Að verja hið óverjanlega.

 

Er tíska þessa dagana og kannski skýring þess hve almenningur hefur ofboðslega lítið álít á stjórnmálamönnum sem og stjórnvöldum.

Svo lítið að jafnvel Samfylkingin mælist stærst stjórnmálaflokka í dag.

 

Af hverju er ekki hægt að taka á málum, játa mistök þegar þau hafa verið gerð, leysa deilur í stað þess að magna þær og svo framvegis.

Það eru fáir sem draga í efa að ríkissáttasemjara hafi ekki verið heimilt að leggja fram miðlunartillögu sína, það er bara ekki málið, hún gengur svo gersamlega gegn tilgangi og hlutverki embættisins að það hálfa og jafnvel helmingur þess er nóg.

Til skamms tíma magnar hún upp ófrið, til langs tíma eyðileggur hún embætti ríkissáttasemjara á meðan Aðalsteinn Leifsson gegnir því.

Því hann er ekki lengur hlutlaus, annaðhvort gengur hann erinda atvinnurekanda eða stjórnvalda, eða jafnvel beggja.

 

Af hverju fattar ráðherra þetta ekki, af hverju spilar hann sig bjána og spilar með augljósum afglöpum Aðalsteins, í stað þess að segja; Hey Aðalsteinn, ég held að þetta séu stór mistök hjá þér og ljóst að ef þú greiðir ekki úr þeim, ertu ekki bara rúinn trausti allra stéttarfélaga landsins, heldur líka mínu trausti.

Þetta er ekki flókið, og það er ekki þannig að ráðherra og flokkur hans VG; hafi miklu fylgi að tapa eða líta ráðherrar flokksins svo á að núverandi stjórnarþátttaka sé einhvers konar siðayfirbót fyrir svikin miklu 2009, og að eðli þeirrar yfirbótar sé að fá fólk til að gera sem það átti að gera strax 2013, það er þurrka flokkinn út af þingi.

Nei ég held ekki, þetta er hreinn aulaskapur, og allt yfirklórið ræðst beint að heilbrigðri skynsemi fólks.

 

Við sjáum það sama með nýjustu afglöp Jóns Gunnarssonar, þau benda sterklega til þess að það sé bara ekki alltí lagi með manninn, sem og þá embættismenn í dómsmálaráðuneytinu sem hafa eitthvað með almannaöryggi að ræða, sem og bara almenna stjórnsýslu.

Þetta klúður vefur bara uppá sig og þau Jón sé aðallega varinn með þögninni, þá er sú þögn æpandi eftir því sem fleiri sem tengjast almannavörnum og viðbrögðum þjóðarinnar við náttúruvá, tjá sig um málið.

Allir segja að maðurinn sé hreinræktað fífl sem viti ekki hvað hann er að gera, rökin gegn ákvörðun hans er eins og að segja frá manni; "já hann setti vatn á bensíntankinn, sagðist spara mikinn pening, já hann brenndi húsið sitt til grunna, nei nei ekki viljandi, honum fannst dýrt að kynda og ákvað að kveikja varðeld á stofugólfinu líkt og hann sá í gömlum vestrum í gamla daga, já já, það er ekki logið uppá hann Jón".

 

Samt er Jón varinn með þögninni í stað þess að vera fyrrverandi dómsmálaráðherra í dag.

Og þökk sé Guðmundi þá eykst ólgan á vinnumarkaðnum með hverjum deginum.

Og fylgi Samfylkingarinnar bólgnar út eins og myglan í nýuppgerðum skólum Reykjavíkurborgar.

 

Þetta er svo skrýtið allt saman.

Hvar fengu menn þá flugu í höfuðið að þegar þeir yrðu ráðherrar, þá yrðu aldrei gerð mistök sem þyrfti að takast á við og reyna að leiðrétta.

Fara þeir á námskeið þar sem þeim er kennt að verja hið óverjanlega??

Eða er þetta bara uppblásinn hroki sem lítur á almenning, þennan venjulega, sem fífl, og því megi bulla út í eitt, eða það sem verra er, tala Dagísku öllum stundum.

 

Veit ekki, en meðan ég man.

Svei attan.

Kveðja að austan.


mbl.is Ráðuneytið vísar frá stjórnsýslukæru Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar.

Ég held að fólk sé almennt búið að missa traust á Alþingi,stjórnmálafólki,réttarkerfinu,Þjóðkirkjunni,tryggingarfélögum,Tryggingarstofnun,og öllu batteríinu yfir höfuð.Held það sé ekki margt eftir til að treysta nema Björgunarsveitirnar og Almannavarnir. Krabbameinið hefur teygt sig í alla innviði og lækningin er engin enda læknirinn(Alþingi) hefur enga áhuga á að lækna eitt né neitt meðan að hann fær lyfin sín. Kveðja austur,

Ragna Birgisdóttir, 3.2.2023 kl. 15:38

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já því miður Ragna þá held ég að það sé mikið til í þessu hjá þér.

Það er eins og þingmenn eigi ekki samtal við þjóðina lengur, sem er miður því það er svo margt sem þarf virkilega að ræða og færa til betri vegar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2023 kl. 22:04

3 identicon

Ég er búinn að skrifa svo mikið og lengi um bilunina sem ríkir hér á landi, um hrunstjórn, um helferðarstjórn, um þverflokkabilun kerfisins.

Því vil ég aðeins fá að nota hér tækifærið og segja hið jákvæða, að þeir voru flottir í spurningakeppninni í kvöld, fulltrúar Verkmenntaskóla Austurlands.

Og það gladdi mig mjög að sjá þá bera sigur úr býtum.

Til hamingju með synina, Ómar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.2.2023 kl. 22:50

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Pétur, já þeir voru ágætir greyin.

Vonandi gengur þeim jafnvel á móti Magna á morgun, því það er ekkert frí, eldsnemma í fyrramálið fara þeir ásamt 4 öðrum félögum sínum norður í land og keppa með liði KFA í Kjarnafæðismótinu.

Því lífið er jú fótbolti en amma þeirra var stolt að sjá strákana sína í sjónvarpinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2023 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband