29.10.2022 | 16:33
Eigendurnir bíta frá sér.
Af einhverjum ástæðum, sem ekki nokkur maður skilur, telur háskólafólkið í VG og Samfylkingu sig eiga verkalýðshreyfinguna, vísa þá oft í rætur flokka sinna og tengsl þeirra við verkalýðsbaráttu síðustu aldar.
Eitthvað af þessu háskólafólki segir líka að afi þeirra og amma, og jafnvel langafi og langamma, hafi verið róttækt baráttufólk fyrir bættum kjörum alþýðunnar, yfirráðin séu þá einhvers konar ættargóss, svona eins og óðalsetur í sveitum Englands, eða hlutabréf í Eimskip eða Flugleiðum.
Og svo ég haldi mig við líkinguna um sveitaróðalið, þá sé hlutverk þess að passa uppá lýðinn í verkalýðsfélögunum (sbr að gæta að híbýlum og næringu leiguliða) að honum sé útveguð forysta og leiðsögn hámenntaðs fólks sem kann að semja um kaup og kjör, sem og að drekka kokteila með atvinnurekendum eftir árangursríka samninga.
Það eina sem háskólafólkið ætlast til í staðinn er að verkalýðurinn sé þakklátur, lúti leiðsögn þess, og viðurkenni eignarhald þess.
Ljúf heimsmynd, ljúfur raunveruleiki, eða alveg þar til einhver rebel, skúringarkona, labbaði inná fund hjá Eflingu og sagði, "við lifum ekki af laununum okkar, við þurfum alvöru verkalýðsbaráttu".
Bauð sig svo fram til formanns og sigraði.
Og fór í verkalýðsbaráttu, á forsendum verkafólks, ekki forsendum meintra eiganda, reif kjaft, boðaði til verkfalla, drakk ekki kokteila.
Steininn tók úr þegar hin fyrrverandi skúringarkona boðaði til verkfalls á leikskólum borgarinnar, krafðist þess að ófaglært starfsfólk gæti lifað af launum sínum.
Þarna var ráðist á helgustu vé háskólafólksins í VG og Samfylkingunni, sjálfa stjórn Góða fólksins í Reykjavík, með þeirri ósvífnustu kröfu sem hægt var að ímynda sér; nei, nei ekki kröfuna um mannsæmandi laun, kröfuna um að laun hinna ófaglærðu dygðu fyrir lágmarksframfærslu.
Eitt var að þola rebelnum að lemja á atvinnurekendum, enda flestir borgandi í sjóði Sjálfstæðisflokksins, en að afhjúpa hræsnina, tvöfeldnina sem Góða fólkið hrærist í, það var ófyrirgefanlegt.
Síðan hafa hinir meintu verkalýðsflokkar, VG og Samfylkingin, verið í beinu stríði við Sólveigu Önnu, og þar eru öll vopn leyfileg.
Rógur, níð, skurðgröftur, upphafning nóboddía í meintri andstöðu, jafnt innan Eflingar sem og ASÍ.
Að ekki sé minnst útí samfélaginu, í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, og alltaf blasa við fingraför hinna þrautæfðu skítadreifara þessara flokka.
Þá sögu ætla ég ekki að rekja hér, samt er gott að hafa í huga aðkomu Rúv af þessari níðherferð allri saman þegar hershöfðingi hinna meintu eiganda fékk að úttala sig í Kastljósi um stríðsaðgerðir sínar og sigra á ný-afstöðnu ASÍ þingi.
Líkleg skýring þess er að hún er kona, nánasti bandamaður fyrrverandi formanns ASÍ, sem líka er kona, en Sólveig Anna er hins vegar skúringarkona.
Á því er reginmunur og spyrli datt ekki í hug að spyrja Höllu um sinn þátt í hjaðningavígunum sem holsærðu Alþýðusambandið, samdi hún til dæmis bréf verkalýðsforingjanna sem var upphafið af níðherferðinni gegn Ragnari Ingólfssyni??
Þessi frétt er um enn eina upphafningu nóboddía.
Þar sem öllum árum er róið undir til að vega að og fella Sólveigu Önnu.
Svona gerist aldrei fyrir tilviljun, þarna er fagfólk að baki sem nýtir sér þörfina fyrir sviðsljósið.
Háskólafólkinu, þessum meintu eigendum verkalýðshreyfingarinnar, er nefnilega alveg sama þó það rústi Alþýðusambandinu, þó það rústi Eflingu.
Þó það rústi verkalýðshreyfingunni eins og hún leggur sig.
Í þeirra huga er yfirráð yfir rústum betra en ekki neitt, betra en að verkafólk ráði ráðum sínum sjálft.
Það og ekkert annað skýrir þennan fund í húsi Þjóðminjasafnsins í dag.
Kveðja að austan.
Vilja kljúfa sig frá Eflingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Sæll Ómar, Þrælgóð greining hjá þér.
Vonandi tekst samtökum og félögum hinna vinnandi stétta að hreinsa út
hśskólaliðið og arfleifð Gylfa Arnbjönsonar og co út úr sínum röðum og ná vopnum sínum til baráttu réttlátara samfélags.
kv. hrossabrestur.
Hrossabrestur, 30.10.2022 kl. 08:27
Eitthvað birtist Háskólaliðið einkenniega,
köllum það bara Mennta elítuna.
kv. hrossabrestur.
Hrossabrestur, 30.10.2022 kl. 08:29
Enda frekar skrýtið lið Hrossabrestur góður, það er þegar það þykist vera Verkalýðurinn með stóru Vaffi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.10.2022 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.