu tilefni.

Svei attan.

Kveðja að austan.


mbl.is Sameiginleg niðurstaða ráðuneytis og LHG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar.

Það vantaði ekki peningana í þetta..þetta fólk er búið að tapa vitinu.kv.austur....Breytingar innan ríki­stjórnar kosta nær 1,8 milljarða (frettabladid.is)

Ragna Birgisdóttir, 2.2.2023 kl. 18:34

2 identicon

Þarna er vinnusamur trúr og tryggur flokksmaður, aldrei til vandræða og gerir eins og honum er sagt, að nálgast það að hætta. Þá er reynt að launa leiðitömum dráttarklárnum með því að gera að ráðherra síðustu árin svo hann fái eftirlaun ráðherra. Áfram átti hann að vera sama dauðyflið og hann var allan sinn þingmannsferil og í fyrri ráðherrasætum. Og embættið þannig að hægt er að komast upp með að gera lítið sem ekkert. Þá hleypur eitthvað stjórnlaust æði á öldunginn og hann fer í massífa framleiðslu axarskafta öllum að óvörum. Hvað er að? Þarf að votta aðstandendum samúð? Geta læknar ekkert gert?

Vagn (IP-tala skráð) 2.2.2023 kl. 19:38

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ragna.

Það stundum hvarflar að manni, en hvað þetta varðar þá trúi ég að Jón Gunnarsson sé í því sem er kallað; gönuhlaup.

Ég reikna svo með því að hann einn verði hengdur fyrir þessi afglöp, en mig grunar að eitthvað sé til í þessu hjá honum með viðbrögð ríkisstjórnarinnar.

En líklegast verður sagt að aðrir ráðherrar hafi ekki verið að hlusta, og þeir allir sem einn héldu að um einhverjar pælingar væri að ræða,án alvöru.

Jón er síðan mjög heppinn að það er liðin tíð að valdið hengi afglapa hátt uppí næsta tré.

En hann verður látinn víkja, annars fara afglapaspjótin að beinast að Bjarna Ben, og það er eitthvað sem Bjarni óskar sér ekki akkúrat núna.

Því þegar krónprinsessan er ekki tilbúin, þá tekur Guðlaugur Þór við.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.2.2023 kl. 21:47

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vagn.

Og skammastu þín, það er ég sem sé um svona texta á minni síðu, og þitt hlutverk er síðan að gagnrýna þau orð.

Hæðni, kaldhæðni, hinn napri raunveruleiki sem við fíflumst með, bara svona svo hinn Óbærilegi léttleiki tilverunnar leggist ekki á sinni manns,  eða maður sé hreinlega að atast með því að draga upp sterkari liti en kannski sanngjarnt er, og allt þar á milli,svo bara segir þú þetta hreint út Vagn, og hlífir engu, hvað er eiginlega að þér maður??

Og ekki svara með því að þykjast vera rafeind.

Verkaskiptingu á að virða, hvað margar athugasemdir hef ég lesið þar um þegar ert að reyna sannfæra mig um að ómannsæmandi laun séu einhverskonar náttúrulögmál þess að fólk sé sátt við sinn bás og reyni hvorki að mennta sig frá honum, eða flýja á náðir hjónabandsins til að losna undan því oki.  Það síðast nefnda var reyndar mín útlegging á orðum sem þú sagðir aldrei.

En í alvöru  félagi Vagn, fyrst er það Björn Bjarna sem gerir ekki tilraun til að verja afglöpin, svo kemur þú og ég þakka guði fyrir að Jón er ekki að lesa þessi skrif okkar, því við vitum báðir að aðgát skal hafa í návist sálar.

Veit ekki Vagn, en ég ætla ekki að gera ágreining við þessi orð þín, en kannski er nóg komið hjá mér.

Ég held að öllum sé ljóst að Jóni varð mikið á, svo mikið að maður þarf að hafa bak við eyrað að sparka ekki í liggjandi mann.

Ég hlýt að finna mér einhvern annan til að böggast í.

Hvernig var þetta aftur með Sólveigu Önnu og Halldór Benjamín???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.2.2023 kl. 22:07

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rökfærsla Jóns um að vélin sé svo sjaldan notuð, sýnir hversu skyni skroppinn þessi maður er. Það að hn sé lítið notað er sennilega meiri gæfa en hitt. Helst vildi maður að allar flugveélar gæslunnar yrðu aldrei notaðar.

Rökin eru sömu og að henda hjartastuðtæki af því að það sé ekki notað nema einu sinni á ári.

Maðurinn er versta skaðræði sem hent hefur íslensk stjórnmál síðan Steingrímur J. Brilleraði sem hæst.  Vegatollar, rafbyssur og skerðing gæslunnar eru bara fáein afrek í ferilskrá þessa manns.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.2.2023 kl. 06:03

6 identicon

Jon Gunnarsson afgerandi besti ráðherra Rikisstjornarinnar og 

annara ráðherra um langan tima  Og guð forði okkur við að fa Guðrunu Hafateinsdottir i það embætti  

þá getum við alveg eins sett Pirata þar !!

rhansen (IP-tala skráð) 3.2.2023 kl. 11:46

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Steinar.

Það er gott að einhver muni eftir vegtollunum, sem reyndar er ekki síður áhugamál Sigurðs Inga.

Ég hef ekki alltaf skilið vegferð Jóns Gunnarssonar, finnst hann svo á tíðum klaufskur, en þarna fór hann bara með sig, það er ekki bara hægt að segja annað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2023 kl. 12:04

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður rhansen.

Það er oft sagt að mismunandi augum líti menn silfrið, sérstaklega er mikill munur milli þeirra sem eiga silfur, og svo hinna sem eiga það ekki.

Það eina sem mér dettur í hug að þú teljir þig vera í eigandahópi Jóns, að hann sé svona þinn maður.

Annars myndir þú aldrei reyna að verja þessi ósköp.

Og varðandi Guðrúnu Hafsteins, þá skilst mér að hún sé ágætismanneskja, farsæl í rekstri sem og sveitastjórn.

Komin til þroska, ólíkt sumum sem eru þarna á stóli.

Ég dæmi fólk ekki eftir stjórnmálaskoðunum þess eða hvort því hafi orðið á að vera sammála mér eður ei.  Til dæmis tel ég Björn Bjarnason, og hef það eftir mönnum sem þekkja til starfa hans og fagmennsku, einn albesta ráðherra lýðveldissögunnar, en ég er ekki sammála Birni í mörgu, en það er nú önnur saga.

Guðrún verður fín, og allt er betra en Jón.

Nema það sé einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar að koma Samfylkingunni til valda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2023 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband