Brúðan talar og talar.

 

Skammast og skammast, og engin skal efast um að hún meini vel.

Nema að hún missti allan sinn trúverðugleik þegar hún þáði far með auðkýfing á skútu hans yfir Atlantshafið.

Skilaboðin skýr, ef þið þekkið ekki auðkýfinga, þá skulið þið ekki ferðast.

 

Samt er ennþá aumara hjá þessu blessuðu barni, sem og öðrum börnum sem fjölmiðlar hinna ofurauðugu hampa, man ekki alveg hvað þessi börn heita á Íslandi, líklegast Ungt fólk eitthvað, er að þau þjóna svo algjörlega gjörsamlega Hagfræði Andskotans, sem leggur óbærilegar kvaðir á fyrirtæki og almenning Vesturlanda, til þess eins að minna mengandi framleiðsla er flutt  í stórverksmiðjur hinna Ofurríku í Kína.

Með þeim afleiðingum, að eftir allan barnagrátinn sem vissulega er ekki íssjú í málinu, þá hefur heildarmengun heimsins margfaldast, frá minna mengandi Vesturlöndum í hið mengandi kolahagkerfi Kína sem og annarra þrælabúða Glóbal auðsins.

 

Og þó þetta séu börn, heimsk börn, þá skulum við ekki ætla þeim þá víðátta heimsku að þau skilji ekki hvað Höndin sem fæðir þau, stendur fyrir, og hver afleiðing stefnu hennar er.

Því það er jú líf þeirra sem er undir, ef Hagfræði Andskotans, hagfræði hinna Ofurríku, sem kennd er við hjáguðinn Mammon og dagsdaglega er kölluð Nýfrjálshyggja, stjórnar vörnum siðmenningarinnar gegnn hlýnun jarðar,þá verður ekki önnur kynslóð, nema þá sú villimennska sem mun dafna eftir Hrun siðmenningarinnar.

 

Samt eru til blaðamenn, líklegast blaðakonur, sem örugglega eiga börn og dreymir um að verða ömmur, sem spila með brúðunum, sem hafa aðeins eitt hlutverk.

Og það hlutverk er ekki að ýta undir samviskubit okkar að við séum leiksopar hinna grimmu afla sem markvisst hafa hlutlausað varnir siðmenningarinnar.

Það hlutverk er miklu alvarlegra.

 

Sem er að við trúum að það sé eitthvað verið að gera.

 

Þegar æ stærri hluti heimsins er að verða óbyggilegur vegna loftslagshamfara, þá röfla leiðtogar okkar sem eru í vasa auðsins, þrælar hugmyndafræði Andskotans, út í eitt, og þegar það röfl getur ekki kæft Örvæntingu þess fólks sem ól líf, sem það vill að lifi af, þá eru brúðurnar kallaðar til.

Í trausti þess að fólk sé svo heimskt að það haldi að fólk sem mengar óverulega á heimsgrundvelli, geti bjargað heiminum með því að fara aftur á steinöld.

Eða til vara að allir eigi auðvini eins og hún Gréta, og geti því ferðast um á vængjum vinda, sem fyrir daga gufuvélarinnar voru kenndir við segl og seglskip.

Við handafl, við hesta, og já, vindmyllur, heim sem átti erfitt með að fæða og klæða brotabrot af þeim mannfjölda sem byggir jörðina í dag.

 

Og munum að sökin er ekki Grétu, eða sambærilegra brúða eða kjölturakka hinna Ofurríku, heldur þeirra sem kóa með.

Þeirra sem skrifa svona frétt án þess að segja "hvaða helv. kjaftæði er þetta", eða rísa upp gegn hinum forheimsku stjórnmálamönnum Góða fólksins sem gera DúDú fuglinn að ofurgreindu vitsmunaveru í samanburði við Góða fólkið.

 

Hvað heitir þetta aftur??, aflátsbréf loftslagssóða sem auðfyrirtæki eins og Landsvirkjun selur dýrum dómi, loftslagsskattar og kolefnisskattar sem knýja alla framleiðslu til Kína, eða eigum við að minnast á algjöran fávitahátt íslenskra stjórnvalda???

Sem ætla að rafvæða Ísland fyrir 2030 eða eitthvað, án þess að hafa byggt einu einustu virkjun frá 2002, eða knýja með skattaofbeldi á rafmagnsvæðingu samgöngutækja án þess að hafa lagt krónu frá því á síðustu öld í að endurnýja raflínur landsins, hafa ekki einu sinni vit á að byggja upp varaafl á landsbyggðinni svo hægt sé að setja björgunartæki, hvort sem það eru vinnuvélar eða tæki lögreglu eða björgunarsveita í samband, þegar hamfaraveður loftslagshlýnunnunnar dynja á landi og landsmönnum.

 

Eða eigum við að tala um hvað þetta fólk er innilega tvöfalt eða þrefalt, svo orðin skinhelgi eða hræsni ná ekki á nokkurn hátt að lýsa stefnu þess, að það keyrir á hagvöxt ferðamannaiðnaðarins.

Mengandi skemmtiferðaskip, flugvélar sem menga orðið meira en allur almenningur og megnið af atvinnulífi landsins, viðbrögðin er að hækka kolefnisskatta á landsbyggðina, sérstaklega skatta á fátækari hluta hennar, og segja svo, vissulega þá minnkuðum við koltvísýringin um 0,1%, þó það skipti engu máli þá sýnir það vilja okkar í verki.

 

Gréta er þó barn, Leppur auðs og auðmanna, hefur ekki vitsmuni til að sjá hvernig Hagfræði Andskotans misnotar hana.

En hvað afsakar íslensk stjórnvöld??

Það er ekki þannig að það þurfi ekki að gera eitthvað.

 

En Höndin sem fæðir.

Höndin sem grefur gröf Framtíðar barna okkar.

Hún á og hún stjórnar.

 

Eins og enginn eigi framtíð sem þarf að verja.

Líf sem var alið og biður um það eitt að mega ala af sér nýtt líf.

 

Því upphaf og endir alls eru við.

Við sem ólum Líf sem við sórum að vernda.

 

En þegjum.

Spilum með.

 

Erum ekki brúður.

En högum okkur sem slíka.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Fáránlegt“ að hlusta á þetta fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldarpistill Ómar og því miður sorglega sannur.

Sigurður Kristján Hjaltested, 19.1.2023 kl. 18:31

2 identicon

Flottur pistill;

fangar kjarna málsins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.1.2023 kl. 20:27

3 identicon

Greta Thunberg "kjölturakki og brúða". Hvílíkt endemis bull!

Greta er tvítug, eldklár og yfirveguð ung kona, ein áhrifamesta konan í heiminum. Hún á örugglega eftir að láta til sín taka á ýmsum sviðum í framtíðinni.

En hún má að gæta sín, hún á volduga hatursmenn sem hugsa henni þegjandi þörfina:                          MUST WATCH: Greta Thunberg as you've never seen her before!           

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 20.1.2023 kl. 21:10

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hörður.

Það getur hver sem er sagt þvæla og bull, sérstaklega þeir sem geta ekki horfst í augun á raunveruleikann, eða hafa ekki vitsmuni til að koma með rök fyrir fullyrðingum sínum.

Ég útskýri í þessum pistli af hverju hún er brúða,hvar hún missti trúverðugleika sinn, hvaða ógnaröflum hún þjónar í raun, og hvað þessi ógnaröfl eru að gera mannkyninu.

Ég veit ekki hvort þú hafir fattað það en ég geri mér fyllilega grein fyrir þeirri ógn sem stafar af mannkyni vegna hlýnunar jarða vegna brennslu jarðeldsneytis.  Og því vil ég, sem maður sem á líf sem ég sór að vernda, að það sé brugðist við þessum vanda.

Sem hefur ekki verið gert og brennsla jarðeldsneytis eykst með hverju árinu, og það umtalsvert.  Sú aukning er í Kína og er bein afleiðing af þeirri stefnu sem Vesturlönd hafa fylgt síðustu 30 árin.

Sú stefna er stefna markaðarins og henni er stýrt af hagsmunum hinna ofsaríku.

Ef Gréta væri svona gáfuð eins og þú segir, þá gerði hún sér grein fyrir og myndi því mótmæla á hverjum degi fyrir utan kínverska sendiráðið, sem og að mótmæla hinni röngu stefnu, skattlagningu almennings og fyrirtækja á Vesturlöndum sem þjónar þeim eina tilgangi að koma framleiðslu heimsins til Kína sem og annarra þrælabúða Glóbalsins.

Það þarf engar gáfur til að sjá að heimurinn er að farast og það þurfi að gera eitthvað til að hindra yfirvofandi gjöreyðingu siðmenningarinnar, það þarf aðeins heilbrigða skynsemi til þess.

En það þarf kannski einhverjar gáfur til að benda á leiðir til lausnar, en það þarf hins vegar mikla heimsku til að sjá ekki árangursleysi þeirrar stefnu  ofurskattlagningar og tilbúins orkuskorts á Vesturlöndum, eða beina fjármunum almennings til að greiða niður orku sem getur aldrei komið í stað jarðeldsneytis því heimurinn þar líka orku í logni og þekkt hráefni heimsins duga ekki í allar þær rafhlöður og sólarrafhlöður hinna algjöru orkuskipta.  Heimurinn er jú stærri og fjölmennari en hinar velmegandi borgir Vesturlanda.

Og þar sem sjálft lífið er undir þá er sú heimska margföld á við þá sem afneitar loftslagsbreytingum af  mannavöldum.

Ég ráðlegg þér að lesa rök manna áður en þú kallar þau þvælu Hörður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2023 kl. 23:09

5 Smámynd: Hörður Þormar

Sæll, Ómar.

Ég er að mörgu leyti sammála þér og samkvæmt mínu viti þá sýnist mér þið Greta Thunberg vera líka á sama máli. Ég sé ekki betur en að hún sé að berjast gegn sömu "ógnaröflunum" og þú. Ekki held þó að dagleg mótmælastaða við eitthvert kínverskt sendiráð sé vænlegasta aðferðin til þess. 

Ekki ætla ég að bera vitsmuni ykkar  Gretu Thunberg saman, ég hef engar forsendur til þess. Ég efast reyndar um að þú hafir þær heldur.

"Bull" er kannski stórt orð, en það eru ekki síður stóryrði að segja að þessi  tvítuga kona sé handbendi óskilgreindra afla, "heimskt barn, kjölturakki og brúða", ég efast um að þú hafir forsendur til að fullyrða slíkt. Því vil ég endurtaka að þessi orð þín eru bull.

Með kvdeðju austur.

                          Greta Thunberg: Why Germany should focus on nuclear power instead of coal | maischberger           

Hörður Þormar, 21.1.2023 kl. 14:48

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hörður.

Þetta er skrýtið "sammál", ég færi rök fyrir að Gréta sé brúða í pistli mínum, ítreka þau orð aðeins í athugasemd minni og þá segist þú líka vera sammála, og að Gréta sé í sama flokki.

Svo ég segi það við þig aftur, þá afhjúpaði Gréta sig sem brúðu þegar hún kaus að þiggja far hjá auðmanni yfir Atlantshafið, skilaboðin skýr, ef þið þekkið ekki auðmann, þá skulið þið ekki ferðast.

Sjaldgæfari leitun að meiri lítilsvirðingu gagnvart venjulegu fólki, það er þá, síðan hefur Gréta ítrekað reynt að toppa sig með árásum sínum á líf venjulegs fólks, atvinnu þess og tilveru.  Boðskapur hennar er í meginatriðu er; "komið samfélaginu aftur á steinöld, eða til vara allavega hestöld og handöld", og þá til að bjarga lífi barna framtíðarinnar.  Meinið er að það verður ekkert líf í framtíðinni ef siðmenningin hrynur í dag vegna þessa boðskapar.

En boðskapur barna og brúða eins og hennar hefur verið nýttur af ógnaröflum til að skattleggja alla samkeppni við þá á Vesturlöndum, með þeim afleiðingum að megnið af framleiðslu heimsins er komin í þrælabúðir Glóbalsins, og í stað þess að minnka heildarmengun á heimsgrundvelli, þá er vöxtur hennar línulegur og í Kína í veldisvexti.

Skattlagningin og allskonar umhverfiskröfur, sem vissulega eru flestar skynsamlegar og í raun lífsnauðsynlegar, á sama tíma og frjálst flæði er á útskipun starfa í þrælabúðir, og frjálst flæði á innflutningi þaðan, þar sem engar umhverfiskröfur eru gerðar, hafa síðan svipt tugmilljónir lífsafkomu, ásamst að skaða þá sem þó halda vinnu og störfum, með lægri launum og minni hluta af arði framleiðslunnar. 

Núna á að bæta í, tilbúin orkukreppa stórhækkar allan kostnað við framleiðslu, það er hér á Vesturlöndum, og fyrir utan að venjulegt vinnandi fólk er að krókna úr kulda, þá missir það vinnuna eða býr við óöryggi um vinnu morgundagsins.

Þetta er kerfið sem brúðan og börnin standa fyrir, þetta er kerfið sem ég stend gegn, vegna þess að ég er hvorki barn eða brúða, ég á hins vegar Líf sem ég sór að vernda.

Ef þú sækist eftir að koma hingað inn til að móðga mig Hörður, haltu þá að tala um bull eða þvælu, en lítilsvirtu mig ekki við að líkja mig við kjölturakka glóbal auðsins, eða raunstuðning þeirra við helstefnu hans.

Síðan er mér það fyrirmunað að skilja af hverju þú ert að tala um vitsmuni mína, ég get alveg fullvissað þig um að þeir eru ágætir, en það var í þinni fyrri athugasemd sem þú minntist á að Gréta væri eldklár og yfirveguð.

Ég spann aðeina út frá því að verk hennar og orð sýndu það ekki, nema þá kannsi að fólk telji það fólk eldklárt sem fattar að siðmenningin sé að hrynja vegna veðurhamfara náttúrunnar, nema þó með þeim fyrirvara að liðleskjurnar sem stöðva ekki vitfirringuna í Úkraínu sjái til þess að vetnissprengjan geri það á undan.

Ég hins vegar benti þér á að það flokkaðist frekar undir heilbrigða skynsemi.

Síðan að lokum komst þú með link að kannski væri eitthvað í stelpuna spunnið, og ég skal fúslega íhuga orð mín ef ég sé hana mótmæla fyrir utan kínverska sendiráðið, sem og þessar vitleysingasamkomur sem réttlæta dagpeninga sína með því að þau séu að berjast gegn lofslagsvandanum.

Því orð mín og álytanir byggjast á því sem var, ef það sem er, er annað, þá skal ég fyrstur manna gangast við því.

Því ég er ekki kreddumaður Hörður, sá sem á Líf sem hann sór að vernda, hann hefur ekki efni á slíkri vitleystu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2023 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 165
  • Sl. sólarhring: 996
  • Sl. viku: 5651
  • Frá upphafi: 1338538

Annað

  • Innlit í dag: 146
  • Innlit sl. viku: 4980
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 143

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband